Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
GREINARGERÐ
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.30 heldur Herdís
Þorvaldsdóttir erindi: „Um ævi
og störf H.P. Blavatsky, V. hluti“
í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15-17 er opið
hús með fræðslu og umræðum,
kl. 15.30 í umsjá Herdísar Þor-
valdsdóttur sem fjallar áfram
Um ævi og störf H.P. Blavatsky,
VI. hluti.
Á fimmtudögum kl. 16.30-
18.30 er bókaþjónustan opin
með miklu úrvali andlegra bók-
mennta.
Á sunnudögum kl. 10.00 er
hugleiðing með leiðbeiningum.
Starfsemi félagsins er öllum
opin.
http:/gudspekifelagid.is
I.O.O.F. 1 1861298 Fl.
I.O.O.F. 12 1861298½
Styrkir til framhaldsnáms
við háskóla í Bandaríkjunum
Stofnun Leifs Eiríkssonar auglýsir eftir um-
sóknum um styrki til framhaldsnáms við há-
skóla í Bandaríkjunum fyrir skólaárið 2006-
2007.
Styrkupphæð getur orðið að hámarki 25.000 US$.
Nánari upplýsingar um styrkina og umsóknar-
eyðublað er að finna á heimasíðu stofnunar-
innar www.leifureirikssonfoundation.org.
Umsóknum skal skilað á Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins, Neshaga 16, 107 Reykjavík, fyrir
16. janúar 2006.
Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2006.
Styrkir
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Raðauglýsingar 569 1100
HÉR fara á eftir svör Stefáns Ólafs-
sonar við athugasemdum heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytis og fjár-
málaráðuneytis við skýrsluna
„Örorka og velferð á Íslandi og í öðr-
um vestrænum löndum“ en athuga-
semdir þeirra birtust í blaðinu í gær.
Tvö ráðuneyti hafa farið ítarlega
yfir skýrslu mína um örorku og vel-
ferð á Íslandi og gert við hana nokkr-
ar athugasemdir, einkum við umfjöll-
un um afkomu öryrkja í kafla IX.
Ráðuneytin draga niðurstöðu rann-
sóknarinnar í efa og reyna í staðinn að
draga upp þá mynd, að þróun kjara
öryrkja frá 1995 til 2004 sé mun hag-
stæðari en fram kemur í rannsókn-
inni. Einnig vefengja þau samanburð
á kjörum öryrkja á Íslandi og í öðrum
vestrænum löndum og draga upp
betri mynd af útkomu Íslands.
Ég tel að tilraun ráðuneytanna til
að vefengja niðurstöður rannsóknar-
innar sé skiljanleg því niðurstöðurnar
eru stjórnvöldum óþægilegar. Hins
vegar mistekst þeim að grafa undan
niðurstöðunum, eins og sýnt verður
hér á eftir með svörum við helstu at-
hugasemdum. Stærstur hluti athuga-
semda ráðuneytanna eru útúrsnún-
ingar, langlokur um aukaatriði og
tilraunir til að fegra útkomu með
vafasamri framsetningu gagna.
Þá sleppa ráðuneytin með öllu að
fjalla um hina gríðarlegu aukningu á
skattbyrði hjá öryrkjum, sem sýnd er
í bókinni, en hún hefur meðal annars
gert að litlu sumar af þeim annars
ágætu úrbótum sem stjórnvöld hafa
gert á allra síðustu árum á örorkulíf-
eyriskerfinu, meðal annars með upp-
töku aldurstengdu uppbótarinnar
2004. Sem dæmi má nefna að einstak-
lingur sem orðið hefur öryrki við 18
ára aldur eða fyrr og á rétt á há-
markslífeyri frá Tryggingastofnun
ríkisins fær að hámarki kr. 127.497
(miðað við nóvember 2005). Hann fær
alla bótaflokka og aldurstengdu upp-
bótina upp í topp (hún er kr. 21.993).
Af þessari upphæð greiðir viðkom-
andi nú kr. 19.784 í skatta. Munur ald-
urstengdu uppbótarinnar og skatt-
greiðslunnar er um 2.000 krónur, eða
nálægt 10% af aldurstengdu uppbót-
inni sjálfri. Ráðstöfunartekjur við-
komandi eru 107.713. Þetta er
„stjarna“ örorkulífeyriskerfisins, sá
sem fær hæstu mögulegu lífeyris-
greiðsluna frá TR af einhleypum ör-
yrkjum. Við upptöku staðgreiðslu-
kerfis skatta árið 1988 hefði hann
verið nálægt skattleysismörkunum
með sömu rauntekjur án aldursupp-
bótarinnar. Án beggja „umbótanna“
(aldurstengdu uppbótarinnar og
skattlagningarinnar) væri hann litlu
verr settur en hann er nú, þ.e. hann
hefur nú um 3000 krónum meira í ráð-
stöfunartekjur. Eru þetta miklar
framfarir?
Aukin skattbyrði rýrir þannig
verulega slíkar umbætur almennt og
étur þær upp með öllu í sumum til-
vikum þannig að viðkomandi verður
verr settur en hann var við upphaf
tímabilsins sem fjallað er um. Einar
Árnason, hagfræðingur Samtaka
eldri borgara, hefur sýnt með athygl-
isverðum útreikningum hvernig
skattbyrði lífeyrisþega almennt hefur
aukist í þessum lágu tekjuþrepum,
sem margir öryrkjar (og sumir eldri
borgarar) lenda í. Það á bæði við um
þá sem hafa búið við sömu raunlaun á
síðustu tíu árum og þá sem hafa feng-
ið einhverja hækkun rauntekna (sjá
gögn Einars Árnasonar á heimasíðu
Félags eldri borgara – www.feb.is).
Allt tal stjórnmálamanna um að eðli-
legt sé að skattar hækki vegna þess
að tekjur lífeyrisþega hækki er því
mjög villandi. Aukin skattbyrði þýðir
að stjórnvöld hafa ákveðið að taka
stærri hluta af tekjum viðkomandi
tekjuþega, þó einhverra áhrifa af
tekjuhækkun gæti líka. Skattbyrði
einhleypra öryrkja var 7,4% af heild-
artekjum þeirra að jafnaði árið 1995
en var komin í 17,1% árið 2004. Það er
mikið á alla mælikvarða.
Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að
halda til haga þeim úrbótum sem
þrátt fyrir allt hafa verið gerðar, og
þakka má fyrir, en óneitanlega verða
athugasemdirnar hjáróma og létt-
vægar þegar horft er framhjá svo
gríðarlegri skerðingu á kjörum ör-
yrkja sem hin aukna skattbyrði felur í
sér. Þannig ættu skattleysismörk nú
að vera rúmlega 102 þúsund krónur
ef þau hefðu fylgt verðlagi frá 1988,
en þau eru rúmlega 75 þús. krónur í
dag. Mér er til efs að hægt hefði verið
nokkurs staðar í grannríkjunum að
framkvæma slíka hækkun á skatt-
byrði hjá láglaunahópi eins og öryrkj-
ar hér á landi eru, án þess að til víð-
tækra uppþota hefði komið. Víðast
hefðu stjórnvöld þurft að bæta við-
komandi láglaunahópi það með sam-
svarandi hækkun lífeyrisgreiðslna.
Svona aðgerðir hafa þó verið fram-
kvæmdar í Bandaríkjunum. Hér á
landi hefur verið gengið fram með af-
ar óvenjulegum hætti gagnvart bæði
öryrkjum og eldri borgurum á tíma-
bilinu frá 1995.
Svör við einstökum
athugasemdum
1. Í kafla IX í ritinu Örorka og vel-
ferð þar sem fjallað er um hagi ör-
yrkja er þróun tekna öryrkja sýnd á 8
mismunandi vegu, til að draga fram
ýmsar hliðar þróunarinnar. Fyrstu
tvær athugasemdir ráðuneytanna
lúta að fyrstu tveimur myndunum í
kaflanum (9.1 og 9.2). Í báðum tilvik-
um er um sömu umkvörtun að ræða.
Sagt er að höfundur sleppi algerlega
að taka tillit til tekjutryggingarauk-
ans (frá 2001) og aldurstengdu upp-
bótarinnar (frá 2004). Þetta er alveg
rétt, enda er markmiðið þarna að
sýna hvernig sá hluti lífeyris al-
mannatrygginga sem flestir fá
óskertan hefur þróast, í samanburði
við kaupmátt ráðstöfunartekna á
mann, launavísitölu og lágmarkslaun
verkafólks. Það skiptir vissulega máli
hvernig þær stærðir sem flestir fá
hafa þróast.
2. Það er hins vegar alveg rétt hjá
ráðuneytunum að ósanngjarnt og vill-
andi væri að sleppa að reikna með
tekjutryggingaraukann og aldurs-
tengdu uppbótina. Enda er þetta allt
tekið með á næstu mynd á eftir, þ.e.
mynd 9.3. Einungis þurfti að fletta við
einni blaðsíðu í bókinni og þá blasti
hún við. Það er ótrúlegt undrunarefni
að bæði ráðherrar og aðrir stjórn-
málamenn skuli hafa eytt svo miklu
púðri í að kvarta yfir fjarveru þessara
atriða sem voru einfaldlega til um-
fjöllunar á næstu blaðsíðu og í öllum
þeim 6 mælingum á kjaraþróun frá
1995 til 2004 sem á eftir fylgja í kafl-
anum.
Á mynd 1. (sem er samsvarandi við
mynd 9.3 í bókinni) er sýnt hvernig
aldurstengda uppbótin kemur inn að
hámarki árið 2004 (súla 2000a). Einn-
ig er þar sýnt hvernig staðan væri ef
hún hefði ekki komið til (súla 2004b). Í
texta með myndinni er sagt að útkom-
an sé sú að flestir öryrkjar séu með
hámarkslífeyri á bilinu 45–50% af
meðaltekjum framteljenda í landinu
(16 ára og eldri). Hér hefur verið bætt
við einni súlu á grundvelli nýrra
gagna um „raungreiðslur (greiðslur
eftir skerðingar) Tryggingastofnunar
á öryrkja með öllum bótaflokkum“.
Eins og sjá má á myndinni er talan
48,9%. Þarna er því staðfest að rétt er
farið með þegar ég segi að flestir ör-
orkulífeyrisþegar sem einungis hafa
bætur frá TR séu með á bilinu 45–
50% af meðaltekjum framteljenda, að
aldurstengdu uppbótinni meðtaldri.
3. Í allri greiningu á afkomuþróun
öryrkja í samanburði við aðra þjóð-
félagshópa sem á eftir fylgja í kafl-
anum, þ.e. í 6 af 8 mælingum á þróun-
inni, er miðað annaðhvort við
hámarkslífeyrisgreiðslur frá TR eða
heildartekjur öryrkja, sem voru unn-
ar sérstaklega upp úr skattframtöl-
um. Þar er allt talið: allar lífeyris-
greiðslur frá TR, greiðslur úr
lífeyrissjóðum, atvinnutekjur og aðr-
ar tekjur. Út frá þessum gögnum eru
svo reiknaðar ráðstöfunartekjur og
þróun þeirra á tímabilinu. Allt tal um
að ég sleppi tekjutryggingaraukanum
og aldurstengdu uppbótinni úr sam-
anburðinum, eða misskilji aldurs-
tengdu uppbótina, er því vægast sagt
fráleitt og raunar með ólíkindum. Í
samanburði milli landa er sömuleiðis
byggt á þessum gögnum og þar vant-
ar því ekki heldur þessa þætti sem
ráðherrar hafa sagt í fjölmiðla að geri
mynd Íslands of laka. Tilefni þessara
miklu umkvartana um skakka mynd
er því ekkert. Þetta atriði er annað af
tveimur megin gagnrýniþáttum ráðu-
neytanna.
4. Ég er hins vegar sammála því
Svar Stefáns Ólafssonar vegna skýrslu um örorku
#2 (42 !D0> !& 0 -! =O 0 $0>#! >
!02 F 20- 0
2
2 0
0) 4 & 0) G /0- & 4 ) ! 0&) ##+ E & +G & 20- & 0 -! =O 0& ) ! 0&) ##+ E G
G H /0- $42 ) ! 0&) ##+ P +H Q ) ! 0&) ##+ P
H / -- - & 0 -! =O E& 0 -! 0 ! 0 - &G %0 0 !2 $R 2 & & 02 2 4 D 4 =O 4 2>) D $&!02)2 4-0>
&'(
)*+,*-
./
-
+
F
0
0!
! 0
0
!2 78! 4- >
& 0 ) 0 ) . 3
$
$$
$
$
$
$
$
$%
$
$$
$
$
$
$
$
$%
$
$$
$
$
$
$
$
$%
$
$$
$
$
$
$
$
$%
32 S &
) 0& + 4 D+: 4 7 - )2
D @ 2 20- #24 0 - A & Q
&
1
, 2
3
45(
678-/
T
T T
T T
T T
T T
T
Bridsfélag Suðurnesja
Hafinn er þriggja kvölda jólatví-
menningur þar sem tvö bestu kvöld-
in skila verðlaunum.
Staðan eftir fyrsta kvöldið:
Karl G. Karlss. – Gunnl. Sævarsson 104
Arnór Ragnarss. – Svala Pálsdóttir 98
Garðar Garðarsson – Jóhannes Sigurðss. 86
Dagur Ingimundars. – Sigfús Yngvason 86
Enn er hægt að vera með á mótinu
en nýta verður skorina í bæði kvöld-
in til verðlauna.
Sveit Jóhannesar Sigurðssonar
sigraði í þriggja kvölda sveitakeppni
sem lauk 30. nóv. Með Jóhannesi
spiluðu Guðjón Svavar Jensen, Heið-
ar Sigurjónsson, Karl G. Karlsson og
Gunnlaugur Sævarsson. Sveitin fékk
105 stig en sveit Svölu Pálsdóttur
varð önnur með 97 stig og sveit Æv-
ars Jónassonar þriðja með 90 stig.
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Nú er lokið hjá okkur þriggja
kvölda keppni í tvímenningi. Þátt-
takan hefur verið mög jöfn og góð.
Sunnudaginn 4.12. var spilað á 12
borðum.
Lokastaðan eftir þrjú kvöld í N/S
Þorleifur Þórarins. – Brynja Dýrborgard.
727
Unnar A. Guðmss. – Jóhannes Guðmarss.
717
Árni Guðbjörnss. – Friðbjörn Guðmss. 672
Austur – Vestur
Garðar Jónson – Guttormur Vík 752
Sturlaugur Eyjólfsson – Birna Lárusd. 695
Sigrún Andrews – Ólöf Ingvarsd. 687
Hæstu skor kvöldsins voru eftir-
farandi í Norður – Suður.
Þorleifur Þórarins. – Brynja Dýrborgard. 63
Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmarss. 252
Árni Guðbjörnss. – Friðbjörn Guðmss. 230
Austur – Vestur
Garðar Jónsson. – Guttormur Vík 260
Jón Jóhannsson – Jón Bergþórss. 245
Sturlaugur Eyjólfsson – Birna Lárusd. 243
Síðasta spilakvöld fyrir jól er
sunnudaginn 11.12. Við byrjum aftur
sunnudaginn 15.1. 2006.
Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxa-
feni 14 á sunnudögum kl. 19.
Erla Sigvaldadóttir
Í myndatexta í þættinum sl.
fimmtudag var rangt farið með föð-
urnafn Erlu Sigvaldadóttur sem var
sögð Sigurjónsdóttir. Beðist er af-
sökunar á þessum mistökum.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson