Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ákveðið hefur verið,í samræmi viðstefnuyfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar, að
verja einum milljarði kr.
til þess að hefja nú þegar
uppbyggingu búsetuúr-
ræða og þjónustu við geð-
fatlaða. Gert er ráð fyrir
kaupum eða byggingu á
húsnæði og uppbyggingu
dagvistunar eða endur-
hæfingarúrræða fyrir geð-
fatlaða um land allt á fimm
ára tímabili, frá árinu 2006
til ársins 2010. Markmiðið með
þessu er að eyða biðlistum og
koma í veg fyrir að geðfatlaðir búi
við ófullnægjandi aðstæður, eins
og hefur verið gagnrýnt harðlega.
Bent er á að heildarfjárþörf
vegna uppbyggingar á fimm árum
sé 1.500 milljónir kr. í stofnkostn-
að. Þar af sé gert ráð fyrir því að
Framkvæmdasjóður fatlaðra verji
500 milljónum kr. til verkefnisins
til viðbótar þeim milljarði sem
ráðstafað verður af söluandvirði
Símans.
Virk endurhæfing mikilvæg
Eydís Sveinbjarnardóttir,
sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
segir tvöfalda gleði hafa ríkt hjá
stjórnendum á geðsviði vegna
þeirra frétta að ríkið ætlaði að
verja milljarði í framkvæmdir
vegna geðfatlaðra og að 18 millj-
arðar færu í nýtt hátæknisjúkra-
hús. Hún bendir á að Ísland sé
langt á eftir öðrum löndum varð-
andi samfélagsuppbyggingu fyrir
geðsjúka sem mótvægi við það
þegar stofnunum sé lokað. Útspil
ríkisstjórnarinnar sé stórt skref í
rétta átt. Hún segir að nú séu 108
einstaklingar á vegum geðsviðs
sem hafa lokið meðferð en búi ekki
við viðunandi búsetuúrræði. Ekki
séu allir inni á geðdeildum LSH
heldur einnig í tengslum við
göngu- og dagdeild sem séu ekki í
viðunandi búsetuúrræði. „Ef það
lagast á næstu árum þá getum við
snúið okkur að okkar verkefni
sem er að það verði hér virk end-
urhæfing fyrir geðsjúka sem er í
okkar stefnumótun.“ Eydís bendir
á að ekki hafi tekist að vera með
slíka endurhæfingu og að geðsvið
hafi verið gagnrýnt fyrir það.
Ástæðan sé hins vegar sú að of
margir einstaklingar hafa verið
búandi á deildunum og að það hafi
komið í veg fyrir virka endurhæf-
ingu þar, sem sé afar nauðsynlegt
í baráttunni við geðsjúkdóma.
Hún segir ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar vera tímabæra og rétt
tímasetta. Hún kveðst hafa verið
orðin áhyggjufull í vor, þegar Arn-
arholti var lokað og tímabundin
sambýli við Flókagötu og Esju-
grund voru búin til, varðandi það
hvað væri að fara að gerast í þess-
um málaflokki.
Eydís segir þetta vera mikil-
vægt skref í því að þróa geðheil-
brigðisþjónustuna, sem hún bend-
ir á að sé ekki einvörðungu
sjúkrahúsþjónusta. Þjónustan sé
margþættari en það og margt
þurfi að virka saman. Staðan sé sú
að mörg af hlutverkum þjónust-
unnar eins og félagsþjónusta,
heilsugæsla o.fl. hafi verið vanþró-
uð úti í samfélaginu. „Fólk van-
metur það hvað það er mikil þján-
ing í kringum hvern og einn sem
er alvarlega veikur,“ segir Eydís.
Mannréttindabrot stöðvuð
Sigursteinn Másson, formaður
Geðhjálpar, kveðst fagna mjög
ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
„Þarna er verið að ganga í að leysa
það sem hefur verið einn svartasti
blettur á íslenskri geðheilbrigðis-
þjónustu alla tíð, þ.e. skortur á bú-
setuúrræðum fyrir veikasta fólk-
ið. Sem hefur fyrir vikið haft
búsetu inni á geðsjúkrastofnun-
um, eins og Kleppsspítala, en hef-
ur ekki átt heima þar,“ segir Sig-
ursteinn og bætir við að með
fjárframlaginu sé verið að stöðva
áratugalöng mannréttindabrot
sem framin hafa verið á þessu
fólki. Hann segir jafnframt að
þetta hafi ekki síður áhrif til batn-
aðar fyrir aðstandendur geð-
sjúkra sem hann segir að hafi ver-
ið í gíslingu hópum saman í
samfélaginu. „Tilvera hvoru
tveggja, sjúklinganna og aðstand-
endanna, hefur hrunið og verið í
rúst árum og áratugum saman.
Það eru dæmi þess að fólk, sem er
á miðjum aldri í dag, hafi ekki get-
að nánast litið glaðan dag áratug-
um saman vegna þess að það hef-
ur þurft að sinna heima hjá sér
mjög veikum einstaklingum.
Þetta er auðvitað eitthvað sem
varð að gerast og Geðhjálp fagnar
því mjög að þetta skref hafi verið
stigið,“ segir Sigursteinn. Hann
bætir því við að þetta sé alls ekki
einhver allsherjarlausn á málum
geðfatlaðra. Margt sé enn óleyst
t.a.m. sé neyðarástand vegna
fjölda geðsjúkra barna. Jafnframt
uppfylli geðheilbrigðisþjónusta
hérlendis ekki nútímakröfur. Í
þessu samhengi hefur stjórn
Barna- og unglingageðlækna-
félags Íslands sent frá sér tilkynn-
ingu þar sem þeir gagnrýna mjög
ástandið hérlendis. Þeir segja
stöðu barna- og unglingageðlækn-
inga á Íslandi vera algerlega óvið-
unandi og ekki í neinu samhengi
við þróun í öðrum Evrópulöndum,
né í nokkru samræmi við stærð
vandans sem við sé að stríða.
Fréttaskýring | 1,5 milljarðar í fram-
kvæmdir vegna geðfatlaðra
Stórt skref í
rétta átt
Gengið í að afmá svartan blett á ís-
lenskri geðheilbrigðisþjónustu
Búsetuúrræði geðfatlaðra verða bætt.
Geðhjálp vakandi yfir
hagsmunum geðfatlaðra
Félagið Geðhjálp var formlega
stofnað haustið 1979. Frá upp-
hafi hefur félagið barist fyrir
hagsmunum geðsjúkra og geð-
fatlaðra og stuðlað að fræðslu
um geðraskanir. Fyrsta form-
lega húsnæðið var við Bárugötu
og þar var stofnuð félagsmiðstöð
1982. Geðhjálp hefur verið vak-
andi yfir hagsmunum sjúklinga
og aðstandenda og m.a. mótmælt
skertri þjónustu og reynt að hafa
jákvæð áhrif á lagasetningu.
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
HAUSTHÁTÍÐ KFUM OG KFUK
í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
11. september kl. 10-17
Fjölskylduhátíð í garðinum kl. 14.00-17.00
Ómar Ragnarsson
Brúðubíllinn
Tóti trúður og vitlausi hestamaðurinn
Óviðjafnanlegir jeppar frá Xstream.is
Hljómsveitin Daling heroko
Bílar úr Fornbílaklúbbnum
Afródans og söngur - Afrótrommur
Veltibíll frá Sjóvá
Foringjar úr Vindáshlíð syngja og leika
Ein fluga í þremur höggum, tvær básúnur og trompet
Skrúðganga yfir til félagsheimilis KFUM og KFUK
við Holtaveg kl. 16:45 á frábæra fjölskylduskemmtun.
Grillveisla á eftir samkomu.
Börnin geta farið á hestbak á lóð KFUM og KFUK á meðan.
Fjölskyldusamkoma á Holtavegi kl. 17:00
Gospelkór KFUM og KFUK
Lofgjörðarhópur KFUM og KFUK
Börn úr leikskólanum Vinagarði syngja
Stelpur úr Vindáshlíð syngja
Atriði úr leikritinu „Við Guð erum vinir“
Stuttmynd
HÚSNÆÐI Axelsbúðar á svæði H.B.
Granda á Akranesi var rifið í gær,
en Axelsbúð hefur nú verið starfandi
í nýju húsnæði við Smiðjuvelli í tvo
mánuði.
„Ný búð á gömlum grunni,“ segir
Axel Gústafsson, eigandi Axels-
búðar, en hann segir þó vissulega
eftirsjá í gamla húsinu, þar sem
verslunin var rekin í tæplega 60 ár.
„Ég var búinn að vinna niðurfrá í 30
ár og á góðar minningar þaðan,
enda búin að vera skemmtileg ár,“
segir Axel, sem er barnabarn og
nafni Axels Sveinbjörnssonar sem
stofnaði verslunina. Hann segir
reksturinn hafa verið orðinn þungan
og því hafi hann ákveðið að hætta
rekstri og selja húsnæðið og lóðina.
Að endingu hafi hann þó hætt við að
hætta og ákveðið að færa verslunina
í nýtt húsnæði. Hann segir þó að
nauðsynlegt hafi verið að breyta um
áherslur í rekstrinum, t.d. með
auknu úrvali af fatnaði, hestavörum
og sportvörum.
Viðskiptavinirnir hafa tekið flutn-
ingum og breytingum mjög vel,
enda margir sem hvöttu Axel til þess
að halda rekstrinum áfram. Enn
stendur þó til að setja upp eftirmynd
gömlu verslunarinnar á Byggða-
safni Akraness, en þangað til verður
goskælirinn fornfrægi, sem og
margt annað, sem gaf Axelsbúð sinn
sjarma, í geymslu.
Morgunblaðið/Sigurður Elvar
Gamla Axelsbúðin á Akranesi rifin