Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Húsfriðunarsjóður hefurlokið viðgerð á fjósinuá Hnausum í Með-allandi. Verkið var
unnið undir stjórn Þórðar Tóm-
assonar, safnvarðar á Skógum.
Honum fannst að ekki mætti láta
fjósið eyðileggjast, þar sem Hnau-
safjósið væri einstætt í sinni röð á
landinu. Yfirsmiður við fram-
kvæmdina var Viðar Bjarnason í
Ásólfsskála.
Máttarviðir í fjósinu eru þeir
sömu en gólf var endurnýjað því
þarna var og er fjósbaðstofa yfir
sem var aðallega vinnusvæði fólks-
ins í gamla daga. Hér var marg-
mennt heimili. Rúm voru meðfram
veggjum, eitt að vestanverðu og
eitt að austan. Kvenfólkið sat á
rúmunum sem voru sunnan við
bita sem skilur að fjósloftið og fyr-
ir innan voru tvö sjúkrarúm, því
gamla fólkið sem ekki þoldi kuld-
ann í bænum svaf í hlýjunni í fjós-
inu og dó þar mann fram af manni.
Í viðgerðunum nú voru rúm sett
þar sem þau voru áður. Kvenfólkið
sat á rúmunum en karlmennirnir í
öðrum sætum, þar á meðal á bit-
anum sem er þvert yfir fjósið.
Klæðningin í þakinu var gamlir
plankar úr strönduðum skipum en
Meðallandið hefur um langan aldur
verið mesti strandstaður landsins.
Þetta var nú endurnýjað í sömu
mynd og það var.
Á neðri hæðinni þurfti engu að
breyta. Upphaflega var þetta fjós
eingöngu fyrir mjólkurkýr og ung-
kálfa og þetta voru legubásar.
Þarna var sama fyrirkomulag og í
gamla fjósinu á bænum Stöng í
Þjórsárdal. Fjósið er frá þeim tíma
þegar nautgriparæktin var aðalat-
vinnuvegurinn en það breyttist um
1700 þegar hærra verð fór að fást
fyrir ull og ullarvörur. Þetta fjós
var í notkun til ársins 1970 og
mjög vel fór um gripi þar.
Með tímanum hafa stoðsteinar
sigið og stoðir fúnað og húsið hefur
lækkað í meðförum. Næst þegar
það verður gert upp þarf að lyfta
því aðeins. Það eina sem gert var
við þakið núna var að klæða það
með viðum svipað og var áður, en
þakið var tekið í gegn árið 1964.
Fjósið er ekki í notkun núna
nema sem sýningargripur
ólæst og öllum sem vilja er
að skoða það.
Faðir minn, Eyjólfur Ey
á Hnausum, mundi eftir fim
mönnum sem dóu þarna. S
asti sem dó þar var Ólafur
arsson frá Slýjum í Meðall
hann var þar í níu ár en dó
Viðamiklar endurbætur unnar á fjósinu á Hnau
Einstætt fjós í
Húsfriðunarnefnd hefur lokið viðgerð á fjósinu á Hnausum í Meða
inu, en þess má geta að hleðslan er frá 19. öldinni. Fyrir aftan Vilh
næsta ári. Um er að ræða smiðju Ólafs Þórarinssonar sem fæddur
Á baðstofuloftinu í fjósinu sat heimilisfólk um kvöldvökur og ornaði sér við hitann frá kúnum
sem voru á neðri hæðinni. Að sögn Vilhjálms Eyjólfssonar er fjósið ekki lengur í notkun heldur
aðeins sýningargripur sem öllum er frjálst að skoða að vild.
Þeg
teki
gæd
Frá Vilhjálmi Eyjólfssyni,
fréttaritara á Hnausum.
FJÓSIÐ á Hnausum í Meðallandi er einstæð
bygging, að mati Þórðar Tómassonar í
Skógum. Fjósið hefur nú verið endurbyggt
og stjórnaði Þórður því verki.
„Hleðslan er frá 19. öldinni, jafnvel eldri,
því byggingargrjótið er sennilega frá stað
sem fór undir Eldhraunið 1783. Þetta er því
raunverulega 18. aldar bygging,“ sagði
Þórður. Timburverk fjóssins er að hluta til
gamalt, t.d fjósbitarnir. Notaður var sér-
unninn rekaviður til viðgerðarinnar.
Í fjósinu er baðstofuloft þar sem heim-
ilisfólk sat um kvöldvökuna og ornaði sér
við hitann frá kúnum. Síðan fór það inn í bæ
að sofa. Vegna hlýjunnar
hélt lasburða fólk og
aldrað til á pallinum yfir
kúnum allan sólarhring-
inn.
Fáar fjósbaðstofur
eftir
Þórður segir að mjög fá-
ar fjósbaðstofur séu til.
Endurbyggð 20. aldar
fjósbaðstofa er á Byggðasafninu í Skógum
og önnur austur í Skaftafelli í Öræfum. Þær
eru mun nútímalegri en fjósbaðstofan á
Hnausum.
Þórður sagði að fjósbaðstofur hefðu verið
komnar til sögunnar hjá Skaftfellingum fyr-
ir alda
ingar t
nokkru
gilt á s
fjósbað
þetta ív
fór fólk
það me
vinnus
Smið
merkil
er raun
sem va
sem by
1784. Þ
einn m
um ald
Raunveruleg 18. aldar
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Þórður Tómasson
VELFERÐ BARNA
Eitt sinn var það svo að börnmáttu í mesta lagi sjást, en íþeim átti ekki að heyrast. Frá-
leitt þótti að líta svo á að þau hefðu sér-
stök réttindi. Nú er öldin önnur og sess
þeirra í þjóðfélaginu sennilega hærri
en nokkru sinni. Þó getur vantað mikið
upp á að börnin okkar hljóti þá að-
hlynningu og umhyggju, sem þau eiga
skilið. Börn verða fyrir áreiti úr öllum
áttum og þurfa sennilega að reiða sig
meir á sig sjálf nú en nokkru sinni áð-
ur.
Nú hefur verið hleypt af stað sér-
stöku verkefni undir yfirskriftinni
verndum bernskuna. „Allir sem eru
fullorðnir vita hversu bernskan er
mikilvæg, enda er þetta mótunarskeið
sérhvers einstaklings,“ sagði Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra þegar
verkefnið var kynnt á miðvikudag.
„Það er ekki eingöngu skylda foreldr-
anna að vernda bernskuna heldur bera
allar stofnanir þjóðfélagsins þar
ábyrgð, hvort sem það er kirkjan, skól-
inn eða aðrar mikilvægar stofnanir
okkar samfélags.“
Í raun má segja að það megi sjá það
af því hvernig farið er með börn hvern-
ig framtíðarþjóðfélag við viljum. Til að
það verði farsælt og reist á þeim
grunni, sem lagður hefur verið, þarf að
veita hverju barni forsendur til að
blómstra og rækta hæfileika sína og
eiginleika og tryggja að sérhvert barn
njóti þeirra réttinda, sem kveðið er á
um í stjórnarskránni.
Í átakinu verður byggt á heilræðum
og er fyrsta heilræði þess „Leyfum
barninu að vera barn“. „Börn eiga rétt
á að vera börn, að vera lítil og saklaus,
að njóta bernskunnar og fá til þess
bæði skjól og kærleika,“ sagði Ingi-
björg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna,
á fundinum. „Þau eiga rétt á að leika
sér og kynnast alvöru lífsins smám
saman eftir því sem þau hafa aldur til.“
Sagði Ingibjörg að það væri skylda
foreldra að hlífa börnum við að verða
vitni að deilum fullorðinna og vernda
þau gegn vaxandi áreiti í umhverfinu.
Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís-
lands, sagði að verkefnið væri byggt á
finnskri fyrirmynd og vonaði að hér
eins og þar yrði það til þess að vekja al-
menning til aukinnar vitundar um að
sótt væri að barninu úr öllum áttum
þar sem alls kyns öfl leituðust við að
ræna barnið bernskunni og m.a.
pressa það inn í mót neytandans.
Lagði hann áherslu á að efla yrði
sjálfstraust foreldra í uppeldinu, sem
ekki veitir af.
Að baki verkefninu Verndum
bernskuna liggja tímabær markmið.
Þeim verður hins vegar aðeins náð með
samhentu átaki þar sem ekki dugar að
einblína á afmarkaða þætti heldur
heildina, allt frá samspili atvinnulífs og
fjölskyldulífs til öryggis í heimahús-
um. „Börnum skal tryggð í lögum sú
vernd og umönnun sem velferð þeirra
krefst,“ segir í 76. grein stjórnarskrár-
innar. En meira þarf til að tryggja vel-
ferð þeirra. Það þarf rétt hugarfar og
sameiginlegt átak.
AÐ SKILJA STRÆTÓKERFIÐ
Ian Watson, aðjúnkt við Við-skiptaháskólann á Bifröst, skrifaði
þarfa grein hér í blaðið í fyrr í vikunni
og benti á það hversu illa framsettar
upplýsingar um ferðir strætisvagna á
höfuðborgarsvæðinu eru. Margir not-
endur strætisvagnakerfisins munu
geta tekið undir gagnrýni Watsons.
Í grein hans koma m.a. fram eftir-
farandi gagnrýnisatriði.
Upplýsingar á biðstöðvum gera
fólki í fyrsta lagi ekki kleift að sjá í
fljótu bragði hvenær næsti vagn kem-
ur. Við gerð tímataflna virðist gengið
út frá góðri þekkingu á staðháttum á
höfuðborgarsvæðinu og ekki er hægt
að ætlast til slíks af t.d. öldruðum,
fötluðum og gestum í borginni.
Í öðru lagi eru upplýsingar settar
fram á íslenzku eingöngu, en auðvitað
nota erlendir ferðamenn strætisvagn-
ana mikið og þær ættu að vera á fleiri
tungumálum.
Í þriðja lagi er sama tímataflan á
öllum biðstöðvum sömu strætisvagna-
leiðarinnar í stað þess að prentuð sé út
tafla fyrir hverja biðstöð, þannig að
menn geti séð hvenær næsti vagn
stanzar þar.
Watson bendir á að í flestum borg-
um Evrópu sé hægt að prenta út af
netinu fullkomið tímakort fyrir hverja
biðstöð. Myndin af tímatöflu frá Prag,
sem birtist með grein hans, sýnir vel
hversu miklu betur íslenzkir strætis-
vagnafarþegar væru settir ef for-
svarsmenn Strætó bs. tækju Tékka
sér til fyrirmyndar.
Í fjórða lagi bendir Watson á að
Strætó hafi aldrei haft fyrir því að
gefa hverri biðstöð nafn, en slíkt auð-
veldar fólki auðvitað að rata um borg-
ina og læra á strætisvagnakerfið.
Sérstaklega nú, þegar nýbúið er að
gera breytingu á leiðakerfinu og al-
menningur er enn dálítið ruglaður í
ríminu, ætti að vera lag fyrir Strætó
bs. að fara eftir þessum góðu ábend-
ingum og setja upplýsingar um ferðir
vagnanna fram með skýrari hætti.
Í svargrein Ásgeirs Eiríkssonar,
forstjóra Strætó, hér í blaðinu á mið-
vikudag, kom fram að nú, þegar kerf-
isbreytingin væri komin til fram-
kvæmda, gæfist ráðrúm til að huga að
öðrum þýðingarmiklum verkefnum á
borð við upplýsingafjöf til notenda
kerfisins. Er þetta ekki að byrja á öf-
ugum enda? Var ekki nær að undirbúa
kerfisbreytinguna vandlega, m.a. upp-
lýsingagjöf um hana, til þess að
tryggja að fólk skildi nýja kerfið strax
og þær væri innleitt? Strætó virðist
hafa verið að flýta sér um of að breyta
kerfinu, eins og sést á því að víða voru
biðstöðvar ekki tilbúnar og í upphafi
var ekki hægt að aka samkvæmt nýju
áætluninni vegna skorts á mannskap.
Í grein Ásgeirs kemur fram að fljót-
lega verði settar upp tímatöflur á öll-
um biðstöðvum Strætó, þar sem fram
kemur hvenær áætlað er hvenær
vagninn er á þeirri biðstöð, líkt og Ian
Watson leggur til. Það er að sjálfsögðu
framför, og sömuleiðis hugmyndir um
að birta á skjám á biðstöðvum upplýs-
ingar, fengnar með GPS-tækni, um
það hversu langt sé í næsta vagn.
Fyrst yfirvöld almenningssam-
gangna í öðrum borgum í Evrópu hafa
ráðið fram úr því að setja upplýsingar
um ferðir strætisvagna og lesta fram á
skiljanlegan hátt, hlýtur það að vera
hægt í Reykjavík!