Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞAÐ KEMUR MÉR ALLTAF JAFN MIKIÐ AÐ ÓVART, AÐ KETTIR GETI STARAÐ ÚT UM GLUGGANN TÍMUNUM SAMAN ÉG VERÐ AÐ FARA VARLEGA MAGINN MINN MÓTMÆLIR ÞEGAR ÉG BORÐA OF HRATT HANN MÓTMÆLIR ENNÞÁ MEIRA ÞEGAR ÉG BORÐA EKKI NEITT MAGINN MINN ER MJÖG LEIÐINLEGUR MAMMA, MÁ ÉG FÁ ÞESSAR BUXUR? VÁ HVAÐ ÞÆR ERU DÝRAR. ÉG Á EKKI EINU SINNI SVONA DÝRAR BUXUR. SVO ÁTTU EFTIR AÐ VAXA UPP ÚR ÞEIM „STELPUR“ ÉG ÞARF AÐ GETA NÁÐ MÉR Í STELPUR MAMMA HVAÐ HEFUR BARN AÐ GERA VIÐ SVONA DÝRA MERKJA- VÖRU? HVAÐ FÁUM VIÐ Í MORGUNMAT? DÓTTIR OKKAR ER AÐ LÆRA AÐ ELDA OG ÆTLAR ÞVÍ AÐ ELDA HANDA OKKUR EGGJAHRÆRU MAMMA, Á ÉG AÐ TAKA SKURNINA UTAN AF EGGJUNUM? ÞESSI LJÓTI BOLABÍTUR ER ENNÞÁ ÚT Í GARÐI HÚN ER EKKI SVO SLÆM HÚN ER BARA HRIFIN AF ÞÉR. GETIÐ ÞIÐ EKKI BARA VERIÐ VINIR? ÉG VIL AÐ VIÐ SÉUM MEIRA EN VINIR... ÉG VIL AÐ VIÐ SÉUM GJÖRSAMLEGA ÓKUNNUG HVORU ÖÐRU LÆKKAÐU, ÁÐUR EN AÐ KRAKARNIR HEYRA Í ÞESSU AF HVERJU ÞARFTU AÐ HORFA Á ÞÆTTI SEM INNIHALDA OFBELDI OG SLÆMAN MUNNSÖFNUÐ? EN ÞETTA ER „SOPRANOS“ Ó! ... OG ÞESSI ILLSKA BER NAFNIÐ: UGLAN HJÁLP! HVAÐ ER AÐ PETER? KÓNGULÓAR- SKYNJARARNIR MÍNIR VÖKTU MIG ÞAÐ ER EITTHVAÐ ILLT KOMIÐ Í BORGINA! Dagbók Í dag er föstudagur 9. september, 252. dagur ársins 2005 Víkverji kaupirstundum inn til heimilisins í Bónusi í Kringlunni. Það er ekta búð fyrir fólk eins og Víkverja, sem á skara af krökkum og vantar ódýrar bleiur, skyr, kex, ávexti og þar fram eftir göt- unum. Einu furðar Víkverji sig þó alltaf á þegar hann kemur í Bónus. Hann vill helzt nesta krakkana í skól- ann með kalkríka ný- mjólk eða vítam- ínbættan dreitil í lítilli fernu. Hann vill ekki láta þau hafa sykursæta kókómjólk eða tann- skemmandi ávaxtasafa. En í Bónusi fæst aldrei mjólk í litlum fernum, þ.e. sem eru fjórðungur úr lítra. Þar er hins vegar nóg af óhollustunni. Hvað á þetta að þýða? Eru mann- eldis- og tannverndarsjónarmið ekki í heiðri höfð í Bónusi? Af hverju er hægt að kaupa alla hollustu í nest- isboxið þar nema mjólk? x x x Víkverji var í Þýzkalandi á dög-unum og fór í lágvöruverðsverzl- unina Aldi. Það vakti athygli Vík- verja að þar var hægt að kaupa franska og ítalska gæðaosta á lágu verði. Víkverji keypti sér m.a. 200 gramma stykki af ítölskum parmesan-osti á rétt rúmar tvær evrur, inn- an við tvö hundruð krónur. Nákvæmlega eins oststykki kostar í Bónusi sjö hundruð krónur. Þetta þótti Víkverja mikill munur. Líklega er þó ekki við Bónus að sakast, held- ur fremur landbún- aðarklíkuna, sem tryggir að tollar á osta nema hundruðum prósenta. x x x Eitt helzta ímyndarvandamál hinsnýeinkavædda Síma er þjón- ustuverið. Víkverji fer varla á manna- mót án þess að heyra fólk segja sögur af því að það hafi verið í biðröð alveg þangað til það var númer tvö, þá slitn- aði símtalið – eða eitthvað í þá áttina. Ástæðan fyrir því að þjónustuverið annar ekki eftirspurn er væntanlega fjölgun innhringinga fremur en að þjón- ustufulltrúum hafi verið fækkað. En Síminn verður að laga þetta; annars fær fólk á tilfinninguna að við einka- væðinguna hafi þjónustan versnað. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tjarnarbíó | Sjálfstæðu leikhúsin verða með opið hús á morgun milli kl. 14.30. og 17 í Tjarnarbíói. Sýnd verða atriði úr ýmsum verkum komandi leik- árs. Brúðubíllinn skemmtir börnunum í portinu og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýnd verða brot úr eftirfarandi sýningum: Kabarett (Leikhóp- urinn Á senunni), How do you like Iceland? (The Great American Corpora- tion), Glæpur gegn Diskóinu (Steypibaðsfélagið Stútur), Naglinn (Leik- félagið Regína), Manntafl (Þíbylja), Hungur (Leikhópurinn Fimbulvetur), Ef (Leikfélagið Regína), Gísli Súrsson (Kómedíuleikhúsið), Ameríkuhúsið (Leikhópurinn Kat), Annie (Leikhópurinn Andagift) og Woyzeck (Vest- urport). Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Árni Torfason Opið hús hjá sjálfstæðu leikhúsunum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauð- ina. (Jóh. 10, 11.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.