Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 41 MENNING STEFÁN Jón Bernharðsson horn- leikari bar þriðju verðlaun úr být- um í keppni hornleikara á Ítalíu fyrir skemmstu. Er þetta í þriðja skiptið á þessu ári sem Stefán Jón hlýtur verðlaun í alþjóðlegri tón- listarkeppni fyrir hornleik sinn. Keppnin heitir „Cittá di Porcia“ og er haldin í 16. sinn á þessu ári í Pordenone-héraði sem er skammt fyrir norðan Feneyjar. Milli ára er skipst á að keppa í horn-, trompet- eða básúnuleik og er markmið keppninnar að leiða saman unga málmblásturshljóðfæraleikara frá ólíkum löndum og uppgötva nýtt hæfileikafólk á því sviði. Á heima- síðu keppninnar er tekið fram að allir sigurvegarar undanfarinna keppna leiki nú með virtum hljóm- sveitum. Minna búinn undir úrslitin Alls tóku 33 keppendur þátt í ár og voru þeir allir undir þrítugu, en það er aldurstakmark keppninnar. Hún fer fram sem útsláttarkeppni, þar sem hópurinn minnkar jafnt og þétt í fjórum umferðum, og keppa þrír í lokin sem koma þá fram sem einleikarar með sinfón- íuhljómsveit. Var Stefán Jón þeirra á meðal, ásamt Zoltán Szõke frá Ungverjalandi sem hreppti fyrsta sætið, og Maria del Carmen Rubio Navarro frá Spáni sem varð í öðru sæti. „Það var auðvitað mjög gaman, og við lékum í nýju tónlistarhúsi í bænum. Eini gallinn fyrir mig per- sónulega var að sökum anna var ég verst búinn undir úrslitin, má segja. Ég einbeitti mér að fyrstu umferðunum, en svo gafst ekki tími til að undirbúa seinni umferð- irnar að fullu. Það má kannski segja að ég hafi ekki búist við að komast svona langt en það var gaman samt, þó að tilfinningin hafi verið svolítið undarleg; að vera kominn í úrslitin og að spila kons- ert hálfpartinn af blaði með heila hljómsveit á bak við sig. Það var svolítið óþægilegt, en það var bara eitthvað sem ég varð að gera í að- stæðunum,“ segir Stefán Jón í samtali við Morgunblaðið, en bætir við að tækifærið hafi engu að síður verið mjög skemmtilegt og með þessu eigi hann ekki við að hann hafi verið alveg óundirbúinn – enda að keppa við mjög fært fólk og standard keppninnar hár. Verðlaunafé Stefáns Jóns nam 3.000 evrum, sem hann segir duga fyrir kostnaði af ferðinni. „Ég kom út í plús, sem er alltaf jákvætt, en það mikilvægasta er reynslan og sambönd sem maður skapar sér. Maður reynir að hugsa ekki um fjárhagslegu hliðina, sérstaklega í fyrstu umferðunum. Að vera ekki að velta sér upp úr tímanum og peningunum sem maður eyðir í þetta, því það er auðvitað mjög svekkjandi að detta út í fyrstu um- ferð og vera búinn að kosta miklu til. Það getur orðið alltof mikil pressa,“ segir hann og hlær. Óvenjumargar hornkeppnir í ár Keppnin á Ítalíu er þess eðlis að hljóðfæraleikaranir sækja einfald- lega sjálfir um að vera með og seg- ir Stefán Jón það algengasta fyr- irkomulagið í keppnum af þessu tagi, þó sumar geri kröfu um að heyra upptöku með leik fyrir fram og velji síðan úr. Hann segir að hljóðfæraleikarar fylgist nokkuð vel með hvaða keppnir eru í gangi hvar á hverjum tíma. „Þessar hornkeppnir hafa verið óvenju- margar í ár,“ segir hann, en þetta er sem fyrr segir þriðja keppnin sem hann hlýtur verðlaun í á árinu, og önnur sem er fyrir horn- leikara eingöngu. „Að meðaltali er ekki nema ein keppni á ári fyrir hornleikara. Við sem erum í þessu vitum alveg af planinu fyrir næstu árin, enda eru þær ekki svo marg- ar eða mismunandi. Þess vegna hittir maður mikið til sama fólkið í þessum keppnum.“ Hann segir ákvörðun sína um þátttöku hverju sinni ráðast af tíma og aðstæðum. „Það er rosa- lega mikill tími sem fer í að und- irbúa keppni af þessu tagi – allt í allt þarf maður að spila tíu stykki ef maður fer alla leið, allt frá kons- ertum til sónata og í mjög mis- munandi stíl. Það er auðveldara að koma þessu í kring þegar maður er nemandi, en þegar maður er byrj- aður að vinna fyrir sér í hljóm- sveitum er erfiðara að finna tíma. En ég er mjög ánægður að hafa gert það, í það minnsta í ár. Að nota formið sem maður er í núna til að halda boltanum rúllandi.“ Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Jón Bernharðsson hlaut 3. verðlaun í hornkeppni á Ítalíu. Tónlist | Stefán Jón Bernharðsson hornleikari hlýtur enn verðlaun Formið heldur boltanum rúllandi Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is http://www.musicaporcia.it/ concorso.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.