Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 39

Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 39 UMRÆÐAN Í FÉLAGSMIÐSTÖÐVUM Íþrótta- og tómstundasviðs Reykja- víkur (ÍTR) er starfað samkvæmt Samþykkt fyrir æskulýðsstarf á vegum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en þar kemur m.a. fram að félagsmiðstöðvarstarf eigi að stuðla að örvun félagsþroska og já- kvæðum samskiptum á meðal ungmenna. Félagsmiðstöðvar eiga auk þess að standa opnar öllum ungmenn- um sem áhuga hafa á að taka þátt í starf- semi þeirra en sér- staklega skal leitast við að ná til þeirra sem sökum áhugaleys- is eða af öðrum orsök- um sinna ekki heil- brigðum viðfangsefnum í frí- tíma sínum. Uppeldisgildi frí- tímans eru höfð að leiðarljósi í starfinu en með eflingu fé- lagsþroskans er verið að styrkja einstakling- inn sem ábyrga og sjálfstæða manneskju og beina honum í átt að heilbrigðum lífsstíl. Ekki má gleyma mikilvægi forvarnarstarfs en fyrst og fremst er unnið að því með því að bjóða upp á félagsstarf sem unglingar hafa áhuga á og taka virkan þátt í. Áhersla er lögð á forvarnir gegn vímuefnum en í þeim reglum sem gilda í starfi félagsmiðstöðva er skýr afstaða tekin gegn allri vímu- efnaneyslu og annarri neikvæðri hegðun, s.s. einelti og stríðni. Í félagsmiðstöðvum er svokallað unglingalýðræði í hávegum haft. Það þýðir að unglingarnir kjósa sjálfir í unglingaráð sem hefur mik- ið um það að segja hvaða dagskrá er í félagsmiðstöðinni. Unglingaráðið er yfirleitt með fasta fundi einu sinni í viku og þá er farið yfir þær hug- myndir sem komið hafa frá unglingunum og dagskráin ákveðin. Talsvert er um fasta liði í dagskránni sem eru á vegum hverrar félagsmiðstöðvar fyrir sig, sameiginlegir við- burðir hverfa eða borg- arhluta eða þá á vegum Samfés (Samtök fé- lagsmiðstöðva á Ís- landi). En félagsmiðstöðin er líka staður þar sem unglingar koma saman og gera það sem sumir fullorðnir vilja kalla „að hanga og gera ekki neitt“ en aðrir vilja kalla heimspekilegt spjall og vangaveltur um lífið og tilveruna. Það hefur sýnt sig að unglingarnir vilja ekki drekkja öllu fé- lagsmiðstöðvarstarfi í dagskrá og kvarta ef skipulögð dagskrá er of mikil. Félagsmiðstöðin er nefnilega þeirra vettvangur til að koma saman og ræða málin. Þeir vilja geta labbað þar út og inn og tekið þátt í bæði skipulögðu og óskipu- lögðu starfi allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Félagsmiðstöðin er staður unglinganna þar sem þeir sinna sínum hjartans málum í fé- lagsskap fullorðinna og undir for- merkjum heilbrigðs lífsstíls! Félagsmiðstöð fyrir unglinga – hvað er nú það? Hulda Valdís Valdimarsdóttir fjallar um málefni unglinga og félagsmiðstöðva Hulda Valdís Valdimarsdóttir ’Það hefur sýntsig að ungling- arnir vilja ekki drekkja öllu fé- lagsmiðstöðv- arstarfi í dag- skrá og kvarta ef skipulögð dagskrá er of mikil.‘ Höfundur starfar sem deildarstjóri unglingastarfs hjá Íþrótta- og tóm- stundasviði Reykjavíkur. 1. vinnustofa 12. og 13. janúar kl. 9.00 - 14.00 2. vinnustofa 9. og 10. febrúar kl. 9.00 - 14.00 3. vinnustofa 9. og 10. mars kl. 9.00 - 14.00 Nánari upplýsingar veitir: Nanna Ósk Jónsdótir Verkefnastjóri Sími: 599 6424 GSM: 825 6424 Skráning er hafin! Allar upplýsingar og skráning á www.stjornendaskoli.is AÐ LAÐA FRAM ÞAÐ BESTA THE COACHING CLINIC Næsta námskeið er 12. janúar nk. – takmarkaður sætafjöldi Námskeiðið byggir á virkri þátttöku og þjálfun stjórnenda í aðferðafræði coaching. Stjórnendaskólinn kynnir nýjung á Íslandi Að laða fram það besta – „The Coaching Clinic”, sem er talin ein áhrifamesta leiðin að árangri, hvatningu og farsælum samskiptum. Þúsundir stjórnenda um heim allan hafa sótt námskeiðið við mjög góðan orðstír. Leiðbeinandi: Guðrún Högnadóttir, þróunarstjóri Stjórnendaskólans / Associate Corporate Coach Auk þriggja opinna vinnustofa sérsníðir Stjórnendaskólinn námskeiðið fyrir einstök fyrirtæki „Samskiptalíkan CCU hefur gagnast sérstaklega vel við að beina athyglinni að aðalatriðum hverju sinni og að starfsmaðurinn sjálfur finni bestu leiðirnar til lausnar á verkefnum og beri ábyrgð á þeim.” Vilborg Lofts, forstöðumaður starfsmannaþjónustu Íslandsbanka „Ég get hiklaust mælt með þessu námskeiði, öll aðstaða og námskeiðið var til fyrirmyndar. Þetta mun örugglega nýtast mér til reksturs á mínu fyrirtæki.” Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúð Benna „Með því að laða fram það besta í öðrum næst betri árangur á öllum sviðum og því er nauðsynlegt fyrir stjórnendur að tileinka sér þessa tækni” Sigrún Guðjónsdóttir, forstjóri Tæknivals                            !  " !# $%%&&&'                                         !"# $ %         &  '   (   ) $( !"    #                                       !                       "#    # "#   ! ##  $                                            $%      " & '() &       !"# #$% &'(# )*+ , #*-)#

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.