Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 27
Þetta er mesta einstakaátakið í sögu Landhelgis-gæslunnar. En það hefurlengi verið á döfinni að
endurnýja bæði skipa- og flugvéla-
kost Gæslunnar,“ sagði Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra á
blaðamannafundi í gær þar sem
hann kynnti áform ríkisstjórnarinn-
ar um kaup á nýju varðskipi og flug-
vél fyrir Landhelgisgæslu Íslands.
Fundurinn fór fram um borð í varð-
skipinu Ægi, sem í gærmorgun kom
frá Póllandi eftir endurbætur og
breytingar.
Í máli Björns kom fram að ráð-
gert er að nýtt varðskip verði tekið í
notkun árið 2008 og ný flugvél árið
2007, en núverandi flugvél Gæslunn-
ar er eins og kunnugt er komin til
ára sinna og missir lofthæfi sitt í
árslok 2006. Fram kom í máli ráð-
herra að eftir er að taka ákvörðun
um það hvort tækjabúnaður innan-
borðs fyrir skip og flugvél verður
leigður eða keyptur.
Mikill og stór áfangi
„Við fögnum þessu mjög og telj-
um þetta mikið framfaraskref, sem
er raunar löngu tímabært,“ sagði
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins. Rifjaði hann
upp að ríkisstjórnin hafi í mars sl.
ákveðið að fela fjármála- og dóms-
málaráðuneyti að kanna möguleika
á kaupum eða leigu á skipi og flug-
vél. „Þannig að þetta er mikill og
stór áfangi í þeirri vinnu. Nú er alla
vega ljóst að kaup á þessum tækjum
munu verða að veruleika sem er
auðvitað lífsnauðsynlegt fyrir land
og þjóð og Landhelgisgæsluna, sem
er ekkert annað en fyrirtæki sem á
að gæta öryggis og sjálfstæðis okk-
ar sem þjóðar.“ Aðspurður segir
Georg horft til þess að nýja skipið
verði á bilinu 3.200–3.400 brúttó-
tonn, á bilinu 80–90 metra langt, 14–
15 metra breitt og hefur togkraft
sem nemur 100–150 tonnum. „Hér
er um svokallað fjölnotaskip að
ræða sem á að geta sinnt flestum
okkar þörfum, miðað við það að við
erum bara að fá eitt nýtt skip. Auð-
vitað væri draumurinn að eiga bæði
stærri skip og minni skip, en þetta
er milliskip sem á að geta nýst jafnt
til björgunarstarfa, mengunarvarna
og hreinsunar, til fiskveiðieftirlits,
ískönnunar og dráttar, sem er
kannski stærsti þátturinn. Þannig
að við erum þarna að fá sem mest í
einum og sama pakkanum,“ sagði
Georg.
Spurður hvernig honum lítist á
tímaáætlanir kaupanna, svarar
Georg: „Það tekur tíma að smíða
skip og flugvél. Auðvitað fyrir bráð-
látan mann eins og mig finnst mér
þetta alls ekki nógu fljótt, en svona
er þetta bara og við verðum að taka
því.“
Horft til reynslu
nágrannaþjóða okkar
Að sögn Björns hafa ýmsir mögu-
leikar verið skoðaðir, en fyrst og
fremst hefur verið horft til nýjasta
skips norsku strandgæslunnar og
nýtt skip sem verið er að teikna fyrir
dönsku strandgæsluna. Í máli
Björns kom fram að ekki hefur enn
verið tekin ákvörðun um hvernig
staðið verði að smíði skipsins, þ.e.
hvort það verði boðið út eða samið
um verkið, enda þurfi að gera slíkt í
samvinnu við Eftirlitsstofnun ESA.
Hvað kostnað varðar kom fram í
máli Björns að ráðgert er að nýtt
varðskip muni kosta á bilinu 1,7–2,5
milljarða króna og ný flugvél 1,8–2
milljarða króna. Eins og fram hefur
komið hefur ríkisstjórnin þegar
ákveðið að verja 2 milljörðum króna
til smíði nýs varðskips og 1 milljarði
til flugvélakaupa. Spurður hvernig
brúa eigi hugsanlegt kostnaðarbil
segir Björn það munu koma í ljós
þegar nær dregur. „Við getum ekki
sagt nákvæmlega hvað þetta kostar
eða hvort þetta verði boðið út,“ sagði
Björn og tók fram að ákvörðun um
aukafjárveitingu til Gæslunnar yrði
tekin síðar og að féð kæmi þá af fjár-
lögum. „Með þeirri ákvörðun sem
nú hefur verið tekin er létt undir
með ríkissjóði og gert kleift að halda
þessu máli af mikilli festu og hag-
kvæmni, enda skapast aukin hag-
kvæmni í málinu þegar staðið er
svona að verki.“
Að sögn Björns liggur nú þegar
fyrir þarfalýsing fyrir nýja flugvél
Landhelgisgæslunnar. „Helsta
krafan til flugvélar Gæslunnar er að
hún búi yfir nútíma greiningar- og
samskiptatækni og hafi nægilegt
flugþol til að sinna eftirliti í stórri
efnahagslögsögu, þar sem m.a. þarf
að fylgjast með ferðum skipa, meng-
un og hafís. Auk þess þarf ný eft-
irlitsflugvél að hafa nægilegt þol til
að taka þátt í löngum björgunar- og
leitaraðgerðum og geta sinnt vett-
vangsstjórn og sjúkraflugi. Flugvél-
in þarf einnig að geta flogið utan
vegna alþjóðlegra björgunarstarfa,
friðargæslu og mannúðarmála,“
sagði Björn og tók fram að ýmsar
flugvélategundir kæmu til greina.
Nefndi hann í því samhengi flugvél-
ar eins og ATR 42, Dornier 328,
Casa 235 og DASH 8.
Morgunblaðið/Þorkell
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, í brúnni á Ægi.
Kaup á skipi og flugvél fyrir Landhelgisgæsluna
Mesta einstaka átak-
ið í sögu Gæslunnar
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÉG ER hæstánægður með þær breytingar sem orðið
hafa hér á skipinu,“ sagði Halldór Nellett, skipherra
á varðskipinu Ægi, en skipið er nýkomið frá Póllandi
eftir endurbætur og breytingar. „Þetta er allt önnur
vinnuaðstaða fyrir okkur sem vinnum hér á stjórn-
palli og í heild fyrir áhöfnina, en búið er að endurnýja
allar vistarverur. Þetta er því gjörbylting fyrir okkur
öll sem hér búum, bæði menn og konur,“ sagði Hall-
dór. Þess má geta að breytingarnar fólust í því að
sett var í skipið ný og stærri brú ásamt samtengdum
og samhæfðum siglinga- og fjarskiptatækjum. Ný
stjórnborð voru sett í fremri hluta brúar auk stjórn-
borðs fyrir flugumsjón ásamt fjarskiptaborði í aftur-
hluta brúar. Íbúðir áhafnar voru endurnýjaðar þannig
að nú eru öll íbúðarherbergi eins manns herbergi.
Björgunar- og dráttarvinda var endurnýjuð og stækk-
uð, auk þess sem ný stjórntæki voru sett upp fyrir
aðalvélar í brú og stjórnrými véla. Sagði Halldór ljóst
að varðskipið væri eftir breytingar miklu betur útbúið
til björgunar en áður.
Verkið hófst 18. apríl sl. og lauk hinn 3. september.
Því átti samkvæmt tilboði að ljúka 25. ágúst, en af-
hending dróst um tíu daga. Samkvæmt upplýsingum
frá Gæslunni nam heildarkostnaður við tilboðs- og
aukaverk því tengd samtals 1.662.510 evrum á með-
algengi 78,9 eða 131,1 milljón króna.
Heildarkostnaður við verkið var því um 3,5 millj-
ónum hærri en tilboðið hljóðaði upp á í upphafi, en
inni í þeirri tölu eru nokkur aukaverk sem í ljós kom
að framkvæma þyrfti.
Skipherra á varðskipinu Ægi um breytingarnar
Morgunblaðið/Þorkell
Varðskipið Ægir kom til landsins í gær frá Póllandi
eftir gagngerar endurbætur og breytingar.
Felur í sér
gjörbyltingu
. Það er
r frjálst
yjólfsson
mm
Sá sein-
r Ein-
landi,
ó 1943.
Ég var þá 18 ára og var einn af lík-
mönnunum. Systir hans var Jó-
hanna sem Kiljan kynntist mjög
vel. Hún er fyrirmyndin að Hall-
gerði í Sjálfstæðu fólki.
Verið er að spá í að gera upp tvö
hús til viðbótar. Smiðju og stofu,
sem var gestastofa og skrifstofa
séra Jóns. Eina húsið sem vitað er
fyrir víst að Rasmus Christian
Rask gisti í. Þetta er allt á Hnaus-
um.
Sá þekktasti sem dó í þessu fjósi
var séra Vigfús Benediktsson. Í
þjóðsögum er hann kallaður
Galdra-Fúsi og kona hans þótti
enn göldróttari. Hann dó þarna ár-
ið 1822.
usum í Meðallandi
sinni röð
Morgunblaðið/RAX
allandi. Að sögn Vilhjálms Eyjólfssonar á Hnausum er fjósið einstætt í sinni röð á land-
hjálm gefur að líta Jón Ólafsson sem er að mála Smiðjuna, sem ráðgert er að gera upp á
var 1768 og var fyrsti maður sem byggði á Hnausum eftir Eld, þ.e. árið 1784.
gar unnið er hörðum höndum er alltaf gott að fá góðan matarbita þegar vinnuhlé er
ð. Þeir Júlíus Oddsson, Viðar Bjarnason, Vilhjálmur Eyjólfsson og Jón Ólafsson
ddu sér á hangikjötslæri sem hékk uppi við í Smiðjunni á Hnausum.
mótin 1700. „Á 17. öld eru Skaftfell-
teknir upp á því að flytja sig að
u leyti í fjósin. Þetta varð næstum al-
suðausturhorni landsins að það voru
ðstofur. Allvíða á betri bæjum var
verustaður fólks á kvöldvökunni, svo
k inn í bæ að sofa. Mjög víða endaði
eð að þetta varð bæði svefnhús og
tofa fólksins.“
ðjan á Hnausum er einnig stór-
leg bygging, að mati Þórðar. „Þetta
nverulega smiðja Ólafs Þórarinssonar
ar fæddur 1768 og var fyrsti maður
yggði á Hnausum eftir Eld, það er
Þá hófst byggð þar að nýju. Hann var
mesti snillingur í málmsmíði á Íslandi
damótin 1800 og í byrjun 19. aldar.“
Á næsta ári stendur til að endurgera
stofuhús séra Jóns Jónssonar á Hnausum,
bróður Steingríms biskups. „Það er mjög
skemmtilegt bréf frá Rasmus Christian
Rask sem hann skrifaði séra Árna Helga-
syni í Görðum um komu sína að Hnausum.
Þá gisti hann í þessari stofu. Hún varð
seinna að skemmu en það er ákveðið mál að
gera hana upp og þá sem stofuhús,“ sagði
Þórður.
Húsafriðunarsjóður og fleiri aðilar hafa
styrkt endurbyggingu húsanna að Hnaus-
um. „Þyngst á metum er að Vilhjálmur á
Hnausum er sjálfur búinn að leggja stórfé í
þetta til að koma þessu verki áfram. Það er
til hreinnar fyrirmyndar, sú rækt sem hann
sýnir æskuheimili sínu,“ sagði Þórður.
r bygging