Morgunblaðið - 24.11.2005, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Loftur Ólafssonfæddist í Nes-
kaupstað 24. febrúar
1942. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 17. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólafur Magnússon
skrifstofumaður, f.
5. jan. 1907, d. 31.
okt. 1982, frá Foss-
árdal í Berufirði, og
Sigríður Bjarnadótt-
ir húsfreyja, f. 25.
mars 1905, d. 24. júlí
1957, frá Hraunkoti í Lóni. Bróðir
Lofts er Tryggvi Ólafsson, f. 1. júní
1940 í Neskaupstað, kvæntur
Gerði Sigurðardóttur.
Loftur kvæntist 12. sept. 1964
Hrafnhildi Höskuldsdóttur, f. 29.
júlí 1942. Foreldrar hennar voru
Höskuldur Baldvinsson, rafmagns-
verkfræðingur í Reykjavík, f. 1.
júní 1895, d. 26. maí 1982, og Þór-
dís Ragnhildur Björnsdóttir, hús-
freyja, f. 5. sept. 1906, d. 16. mars
1971. Börn Lofts og Hrafnhildar
eru:1) Ólafur, f. 29. sept. 1966,
kvæntur Dagnýju Hermannsdótt-
ur, þau eiga þrjú börn. 2) Auður, f.
16. des. 1970, gift David Tomis,
þau eiga eina dóttur.
Loftur var stúdent
frá M.A. 1962. Hann
stundaði nám við
tannlæknadeild H.Í.
1962-66 og við Tann-
læknaháskólann í
Stokkhólmi 1966-68,
cand. odont. þaðan
1968. Hann hlaut
tannlækningaleyfi í
Svíþjóð 10. jan. 1969
og á Íslandi 7. okt.
1971.
Loftur starfaði
sem skólatannlækn-
ir við Vogaskóla í Reykjavík frá
sept. 1971 til maí 1978, var aðstoð-
artannlæknir hjá Magnúsi R. Gísla-
syni í Reykjavík frá sept. 1971 til
júní 1976 og hefur rekið eigin
tannlækningastofu í Reykjavík frá
1. ágúst 1976, síðast í Garðastræti
13a. Loftur sat í fræðslunefnd TFÍ
1972-75 og í lyfjanefnd TFÍ 1973-
91
sEftir nám í Svíþjóð fluttu Loft-
ur og Hrafnhildur að Bergstaða-
stræti í Reykjavík og bjuggu þar
alla tíð.
Útför Lofts verður gerð frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Ég var að elda sænskar kjötbollur
í eldhúsinu á stúdentagarðinum í
Stokkhólmi og leit fram á gang. Ég
sá strax á göngulaginu að hann var
Íslendingur. Myndarlegur, góðlegur,
þéttur á velli og strax vingjarnlegur
þrátt fyrir ókunnugleika. Mér var
sagt að það byggi hér annar Íslend-
ingur, sagði hann. Hann var nýflutt-
ur inn ásamt Hrafnhildi, konu sinni
og Óla litla nýfæddum. Þetta var fyr-
ir tæpum fjórum áratugum. Síðan
höfum við verið vinir.
Og núna er hann farinn, alltof fljótt
og alltof skyndilega. Þó gafst gott
ráðrúm til að kveðjast þessar stuttu
stundir á spítalanum og auðvitað
vissi hann hvert stefndi. Samt talaði
hann mikið um allt sem átti að gera
næsta vor í vinahópnum. Hluti af
vinahópnum var samstúdentarnir frá
Stokkhólmi og á hverju ári stefndu
þau Hadda okkur heim á Bergstaða-
strætið um miðjan desember og
héldu Lúsíuboð með sænskri jóla-
glögg – að vísu svo vel bragðbættri
með réttum áfengis-essensum að hún
var orðin séríslensk – og veisluborði
hlaðið ljúffengum krásum. Allt var
þar heimalagað og oftar en ekki nýir
og spennandi réttir á boðstólum.
Loftur hafði ánægju af góðum mat.
En hann var ekki síður kresinn á
andlega fæðu, mikill og einlægur list-
unnandi, hann kenndi mér margt á
sviði tónlistarinnar og ófáar voru
þær stundirnar sem við hlustuðum
saman á tónlist. Hann fylgdist vel
með í leiklistinni, enda dró ég hann
óspart í leikhúsið og var sérlega fróð-
legt og uppörvandi að ræða við hann
um upplifun hans af sýningunum.
Myndlistin skipaði veglegan sess
enda bróðirinn einn af fremstu
myndlistarmönnum þjóðarinnar. Og
í vinahópnum voru þeir ófáir málar-
arnir, skáldin og myndhöggvararnir.
Það mátti næstum ganga að því sem
vísu, að kæmi maður í heimsókn á
Bergstaðastrætið, sæti þar listamað-
ur á tali við Loft. Ég er líka viss um,
að enginn tannlæknir hefur gert við
jafnmikið af listamannstönnum hér-
lendis og Loftur.
Minningarnar eru óendanlega
margar og alltaf er Hadda þar með í
ferðum, þau voru óvenjulega sam-
rýnd hjón og áttu barnaláni að fagna,
sem gladdi Loft til hinstu stundar.
Loftur var einstaklega skemmtilegur
vinur og félagi, ræðinn og opinn, eðl-
isgreindur og áhugasamur um alla
hluti og hafði ætíð auga fyrir hinu
spaugilega í lífinu, mikill húmoristi.
Hann var ekki síður ræðinn við sjúk-
lingana í tannlæknastólnum og
dreifði athygli þeirra óspart frá
hugsanlegum óþægindum meðan á
tannviðgerð stóð með skemmtisög-
um, bröndurum og jafnvel spurning-
um af ýmsu tagi, þótt sjúklingurinn
væri með munninn fullan og gæti frá-
leitt stunið upp svo mikið sem einu
skiljanlegu orði.
Loftur var dugnaðarforkur, ekki
bara í daglegu starfi, þar sem hann
undi sér engrar hvíldar, heldur líka á
heimavígstöðvum, handlaginn með
afbrigðum og vann öll sín verk af
mikilli alúð og eftirfylgju. Mér er
ógleymanlegur kraftur hans og
atorka, þegar við þrír vinir steyptum
niður flaggstöng í fyrrasumar við
sumarbústað okkar hjóna. Þar voru
nú ekki vettlingatökin.
Eftir fjögurra áratuga nána vin-
áttu er erfitt að setja á blað orð sem
gera þessum góða vini nægileg skil.
Eða rifja upp einar minningar öðrum
fremur. Loftur var einn þeirra sem
auðga mannlífið svo um munar. Við
erum mörg sem söknum hans ákaft,
það var alltaf svo skemmtilegt, gott
og uppörvandi að vera návistum við
hann. Við hjónin og fjölskyldan send-
um Höddu, Óla, Auði og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og vitum það að minningin
um Loft, húmorinn hans og góð-
mennsku mun halda áfram að hlýja
okkur öllum um hjartaræturnar.
Blessuð sé minning hans.
Stefán Baldursson.
Raunvísindalega sinnuðum sem
trúa lítt á hið yfirskilvitlega er það
undarleg reynsla að vera einmitt að
hlusta á þesskonar djúpstæða fegurð
sem við nutum svo mikið saman, og
komast að því eftirá að það var á dán-
arstundu hans. ... básúnukonsert eft-
ir Mozart, en vitaskuld voru Vínar-
meistararnir hluti af músíkpró-
grammi hans. Þessi tregafyllta
músík fékk mig til að íhuga dauðann,
án þess þó að tengja það við Loft. Ég
hélt ekki að væri komið að örlaga-
stundu hans.
Undarleg tilviljun, að verða óafvit-
andi fyrir svo gagntækum áhrifum
tónlistar á þeirri stundu. Dæmigert
hefði verið að Loftur hefði setið
álengdar og hlustað, og lagt til orð á
eftir, sem flettu einhverjum sannleik
ofan af tónlistinni. Hann hafði öðru
að sinna. Einhver hefði tekið þetta
fyrir bendingu æðri máttarvalda.
Hugsun okkar leyfði ekki slíkt.
Þegar maðurinn er farinn kemur í
ljós rýmið sem hann hefur fyllt. Í
fjóra áratugi þekktumst við náið,
enda uppruninn ekki allsendis ólíkur.
Á fernum vettvangi hittumst við, um
langa hríð á hverjum. Það var
Menntaskólinn á Akureyri, dvöl í
Skandinavíu, á meðan hann lauk
námi í Stokkhólmi og var svo héraðs-
tannlæknir í Vilhelmina í Norrlandi.
Eftir það búseta vestan til í Reykja-
vík, en helst af öllu sameiginlegt
sumarbústaðarland í Hellholtstorf-
um í landi Fossness í Gnúpverja-
hreppi.
Hann kom af sjó á eftir hinum í 4. s
B í Akureyrarskólanum árið 1959.
Við fundum fljótt eitthvað sameigin-
legt í tilverunni. Helst af öllu hefur
það verið andstaða gegn borgara-
legri innrætingu sem yfirgekk Akur-
eyrarskólann í svartnætti kalda
stríðsins. Nátengt því var vægðar-
laus afstaða hans til varnar fegurð-
inni í fegurðarsnauðum heimi. Og
enn nátengt því, vægðarlaus samlíð-
an með íslenskri alþýðu, því meiri
sem hún var verr sett. Þetta kom enn
fremur fram í tannlæknastörfum
hans. Fjölskylda mín stendur í mikilli
þakkarskuld við hann fyrir að vera
alltaf til reiðu þegar mikið lá við, jafn-
vel slys er vörðuðu tannheilsu.
Listin og lífsafstaðan eru heild.
Hvorugt er til án hins. Ótal samveru-
stundir voru fléttaðar tónlistar-
hlustun. Hann opnaði fyrir öðrum
heim djassins einkum og sér í lagi.
Hvað vissi ég um meistara djassins
nema fyrir tilstilli hans? Afstaða
hans til listarinnar varð lærdómur
mér, mótuðum af Hrifluviðhorfum
þingeysks bændasamfélags og inn-
rætingu kalda stríðsins sem flestir
létu yfir sig ganga án viðspyrnu.
Seinna á Svíþjóðarárunum varð
sambandið innihaldsríkara, með
auknum þroska og víðsýni hins full-
orðna, í stað leitandi sjálfs ungs
manns sem af eðlishvöt vildi ekki for-
heimskandi yfiraustur skoðana. Það
varð djúpt fagnaðarefni að hann
skyldi velja okkur hjón sér við hlið í
því útibúi Himnaríkis á jörðu sem
einn hektari í Fossnesi hefur orðið.
Hljómkviða náttúrunnar er öllum
hljómkviðum æðri. Mörg vor hefur
að okkur viðstöddum líkt verið og
brugðið sprota, og forleikur sumars-
ins verið leikinn í fortissimo að okkur
áheyrandi hér í Torfunum, þar sem
ég sit nú og er að rita þessar línur, í
rökkri og með skarðan mána yfir
Hellholtinu.
Nu lunka vi så småningom, kyrjar
Sven Bertil eftir forsögn Bellmanns.
Við lúffum hvert af öðru. Ég sit eftir
og leik Bellmann með Cornelis, sem
var öllum kærari. Meistara drafsins,
nefndum við hann.
Vi lunka. – Er gellur dauðans
grimma kall – eru glös vor runnin út.
Við eigum samleið, – sé ég er.
Lífið og listin eru heild, þjáningin
og fegurðin. Hvorugt er til án hins.
Það myndar allt bakgrunn hvert
við annað – á myndfletinum sem okk-
ur var fenginn til útfyllingar.
Egill Egilsson.
Loftur dáinn, óskaplega er lífið og
dauðinn oft torskilin öfl. Hann, þessi
öðlingur, hreystin uppmáluð, bón-
góður, traustur, yfirvegaður, og hafði
svo óskaplega margt annarra kosta
sem ekki eru öllum gefnir. Við þessi
tímamót leita, á ruglingslegan og
óskipulegan hátt, á hugann minning-
ar. Barnæskan. Þegar við Loftur vor-
um að alast upp í Neskaupstað var
alltaf gott veður. Á sumrin var enda-
laus blíða, sól og hiti. Á veturna var
líka óskaplega gott veður. Allt á kafi í
snjó, enda þurftum við á honum að
halda við snjóhúsabyggingar og
rennsli á ýmsum leiktækjum sem í
nútímamáli er vart til orð yfir. Veðrið
var líka gott, en ég man ekki samt
hvernig það var, þegar við tókumst á,
iðkuðum prakkarastrik, eða gerðum
at. Til þess konar aðgerða var allt
veður gott.
Loftur var góður námsmaður og
ég hygg að tónlistin hafi fljótt tekið
hug hans. Hann lærði sitthvað á ein-
föld hljóðfæri í æsku en mig grunar
að sú gífurlega þekking og ást á sí-
gildri tónlist sem seinna kom í ljós,
hafi verið til marks um að hann hefði
getað náð langt á því sviði. En örlögin
skópu honum annað. Nú, árin liðu
sem straumhart fljót og við urðum
unglingar. Kannski urðu bernsku-
brekin grófari, kannski urðum við
englar og hættum bernskubrekum.
Ég bara man þetta ekki alveg. En
upp úr fermingu flytur Loftur, ásamt
foreldrum og Tryggva bróður sínum
„suður“ eins og sagt var. Loftur fór í
Skógaskóla, en ég, villingurinn, hélt á
sjóinn. Matrós Magni Kristjánsson
kom til Reykjavíkur á togaranum
sem hann var munstraður á. Auðvit-
að leitaði ég Loft vin minn uppi, þar
sem hann átti þá heima á Bragagöt-
unni. Hann vildi nú allt fyrir mig gera
til að kynna borgina fyrir gamla vini
sínum úr sveitinni. Og hvað ætli ég
hafi nú kosið þegar hann bauðst til að
gera mér lífið ánægjulegt?
1. Kaupa Dairy Queen ís í Austur-
strætinu. Ekki einn, ekki tvo, heldur
marga.
2. Fara í strætó. Við fórum margar
ferðir í strætó, aftur og aftur. Leiðin
sem við völdum var Austurbær-Vest-
urbær. Mig minnir að sú leið hafi ver-
ið löng og þar hefðum við fengið mest
fyrir peningana miðað við ekna kíló-
metra.
Síðar lá leiðin stundum á Nönnu-
götuna þar sem þeir bjuggu saman
bræðurnir eftir lát móður sinnar.
Þaðan eru margar minnisstæðar
stundir. Strjálla varð á milli endur-
funda, enda hélt hvor sína leið. Það er
nú eitt sinn lífsins gangur. Ég glímdi
við Ægi konung en Loftur hélt til rík-
is Svíakonungs og lauk tannlækn-
anámi þar. Eftir heimkomu hans
endurnýjuðust fljótt fyrri kynni. Allt-
af var jafngaman að koma við hjá
Lofti og Höddu á Bergstaðastrætinu.
Gestagangur var mikill hjá þeim og
margt af því fólki tengdist listum og
menningu. Lærdómsfólk af ýmsu
tagi. Ég er ekki frá því að þar hafi ég
öðlast sjálfstraust gagnvart þess
konar fólki. Þegar allt kom til alls
voru menntaðir vinir Lofts og Höddu
ósköp alþýðlegt og viðmótsgott fólk
rétt eins og Valli Gúmm og Sissi í
Bár.
Elsku Hadda, Auður og Óli. Ég
finn sárlega til með ykkur í sorginni.
Ef einhver sortering á sér stað veit
ég að Loftur er í hásæti. Hans verður
lengi minnst sem góðs drengs og
vona að þið megið láta huggast. Tím-
inn er umburðarlyndur. Hann
læknar ekki til fulls, en líknar. Þrátt
fyrir allt rennur sól upp á ný. Lát
hana verma.
Magni Kristjánsson.
Góður og trúr vinur er kvaddur í
dag frá Hallgrímskirkju.
Ég kynntist Lofti Ólafssyni haust-
ið 1958 þegar við ásamt skólasystk-
inum okkar hófum nám í þriðja bekk
Menntaskólans á Akureyri. Loftur
var sérstakur, sá sem var gott að eiga
að vini, gott að vera nærri, gott að
hlusta á jass með og gott að hlæja
með.
Loftur var næmur á umhverfi sitt
og samfélag. Það, hvernig öðrum leið
og hvernig hann gat glatt aðra og
stutt aðra. Við skólasystkini hans
vissum þá minna um hann. Hvernig
hann missti móður sína árið áður og
hvernig hann þurfti að berjast fyrir
sínu námi öll skólaárin fjárhagslega,
með því að koma eftir að skóli var
hafinn og fá síðan lengra jólafrí en
aðrir til að fara á sjóinn, meðan við
skólasystkini hans, fórum heim til
foreldra okkar og nutum gleði
jólanna.
Við unnum síðan saman flest há-
skólaárin okkar á sumrin í Síldar-
bræðslunni á Seyðisfirði, þar sem við
m.a. stuðluðum að verkfalli verka-
manna til að ná fram áunnum rétt-
indum frá Siglufirði. Á veturna vor-
um við á þessum árum í nágrenni
hvor annars, hann í kjallaranum á
Bergstaðastræti, þar sem hann
leigði, uns hann náði ástum heima-
sætunnar þar, konunnar sinnar,
Hrafnhildar. Þar varð heimili hans,
fjölskylda hans og líf hans, eftir
nokkurra ára framhaldsnám og
vinnu í Svíþjóð.
Það var alltaf jafn gott að koma
heim til Lofts og Höddu og finna
gleði þeirra með heimilið, sem Loftur
var alltaf að laga og bæta, sem smið-
ur og iðnaðarmaður gagnvart öllum
úrlausnarefnum, sem upp komu. Og
þegar ekki var hægt að laga þar
meira, keypti hann sér gróðurreit í
Þjórsárdal, þar sem hann hlóð sál
sína og anda með gróðurmætti jarð-
ar. Fór oft þangað um helgar á vorin
og fram eftir sumri, þar sem hann
lagði til áburð, sáningu og umönnun,
gagnvart öllu sem greri. Á heimili
sínu og við gróðursetningu, bjó hann
sig undir sitt erfiða starf, viku eftir
viku, ár eftir ár, sem tannlæknir.
Hann var þó svo miklu meira við að
hlúa að og hjálpa, hlusta á, tala við og
gleðja, setja sig inn í hlutskipti ann-
arra og leggja sig fram í að gera sitt
besta. Gagnvart þeim skólasystkin-
um okkar, sem áttu erfiða lífsbar-
áttu, reyndist Loftur best. Börn og
barnabörn mín sögðust ekki vilja
fara til neins annars læknis en Lofts.
Jafnvel hjá þeim var það tilhlökkun
að fara í stólinn til hans, svo sérstak-
ur var Loftur.
Með ótrúlega stuttum fyrirvara
fékk hann boð þess, sem orðið er
gagnvart þeim skilum sem verða
milli jarðar og himins í því ósýnilega,
sem er eilíft. Mér finnst á þessari
stundu eins og kallað sé til hans:
„Gott, þú góði og trúi þjónn; yfir litlu
varstu trúr, yfir mikið mun ég setja
þig. Gakk inn til fagnaðar herra
þíns.“
Halldór Gunnarsson.
Genginn er einn af bestu vinum
okkar hjóna, hlýr húmoristi, dreng-
skaparmaður og tryggur vinur vina
sinna.
Sigrún kynntist Lofti og Höddu á
námsárunum og í byrjun okkar eigin
kynna var tilhlökkunarefni að hitta
þau. Þorsteinn og Loftur urðu strax
góðir vinir, eins og við öll hefðum allt-
af þekkst.
Trúlega hentar ekki öllum tann-
læknum að hafa vini sína í viðskipt-
um, en Loftur var svo heill að honum
fannst það sjálfsagt. Þess vegna höf-
um við getað hlakkað til að fara til
tannlæknis, þótt aðstæður til að
spjalla þar væru að vísu misjafnar.
Loftur var bæði fróðleiksfús og
fróður. Hann gaf góð ráð og vel úti
látin, hvort sem vandinn snerist um
pípulagnir, fánastangir eða matar-
gerð.
Þau hjón voru með afbrigðum
gestrisin, enda bæði listakokkar og
listunnendur sem bjuggu sér nota-
legt heimili. Þegar haustmyrkrið
sótti að eins og núna, þá átti svokall-
aður Lúsíuhópur sér ljós í myrkrinu.
Það lýsti upp hugann þegar menn
hittust á förnum vegi á haustin. Og
það lýsti upp veruleikann á Lúsíu-
kvöldum sem Loftur og Hadda héldu
um miðjan desember í yfir 30 ár.
Hvernig sem á stóð féll þetta aldrei
niður og var eins og gimsteinn í
amstri daganna.
Þessi kvöld eru grópuð í hugann
eins og þau hafi öll verið í gær. Heit
glöggin rýkur í sama gamla sænska
pottinum. Loftur „spetsar“ hverja
nýja skál og sérstakur glettnissvipur
fylgir handarsveiflu. Hadda býður
nýbakaðar piparkökur. Svo tekur við
allsnægtaborð með hvers konar góð-
gæti. Allt þaulhugsað og undirbúið af
einstakri natni. Og allt með þeirri
hófsemd sem gleður mannsins hjarta
svo mjög. Það voru sporlétt hjóna-
korn sem röltu heim í desem-
bermyrkrinu eftir fjölþættan viður-
gjörning, ekki síst í lífsgæðum sem
ekki verður hönd á fest.
Lúsíuhópurinn situr nú hnípinn og
saknar vinar í stað. Hópurinn bast
vinaböndum á námsárum í Svíþjóð
kringum 1970. Slík bönd eru sterk og
því sárt þegar lykilmaður í hópnum
er kallaður burt fyrir aldur fram, en
minning Lofts mun lifa í hópnum
meðan við erum ofar moldu.
Stríðið sem enginn vinnur varð
ekki langt hjá Lofti, enda var and-
stæðingurinn óvenju skæður. Loftur
vildi stunda vinnu sína eftir erfiða að-
gerð og stóð meðan stætt var eins og
hetja með Höddu við hlið sér að
vanda. Kankvísa brosið, glettnin og
„glimten i ögat“ sást til síðasta dags.
Við hjónin og Orri og Viðar send-
um Höddu, Óla, Auði og fjölskyld-
unni allri innilegar samúðarkveðjur.
Sigrún Júlíusdóttir og
Þorsteinn Vilhjálmsson.
Loftur Ólafsson var örlátur maður,
einstakur maður. Fyrir rúmum þrem
áratugum lagði hann grunn að sið-
venju í félagi við konu sína Hrafnhildi
Höskuldsdóttur sem gekk út á það að
þau hjónin buðu góðvinum sínum til
veislu þegar sól er lægst á lofti og
reiddu fram allt það besta sem nor-
ræn matargerðarlist hefur fram að
færa. Kjarninn í vinahópnum átti það
sameiginlegt að hafa dvalið nógu
lengi í Svíþjóð til þess að læra að
meta Lúsíu þá sem ber ljós inn í hí-
býli manna á norðurhjaranum kring-
um 13. desember, sem er messudag-
ur dýrlingsins. Í desemberbyrjun
hringdi Loftur og spurði hvort við
myndum ekki örugglega þiggja boðið
LOFTUR
ÓLAFSSON