Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðisins var kallað að Alþingishúsinu við Austurvöll á níunda tímanum í gærmorgun vegna elds sem kviknaði í aðalrafmagnstöflu í bílageymslu Alþingishússins. Slökkviliðið var að koma úr útkalli vegna vatnsleka í bænum og var því aðeins tvær mín- útur á vettvang eftir tilkynningu sem kom klukkan 8.39. Í bílageymsl- unni var aðaltaflan fyrir allar byggingar þingsins og reyndist það vera varaaflstöðin sem skemmt hafði aðaltöfluna. Mun slíkt vera mjög fá- heyrt. Ekki var þó um mikinn eld að ræða í töflunni og gekk slökkvi- starf fljótt og vel. Engu að síður raskaðist þinghaldið vegna rafmagns- leysis í húsinu en þingfundur átti að hefjast klukkan 10. Varð að seinka honum til klukkan 13. Þegar þingstörf hófust tilkynnti Sólveig Pétursdóttir, forseti þingsins, að fram hefði farið bráðabirgðaviðgerð og stæðu vonir til að þingstörf gætu farið eðlilega fram það sem eftir lifði dags. Sagðist hún jafnframt vonast til að umræðurnar yrðu ekki það rafmagnaðar að öllu myndi slá út aftur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rafmagnstafla brann yfir í Alþingishúsinu FRUMVARP iðnaðarráðherra, Val- gerðar Sverrisdóttur, um rannsókn- ir á vatnsaflsvirkjunum, verður ekki afgreitt frá Alþingi fyrir jól, eins og ráðherra stefndi að. Samkomulag náðist um það milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hádegisbil í gær. Önnur umræða um frumvarpið hófst á Alþingi síðla dags í fyrradag og stóð hún yfir til að verða tvö um nóttina. Þegar henni var frestað voru fimmtán þingmenn; fjórtán stjórnarandstæðingar og einn stjórnarliði, enn á mælendaskrá og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hafði staðið og haldið ræðu í pontu í rúma tvo tíma. Til stóð að halda umræðunni áfram í gærmorgun, en þingfundi var frest- að vegna þess að eldur hafði komið upp í aðalrafmagnstöflu þinghúss- ins. Í millitíðinni funduðu þing- flokksformenn og forsætisnefnd þingsins og náðu samkomulagi um að umræddu frumvarpi yrði frestað. Valgerður Sverrisdóttir kveðst ósátt við þessa niðurstöðu. „Já, ég er ósátt. Ég hefði viljað fá þetta mál í gegn vegna þess að þetta skiptir máli fyrir rannsóknir a vatnsafli. Ýmislegt er í pípunum í sambandi við stóriðjumál víða um land og þess vegna er mikilvægt að orkufyrirtæk- in fái svigrúm til þess að rannsaka vatnsaflið.“ Frumvarpið felur í sér breytingar á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Í því er lagt til að gildissvið þeirra laga verði víkkað svo þau taki einnig til rannsókna á vatnsafli til raforkuframleiðslu. Í frumvarpinu er m.a. kveðið á um að rannsóknarleyfi, samkvæmt lögun- um, verði veitt einum aðila, með þeirri undantekningu að hafi aðilar sammælst um rannsóknir og sæki sameiginlega um rannsóknarleyfi skuli heimilt að veita þeim það sam- eiginlega. Verði frumvarpið sam- þykkt verður ráðherra heimilt að veita vilyrði fyrir nýtingarleyfum í tengslum við útgáfu rannsóknar- leyfa, eins og kveðið er á um í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlind- um í jörðu. Um þetta atriði er einna helst deilt. Jóhann Ársælsson, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að nú sé til að mynda hafið mikið kapp- hlaup meðal orkuframleiðslufyrir- tækja um auðlindir landsins, þ.e. fái þau rannsóknarleyfi fylgir þeim einnig nýtingarleyfi, verði frum- varpið samþykkt. Þverpólitísk nefnd verði skipuð Jóhann segir að samkvæmt frum- varpinu sé ráðherra í sjálfsvald sett að velja þá sem hljóti slík leyfi. Hann segir að það gangi ekki. „Því við erum að tala um mjög dýrmætar auðlindir,“ segir hann. Jóhann segir að ná þurfi samkomulagi um það með hvaða hætti velja eigi milli þeirra sem sækjast eftir nýtingar- rétti á auðlindum. Í sambærilegu frumvarpi sem lagt var fram á Al- þingi sl. vor, og þingmenn Samfylk- ingar og Frjálslynda flokksins studdu, var gert ráð fyrir að þver- pólitísk nefnd myndi vinna að þeirri stefnumótun. Hann segir að sú til- laga hafi, af einhverjum ástæðum, ekki verið í umræddu frumvarpi, sem lagt var fram nú í haust. Þess má þó geta að meirihluti iðn- aðarnefndar þingsins hefur lagt til að fyrrgreint ákvæði verði tekið upp í frumvarpið að nýju, þ.e. ákvæði þess efnis að iðnaðarráðherra skipi þverpólitíska nefnd sem geri tillögu um með hvaða hætti verði valið milli umsókna um rannsóknar- og nýting- arleyfi. Jóhann segir að þingmenn Samfylkingarinnar styðji þrátt fyrir það ekki frumvarpið, því ljóst sé, skv. því, að ráðherra muni hafa þetta val í sínum höndum þar til nefndin kemst að niðurstöðu. Þingmenn Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins hafi viljað breyta því, en á það hafi meirihlut- innn ekki fallist. Þingmenn Vinstri grænna hafa frá upphafi verið á móti frumvarp- inu. Steingrímur J. Sigfússon segir m.a. að með samþykkt frumvarpsins fái iðnaðarráðherra heimild til að ýta frekari virkjanarannsóknum af stað. Nær væri, segir hann, að staldra við og skoða hvort ekki sé nóg komið af virkjunum í bili. Frum- varpið snerti því ýmsa þætti, s.s. umhverfismál og efnahagsmál. „Það er eiginlega sama hvernig á það er litið; áframhaldandi blind keyrsla á þessa óheftu stóriðjustefnu er glóru- laus við þessar aðstæður. Við erum líka sannfærð um að það er að fjara mjög hratt undan stuðningi við að haldið verði áfram óbreyttri stefnu í stóriðjumálum. Þess vegna teljum við að hver sá tími sem vinnst til þess að menn geti hugsað sinn gang sé dýrmætur.“ Valgerður Sverrisdóttir kveðst hins vegar í samtali við blaðamann leggja áherslu á að frumvarpið verði samþykkt í janúar. Hún segir reynd- ar athyglisvert að bæði Samfylking- in og Frjálslyndi flokkurinn hafi stutt sambærilegt frumvarp á síð- asta vori, en séu nú búnir að breyta um afstöðu. Jóhann Ársælsson svar- ar því til að þeir hafi ekki áttað sig á því að kapphlaup væri hafið meðal orkuframleiðslufyrirtækja um auð- lindirnar. Frumvarp um rannsóknir á vatnsaflsvirkjun ekki afgreitt fyrir jól Deilur snúast um að nýting- arleyfi fylgi rannsóknarleyfi Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Morgunblaðið/RAX HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að fjárveitingar til Sundabrautar, sem kveðið er á um í frumvarpi til laga um ráðstöfun á söluandvirði Sím- ans, væru ekki skilyrtar við svokall- aða innri leið. Hann sagði að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir innri leiðinni. „En það er ekki skil- yrt,“ sagði hann. Helgi Hjörvar, Össur Skarphéðinsson og Mörður Árnason, þingmenn Samfylking- arinnar í Reykjavík, fögnuðu þess- um orðum ráðherra. Það sama gerði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Reykjavík. Önnur umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf. fór fram á Alþingi í gær. Stefnt er að því að frum- varpið verði af- greitt á Alþingi í dag. Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir því að átta milljörðum verði varið til lagn- ingar Sunda- brautar. Í greinargerð frumvarps- ins segir að ákvörðunin taki mið af því að svokölluð innri leið verði val- in. Það sé í samræmi við álit Vega- gerðarinnar. Ráðgert sé að hefja framkvæmdir um mitt ár 2007 og stefnt að verklokum árið 2010. Ýmsir aðilar, nú síðast borgarráð Reykjavíkur, hafa hins vegar hvatt til þess að fjárveitingar til Sunda- brautar verði ekki bundnar ákveðnum skilyrðum. Hvergi nefnt í frumvarpinu Halldór Ásgrímsson sagði á hinn bóginn á Alþingi í gær að hvergi kæmi fram í frumvarpinu að fjár- veitingarnar væru skilyrtar innri leiðinni, þótt ákveðnir aðilar hefðu kosið að túlka frumvarpið á þann hátt. „Þegar ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að leggja það til við Al- þingi að átta milljörðum króna verði varið til Sundabrautar á til- teknum árafjölda, ræddi ég m.a. við borgarstjórann í Reykjavík um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Ég gerði henni grein fyrir því að hér væri miðað við tillögu Vegagerð- arinnar eins og hún lá fyrir á þeim tíma, sem gerði ráð fyrir svokall- aðri innri leið. Í framhaldi af því lýsti […] borgarstjórn Reykjavíkur, frekar en borgarráð, yfir ánægju sinni með þessa ákvörðun enda hafði það lengi verið baráttumál Reykvíkinga og borgarstjórnar Reykjavíkur að verja fjármagni til þessara framkvæmda.“ Halldór ítrekaði að í greinargerð frumvarpsins væri miðað við innri leiðina „en það stendur hvergi í þessu frumvarpi að þessi leið sé skilyrt,“ sagði hann. „Það kemur hvergi fram í frumvarpinu.“ Hann sagði að ýmsir hefðu gert at- hugasemdir við innri leiðina og sagði eðlilegt að farið yrði yfir þær. Slíkt mætti þó ekki verða til þess að framkvæmdum yrði seinkað. Síð- an sagði hann: „Það má líka vel vera að borgarstjórn Reykjavíkur vilji að þarna verði farið í kostn- aðarsamari framkvæmdir sem komi borginni vel. Þá er það atriði sem þarf að ræða milli ríkis og borgar.“ Hann sagði mikilvægt að fara betur yfir þessi mál áður en endanlegar ákvarðanir yrðu teknar. „En auð- vitað verðum við að gæta þess að velja hagkvæmustu leiðina í þessu sambandi, þannig að það kosti skattborgarana sem minnst – þó þannig að íbúar verði ekki fyrir ónauðsynlegu ónæði þar af.“ Ekki sett skilyrði um innri leið Sunda- brautar Halldór Ásgrímsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.