Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 66
66 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ kl. 10.30 B.i. 14 Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! kl. 5.20 og 8 B.i. 12  MBL TOPP5.IS  400 KR Í BÍÓ* Sýnd kl. 5.20  -M.M.J. Kvikmyndir.com  -H.J. Mbl.  -L.I.B. Topp5.is BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM Sýnd kl. 5.45 B.i. 16 ára  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Alls ekki fyrir viðkvæma ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY ROSE ER ÓHUGNANLEGRA EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!  S.K. DV  Topp5.is  S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára fór beint á toppinn í bandaríkjunum Alls ekki fyrir viðkvæma Áætlunin er margbrotnari, útfærslan er flóknari og leikurinn skelfilegri en nokkru sinni fyrr Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Alls ekki fyrir viðkvæma kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Miða sala opn ar kl. 15.30 Sími 564 0000 ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGADAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! JÓLAMYNDIN 2005 FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY OG ANALYZE THIS KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGADAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! JÓLAMYNDIN 2005 ...ÞAÐ GERÐIST Á AÐFANGADAGSKVÖLD HÆTTULEGIR ÞJÓFAR Á HÁLUM ÍS! KOLSVARTUR HÚMOR! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI! FRÁ LEIKSTJÓRA GROUNDHOG DAY OG ANALYZE THIS Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára HLJÓMSVEITINA Kungfú skipa söngvarinn Steinarr Logi Nesheim, trommuleikarinn Ari Þorgeir Stein- arsson, gítarleikarinn Kristinn Sig- urpáll Sturluson, bassaleikarinn Bæring Árni Logason og hljómborðs- leikarinn Albert Guðmann Jónsson. Lífaldur sveitarinnar er hálft þriðja ár og á dögunum leit fyrsta breiðskífa þeirra félaga dagsins ljós. Útgáfu plötunnar, sem ber heitið Í sannleika sagt, verður fagnað í kvöld í verslun Skífunnar við Laugarveg milli klukkan 21.20 og 22.30. Steinarr sagði í samtali við Morg- unblaðið það hafa verið mikinn létti að koma fyrstu plötunni frá sér. „Þetta eru bestu lögin sem við höf- um samið frá því að sveitin var stofn- uð og því nauðsynlegt að koma þessu frá sér svo við getum byrjað á nýju efni,“ segir Steinarr en stefnan er að leggja í hljóðver strax í byrjun nýs árs. Viljum miðla til annarra Steinarr segir undanfarið ár hafa verið annasamt hjá hljómsveitinni en þeir hafi verið að spila um nær hverja helgi allt árið. Ekkert lát verður á því um helgina en auk útgáfutónleikanna í kvöld leikur sveitin á Rás 2 í dag og heldur miðnæturtónleika á Akranesi annað kvöld. Útgáfutónleikarnir eru öllum ætlaðir og verður aðgangur ókeypis. „Við höfum tekið eftir því að fólkið sem hlustar á okkur er á öllum aldri. Við vildum því að sem flestir ættu möguleika á að koma í kvöld,“ segir hann. Þegar litið er til bakgrunns hljóm- sveitarmeðlima er óhætt að fullyrða að þeir komi úr ýmsum áttum tónlist- arstefna. Steinarr tekur undir það. „Við Ari og Bjarni komum úr rokk- inu en hinir voru kannski meira í poppi og danstónlist,“ segir hann. Steinarr segist skilgreina tónlist- arstefnu Kungfú sem gæðapopp. „Við vöndum okkur mikið við það sem við erum að gera. Við teljum okkur hafa eitthvað að segja og vilj- um gjarnan miðla því til annarra,“ sagði hann að lokum. Tónlist | Kungfú sendir frá sér plötu Það verður nóg að gera hjá Kungfú-liðum um helgina. Aðdáendur á öllum aldri Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Kungfú leika á Rás 2 klukkan 14.30 í dag. Útgáfutónleikar sveit- arinnar fara fram í kvöld milli klukkan 21.30 og 22.30 í Skífunni við Laugaveg. Sveitin verður svo með miðnæturdansleik í Breiðinni á Akranesi annað kvöld. HROLLVEKJUKVIKMYNDIR hafa farið marga hringi í tímans rás, enda tilheyra þær kvikmynda- grein sem lýtur fastmótaðri lög- málum en margar aðrar. Þannig felst stór hluti skemmtigildis hroll- vekjuáhorfs í því að fylgjast með hvernig farið er eftir settum frá- sagnarreglum, og um leið reynt að snúa út úr þeim, koma með óvænt útspil eða leika á væntingar áhorf- andans. Áskorunin felst sem sagt í því að ná að láta áhorfandanum bregða og hrella hann þrátt fyrir að hann setjist í bíósætið vel brynj- aður fyrir þeim leik sem fer í hönd. Eftir að Wes Craven sneri hroll- vekjugreininni upp í sjálfsvísandi póstmódernisma með Scream- syrpunni, hefur hún verið í hálf- gerðum vanda. Hvernig er hægt að gera eitthvað nýtt og frumlegt þeg- ar sjálfar söguhetjur hrollvekj- unnar eru farnar að stafa lögmál greinarinnar ofan í áhorfendur jafnóðum og morðinginn lætur til skarar skríða? Þar með hefur áhorfandinn verið færður í vits- munalega fjarlægð frá hryllingnum, settur á háan hest andspænis kunn- uglegri formúlunni sem farin er að snúast um sjálfa sig og það að skil- greina frekar en að láta hræða sig. Svo virðist sem þeir sem glíma við hið lífseiga hrollvekjuform hafi snúið vörn upp í sókn og reyni nú sem mest þeir mega að rífa áhorf- andann niður úr dómarasætinu með því að höfða beint til líkamlegra kúgunarviðbragða. Nú er mál að hafa hrollvekjurnar nógu blóðugar, sargandi sadískar og sláturhúss- kenndar til þess að tryggja áþreif- anleg viðbrögð áhorfandans. Raðmorðinga-kviðristumyndin Sarg (Saw) gerði þetta með stæl er hún sló óvænt í gegn í fyrra og er ljóst að Íslandsvinurinn Eli Roth er að leika þann leik með slátur- hrollvekjunni Hostel. Í þessum myndum ræður nokkurs konar sadó-níhílismi ríkjum, spillt og úr- kynjuð mannskepnan er sett í eins andstyggilegar og örvæntingafullar aðstæður og hægt er að hugsa sér, og áhorfandanum boðið að fylgjast með glaðhlakkalegri slátrun morð- ingjans á fórnarlambinu með til- heyrandi kjöttætlum, beinabrestum og síðast en ekki síst langvinnum skelfingarópum. Í Sarg-myndunum er það illi strengjabrúðumeistarinn Jigsaw sem ræður för, og gerir sér að leik að kanna hversu langt mann- skepnan geti gengið í sjálfsbjarg- arviðleitninni við að losa sig út úr prísund morðingjans, jafnvel þótt það kosti að saga af sér útlimi eða drepa samherja sína. Aðstandendur Sargs voru ekki lengi að svala blóð- þorsta áhorfenda eftir velgengni fyrri myndarinnar, og í Sargi 2 er hið sama uppi á teningnum. Mynd- in hefst á sérlega kvikindislegu morðatriði, sem tekur af allan vafa um að framhaldsmyndin geti bætt um betur þegar kemur að frum- legum sadískum dauðagildrum. Þeir sem nutu Sargs 1 munu ef- laust ekki verða fyrir vonbrigðum með framhaldið. En hafi maður ekki nógu gaman af því að fylgjast með dauðastríði örvæntingarfullra fórnarlamba er hins vegar lítið upp úr myndinni að hafa, því viðleitnin við að byggja upp sálfræðilega drifnar sögupersónur og myrka undirheimastemmningu er aðeins að nafninu til. Þegar á líður verður myndin lítið annað en endurspilun á Hannibal Lecters og kattar-músar klisjum með aðaláherslu á að upp- fylla væntingar áhorfenda um últra-sadisma og búa í haginn fyrir fleiri framhaldsmyndir. Sarg 2 er í raun bara næsti bær við kvalalost- afulla veruleikasjónvarpsþætti á borð við Mörk óttans (Fear Factor) nema hér er notað talsvert meira af latexi og gerviblóði. Sláturtíð í bíóhúsum KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó og Borgarbíó Sarg 2 (Saw 2)  Leikstjórn: Darren Lynn Bousman. Aðal- hlutverk: Donnie Wahlberg, Tobin Bell og Dina Meyer. Bandaríkin, 91 mín. Heiða Jóhannsdóttir „Sarg 2 er í raun bara næsti bær við kvalalostafulla veruleikasjónvarps- þætti á borð við Mörk óttans, nema að hér er notað talsvert meira af latexi og gerviblóði,“ segir meðal annars í umsögn gagnrýnanda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.