Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 34

Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING STÚDÍÓSÁND ER OFMETIÐ HAIRDOCTOR 026 Fimmtudagurinn 1. desember 26. tölublað 1. árgangur Forsíðumynd Silja Magg 12 FRÍTT Myndasíðan Rokkland og Sigur Rós 4 Hvaða gæludýr eru í tísku? Og áhrif bíómynda á tískuna Pjúra jóla- stemning Í Ingólfsstræti 6 Tannálfarnir Hanna fyrir Sigur Rós Meiri Óli Píka Myndasöguhöfund- urinn Ómar 8 Nýja Ford- fyrirsætan Matthildur Lind Matthíasdóttir 10 Langþráð til- raun til flugs Loksins ný plata með Úlpu Laurence Revey Týnist ekki á Íslandi 16 Mugison: Little Trip Plata vikunnar 17 Ó já, það verð- ur bĺóð! Saw II er verri og betri en fyrri myndin 18 Hobbíhornið! Karaókí: Partíleikur dauðans Í hörðum heimi 50 Cent: Bulletproof 20 Matti í Pöpunum Óhófleg bjartsýni 22 MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG KRISTINN E. Hrafnsson er fjölhæf- ur listamaður og jafnvígur á kon- kretljóðlist, hönnun bílastæða og gjörningaskúlptúra á borð við Ís- landsklukku á Akureyri. Kristinn hefur unnið nokkuð af verkum í op- inbert rými, má þar nefna hönnun bílastæða við Kringluna. Um alda- mótin var Íslandsklukku hans komið fyrir á Akureyri, sjö tonna klukku sem hringt er einu sinni á ári og eru slögin jafnmörg árunum fram yfir aldamót. Kristinn hefur einnig fundið miðju Reykjavíkur sem sjá má í mið- bænum. Á sýningunni Ný íslensk samtímamyndlist II, sem nú stendur yfir á Listasafni Íslands, er að finna konkretljóð eftir Kristin og fáein þeirra má einnig sjá í Safni ásamt skúlptúr hans, Stöðug óvissa. Í sýningarskrá í Safni kemur fram að hugmynd að listaverki um óviss- una sé gömul en hafi loks fundið sér form í minningunni um bekk undir suðurgafli í Hafnarfirði, gafli sem er horfinn og mennirnir sem þar sátu að spjalli einnig. Kristinn gerði nýjan bekk og áletraði hann með orðunum Stöðug óvissa, með rithönd Hreins Friðfinnssonar myndlistarmanns. Þetta verk má sjá sem dæmi um list sem athvarf, afdrep eða rými til að nema staðar og hugsa, nema í Safni sest enginn á bekkinn, þar tekur hann á sig form skúlptúrs. Í anda annarra verka Kristins gæti ég vel hugsað mér bekkinn staðsettan á ein- hverju litlu torgi, þar sem hann yrði notaður eins og bekkurinn horfni. Áletrunin myndi vekja sitjendur til umhugsunar um lífið og hverfulleika þess og ég er jafnvel ekki frá því að listaverkið nyti sín betur við slíkar aðstæður, hreinlega sem hlutur með notagildi en um leið listaverk sem vekur athygli á möguleikum list- arinnar sem andlegu rými, umhugs- unarrými í samfélaginu. Slík nálgun er ekki óalgeng og má nefna verk Siah Armajani sem dæmi. Það er til marks um ólíka upplifun okkar á umhverfinu og fyrirbærum í samfélaginu að í mínum augum er bekkur þar sem gamlir menn sitja að spjalli andstæða stöðugrar óvissu, þvert á móti einhvers konar fastur punktur í umhverfi sem að öðru leyti býr yfir stöðugri óvissu. Þessi and- stæða upplifun er áhugaverð og vek- ur til umhugsunar um hvað óvissa er og hvaða þættir í samfélaginu fela hana í sér. Nafnið stöðug óvissa minnir á ákveðna klisju, þá að eini stöðugi þáttur tilverunnar sé breyt- ingin, ef til vill má heimfæra hið sama upp á óvissuna, það eina sem er víst í þessu lífi er að það er stöðug óvissa. Þetta er forvitnilegt verk úr smiðju Kristins sem er einn af áhugaverð- ustu listamönnum okkar í dag, sér í lagi hvað varðar listaverk í opinberu rými. Ragna Sigurðardóttir List er staður til að hugsa Morgunblaðið/RAX „Þetta er forvitnilegt verk úr smiðju Kristins sem er einn af áhugaverðustu listamönnum okkar í dag, sér í lagi hvað varðar listaverk í opinberu rými.“ MYNDLIST Safn við Laugaveg Til 12. janúar 2006. Safn er opið miðv.d. til föstud. frá kl. 14–18 og 14–17 um helgar. Aðgangur ókeypis. Kristinn E. Hrafnsson Stöðug óvissa ENN og aftur var „Tónað inn í að- ventu“ í Neskirkju á þriðjudags- kvöld, þegar Heinrich I.F. von Bib- er var á dagskrá með sjö af fimmtán Rósakranssónötum sínum fyrir fiðlu og fylgibassa við óvenju- litla aðsókn eða aðeins um 20 manns. Skal ósagt látið hvort trúar- dulúð miðbarokktónskáldsins (1644–1704) hafi höfðað svona lítið til nútímahlustenda eða hvort þrjú ár séu of stutt bil milli uppfærslna, því sama tríó (nú auknefnt „„Bi- ber“-tríóið“) flutti sömu sónötur nr. I–V á sama stað 15.12. 2002. Um það þagði að vísu tónleikaskráin, en burtséð frá því var hún vel úr garði gerð með staðgóðri umfjöllun um höfund og verk og prýdd kop- arstungum úr frumútgáfunni sem einnig var varpað upp á kórvegg. Annars ættu fiðlueinleiksverk Bi- bers að vera skylduhlustun fyrir alla er dá partítur og sónötur Bachs fyrir sama hljóðfæri, enda líkur taldar á að þau hafi verið meðal fyrirmynda hans. A.m.k. féllu þau aldrei í fulla gleymsku, þökk sé ekki sízt miklum tæknikröfum þeirra. Það er auk þess harla ólík- legt að meistaraverk Bachs, þótt laus séu við allar „scordatura“ strengjastillingarnar (skil- merkilega tilgreindar í tónleika- skrá) sem einkenna verk Bibers, hefðu getað komið til án virtúósrar fiðluhefðar í Þýzkalandi. Hitt er svo annað mál, að bæði skordatúrurnar (ein fyrir hverja sónötu) og hin enn skynjanlegu áhrif kirkjutóntegunda leggja ákveðnar hömlur á módúlatórískt svigrúm í verkum Bibers. Þau virð- ast mikið til hnita í lausu lofti um sömu megintónmiðju, í stað þess að leggja í stærri „ferðalög“ milli fjar- skyldari tóntegunda eins og í 50 ár- um yngri smíðum Bachs. Séð úr bakspegli má því kannski segja að þau fórni framvindu fyrir hljóm- auðgi. Slíkt kann að verka svolítið lang- dregið í tempruðum eyrum 21. ald- ar, auk þess sem hljómblærinn er vakti fyrir Biber komst ekki fylli- lega til skila úr stálstrengdu nú- tímahljóðfæri Martins Frewers. Á hinn bóginn hefði barokkfiðla ábyggilega tekið enn lengri tíma í umstillingu á milli sónatna en hér gerðist, og var þó drjúgur fyrir – jafnvel þótt (að mér sýndist) tvær fiðlur væru til taks í flýtingarskyni. Virðist því heldur ólíklegt að Pass- íusónötur Bibers, eins og þær eru einnig kallaðar, hafi upphaflega verið ætlaðar til heildarflutnings á einum tónleikum. Að öðru leyti mátti hafa tals- verða ánægju af leik þeirra félaga, enda var túlkun aðalleikarans víða lipur, innlifuð og merkilega hrein í ljósi sífelldra endurstillinga. Girni- strengjafiðlari hefði þar auðveld- lega getað farið á taugum. Fylgi- bassaleikur þeirra Deans og Steingríms var ljómandi vel sam- stilltur og oftast í góðu jafnvægi, þó að stöku sinni örlaði á groddalegum tóni í kontrabassanum, enda tón- sviðabilið óneitanlega fullstórt. Selló eða bassagamba hefði að lík- indum náð jafnari samblöndun. Mér er raunar til efs að Biber hafi virkilega trúað hinni tiltölulega nýju og óreyndu kontrastærð sam- einaðrar fiðlu- og gömbufjölskyldu fyrir „tasto“-hlutverki fylgibassans. En þó má vera að meðlimir Biber- tríósins hafi heimildir fyrir öðru. Trúardulúð í lausu lofti TÓNLIST Neskirkja Biber: Rósakranssónötur nr. X–XI & I–V. Martin Frewer fiðla, Dean Ferrell kontra- bassi og Steingrímur Þórhallsson orgel. Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17. Kammertónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.