Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 24.11.2005, Síða 54
54 FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ SVEITASÖNGVARINN Tim McGraw, rokksveitin Green Day, Destiny’s Child og hipp-hopp sveit- in Black Eyed Peas fengu öll tvenn verðlaun þegar bandarísku tónlist- arverðlaunin voru veitt í Los Angel- es aðfaranótt miðvikudags. Söng- konan Mariah Carey, sem var tilnefnd til fernra verðlauna, varð að láta sér nægja ein en hún var val- in besta söngkonan í sálar/r&b flokknum. McGraw var valinn besti karl- sveitasöngvarinn og plata hans Live Like You Were Dying, var valin besta platan. The Black Eyed Peas var valin besta rapp/hipp-hopp sveitin og besta popp-rokk sveitin. Missy Elliott var valin besta rapp/hipp hopp söngkonan, annað árið í röð. Leikarinn og söngvarinn Will Smith var valinn besti popp- rokksöngvarinn og Gwen Stefani fékk þann heiður í kvennaflokki. Plata Green Day, American Idiot, var valin besta platan í flokki popp- rokks. Tilnefningarnar til verðlaunanna réðust af plötusölu en sigurvegarar voru valdir í skoðanakönnun, sem var með um 20 þúsund þátttak- endum. Sveitasöngvar og rokk Travis Barker, trommari Blink 182 mætti til hátíðarinnar ásamt eiginkonu sinni Shanna Moakler. Kelly úr Destiny’s Child gat fagnað.Tim McGraw reið feitum hesti frá hátíðinni. Pharrell Williams og Gwen Stefani tóku lagið „Can I Have It Like That“. Hilary Duff söng fyrir viðstadda sitjandi í rólu. Reuters Mariah Carey söng á skemmtuninni. Tónlist | Bandarísku tónlistarverðlaunin afhent í Los Angeles TÓNLISTARMAÐURINN Helgi Hrafn Jóns- son hefur verið búsettur í Austurríki undan- farin ár. Hann gerði sína fyrstu sólóplötu með popptónlist fyrr í haust og var hún gefin út í Austurríki, Sviss og Þýskalandi og hefur víðast hvar fengið lofsamlega dóma. Platan, Glóandi, er nú komin í sölu hér á landi og af því tilefni er Helgi kominn hingað til lands og ætlar að halda tvenna tónleika. Helgi segir að hann hafi næstum óvart rat- að inn á braut popptónlistar en hann er lærð- ur básúnuleikari. Vegna axlarmeiðsla varð hann að gefa upp á bátinn drauminn um að hafa lifibrauð af básúnuleik. „Ég verð að viðurkenna að þegar ég var í klassísku tónlistinni og djassinum hafði ég talsverða fordóma fyrir popptónlist,“ viður- kennir Helgi. „Ég hef samt komist að því að möguleikar til listrænnar sköpunar eru hreint ekkert minni í þessum geira, nema síð- ur sé.“ Tilnefndur til verðlauna Helgi segir að plötunni hafi verið vel tekið í Austurríki en Helgi er meðal annars tilnefnd- ur til óháðu austurrísku tónlistarverðlaun- anna sem veitt verða snemma næsta árs. Hann er tilnefndur bæði sem besti söngvar- inn og fyrir bestu hljómplötuna, Glóandi. Hann segir jafnframt að nú séu í gangi við- ræður um að gefa plötuna út í fleiri löndum Evrópu. Helgi segir tónlistarsenuna í Austurríki vera mjög fjölbreytta en popptónlist vinni sí- fellt meira á. „Það hefur ekki verið mikill uppgangur í popptónlist hérna en það er að lagast finn ég,“ segir hann. Helgi Hrafn segir það erfitt að lýsa sinni eigin tónlist. „Hún er bara beint frá hjartanu,“ segir hann. „Þótt það hljómi ekkert mjög svalt held ég að tónlistin verði að koma þaðan, það er ekki hægt að vera alltaf að reyna að vera ein- hver annar en maður er.“ Hann segist spenntur að spila hér á landi en með honum á tónleikunum verður Pétur Ben. „Við höfum verið vinir lengi og hann er ótrúlega fær,“ segir Helgi að lokum. Tónlist | Austurríkisbúinn Helgi Hrafn Jónsson með útgáfutónleika hér á landi Beint frá hjartanu  Helgi Hrafn Jónsson gaf nýverið frá sér plötuna Glóandi. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Tónleikar Helga Hrafns verða í kvöld í Félags- heimili Seltjarnarness, á morgun á Rás 2 klukkan 15.10 og á Gauki á Stöng annað kvöld. Sýnd kl. 5.20  MMJ Kvikmyndir.com VJV Topp5.is Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 12 ára  MBL TOPP5.IS  400 KR Í BÍÓ* S.V. Mbl. TOPP5.is Ó.H.T. Rás 2 S.k. Dv BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Þau eru góðu vondu gæjarnir. Frá höfundi Buffy the Vampire Slayer. Ótrúlegar brellur og svöl átakaatriði. Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminnSýnd kl. 5.30  MMJ Kvikmyndir.com Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Miða sala opn ar kl. 15.30 Sími 564 0000  HJ MBL Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn!  S.K. DV  H.J. Mbl. V.J.V. topp5.is  Topp5.is BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 8 og 10.20 B.i. 16 ára  S.K. DV  Topp5.is Sýnd kl. 10.10 B.i. 16 ára Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino Sýnd kl. 8 DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, hann íþróttir... munu þau fíla hvort annað? Sýnd kl. 5.45 B.i. 14 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.