Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 18
Miðasölusími: 551 1200 Miðasala á netinu: www.leikhusid.is Reykjavík | Vinkonurnar Anna Björk og Harpa fundu í húsa- garði í Reykjavík dauðan fugls- unga, sem hafði lent í kattar- klóm. Þegar ljósmyndara bar að höfðu þær fundið stað til að jarða ungann í einu blómabeðinu en áður en það gerðist kvöddu þær fuglinn hinstu kveðju. Morgunblaðið/Golli Lagður til hinstu hvílu Jarðarför Akureyri | Höfuðborgin | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is ar og tveir Svíar. Annar Bretanna, Derek Robins, er einn af helstu frisbí- golfspilurum Evrópu og var m.a. Evrópumeistari árið 2003. Keppt verður í fjórum flokkum: Almennum flokki, sem opinn er öll- um, kvennaflokki, byrj- Íslenskir frisbí-golfarar leiða samandiska sína nú á morgun, en þá verður haldið Íslandsmeist- aramót í frisbígolfi. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið. Frisbígolf er nýleg almenningsíþrótt hér á landi þar sem keppt er með frisbíd- iskum eftir svipuðum reglum og í golfi. Búist er við mikilli keppni í ár en margir sterkir spilarar hafa bætt sig mikið í sumar og munu eflaust veita núver- andi Íslandsmeistara, Arnari Páli Unnarssyni, töluverða keppni. Auk þess eru skráðir 4 erlend- ir keppendur, tveir Bret- endaflokki og barna- flokki, sem ætlaður er börnum 15 ára og yngri. Mótið verður haldið á frisbígolfvellinum við Gufunesbæ í Grafarvogi og hefst kl. 9.30. Allir velkomnir. Nánari upp- lýsingar eru á vefnum folf.is. Frisbígolf er forvitnilegt sport og aðgengilegt öllum. Frisbígolf- mót við Gufunesbæ Hjálmari Frey-steinssyni verðurhugsað til rjúp- unnar og vitnar í Jónas: Ein er upp til fjalla umlukt hríðarkófi, skorar á skotmenn alla að skjóta sig í hófi. Helgi Zimsen orti á Landsmóti hagyrðinga um liðna helgi: Nú ég ætla að yrkja ljóð um yndislega rjúpu. Hún var falleg, hún var góð í heita rjómasúpu. Og Helgi orti um end- urnar: Mig við endur gjarnan gleð gæðum þeirra hrósa kannski einkum komi með kartöflur og sósa. Davíð Hjálmar Har- aldsson las að vatn í sal- ernishús við Dettifoss fengist úr borholu þar. Hann yrkir: Sætur bræðir sólarkoss svellið jökulfanna. Dugar þó ei Dettifoss á dritið ferðamanna. Af rjúpnaveiðum pebl@mbl.is Reykhólar | Nauðsynlegt er að komið verði upp stöðu lögreglumanns í Reykhóla- hreppi, að mati þingfulltrúa á nýafstöðnu fjórðungsþingi Vestfirðinga. Á þinginu var samþykkt áskorun á dómsmálaráðherra um úrbætur þar sem réttur almennings til löggæslu sé fyrir borð borinn í sveitarfé- laginu. Fram kemur í greinargerð sem lögð var fyrir þingið að Reykhólahreppi sé þjónað frá Patreksfirði þar sem starfi fjórir lög- reglumenn. Reykhólar eru í 200 km fjar- lægð frá Patreksfirði sem mun vera mesta fjarlægð þéttbýlisstaðar á Íslandi frá lög- reglustöð sinni. Þrátt fyrir þessa fjarlægð hafi ríkisvaldið ekki einu sinni skapað lög- reglumönnum starfsaðstöðu af neinu tagi á Reykhólum. Vilja stöðu lögreglu- manns á Reykhólum Önundarfjörður | Í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá fæðingu Brynjólfs biskups Sveinssonar verður efnt til hátíðar á fæð- ingarstað hans, Holti í Önundarfirði, nú á sunnudag 11. september. Hún hefst kl. 13 með messu í Holtskirkju þar sem sr. Bernharður Guðmundsson, rektor í Skálholti, prédikar og sóknar- prestur og prófastur þjóna fyrir altari. Kirkjukór Önundarfjarðar syngur undir stjórn Mariolu Kowalczyk. Steinþór Krist- jánsson syngur einsöng. Dagskrá hefst svo í Friðarsetrinu í Holti að lokinni messu, en m.a. syngur Kirkjukór Önundarfjarðar, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar, flytur ávarp og Steinunn Jó- hannesdóttir rithöfundur flytur erindi um Brynjólf. Brynjólfs- hátíð í Holti Morgunblaðið/Sigurður Ægisson ♦♦♦ Fréttasíminn 904 1100 Áfram í Dalvíkurbyggð | Íbúar í Dalvík- urbyggð halda nú á sunnudag kl. 14 und- irbúningsstofnfund hagsmunasamtaka íbúa að Rimum í Svarfaðardal. Samtökin, sem bera nafnið ÁFRAM, eiga að gæta hagsmuna íbúa í Dalvíkurbyggð. Hvat- inn að stofnun félagsins er, að sögn skipu- leggjenda undirbúningsfundarins, sú ákvörðun bæjarstjórnar að leggja Húsa- bakkaskóla niður, en ekki síður samstillt barátta almennings í byggðarlaginu gegn því. Segja skipuleggjendur að þótt þeir hafi tap- að baráttunni um skólann í vor hafi íbúar sýnt fram á mikilvægi samstöðu þegar á bjátar. „Við þurfum að skipuleggja okkur betur til að geta betur varist slíkum aðgerð- um gegn byggðinni og til að snúa vörn í sókn,“ segir m.a. í bréfi skipuleggjenda. Skipuleggjendur undirbúningsfundarins segja ýmislegt annað hafa gerst í sveitarfé- laginu í seinni tíð sem sýni að almenningur þurfi á mörgum sviðum að verða virkari og samstilltari í að verja hagsmuni sína og byggðarlagið og til að sækja fram. Þetta eigi við um Dalvík sjálfa og Árskógsströndina ekki síður en um Svarfaðardalinn. Nefna skipuleggjendur þar eflingu atvinnulífs, fjar- skipta og hver þau önnur framfara- og hags- munamál sem fólk í sveit og bæ knýr á um. Öllum sem áhuga hafa á málum þessum og vilja styrkja grundvöll dreifbýlisins innan Dalvíkurbyggðar er heimill aðgangur, og innganga í ÁFRAM. Grafarvogssjónvarp | Nemendur í fjöl- miðlatækni í Borgarholtsskóla verða með beinar sjónvarpsútsendingar á netinu frá dagskrá Grafarvogsdagsins 10. september. Útsendingin hefst kl. 14 og mun standa til kl. 22 um kvöldið. Sent verður út frá Borgaskóla í Grafarvogi þar sem veigamikill hluti af dag- skrá Grafarvogsdagsins fer fram. Hægt verður að fylgjast með vinnu nemenda við útsendinguna meðan hún fer fram. Slóðin á útsendingarsíðuna er: http://gvdag- urinn.infomedia.is Við Borgarholtsskóla er starfrækt marg- miðlunarbraut þar sem nemendur geta lagt stund á bæði listnám og tækninám í fjöl- miðlun. Nemendur í fjölmiðlatækni hafa undanfarin ár séð um að gera dagskrá Graf- arvogsdagsins skil á netinu. Framlag þess- ara nemenda hefur fallið í góðan jarðveg meðal íbúa hverfisins og annarra sem ekki hafa átt þess kost að taka þátt í hátíð- arhöldum með beinum hætti. Á annað hundrað nemendur stunda nú nám á marg- miðlunarbraut Borgarholtsskóla. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.