Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.09.2005, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÁÆTLAÐ er að 400.000 Bandaríkja- menn missi atvinnuna og að hagvöxt- urinn í Bandaríkjunum á síðari helm- ingi ársins minnki vegna náttúruhamfaranna við Mexíkóflóa. Efnahagsleg áhrif hamfaranna til lengri tíma litið verða þó tiltölulega lítil og efnahagurinn ætti að vænkast aftur þegar endurreisnarstarfið hefst, að sögn fjárlagaskrifstofu Bandaríkjaþings. Búist er við að langtímaáhrifin á efnahagslífið ráðist að miklu leyti af því hvernig neytendur bregðast við hærra eldsneytisverði. Fellibylurinn Katrín gæti orðið til þess að verð á jarðgasi hækkaði um allt að 71% í Miðvesturríkjunum og olíu til hús- hitunar um 31% í Norðausturríkjun- um, að sögn orkumálaráðuneytis Bandaríkjanna. Aukin umsvif í byggingarstarfsemi „Þótt Katrín hafi lagt venjuleg fyrirtæki í rúst er líklegt að fellibyl- urinn leiði til aukinna umsvifa í hreinsunar- og byggingarstarfsemi,“ sagði í skýrslu fjárlagaskrifstofu þingsins. „Áhrifin verða veruleg en ekki yfirþyrmandi.“ Skýrsluhöfundarnir segja að nátt- úruhamfarirnar hafi víðtæk áhrif á fjárhag ríkisins, fyrirtækja og ein- staklinga. Gert er ráð fyrir því að hagvöxturinn á síðari helmingi árs- ins minnki um að minnsta kosti hálft prósent og hugsanlega eitt prósent. Spáð hafði verið 3–4% hagvexti á síð- ari helmingi ársins. Samanlögð framleiðsla Louisiana og Mississippi, ríkjanna sem urðu verst úti í hamförunum, er tiltölulega lítil, eða tæp 2% af landsframleiðslu Bandaríkjanna, að sögn Los Angeles Times. Blaðið segir að vegna áhrifa Katrínar á olíuframleiðsluna á svæð- inu hafi fellibylurinn valdið efnahag Bandaríkjanna meiri skaða en fyrri fellibyljir á borð við Andrés og Húgó. Ljóst er að neyðaraðstoðin og end- urreisnarstarfið á hamfarasvæðun- um kostar ríkissjóð Bandaríkjanna milljarða dollara og alríkisstjórnin stendur einnig frammi fyrir því að tekjurnar minnka, meðal annars tekjur hennar af olíu- og gasvinnsl- unni. Fjárlagaskrifstofan segir þó að efnahagur Bandaríkjanna sé nógu öflugur til að þola áhrif Katrínar án mikilla erfiðleika til lengri tíma litið. Endurreisnarstarfið á hamfara- svæðunum verði til þess að milljarð- ar dollara streymi í hagkerfið og störfum fjölgi. Olíuverðið ræðst af gangi viðgerða Orkumálaráðuneyti Bandaríkj- anna segir að hækkanirnar á verði olíu og jarðgass ráðist af því hversu fljótt hægt verði að ljúka viðgerðum á borpöllum og olíuhreinsunarstöðv- um við Mexíkóflóa. Gangi viðgerð- irnar eðlilega fyrir sig ætti olíufram- leiðslan að verða tæpar 5,4 milljónir fata á dag í nóvember, eða jafnmikil og hún var í ágúst áður en fellibyl- urinn reið yfir. Búist er við að fjórar af tíu olíu- hreinsunarstöðvum, sem lokað var vegna fellibylsins, verði opnaðar að nýju í næstu viku. Sex olíuhreinsun- arstöðvar, sem þurftu að draga úr framleiðslunni, áttu að hefja fulla framleiðslu í gær. Hugsanlegt er að fjórar olíu- hreinsunarstöðvar í Louisiana verði lokaðar í nokkra mánuði vegna skemmda. Bændur urðu fyrir búsifjum The New York Times skýrði frá því í gær að menn hefðu vaxandi áhyggjur af afleiðingum hamfaranna fyrir bandaríska bændur nú þegar hálfur mánuður er þar til uppskeru- tíminn hefst. Bændur í helstu land- búnaðarríkjunum hafa reitt sig á flutningapramma til að flytja afurð- irnar niður Mississippi-fljót en geta ekki verið vissir um að höfnin í New Orleans verði opnuð í bráð. Hún hef- ur verið mjög mikilvæg útflutnings- höfn og stórskemmdist í náttúru- hamförunum. Bændur í Mississippi og Louisiana hafa einnig átt við ýmis vandamál að stríða, meðal annars vegna raf- magnsleysis og skorts á dísilolíu í flutningabíla sem nota þarf til að bjarga nautgripum á flóðasvæðun- um. Óveðrið olli einnig skemmdum á ökrum víða í Suðurríkjunum. Bandarískir bændur standa enn fremur frammi fyrir því að þeir þurfa að borga meira fyrir eldsneytið sem notað er til að flytja afurðir þeirra á markað, þannig að arður þeirra minnkar. Áætlað er að heildartjón banda- rískra bænda af náttúruhamförun- um nemi tveimur milljörðum dollara, sem samsvarar rúmum 120 milljörð- um króna. Er þá meðal annars gert ráð fyrir hærri eldsneytiskostnaði vegna fellibylsins. Þessi vandamál bandarískra bænda koma upp á viðkvæmum tíma fyrir Bandaríkjastjórn sem hefur bú- ið sig undir að minnka niðurgreiðslur til landbúnaðarins vegna vaxandi þrýstings frá Alþjóðaviðskiptastofn- uninni (WTO) sem vill bæta sam- keppnisstöðu bænda í þróunarlönd- unum. Vandamál bandarísks landbúnaðar eftir fellibylinn gætu torveldað stjórninni að knýja fram breytingar á niðurgreiðslunum. Verði þær ekki minnkaðar gæti það torveldað stjórninni að afla nýrra út- flutningsmarkaða fyrir bandarískar afurðir. Um 27% af tekjum banda- rískra bænda spretta af útflutningi, að sögn The New York Times. Um 400.000 manns missa atvinnuna AP Leikarinn Bill Cosby ræðir við flóttafólk frá New Orleans í ráðstefnumiðstöð í Houston þar sem fólkið dvelst núna. Hagvöxturinn á síðari helmingi ársins talinn minnka um allt að prósent Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Katrín gæti orðið tilþess að verð á jarðgasi hækkaði um allt að 71% í Miðvesturríkjunum.‘ '   $  (   ( )!   &     *  "    +,!& & - &!$   %&    .  /01  $ ( $.   !  )!    $   !             2 3 !  C %.0 .  0 "6 5&0  .&#  8 " &&   C /8 "" && . ="' ).40 .0 "' 6". 45  C $  = ".  4 0." &#.# & ,.  "'  C . "'  )"6#0 & #&#  "".#0 )"6&'C0 "0 # &8&) "&    !    6% !(&        !(($   +  3  !  $ ".  4 0# .    &.= & .0 0.&# . " /& &   -." && 7N"C .  .0 ."' 6#".   0 & #&# # 0#0 6   $  4 0." &#.# 0&& -   0#&  )"8 ).&'   " "0.&#& (  !( -  " .  .#& . #&16& #  &&C .  &0 "  ( .  -  " ,.&# " 4 8"0 "66"  5 H).  " .  &' #  "" )   ".&  . # )." ( 0"&0 4)H.0 4 7.N 9".& . #."&  4 & &  0 &&    4" =  500 %                   Langtímaáhrif fellibylsins Katrínar á efnahag Bandaríkjanna talin verða tiltölulega lítil Camilla. AP. | Cogon-grasið, ákaf- lega harðgerð jurt, sem lagt hefur undir sig skóglendi í Afríku og As- íu, er nú farið að ógna Bandaríkj- unum. Þar er nú að hefjast mikil herferð gegn þessum vágesti þótt enginn láti sig dreyma um, að unnt sé að útrýma honum. Fræ cogon-grassins geta borist með vindi allt að 25 km veg og það er talið miklu skaðlegra en kudzu- vínviðurinn, japönsk planta, sem finnst nú á næstum þremur millj- ónum hektara í sunnanverðum Bandaríkjunum. Óáreitt umvefur kudzu allt, til dæmis hús, umferð- arskilti og trén, sem hún drepur með því að svipta þau sólarljósinu. Vísindamenn segja, að verði ekki gripið í taumana, muni cogon- grasið breyta suðausturhluta Bandaríkjanna í líffræðilega eyði- mörk, í eina samfellda gresju þar sem upprunalegur gróður verði að mestu horfinn. Hættulegra en kudzu-vínviðurinn „Cogon-grasið er miklu skelfi- legra en kudzu-vínviðurinn,“ segir Jim Miller hjá bandarísku skóg- ræktinni en hann hefur rannsakað báðar plönturnar og séð með eigin augum alla þá eyðileggingu, sem cogon-grasið hefur valdið víða um heim. „Enginn önnur planta hefur haft jafnalvarleg áhrif á sam- félögin og framleiðsluna og hún.“ Óhæft til beitar og ógnar skógunum Cogon-grasið, sem er í flokki með 10 hættulegustu illgresisteg- undum í heimi, hefur hrakið afr- íska hirðingja frá lendum sínum og lagt undir sig skógarrjóður og svæði í Asíu, sem verið hafa rækt- arland um aldaraðir. Kom það til Bandaríkjanna um höfnina í Mobile í Alabama árið 1912 og hafði þá verið notað sem umbúðir utan um einhverja vöru. Er það upprunnið í Suðaustur-Asíu en finnst nú orðið í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Getur það orðið rúmlega metrahátt og vex í hvirfingum, sem síðan breiða úr sér. Einu sinni var því plantað í Flórída, Alabama og Mississippi til að stöðva uppblástur og til beitar en svo vill til, að grasbítar líta ekki við sagtenntu grasinu, sem inni- heldur að auki mikið af kísilkrist- öllum. Þar sem cogon-grasið breiðir úr sér, lætur annar gróður undan síga og þar með einnig fjöldi dýra- og skordýrategunda. Er það farið að ógna skógunum í Suðurríkjum Bandaríkjanna vegna þess, að það drepur furu- fræin. Annar mikill ókostur er, að þegar upp kemur eldur í því, er hann miklu heitari en þegar aðrar grastegundir brenna. Reyna að stöðva framrás cogon-grassins Vísindamenn segja að verði ekkert að gert muni illgresið breyta stórum svæðum í líffræðilega eyðimörk Cogon-grasið er harðgerð jurt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.