Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 22
Gras-
ker og
tryggð-
arblóm:
Grasker er
óvenjulegt en
skemmtilegt
skreytingarefni.
Þau fást í ýms-
um litum og
stærðum. Agnes
festi kertið niður í
graskerið og vafði
um það þurrkuðu
laufblaði. Og til að
minna á haustlitina er til-
valið að bæta við brúnrauðri
krísantema eða tryggð-
arblómum eins og þau heita á
íslensku.
Hortensíur og
beitilyng: „Hausthor-
tensíur eru sterkari en
þessar venjulegu og er
mjög auðvelt að þurrka
þær,“ segir Agnes.
„Þær má til dæmis
taka í sundur og
festa með litlum
pinnum með-
fram kertum
ásamt beiti-
lyngi.“
V
ið vildum þetta hús undir
reksturinn, það var
byggt 1938 og er gamall
skólastjórabústaður og
eitt elsta húsið hérna
megin í bænum,“ segir Guðmundur
þegar blaðamaður hitti hann í bláa
húsinu. „Við keyptum þetta sem
íbúðarhús, rústuðum öllu út og inn-
réttuðum fyrir veitingareksturinn.“
Guðmundur er trésmiður að
mennt og vinnur sem húsvörður í
skólanum, sundlauginni og íþrótta-
húsinu á Blönduósi en Erla er mynd-
listarkona og sér um Við árbakkann.
Þau eru bæði áhugamenn um mat-
argerð og elda sjálf á veitingastaðn-
um, en þau eiga þó góða vini sem eru
kokkar og hafa tekið þau í læri. Erla
bakar allar kökurnar og brauðin
sem eru í boði á kaffihúsinu sjálf og
þau kaupa allt hráefni sem hægt er í
heimabyggð.
Guðmundur segir reksturinn hafa
gengið vel öll árin síðan þau opnuðu
en veturnir séu oft erfiðir.
„Við höfum haft opið allan ársins
hring en líklega breytist það á næst-
unni. Sumrin eru frábær en veturnir
eru erfiðir.“
Spilakvöld og upplestrar
Það er fleira í boði á Við árbakk-
ann en matur og kökur því Guð-
mundur og Erla reka líka veislu-
þjónustu og frá upphafi hafa þau
verið með myndlistarsýningar á
staðnum. „Við vorum búin að ákveða
áður en við opnuðum að halda mynd-
listarsýningar. Við reynum að hafa
nýja sýningu mánaðarlega og það
selst vel á þeim.“ Guðmundur segir
þau líka stundum halda böll og það
sé góð mæting á þau. „Svo höfum við
verið með spilakvöld þar sem er spil-
uð vist og menningarkvöld þar sem
er lesið upp úr bókum og tónlist-
armenn spila. Það er gaman að
þessu. Utan við húsið er flottur pall-
ur þar sem er mikið setið á sumrin
og höfum við líka fengið tónlistra-
menn til að spila þar úti í garði.“
Guðmundur segir að það komi
mikið af fastakúnnum við hjá þeim,
sem stoppi alltaf á leið sinni milli
Reykjavíkur og Akureyrar.
„Við bjóðum upp á fiskisúpu og
saltfiskrétt sem er mjög vinsælt. En
það sem kom okkur mest á óvart var
hvað sviðasultan, síldin og rúg-
brauðið seljast vel. Mér þykir þessi
matur góður og ákvað að hafa hann
á matseðlinum. Útlendingarnir
panta þetta mikið og finnst spenn-
andi.“
Matseðilinn settu þau saman úr
ýmsum hugmyndum sem þau fengu
úr bókum og blöðum auk þess sem
kokkavinir þeirra hjálpuðu þeim við
MATARKISTAN | Sviðasulta og síld með rúgbrauði eru vinsælir réttir í bláa húsinu
Gamall
draumur varð
að veruleika
Í bláu húsi á Blönduósi er veitinga- og kaffihús. Það
ber nafnið Við árbakkann og eru eigendur þess hjónin
Guðmundur F. Haraldsson og Erla Björg Evensen.
Ljósmynd/Ingveldur Geirsdóttir
Guðmundur segir Erlu konu sína baka allt bakkelsið sem boðið sé upp á
með kaffinu á Við árbakkann. Hér heldur hann á einni glæsitertunni.
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
22 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
HVAÐ er rómantískara en
fallegar kertaskreytingar
þegar haustar? Agnes Heið-
arsdóttir, eigandi Ráðhús-
blóma í Bankastræti, nýtir
meðal annars
efni úr garð-
inum og
þurrkar blóm
í haustskreyt-
ingarnar.
Agnes tók við
versluninni
fyrir þremur
árum eftir að
hafa unnið
við blóma-
skreytingar í
fjöldamörg
ár.
HAUSTIÐ
Kerti og
rómantík
Græn kerti og reyniber: „Ég vildi hressa upp á skreytinguna og
skammdegið með græna litnum og eins finnst mér rauði liturinn eiga vel
við. Við erum allt of feimin við að nota hann nema þegar dregur að jólum.
Útkoman varð glaðleg haustskreyting,“ segir hún.
Reyniber halda ferskleikanum í nokkra daga en svo fer að sjá á þeim eins
og með önnur mjúk ber í skreytingum.
„Það má frysta berin og taka þau fram og skreyta með þeim þegar líður á
veturinn eða á jólunum,“ segir hún.
1 stór laukur
3 hvítlauksrif
½ pk. gulrætur
2–3 sellerístönglar
1 paprika
50 g olía
1 dl tómatpurré
2 lárviðarlauf
½–1 tsk. basilikum
1 1/2 l vatn + grænmet-
iskraftur
700–800 g af fiski (ýsu, lúðu,
skötusel, rækju, hörpuskel)
rjómi
Brytjið grænmetið og látið
það krauma í olíunni þar til það
er orðið mjúkt. Tómatpurré,
lárviðarlauf og basilikum sett
út í og látið krauma í smástund.
Þá er vatnið með grænmet-
iskraftinum sett út í. Allt er
soðið saman í 10 mínútur.
Fiskurinn er skorinn smátt,
settur út í og látinn sjóða í
gegn. Rjóma er bætt út í, ekki
látið sjóða.
Gott er að bera súpuna fram
með hvítlauksbrauði.
Fiskisúpa