Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 21 MINNSTAÐUR AUSTURLAND SUÐURNES Grindavík | Leitir og réttir hafa í aldanna rás verið eitt af þeim haustverkum sem gegna hvað mik- ilvægustu félagslegu hlutverki í sveitum landsins. Er það mat margra fróðra manna að allir ættu að upplifa réttastemningu að minnsta kosti einu sinni um ævina og helst að gera það að árvissum viðburði. Grindvíkingar rétta nú á laug- ardag. Þangað er örstutt að fara og eins og endranær bjóða Grindvík- ingar fólk velkomið til að taka þátt í þessum skemmtilega degi. Réttað er í Þórkötlustaðarétt sem er örstutt frá höfuðborginni og í skemmtilegu umhverfi í Þórkötlu- staðahverfi í Grindavík. Hún var hlaðin af Grindarvíkurbændum um aldamótin 1900. Grjótið var að mestu fengið úr Vatnsheiðinni og er réttin óbreytt að stærð og lögun frá þeim tíma. Gerðar voru endurbætur á réttinni fyrir nokkrum árum. Fjárbændur á svæðinu hafa bryddað upp á þeirri nýbreytni að safna fénu öllu saman áður en það er rekið af fjalli til að koma í veg fyrir að áhugasamir áhorfendur þurfi að bíða og verður féð rekið niður í réttina stundvíslega klukkan 13. Við réttirnar hefur verið smíð- aður pallur til þess að áhugasamir áhorfendur hafi gott útsýni yfir svæðið. Þeir sem vilja, geta hjálpað til við að reka í réttina eftir því sem safnið nálgast og tekið þannig virkan þátt í öllu saman. Frítt verður á tjaldstæðið alla helgina, veitingatjöld verða á staðn- um og einnig verður réttarkaffi á Veitingahúsinu Brimi Hafnargötu frá 13.30–18. Réttarballið er að sjálfsögðu ómissandi partur af stemningunni og á laugardagskvöldið verður ekta réttarball í Salthúsinu í Grindavík. Hljómsveitin Sólon leikur fyrir dansi, tónlist sem hentar öllum ald- urshópum, enda eru réttarböll vett- vangur þar sem kynslóðirnar dansa og skemmta sér konunglega saman. Ökumenn eru beðnir um að gæta sérstakrar varúðar og sýna þol- inmæði þegar verið er að reka fé yfir akvegi. Grindvíkingar bjóða gesti velkomna í Þórkötlustaðarétt Lifandi menningarviðburður Ljósmynd/Óskar Sævarsson Réttir Það er ætíð glatt á hjalla þegar Íslendingar draga blessaða sauðkindina í dilka. Reykjanesbær | „Á Íbúaþingi er verið að virkja þá ómældu þekkingu og umhyggju sem íbúar á hverjum stað búa yfirleitt yfir. Nýlegt dæmi frá Reykjanesbæ þar sem hugmynd frá íbúum hefur leitt til breytinga er hugmynd leikskólabarna á Tjarn- arseli um útsýnispall við Ægisgöt- una, sem nú er orðinn að veruleika,“ sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um tilgang íbúa- þings sem haldið verður laugardag- inn 10. september í húsnæði Íþrótta- akademíunnar við Menntaveg. Þetta er í fyrsta sinn sem íbúa- þing er haldið í Reykjanesbæ en framkvæmd þess er unnin í sam- starfi við ráðgjafafyrirtækið Alta, sem hefur stýrt íbúaþingum víða um land. Dagskráin samanstendur bæði af umræðuhópum og svokölluðum skipulagshópum, þar sem unnið er yfir kort og loftmyndir. Rætt verður um málefni sem varða Reykja- nesbæ, en einnig horft víðar yfir svæðið. „Við munum gefa íbúum kost á að koma með hugmyndir um hvernig þeir vilja sjá Reykjanesbæ og Reykjanesið allt vaxa og þróast og bjóðum þess vegna íbúum ná- grannasveitarfélaganna einnig vel- komna á þingið. Fólki mun gefast kostur á að ræða um umhverfismál, skipulagsmál, atvinnumál og sam- félagsleg málefni, svo sem skóla- mál,“ sagði Árni í samtali við blaða- mann og áréttaði að þátttakendur þyrftu ekki að hafa neina sérþekk- ingu á skipulagsmálum, einungis op- inn hug og góðar hugmyndir. Dag- skráin stendur frá kl. 10–16 og boðið verður upp á barnagæslu á staðnum. Íbúaþing í Reykjanesbæ á laugardag Íbúar geta haft áhrif Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Hugmynd smáfólksins Markmið íbúaþings er að virkja hugmyndir bæj- arbúa í samfélagslegum málefnum. Leikskólabörn á Tjarnarseli hafa séð sína hugmynd um útsýnispall við Ægisgötu verða að veruleika og ekki er óalgengt að sjá yngstu íbúana standa þar uppi og njóta útsýnisins. Vilja nýja sundlaug | Hópur Horn- firðinga mætti nýverið á fund bæj- arráðs Hornafjarðar og skoraði á bæjarráðsmenn að ráðast í bygg- ingu nýrrar sundlaugar á Höfn. Fólkinu þótti brýnt að sundlaug yrði opnuð fyrir Unglingalandsmót 2007, sem haldið verður á Höfn. Var Elínu Magnúsdóttur, formanni bæjarráðs, afhentur gripur til að minna á áskor- un bæjarbúa. Á gripinn, sem er lítil skófla á gabbrósteini, er m.a. letrað að lítil skóflustunga geti orðið að nýrri sundlaug, ungdómnum og íbú- um til vegs og virðingar. Mótmæla skotæfingum | Á fimmta tug íbúa Eiðaþinghár á Fljótsdals- héraði hefur sent bæjaryfirvöldum undirskriftalista þar sem mótmælt er harðlega ósk Skotfélags Austur- lands um nýtt skotæfingasvæði skammt frá þéttbýlinu á Eiðum. Skotfélagið hefur sótt um leyfi til að hafa skotæfingasvæði suð- austan við íþróttavöll Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands á Eiðum og mun það þá standa í um 700 metra fjarlægð frá barnaskóla og íbúðarbyggð á Eiðum. Bæjaryfirvöld hafa ekki tekið af- stöðu til umsóknar Skotfélagsins, en málið var sett í grenndarkynn- ingu í ágústlok og gefinn frestur til athugasemda út september. Und- anfarin ár hefur logandi ljósi verið leitað að hentugu æfingasvæði, en einu slíku var lokað fyrir þremur árum vegna kvartana frá nálægum íbúum. Í umsögnum sýslumannsins á Seyðisfirði og Félagi leiðsögu- manna með hreindýraveiðum vegna umsóknar Skotfélagsins seg- ir, að nauðsyn beri til að hafa opið skotæfingasvæði vegna undirbún- ings fyrir skotvopnaleyfi, skotfimi- æfinga lögreglu og æfinga hrein- dýraskyttna. Málið er nú í vanabundnu skipulagsferli hjá sveitarfélaginu. Stál í álverið | Í fyrradag lagði flutningaskipið BBC Rheiderland að nýju álvershöfninni í Reyðarfirði með 4.687 tonn af byggingarstáli. Skipið er bæði með stál fyrir ker- skálana og skautsmiðjuna, en þetta er önnur sending af samtals 5–6 sendingum. Þessi sending er mun stærri en sú fyrri, sem var 3.180 tonn. BBC Rheiderland er 153 metr- ar að lengd og búið tveimur krönum sem eru notaðir við affermingu byggingarstálsins. Starfsmenn Sam- skips vinna á vöktum í um fjóra sól- arhringa við að afferma skipið. Vopnafjörður | Þeir spjölluðu við höfnina í Vopnafirði þessir karlar eitt síð- degið fyrir skemmstu. Sjálfsagt um gæftir og kannski þorskígildislestirnar fjögur þúsund og tíu sem fara til byggðarlaga í vanda og lækkaðar bætur til krókaaflamarksbátanna. Spáð í nýtt fiskveiðiár Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Skortur á starfsfólki | Mikill skortur er á fólki til starfa á Horna- firði og á það við bæði til sjós og lands við margs konar störf. Á vefnum hornafjordur.is kemur fram að atvinnurekendur telji erfitt að fá fólk til starfa og mjög fáir séu á lausu á staðnum. Þorkell Kolbeins hjá Stéttarfélaginu Vökli segir að innan við tíu manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá undanfarið og það sé aðallega fólk sem er að skipta um störf sem skrái sig þegar bil mynd- ast á milli starfa. Eftir því sem næst verður komist má ætla að hátt í hundrað manns vanti til starfa á Hornafjarðarsvæðinu. Þótt erfiðlega gangi að fá fólk og líkur á að leita þurfi út fyrir landsteinana eftir því, ríkir bjartsýni hjá atvinnurekendum og mikill áhugi er fyrir uppbyggingu á staðnum, ekki síst í ferðaþjónust- unni og er unnið að nýjum þáttum til að auka vetrarstarfsemi hennar.   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.