Morgunblaðið - 24.11.2005, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 33
UMRÆÐAN
Óformleg menntun og þátttaka ungs fólks
í samfélaginu
Dr. Howard Williamson flytur fyrirlestur um óformlega
menntun og þátttöku ungs fólks í samfélaginu í Háskólanum í
Reykjavík, stofu 101, mánudaginn 28. nóvember nk. kl. 13:15
Fyrirlesturinn er í boði menntamálaráðuneytisins og
Háskólans í Reykjavík.
Dr. Howard Williamson er prófessor í European Youth Policy in the School of
Humanities, Law and Social Sciences við Háskólann í Glamorgan Wales. Áður
hefur hann starfað við háskólana í Oxford, Cardiff og í Kaupmannahöfn og
hefur unnið ötullega að málefnum ungmenna í Evrópu í yfir 20 ár. Hann
hefur unnið að stefnumótun í málefnum ungs fólks bæði í Bretlandi og fyrir
ýmis lönd. Þá hefur hann mjög komið að stefnumótun Evrópusambandsins og
Evrópuráðsins í málefnum ungs fólks. Síðasta bók hans er The Milltown Boys
Revisited (2004). Árið 2002 var hann sæmdur heiðursorðunni CBE
(Commander of the British Empire) fyrir störf sín að málefnum ungs fólks.
Fyrirlesturinn er sérstaklega áhugaverður fyrir þá er vinna
með og starfa að stefnumótun í málefnum ungs fólks, hjá
frjálsum félagasamtökum, opinberum aðilum og aðra er bera
hag þeirra fyrir brjósti.
Þátttaka er öllum opinn, aðgangur er ókeypis. Vinsamlega
staðfestið þátttöku með tölvupósti til charlotta@ru.is.
FÆRNI TIL
FRAMTÍÐAR
Menntamálaráðuneytið
www.ru.is
AÐ UNDANFÖRNU hafa um-
ræður um málefni og þjónustu við
aldraða aukist til muna. Gangi
mannfjöldaspár eftir sem allar líkur
benda til munu Íslendingar, 65 ára
og eldri verða rúmlega 60.000 eða
um 19% þjóðarinnar árið 2030! Árið
2000 voru aldraðir rúmlega 32.000
eða um 11,6% af heildarfjölda þjóð-
arinnar.
Þessar tölur eru af-
ar ánægjulegar. Öldr-
uðum fjölgar, þeim líð-
ur betur og þeir lifa
lengur en áður og við
getum notið leiðsagnar
þeirra og reynslu í
lengri tíma en nokkru
sinni fyrr. Þessar stað-
reyndir hafa verið
kunnar um áratugi og
yfirvöld lagt sig í líma
við að bæta enn hag
og kjör aldraðra sem
eiga allt gott skilið.
(Mér er það ljósara en nokkru sinni
fyrr eftir að ég varð aldraður. Mað-
ur finnur það best á eigin skinni!)
Er kannski hægt að gera betur?
Árið 1991 lágu fyrir niðurstöður
rannsókna aldraðra kvenna á Norð-
urlöndum (Gamle kvinner i Norden)
og tók Sigríður Jónsdóttir, fé-
lagsfræðingur, þátt í þeim rann-
sóknum fyrir hönd Íslands. Margt
fróðlegt kom fram í rannsókn henn-
ar sem vert væri að rifja upp en hér
skal aðeins bent á tvennt. Í fyrsta
lagi verða ísl. konur eldri en karlar
eins og vitað er og þær eru fleiri en
karlar, og í öðru lagi er gert ráð
fyrir að fleiri aldraðar konur verði
einar í framtíðinni, ógiftar og/eða
hafi aldrei gifst eða verið í sambúð.
Samkvæmt síðustu mannfjölda-
spám Hagstofunnar fjölgar þeim Ís-
lendingum hlutfallslega mest á
næstu 25 árum sem eru 80 ára og
eldri og konur í meirihluta.
Árið 1990 náðu 22 Íslendingar
100 ára aldri, 20 konur en aðeins 2
karlar.
Árið 1999 náðu 26 Íslendingar
þessum aldri og árið 2000 voru þeir
alls 43, 30 konur og 13 karlar. Líf-
aldur kvenna á Íslandi eru tæplega
83 ár og sveinbarn sem fæðist á
okkur dögum getur átt von á því að
lifa í rúm 79 ár sem er hæsti líf-
aldur í heimi.
Eðlilegt er að álykta að því fleiri
sem aldraðir verða þeim mun fleiri
eru einstæðir og einangraðir nema
eitthvað sérstakt komi til. Upp úr
1980 lagði þáverandi ellimálafulltrúi
Reykjavíkurborgar, Geirþrúður
Hildur Bernhöft, til að skoðað yrði
samstarf á milli opinberra aðila og
annarra sem veittu öldruðum ein-
hverja þjónustu eða umönnun, en
hún hafði þá reynslu af mikilli þátt-
töku sjálfboðaliða í félagsstarfi aldr-
aðra sem nær allir voru konur á
miðjum aldri og eldri. Hún hafði
nýlega kynnt sér málefni aldraðra í
Bandaríkjunum og Englandi og hitt
samstarfsfólk á Norðurlöndum,
m.a. dr. Evu Beverfelt sálfræðing
hjá norska öldrunarfræðifélaginu
sem var brautryðjandi í rann-
sóknum á högum, aðstæðum og við-
horfum aldraðra, en Danir voru
einnig framarlega í öldrunarþjón-
ustu þá eins og nú og óhræddir við
að fara ótroðnar slóðir.
Af einhverjum ástæðum komst
þetta samstarf aldrei á. Nokkrum
árum síðar var aftur lögð fram til-
laga um að athugað yrði starf
Rauða krossins, heimsóknarþjón-
usta, safnaðarstarf og
athvarf aldraðra, starf
félags eldri borgara og
fleiri og reynt að sam-
hæfa og stilla saman
strengi. Af einhverjum
ástæðum komst þetta
samstarf aldrei á.
Öldruðum fjölgar og
fleiri einangrast og
verða einmana. Í áð-
urnefndri norrænni
rannsókn kom í ljós að
hætta virðist á að eldri
konur vilji ekki verða
fjölskyldu sinni og
nærættingjum til byrði og nauðsyn-
legt sé að hlusta á rödd aldraðra og
sjálfsákvörðunarrétt þeirra.
Í grófum dráttum má segja að
eftirfarandi aðilar veiti öldruðum í
heimahúsum þjónustu af einhverju
tagi:
1. Sveitarfélög, – félagsleg heima-
þjónusta, félags- og tómstunda-
starf, heimsending matar, ráð-
gjöf, dagþjónusta,
akstursþjónusta o.fl.
2. Ríki, – heimahjúkrun, heilsu-
gæsla, dagspítalar, hvíldarinn-
lagnir, öldrunarlækningadeildir
o.fl.
3. Rauði kross Íslands, heimsókn-
arþjónusta, félagsleg þátttaka og
samvera
4. Söfnuðir, – athvarf, sam-
verustundir, ræktun trúar, sál-
gæsla o.fl.
5. Félag eldri borgara, Félag
áhugafólks um íþróttir aldraðra –
félagsstarf, áhugamál, hagsmuna-
mál, menningarmál, hreyfing og
forvarnarstarf o.fl.
Ýmis félagasamatök veita einnig
félögum og aðstandendum sjúkra
aldraðra ýmiskonar þjónustu, en af
fátæklegri upptalningu má spyrja:
Geta fulltrúar áðurnefndra aðila
ekki hist til skrafs og ráðagerða,
séð svart á hvítu hvað hver gerir,
hvernig er unnt að nýta starfs-
krafta með markvissari hætti og
deila niður verkefnum til þess að
þjóna öldruðum heima betur en
gert er, einnig með þeirri upplýs-
ingatækni/miðlun sem í boði er, í
hvaða sveitarfélagi sem er á land-
inu?
Málefni aldraðra hafa verið í
„nefndum og ráðum og farvegi“ í
langan tíma. Í Reykjavík hefur t.d.
verið uppstokkun á öllum sviðum
höfuðborgarinnar þar sem litið er á
fjölskyldurnar og málefnin í heild. Í
þeirri skipulagsbreytingu má eng-
inn verða útundan og engin ástæða
til að bíða með að fara af stað með
sveigjanlegan starfssamning á milli
opinberra aðila og annarra aðila
sem veita þjónustu við aldraða.
Reykjavíkurborg og heilbrigð-
isráðuneyti hafa unnið saman að
könnun um samþættingu fé-
lagslegrar heimaþjónustu og heima-
hjúkrunar heilsugæslunnar og er
áreiðanlega tækifæri til skipulagn-
ingar sem kemur öldruðum að
miklu gagni.
Er ekki unnt að kortleggja alla
sjúka, einmana aldraða á ákveðnu
svæði/sókn og bjóða þeim samstarf
við þá sem þeir óska til þess að
auka öryggi þeirra, bæta líðan
þeirra og auka lífsgæði?
Aldraðir og einangrun
Þórir S. Guðbergsson fjallar
um málefni eldri borgara ’Er ekki unnt að kort-leggja alla sjúka, ein-
mana aldraða á ákveðnu
svæði/sókn og bjóða
þeim samstarf við þá
sem þeir óska til þess að
auka lífsgæði þeirra?‘
Þórir S. Guðbergsson
Höfundur er kennari,
félagsráðgjafi og lífeyrisþegi.
Jakob Björnsson: Útmálun
helvítis. „Álvinnsla á Íslandi
dregur úr losun koltvísýrings í
heiminum borið saman við að
álið væri alls ekki framleitt og
þyngri efni notuð í farartæki í
þess stað, og enn meira borið
saman við að álið væri ella
framleitt með raforku úr elds-
neyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og
auglýsingu um hana, sem hann
telur annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vega-
gerðin hafnar hagstæðasta til-
boði í flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar