Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björn Kjartans-son fæddist á Ási í Reykjavík 3. desember 1935. Hann lést 15. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kjartan Þorkelsson frá Ártúni á Kjalar- nesi, f. 19. nóvember 1892, d. 8 september 1988, og Ása María Björnsdóttir frá Vík í Héðinsfirði, f. 30. september 1910, d. 2. júní 1956. Systk- ini Björns eru Guðrún, f. 10. maí 1938, Þorkell, f. 16. febrúar 1940, Anna Lilja og Ásmundur, f. 17. febrúar 1943, Ragnheiður, f. 24. nóvember 1944, Halldór, f. 31. janúar 1947, d. 4. nóvember 2001, og Svanborg, f. 29. desember 1949. Björn á eina hálfsystur, Kristínu, f. 17. september 1925. Fyrri eiginkonu sinni, Sigfríði Jónu Hallgrímsdóttur, f. 2. febr- úar 1940, kvæntist Björn 8. sept- ember 1962. Börn þeirra eru: 1) Hallgrímur Þór, f. 6. apríl 1962, kvæntur Herdísi Tómasdóttur, f. 21. september 1967. Synir þeirra eru a) Hreiðar Ingi, f. 30. desem- ber 1996, og b) Halldór Örn, f. 7. apríl 2000. 2) Ása María Björns- dóttir Togola, f. 25. maí 1963. Fyrri eiginmaður Ásu var Guð- steinn Stefán Þorláksson, f. 17. desember 1962. Dóttir þeirra er Íris Ósk, f. 3. maí 1982. Seinni eig- inmaður Ásu er David Togola. 3) Kjartan, f. 17. janúar 1965. Kjart- an á tvær dætur. Sambýliskona hans var María Óskarsdóttir. Dóttir þeirra er Linda Dögg, f. 13. febrúar 1990. Seinni barnsmóð- ir Kjartans er Karit- as Jónsdóttir. Dóttir þeirra er Kristborg María, f. 5. ágúst 1995. Seinni eiginkonu sinni, Svölu Árna- dóttur, f. 1. desem- ber 1939, kvæntist Björn 9. október 1971. Synir Svölu eru: 1) Kristinn Hannesson, f. 29. janúar 1957, kvænt- ur Dagnýju Sæ- björgu Finnsdóttur, f. 7. febrúar 1958. Börn þeirra eru a) Finnur Yngvi, f. 28. febrúar 1979. Unn- usta hans er Sigríður María Ró- bertsdóttir, f. 26. október 1982, b) Guðný, f. 25. júlí 1981, gift Guð- mundi Friðriki Eggertssyni, f. 22. júlí 1975. Sonur þeirra er Kristinn Dagur, f. 27. desember 2004. 2) Ólafur Aðalsteinn Hannesson, f. 29. maí 1959. Sambýliskona hans er Halldóra Árnadóttir, f. 13. mars 1962. Sonur þeirra er Bjarki Snær, f. 3. febrúar 1996. Dóttir Halldóru er Unnur Margrét Arn- ardóttir, f. 14. október 1983. Björn fæddist á Ási í Reykjavík en fluttist þaðan með foreldrum sínum í Hraungerðishrepp í Flóa þar sem faðir hans reisti nýbýlið Kjartansstaði. Þar ólst hann upp til 15 ára aldurs. Þaðan fluttist fjölskyldan að Birnhöfða í Innri- Akraneshreppi. Árið 1970 keyptu Björn og Svala jörðina Fitjakot á Kjalar- nesi og hafa búið þar síðan. Útför Björns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Björn Kjartansson, vinur okkar hjóna í hartnær 40 ár, hefur háð sína síðustu baráttu við illvígan sjúkdóm og lotið í lægra haldi. Það var ekki í hans anda að bíða lægri hlut, en nú var kominn ofjarl hans sem enginn hefur sigrað. Jafn elskuleg hjón og Bjössi og Svala hafa verið í gegnum tíðina eru vandfundin og allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þeim jafnt inn- anlands sem utan verða seint full- þakkaðar. Nú er blessaður vinurinn horfinn okkur og skarð hans fylla aðeins ljúf- ar minningar um mann sem var okkur eftirlifandi bæði gleðigjafi og sannur vinur. Þessu línum fylgja samúðarkveðj- ur til Svölu okkar og annarra að- standenda. Ólafur Tr. Ólafsson og Svanhildur Jóhannesdóttir. Björn fæddist að Ási í Reykjavík en fluttist þaðan með foreldrum sínum í Hraungerðishrepp í Flóa þar sem faðir hans reisti nýbýlið Kjartans- staði. Þar ólst hann upp til 15 ára ald- urs. Þaðan fluttist fjölskyldan að Birnhöfða í Innri Akraneshreppi. Björn byrjaði strax að vinna og var vinnumaður á nokkrum bæjum í ná- grenninu. Hann fékk snemma áhuga á vinnuvélum og var ekki nema 16 ára þegar hann byrjaði að vinna á jarð- ýtu. Seinna vann hann sem rútu- og mjólkurbílstjóri en 1961 hóf hann vöruflutninga á Akranes og síðar einnig til Vestfjarða. Árið 1971 stofnaði Björn ásamt vini sínum Gylfa Grímssyni jarðvinnufyr- irtækið Björn & Gylfi s/f. Eftir að Gylfi féll frá eignaðist Ásmundur bróðir Björns hluta í fyrirtækinu. Frá 1982 hafa þau hjónin Björn og Svala átt og rekið fyrirtækið ein. Helstu áhugamál Björns voru að tefla og spila bridge sem hann reynd- ar kenndi áhugasömum Mosfelling- um nokkra vetur. Taflmennskuna stundaði Björn með nokkrum góðum vinum úr Kjósinni. Sá félagsskapur hefur alla tíð verið mjög samrýndur og var það Birni mjög mikils virði að hitta þessa góðu vini sína. Björn hafði einnig gaman af ferða- lögum og fóru þau hjónin víða, bæði innanlands og utan, meðal annars nánast árlega til Kanaríeyja. Í þeim ferðum eignuðust þau stóran hóp góðra ferðafélaga og vina. Með systkinum Svölu ferðuðust þau mikið innanlands og fóru á hverju ári saman í eina vikuferð. Fjölskyldan var Birni mikils virði og leið honum aldrei betur en ef börn- in, afabörnin og langafabarnið voru nálægt. Árið 1970 keyptu Björn og Svala jörðina Fitjakot á Kjalarnesi og fluttu þangað í nóvember 1971. Þar hafa þau búið síðan og unað hag sínum vel. Kristinn Hannesson. Elsku Bjössi afi, það er erfitt að kveðja svona snemma. Þið amma tók- uð okkur mæðgurnar inn í fjölskyld- una af einstakri ást og umhyggju, aðra sem tengdadóttur og hina sem barnabarn, og fyrir það verður seint fullþakkað. Við erum svo lánsamar að eiga um þig kærar minningar, ára- mótabrennurnar, veislurnar fínu og auðvitað árin tvö sem við bjuggum hjá ykkur. Það var enginn staður betri fyrir sex ára barn að sofa á en í fang- inu þínu fyrir framan sjónvarpið. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal. Í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Nú vitum við að þér líður aftur vel eftir þessi erfiðu veikindi. Guð blessi þig og minningu þína. Halldóra og Unnur Margrét. Elsku afi. Núna ertu farinn á betri stað þar sem þú getur baðað þig í sól, teflt og spilað brigde að vild. Ég á svo margar góðar minningar um þig. Alveg frá því ég man eftir mér fyrst og til þessa dags hef ég alltaf lit- ið upp til þín fyrir dugnað þinn og kraft. Það var alltaf svo gott að vera í návist þinni, þú varst ýmist að segja manni skondnar sögur við eldhús- borðið eða með annað augað opið yfir fréttunum. Alltaf þegar ég hugsa til þín rifjast upp gleðitímar og hlátur. Afi, mér þykir svo vænt um þig og ég sakna þín svo mikið. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þér síðustu dagana. Það var ávallt bjart í kringum þig og stutt í grínið þó svo að þú hafir verið orðinn svona veikur. Síðasta stund okkar fjölskyldunnar með þér er mér ótrú- lega dýrmæt. Þú sýndir mikið hug- rekki og sálarstyrk alveg fram að síð- ustu stundu. Ég er mjög þakklát fyrir að þú haf- ir fengið að kynnast sólargeislanum okkar Gumma. Ég sá það í augunum þínum hvað þú varst stoltur að vera orðinn langafi og hversu vænt þér þótti um hann. Hann á eftir að heyra margar skemmtilegar sögur um lang- afa sinn. Og ég er svo ánægð með að þú varst með okkur Gumma á brúð- kaupsdaginn okkar. Þetta var yndis- legur dagur í faðmi fjölskyldu og vina. Afi minn. Þú tókst þátt í tveimur stærstu dögum lífs míns, þegar Krist- inn Dagur fæddist og þegar ég gifti mig. Fyrir það verð ég ætíð þakklát. Mynd mín af þér er við endann á borðstofuborðinu segjandi okkur öll- um skemmtilegar sögur. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun varðveita þær minningar sem ég á um þig. Elsku amma. Þú ert búin að vera svo sterk í þessu ferli. Þó svo að afi sé farinn mun hann fylgja þér hvert sem þú ferð. Mundu að okkur þykir mjög vænt um þig og við erum alltaf til staðar. Guðný, Guðmundur og Kristinn Dagur. Björn mágur minn er látinn, hann lést hinn 12. nóvember síðastliðinn eftir erfið veikindi. Við hjónin kynntumst Birni sum- arið 1967 er við komum heim frá Dan- mörku og fluttum inn til þeirra Svölu systur minnar og Bjössa, en þau höfðu skömmu áður hafið sambúð. Á þessum árum stundaði Bjössi vöru- flutninga vestur á firði, Ísafjörð og Súgandafjörð, var það ekki heiglum hent að aka þessar leiðir á þessum ár- um, vegir, næstum vegleysur, erfiðir, vondir, brattir og oft og tíðum ófærir vegna drullusvaða eða snjóa. Þetta létu þessar hetjur sig hafa, óku dag og nótt til að nýta þann stutta tíma sem vegir voru færir. Þetta sumar fékk Bjössi mig til að fara eina ferð með sér vestur því hann hafði fengið stóran flutning og varð að tjalda öllu sem til var, gamli trukkur- inn hans var dreginn í gang, og ég sett- ur undir stýri. Síðan voru báðir bílar fermdir og lagt af stað vestur. Við höfðum ákveðið að taka konurnar okk- ar með, ég hélt að þetta yrði þægileg og skemmtileg ferð, en það var öðru nær því þarna fengum við að sjá og reyna það sem Bjössi gerði alla daga, bilanir, festur, lítill svefn og sama og ekkert að borða, þessi ferð tók okkur 36 tíma vestur og 14 tíma heim. Þessu gleymum við aldrei og oft henti Bjössi gaman að þessari ferð okkar. Árið 1969 keypti Bjössi traktors- gröfu og hætti vöruflutningum. 1970 keyptu þau jörðina Fitjakot á Kjal- arnesi og 1971 stofnar hann, ásamt vini sínum, Gylfa Grímssyni, fyrir- tækið Björn og Gylfi vinnuvélar ehf. sem hann rak fram til þessa dags. Bjössi var ákaflega vinnusamur og mátti helst ekki missa dag úr, hann var laginn vélamaður og fór vel með tækin, einnig var hann ótrúlega lunk- inn í viðgerðum, setti sig inn í virkni tækja og hugsaði vel um þau. Eftir langan vinnudag fannst hon- um best að slappa af yfir skák eða spilum, var hann snjall spilamaður, í þeim hópi eignaðist hann marga og góða vini. Þegar Svala og Bjössi tóku sér frí fóru þau til Kanarí, þar sem þau hlóðu batteríin fyrir átökin sem biðu þegar heim kæmi. Frá mörgu væri hægt að segja eins og systkinaferðum, matar- og jóla- boðum í Fitjakoti og veiðitúrum en það geymum við í minningu um góðan dreng. Kæri vinur, söknuðurinn er sár en smátt og smátt víkur sársaukinn fyrir minningu um góðan og tryggan vin. Elsku Svala mín, við hjónin ásamt fjölskyldu okkar sendum þér og börn- um ykkar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingólfur og Kristjana. Víkingurinn er fallinn. Eftir harða BJÖRN KJARTANSSON Móðir mín, SIGRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Tryggvagötu 30, Selfossi, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánu- daginn 21. nóvember. Hafsteinn Kristjánsson. Okkar ástkæri, AXEL KONRÁÐSSON, Hrafnistu, áður Jöldugróf 24, andaðist laugardaginn 19. nóvember. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánu- daginn 28. nóvember kl. 11. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Kristín Í. Benediktsdóttir og fjölskylda. Í kosningunum 1978 höfðum við alþýðu- bandalagsmenn fengið 14 þingmenn og hlutum því að verða aðilar að rík- isstjórn. Enda myndaði Lúðvík Jós- epsson formaður Alþýðubandalags- ins ríkisstjórnina en Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknar- flokksins varð samt forsætisráðherra. Kalda stríðið var enn á sínum stað. Allt árið höfðu staðið átök milli rík- isstjórnarinnar fráfarandi og verka- lýðshreyfingarinnar. Við lofuðum samningunum í gildi og tókst að standa við það. Allt í einu er undirrit- aður kominn inn í stjórnarráðið; hafði eiginlega aldrei komið þar áður. Ráðuneytisstjórinn í viðskiptaráðu- neytinu var fjarri í viðskiptasamning- um í austurvegi; hann gerði tugi, kannski hundruð slíkra samninga. Ráðuneytisstjórinn var Þórhallur Ás- geirsson. Þegar hann frétti, mig minnir til Póllands, hver væri að setj- ast í ráðherrastólinn í viðskiptaráðu- neytinu ákvað hann að flýta för sinni til Íslands. Hann kom heim, sá þenn- an síðhærða mjóa unga mann að vest- an og við sigruðum eiginlega hvor annan. Urðum vinir. Nú kveð ég hann og þakka samfylgdina. Þórhallur Ás- geirsson varð fyrsti ráðuneytisstjóri minn – þeir urðu fimm. Þórhallur var fágætur maður, vandaður embættis- maður, skemmtilegur í samveru með glöggar skoðanir á öllu. Ég hafði reyndar afdráttarlausar skoðanir líka; nestaður málefnasamningi stjórnarflokkanna og pólitík Alþýðu- bandalagsins þarna haustið 1978. „Röð efnahagsráðstafana eftir helgi“ stóð á forsíðu Þjóðviljans þegar rík- isstjórnin kom til starfa. Í þeirri röð og í því er síðar varð í vinstri stjórn- inni var margt á annan veg en Þór- hallur hefði getað hugsað sér. Þar stóð til dæmis í málefnasamningnum að leggja ætti aðlögunargjald á inn- fluttar iðnaðarvörur þrátt fyrir EFTA samninginn. Það leist Þórhalli ekki á og við því var ekki að búast. Við töluðum um málið og urðum ekki sammála; aðlögunargjald var engu að síður lagt á innfluttar iðnaðarvörur eftir glæsilega för skörungsins Inga R. Helgasonar til höfuðborga EFTA ríkjanna sem samþykktu aðlögunar- gjaldið. Meðan það var í bígerð fór Þórhallur vinur minn í orlof í fáaeina ÞÓRHALLUR ÁSGEIRSSON ✝ Þórhallur Ás-geirsson, fv. ráðuneytisstjóri, fæddist í Laufási í Reykjavík 1. janúar 1919. Hann andaðist á Droplaugarstöð- um laugardaginn 12. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Nes- kirkju 23. nóvem- ber. daga, en hann átti þá inni orlof svo enst hefði til langrar fjarveru. Hann vissi hvert ég ætlaði en bað orlofs um að fá að vera fjarri á meðan. Það var veitt; við brostum báðir. Þrátt fyrir þennan skoðanaágreining og reyndar um fleiri mál héldum við þétt saman þennan tíma sem ég var í viðskiptaráðu- neytinu. Ég tel mig hafa verið heppinn að byrja minn ráðherraferil með Þórhalli; meðan ég vann hjá Þór- halli, sagði ég stundum og segi enn, í gamni og alvöru. Hjá honum lærðist margt sem kom sér vel í störfum mín- um, einnig nú er ég starfa á Hafn- arslóð. Ég hef alltaf haft grun um reyndar að Þórhallur hafi litið á það sem verkefni sitt að kenna þessum unga manni eitt og annað. Mér fannst gott líka að geta fært honum rökin fyrir okkar stefnu í löngum en gjör- samlega reiðilausum rökræðum. Þannig held ég að við höfum lært dá- lítið hvor á annan og hvor af öðrum. Ekki er langt síðan sænskur emb- ættismaður spurði mig um Þórhall; hann minntist Þórhalls frá viðskipta- stjórafundunum norrænu – ætti kannski að taka þá upp aftur? Þar var Þórhallur áratugum saman við góðan orðstír. Þórhallur gerði eins og í upp- hafi var nefnt viðskiptasamninga við Austur- Evrópuríki í tugavís. Þeir samningar voru ekki fundnir upp af mér eða mínum pólitísku samherjum heldur var samstaða um þá á Íslandi. Þórhallur kenndi mér á þau samtöl og honum fannst ég stundum fara óþarf- lega gassalega í orði í ræðum mínum og greinum andspænis þeim ríkjum sem við vorum að skipta við í Austur- Evrópu. Þegar stjórnin var mynduð haustið 1978, 1. september, voru þeir einmitt í heimsókn leiðtogar tékkó- slóvakísku stjórnarandstöðunnar, Goldstücker og Heijzlar til að minn- ast ofbeldisins sovésku bryndrekanna gegn lýðræðinu í Prag 10 árum fyrr. Þau mál ræddum við líka oft við Þór- hallur. Ég vil nú að leiðarlokum þakka fyr- ir þennan tíma sem við Þórhallur átt- um saman; hann varð mér lærdóms- ríkur. Þessi fáu orð eiga að tjá það þakklæti um leið og ég færi eftirlif- andi eiginkonu hans og börnum og að- standendum öllum samúðarkveðjur. Þórhallur Ásgeirsson var vandaður embættismaður sem kunni að taka öllu því sem að höndum bar; líka ráð- herrum sem hann átti ekki beint von á. Hann hafði lag á að breyta vanda í vináttu. Það er ekki öllum gefið. Svavar Gestsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.