Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● Hlutabréf hækkuðu í verði í Kaup-
höll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan
hækkaði um 0,63% og var við lok
viðskiptadags 4.732 stig. Viðskipti
með hlutabréf námu 2,9 milljörðum
króna, þar af 1.331 milljón með bréf
Kaupþings banka. Bréf Símans
hækkuðu um 3,88%, bréf Straums
um 3,26% og bréf Burðaráss um
1,63%. Bréf Atorku lækkuðu um
1,69% og bréf Jarðborana um
1,47%.
Úrvalsvísitalan
hækkar
● EASYJET, næststærsta lágfar-
gjaldaflugfélag Evrópu, hóf að fljúga
á marga nýja áfangastaði nú í ágúst-
mánuði og
varð það til
þess að far-
þegum fé-
lagsins
fjölgaði um
18% milli
ára. Easyjet
flaug með
2,9 milljónir farþega í ágúst en 2,5
milljónir á sama tíma í fyrra. Á móti
vó að sætanýtingin minnkaði heldur
eða í 88,4%.
Stjórn félagsins færði upp mark-
mið um afkomu félagsins á þessu
ári í síðasta mánuði og heldur enn
fast í þá rekstraráætlun. Í henni er
gert ráð fyrir að hagnaður félagsins
verði um 62,2 milljónir punda í ár,
jafngildi liðlega sjö milljarða ís-
lenskra króna, en það er svipaður
hagnaður og í fyrra.
Umtalsverð fjölgun
farþega hjá Easyjet
● FRIÐRIK Jóhannsson, forstjóri
Burðaráss, staðfestir í samtali við
Morgunblaðið að Burðarás hafi ósk-
að eftir aukaaðalfundi í sænska fyr-
irtækinu Cherryföretagen. Greint var
frá því í Viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í gær að óskað hefði verið eftir
slíkum fundi.
Aðspurður segir Friðrik að hér sé
ekki um almenna stefnubreytingu
hjá félaginu að ræða. „Þegar við eig-
um svo stóran hlut í félagi erum við
virkir eigendur í því,“ segir hann.
Staðfestir ósk um
aukaaðalfund
FÉLAG í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar,
Novator Bulgaria Holding, hefur komist að sam-
komulagi við eigendur búlgarska bankans EI-
BANK um kaup á 34% hlut í bankanum. Í tilkynn-
ingu frá félaginu segir að báðir aðilar hafi rætt
stefnumótun bankans til framtíðar og að á næstu
mánuðum eigi viðskiptavinir hans von á fjölbreytt-
ari og betri þjónustu. Fram kemur í tilkynning-
unni að aðilar tjái sig ekki um kaupin fyrr en þau
eru fullfrágengin en þau eru háð samþykki fjár-
málayfirvalda í Búlgaríu.
EIBANK (Economic & Investment Bank) var
stofnaður árið 1994. Hann starfar á flestum svið-
um fjármálaþjónustu og er skráður í kauphöllinni í
Búlgaríu. Bankinn er áttundi stærsti banki Búlg-
aríu og eru heildareignir hans um 511 milljónir
evra, sem svarar til tæplega 40 milljarða íslenskra
króna. Starfsmenn EIBANK eru um eitt þúsund
talsins og er bankinn með net útibúa í Búlgaríu.
EIBANK er metinn á um níu milljarða króna á
búlgarska hlutabréfamarkaðinum. Fjárfesting fé-
lags Björgólfs Thors á 34% hlut í bankanum nem-
ur því væntanlega um þremur milljörðum króna.
Stefnt að 50%
Björgólfur Thor greindi frá því í viðtali við
Morgunblaðið í júlímánuði síðastliðnum að hann
ætti í viðræðum við eigendur EIBANK um kaup á
allt að 50% hlut í bankanum. Í fyrstu atrennu væri
þó stefnt að því að keyptur yrði um 35% hlutur í
bankanum.
EIBANK á rætur sínar í Bulgarian Russian In-
vestment Bank sem var einn af fyrstu alþjóðlegu
fjármála- og fjárfestingarstofnunum Búlgaríu.
Bankanum var breytt í hlutafélag árið 1994 og árið
2000 keypti hann Economic Bank, sem þá var í
gjaldþrotaskiptum. Við það tvöfölduðust eignir
bankans og hann varð meðal tíu stærstu banka í
Búlgaríu. Nafni bankans var breytt skömmu síðar
í Economic and Investment Bank.
Björgólfur Thor kaupir
hlut í búlgörskum banka
Höðuðstöðvarnar Höðufstöðvar EIBANK eru í
Sofiu, höfðuborg Búlgaríu.
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
ALÞJÓÐAVÆÐINGIN og vaxandi
samkeppni á heimsvísu auka nauðsyn
þess að fyrirtæki á Norðurlöndum
búi við góð skilyrði þannig að hægt sé
að viðhalda hagvexti og velmegun.
Fyrirtæki á Norðurlöndum geta ekki
eingöngu keppt á grundvelli launa-
kostnaðarins eftir að fjöldi nýrra og
opinna markaðshagkerfa, sem búa
við lágan launakostnað, eru mætt til
leiks. Norræn fyrirtæki verða því að
vera leiðandi í fjárfestingum í af-
kastamiklum tækjabúnaði, í rann-
sóknum og nýsköpun og í menntun
starfsfólks.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á kynningarfundi Samtaka at-
vinnulífsins (SA) vegna skýrslu Sam-
taka atvinnulífsins á Norðurlöndum
um hvernig Norðurlöndin geti brugð-
ist við sífellt harðnandi alþjóðlegri
samkeppni – ásamt uppskrift að því
hvernig Norðurlöndin geti treyst og
haldið við þeirri góðu stöðu sem þau
búa við á heimsmarkaði.
Þrír grundvallarþættir
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri SA, sem vann að
skýrslunni fyrir hönd SA sagði þrjá
grundvallarþætti skipta mestu máli
varðandi það að tryggja áframhald-
andi sterka stöðu Norðurlandanna. Í
fyrsta lagi að vera með sveigjanlegan
vinnumarkað og samkeppnishæfar
kostnaðarbreytingar. Í annan stað sé
nauðsynlegt að vera með samkeppn-
ishæft skattkerfi, þ.e. skatt á launa-
menn, fyrirtæki, fjármagn og eignir
þar sem slíkir skattar séu. Í þriðja
lagi þurfi að leggja meiri áherslu á
rannsóknir og þróun og tengja betur
saman fyrirtæki og rannsóknarstarf-
semi stofnana og háskóla. „Það þarf
að efla menntakerfið á öllum stigum.
Það þarf að búa til mjög menntaða og
hæfa starfsmenn til þess að viðskipta-
umhverfið sé aðlaðandi, t.d. fyrir er-
lenda fjárfesta. Ef þessari uppskrift
norrænna atvinnurekenda er fylgt í
öllum atriðum er engin ástæða til
þess að hafa miklar áhyggjur af því að
Norðurlöndin glati sínum sessi sem
forystusvæði í heiminum,“ sagði
Hannes.
Norðurlöndin mæta harðnandi alþjóðlegri samkeppni
Getum ekki lengur
keppt í launakostnaði
Morgunblaðið/Jim Smart
Hnattvæðing Hannes G. Sigurðsson, Ari Edwald og Hörður Vilberg hjá SA.
ÞAÐ ER aldeilis ekki tekið vægt
til orða í fyrirsögn á frétt á vef
norska blaðsins Dagens Nærings-
liv: „Verðbréfa-
fyrirtækinu
Kaupthing er
slátrað í skýrslu
[norska] fjár-
málaeftirlits-
ins,“ segir þar
og fullyrt að
Kaupthing
Norge hafi ekki
uppfyllt eigin-
fjárreglur um
langa hríð. „Það
sem gerir málið enn alvarlegra er
að þetta uppgötvaðist ekki fyrr en
í júní. Það styrkir þá mynd að eft-
irlitið í fyrirtækinu hafi verið
ábótavant,“ segir í skýrslu norska
fjármálaeftirlitsins en í henni
koma orð eins og „mjög gagnrýni-
vert, illskiljanlegt, stenst ekki,
ábótavant, ruglingur á grundvall-
arhugtökum“ oft fyrir að sögn Da-
gens Næringsliv (DN).
Hreiðar Már Sigurðsson, for-
stjóri Kaupþings, segir það vera
rétt að norska fjármálaeftirlitið
hafi gert athugasemdir við starfs-
hætti hjá Kaupthing Norge eftir
að Kaupþing banki hafi komist að
því sjálfur að hlutirnir hefðu ekki
alveg verið í lagi og bent eftirlitinu
á það. „Í kjölfarið höfum við gripið
til viðeigandi ráðstafana. Við höf-
um skipt út stjórn félagsins, Sig-
urður Einarsson hefur tekið við
stjórnarformennsku og ég hef
einnig tekið sæti í stjórn félagsins
en við vorum ekki í stjórninni áður
og við höfum ráðið nýjan forstjóra.
Í dag eru engin útistandandi atriði
gagnvart norska fjármálaeftirlit-
inu,“ segir Hreiðar Már en að-
spurður segist hann ekki vita til
þess að til standi að sekta félagið
vegna málsins.
Jan Petter Sissener, hinn nýi
forstjóri Kaupthings Norge, vildi
ekki tjá sig við Dagens Næringsliv
um hina fjögurra síðna löngu
skýrslu norska fjármálaeftirlitsins
að öðru leyti en því að hann teldi
allar skýrslur eftirlitsins sem væru
lengri en fjórar línur of langar.
Kaupthing Norge „slátrað“
í skýrslu fjármálaeftirlitsins
Höfum gripið til viðeigandi ráðstafana og öllum hlutum
hefur verið komið í lag, segir forstjóri Kaupþings banka
Hreiðar Már
Sigurðsson
SEÐLABANKI Íslands tilkynnti
eftir lokun markaða í gær að frá og
með næstu viku myndi hann kaupa
tvær og hálfa milljón bandaríkjadala
og auka þannig gjaldeyriskaup sín
um 10 milljónir dala á viku út árið.
Alls nema þessi viðbótargjaldeyris-
kaup Seðlabankans því 160 milljón-
um dala eða rúmlega 10 milljörðum
króna, en sagt var frá þessu í Vegvísi
greiningardeildar Landsbankans.
Dregur úr aðhaldi
Í Vegvísinum segir að þar með
liggi fyrir að ríkið muni ráðstafa 25
milljörðum króna af afgangi ríkis-
sjóðs í ár til þess að greiða niður er-
lend lán, en það hefur þegar greitt
niður 15 milljarða fyrr á árinu. Þegar
þær skuldir voru greiddar tilkynnti
Seðlabankinn einnig um kaup á um
100 milljónum bandaríkjadala vegna
greiðslu ríkisins á erlendum skuld-
um. Í kjölfar þeirrar aðgerðar veikt-
ist krónan um 4% á tveimur vikum.
Því má búast við að svipað verði upp
á teningnum nú.
Greiningardeildin er á þeirri skoð-
un að þessi gjaldeyriskaup séu frem-
ur til þess fallin að draga úr aðhaldi
peningastefnunnar. Það styrki þá
skoðun deildarinnar að næsta stýri-
vaxtahækkun, sem von er á 29. sept-
ember, verði 50 til 75 punktar.
Búist við
gengislækkun
krónunnar
!"#
!$
% &'
( "&' )&
*)&
+, &# &
+#&
$&' )& ( "&'
-."
/(!
/0 !1 . &#)&
2
! 0 ( "&'
%0 1&
3
."&'
$45& 16 && -
! &
78.1
9# 1
:;! "&
:.".0
<=## � &
> && " &
! "#
! ."' ?=11
$&' 40 ( "&'
/" @"# /"&'
<5 5
" $
%&
3A?B
/4
.
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
.= &#
= .
C C
C C
C C C
C C C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
D C EF
D EF
D EF
C
D C EF
C
D C EF
D CEF
D EF
D EF
D EF
D EF
C
D EF
D C
EF
D CEF
C
C
C
C
C
C
D EF
D EF
C
C
C
C
C
C
C
%. "'
'# &
< ") 4 " '# G
+ /"
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
> 4 ,H
<% I #&" !1"'
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
<%C >.#& = # & &# <%C != # 0&
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
7 'J
/K: E
E
!</?
LM
E
E
AA 9-M
E
E
+!M
7 .
E
E
3A?M LN *&.
E
E