Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 60

Morgunblaðið - 01.12.2005, Side 60
60 FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hið forna skáld Rumi segir að maður eigi að taka öllu sem fyrir dyrum er eins og leiðsögn að handan. Upp á síð- kastið hefur hrúturinn notið sömu "leiðsagnar" aftur og aftur. Breytingar eru erfiðar, en vel mögulegar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Himintunglin reyna á sjálfstraust nautsins. Reyndu þetta við ókunnuga sem verða á vegi þínum: Taktu í hönd- ina á þeim og sendu gleði í gegnum lófa þeirra og beint í hjartastað. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Lestur þessarar stjörnuspár er vísir að fjörugri byrjun. Seinna má tvíbur- inn eiga von á klikkaðri, bilaðri, lam- andi fyndinni heppni. Segðu öllum sem þú þekkir frá því. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Eitthvað sem þú deilir með sporð- drekum eða steingeitum hefur merk- ingu og víðtækar afleiðingar. Reyndu að taka því létt. Almennt séð gætir þú skemmt þér betur í lífinu. Planaðu eitthvað í þá veru. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Að taka framförum smátt og smátt er mun dýrmætara en að hlaupa mara- þon annað veifið. Íhygli og sjálfs- umhyggja ættu ekki að vera sjaldgæf- ur munaður. Hvernig væri ljónið ef svo væri ekki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Vinir leggja vinum lið. Dramatíkin í þínum hópi, sem gengur út á það að einn níðir skóinn af öðrum, er alger della og hefur ekkert með vináttu að gera. Fjarlægðu þig frá neikvæðni og neitaðu að ræða á þeim nótum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Leit að ást virðist tilheyra eðlisávísun vogarinnar. Einkalíf hennar myndi hins vegar batna, ef nálgunin væri meðvitaðri. Skrifaðu niður það sem þú ert að leita að í sambandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðir þínar eru sönnun þess hvað er þér mikilvægt. Punktur. Reyndu að krefjast þess sama af öðrum. Líklega leyfir þú einhverjum mjög sjarm- erandi að virða mörk þín og óskir að vettugi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmanninum berast upplýsingar sem hann skilur vitsmunalega, en merk- ingin hefur ekki náð að seytla alla leið. Raunveruleg upplifun hjálpar honum til þess að skilja endanlega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Á einhverjum tímapunkti koma allir sigurvegarar að þeim tímapunkti sem steingeitin hefur gert. Láttu boð ber- ast: Þú þarft þjálfara, lærimeistara, leiðbeinanda, eða einhvern sem veit meira en þú um "leikinn" sem þú leik- ur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Útskýrðu sjónarmið þín áður en þú ferð út af heimilinu. Heimili er stað- urinn þar sem málin eiga að leysast. Svo vikið sé að rómantíkinni er ein- hver feiminn sem hefur dáðst að þér úr fjarlægð nú til í að dýrka þig í ná- vígi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Af hverju að hanga heima þegar aðal- aðdráttaraflið er mílur vega frá stofu- sófanum? Þeir sem virkilega láta kylfu ráða kasti pakka niður til einnar næt- ur og halda á vit rómantíkur og æv- intýra. Stjörnuspá Holiday Mathis Á fyrsta degi síðasta mán- aðar ársins er nýtt tungl í bogmanni. Orka tengd ferðalögum gegnsýrir mann, bæði lík- amlega og andlega. Er ekki skrýtið að staðir sem sumir fara á í frí séu heimili einhverra annarra? Í þínum áfangastað búa einstaklingar sem eru til í að deila með þér visku sinni ef þú hefur fyrir því að spyrja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Kópavogskirkja | Jólatónleikar Kyrjanna verða haldnir 3. desember kl. 17. Einsöngv- ari er Alda Ingibergsdóttir. Stjórnandi er Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir og undirleikari Halldóra Aradóttir. Miðaverð á tónleikana er 1.500 kr. Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára. Langholtskirkja | Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heldur jólatónleika kl. 20.30 og 3. des. kl. 16. Íslensk og erlend jólalög. Ein- söngur: Ragnheiður Gröndal. Hljóðfæraleik- arar: Haukur Gröndal, Eyjólfur Þorleifs, Kristín J. Þorsteins, Tómas R. Einars og Að- alheiður Þorsteinsd. Stjórnandi: Jóhanna Þórhallsdóttir. Miðaverð er 1800 kr. Café Rósenberg | Hljómsveitin Santiago ríð- ur á vaðið á afmælistónleikahelgi Café Rós- enberg. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Prófasturinn Vestmannaeyjum | Sign á tónleikferð kl. 20. Grand Rokk | Nilfisk heldur útgáfutónleika kl. 21. Diagon og Touch hita upp. Þjóðminjasafn Íslands | Djasstónlist og kaffismökkun á Þjóðminjasafni Íslands kl. 19–21. Tryggvi Hübner og Gunnar Hrafnsson leika djass- og jólalög í kaffihúsi safnsins. Kaffismökkun í boði Kaffitárs. Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands. Barokk á aðventu. Verk eftir Bach, Rameau og Handel. Hljómsveitarstjóri Harry Bicket. Einsöngvari Hallveig Rúnarsdóttir. Einleik- arar Ari Vilhjálmsson og matthías Birgir Nardeau. Kl. 19.30. Hafnarborg | Hádegistónleikar Antoníu Hevesi píanóleikara og Gunnars Kvarans sellóleikara. Kl. 12. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Björg Þorsteinsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Í Artóteki er íslensk myndlist til leigu og sölu. Sjá á http:www.artotek.is. Sýningin stendur til áramóta. Aurum | Davíð Örn Halldórsson sýnir mynd- ir unnar með iðnaðarmálningu á trefjaplötur. Café Babalu | Claudia Mrugowski – Even if tomorrow is not granted, I plant my tree á Skólavörðustíg 22a. (www.Mobileart.de). Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til 2. des. Gallerí BOX | Jón Sæmundur Auðarson sýnir. Til 18. desember. Opið fim.–lau. frá 14– 17. Gallerí List | Elisa Nielsen sýnir. Til 2. des. Gallery Turpentine | Sigtryggur Bjarni Baldvinsson til 6. des. Gerðuberg | Eggert Magnússon. Til 9. jan. Grafíksafn Íslands | Bjarni Björgvinsson. Til 4. desember. Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. desember. Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir og Margrét Jónsdóttir. Til febrúarloka. Jónas Viðar Gallerí | Þórarinn Blöndal. Til 4. des. Kling og Bang gallerí | Örn J. Auðarson – Miðgarður – Blárauður – Afgirtur reitur. Opið fim–sun. kl. 14–18. Til 4. des. Listasafn ASÍ | Magnús V. Guðlaugsson og Örn Þorsteinsson sýna. Opið kl. 13–17 alla daga nema mánudaga. Til 4. des. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II – Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13 ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar. Listhús Ófeigs | Dýrfinna Torfadóttir, Rósa Helgadóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til árs- loka. Norræna húsið | Ósýnileiki: Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka. Til 18. des. Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson. Til 19. desember. Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir – Gegga. Stendur til áramóta. Ráin Keflavík | Erla Magna er með sýningu undir heitinu RÝMI á Ránni Keflavík. Stend- ur til 15. desember. Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Kristinn E. Hrafnsson – „Stöðug óvissa“, Jón Laxdal – „Tilraun um mann“. Opnunartímar: mið– fös 14–18, lau–sun 14–17. Til 11. des. Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – „Postcards to Iceland“. Opið mán–föst 13–16, sun 15–18. Suðsuðvestur | Þóra Sigurðardóttir og Anne Thorseth. Til 11. des. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til áramóta. Leiklist Félagsh. Kópavogs Hjáleigan | Sýna leik- ritið Það grær áður en þú giftir þig. Verkið er spunaverk, byggt á Kirsuberjagarði Tsjekh- ovs. Leikhópurinn vinnur textann sinn sjálf- ur, ekkert handrit er til, unnið er útfrá sam- komulagi leikaranna um það hver er aðalvending hverrar senu. Leikurinn gerist í litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum. Bækur Borgarleikhúsið | Upplestur og jóladjass í forsal Borgarleikhússins kl. 20. Einar Kára- son, Gerður Kristný, Kristjón Kormákur Guð- jónsson, Sjón, Steinunn Sigurðardóttir og Yrsa Sigurðardóttir lesa úr nýjum bókum. Ókeypis aðgangur. Þjóðminjasafn Íslands | Upplestur úr nýjum bókum kl. 18.30, á kaffihúsi safnsins. Hrafn- hildur Schram kynnir bók sína Huldukonur í íslenskri myndlist og Þóra Kristjánsdóttir kynnir bók sína Mynd á þili. Íslenskir mynd- listarmenn fyrri alda. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga í vetur frá kl. 10–17. Hljóðleiðsögn, margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Velkomin. www.gljufrasteinn.is. Kvikmyndir Þjóðminjasafn Íslands | Síðasti hluti heim- ildakvikmyndarinnar Í jöklanna skjóli sem Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari tók á ár- unum 1952–1954 í Skaftafellssýslum. Þessir þættir eru á dagskrá í dag: Kolagerð, Mel- tekja og Úr Mýrdal í Lón. Í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands kl. 17.15. Mannfagnaður Félagsstarf SÁÁ | Félagsvist og dans verð- ur í Ásgarði, Stangarhyl 4 (hús eldri borg- ara) 3. desember og hefst kl. 20. Að lokinni spilamennsku verða veitt verðlaun og síðan dansað fram eftir nóttu. Jóhann Larsen leikur fyrir dansi. Basar Geðdeild Landspítalans, Hringbraut | Ár- leg jólasala iðjuþjálfunar geðdeildar verður haldin í dag, á 1. hæð í geðdeildarhúsi Land- spítalans við Hringbraut kl. 12–15.30. Til sölu verða handgerðar vörur sem unnar eru í iðjuþjálfun. Kaffi og veitingasala verður á staðnum. Ath. tekið við greiðslukortum. Fundir Hringskonur Hafnarfirði | Jólafundurinn verður í Hringshúsinu kl. 20. Kristniboðsfélag kvenna | Fundur kl. 17 á Háaleitisbraut 58–60. Ragnheiður Sverr- isdóttir djákni sér um fundinn. Seljakirkja | Jólafundur Kvenfélags Selja- sóknar verður 6. des. kl. 19.30 – hátíð- armatur. Auður Eir og Edda Andrésdóttir koma í heimsókn. Þátttaka tilkynnist fyrir 4. des í s. 5574401 og í s. 5571482. Námskeið Staðlaráð Íslands | ISO 9000. Námskeið 1. desember. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir meg- ináherslum og uppbyggingu kjarnastaðl- anna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig þeim er beitt við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. Nánari upplýsingar og skráning á www.stadlar.is. Frístundir Kiwanisklúbburinn Geysir | Félagsvist kl. 20.30 í Kiwanishúsinu, Mosfellsbæ, í landi Leirvogstungu á bökkum Köldukvíslar við Vesturlandsveg. Spilaverðlaun. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ergileg, 8 gengur, 9 lélega rúmið, 10 sefa, 11 súta, 13 léleg- ar, 15 ísbreiða, 18 jarð- vöðull, 21 málmur, 22 rándýri, 23 þjálfun, 24 skrök. Lóðrétt | 2 fjáðar, 3 braka, 4 lét sér lynda, 5 styrkir, 6 sjávargróður, 7 fyrr, 12 leyfi, 14 fisks, 15 hæðar, 16 Ís- lands, 17 stíf, 18 borði, 19 sér ekki, 20 smáalda. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 prísa, 4 goggs, 7 efuðu, 8 felga, 9 ról, 11 tuða, 13 kula, 14 flæða, 15 þjál, 17 ljúf, 20 þil, 22 arfar, 23 or- sök, 24 karta, 25 tjara. Lóðrétt: 1 prent, 2 íburð, 3 alur, 4 gafl, 5 guldu, 6 skata, 10 ótæti, 12 afl, 13 kal, 15 þjark, 16 álfur, 18 jaska, 19 fokka, 20 þróa, 21 lost.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.