Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 61
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir Halda skemmta . Húsið opnað kl. 22 frítt inn til miðnættis. Uppákomur Bókabúð Máls og menningar | Verk Hug- leiks Dagssonar úr hans nýjustu bók Bjarg- ið okkur verða til sýnis í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi. Sýningin hefst kl. 17 og mun Benni Hemm Hemm spila nokkur lög við það tækifæri. Heyrst hefur að Hug- leikur muni sjálfur koma fram með Benna Hemm Hemm. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fyrirlestrar og fundir Samtökin ’78 | Opinn fundur í félagsheim- ili Samtakanna á Laugavegi 3, 10. des. kl. 14. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsæt- isráðuneyti, Þorvaldur Kristinsson, fulltrúi Samtakanna ’78 í nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra, og Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu, kynna fram komið frumvarp ríkisstjórnar- innar um réttarstöðu samkynhneigðra og svara spurningum. Fréttir og tilkynningar Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 9. desember er 52268. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 61 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, söng- stund við píanóið að því loknu. Ath. hádegismatur frá kl. 12–13, miðdegis- kaffi kl. 15. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Jólabingó kl.13.30. Veglegir vinningar. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Bústaðakirkja | Jólafundur kven- félags Bústaðasóknar verður 12. des. kl. 19.15, skemmtiatriði og matur. Skráning í símum: Lilja: 568 1568 / 898 1568 og Guðríður: 568 5834 / 848 9072. Skráning fyrir 6. des. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Jólaferð mánudags- kvenna 12. des. Jólaferð hverfisins 13. des. Nokkrir miðar til á Vínarhljóm- leikana. Uppl. í síma 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- ventustund verður laugardaginn 10. des. kl. 15–17 í Stangarhyl 4. Hug- vekju flytur séra Guðmundur Þor- steinsson, upplestur Björn G. Eiríks- son , barnakór syngur jólalög, Anna H. Norðfjörð flytur jólahugleiðingu, jólalög sungin við undirleik Sigurðar Jónssonar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Eldri borgarar og öryrkjar efna til göngu og útifundar föstudag 9. des. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 16.30 og útifundur á Austurvelli hefst kl. 17. Skólahljómsveit Kópavogs fer fyrir göngunni. Flutt verða ávörp og for- seta Alþingis afhent áskorun til stjórnvalda. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.15 boccia, kl. 10 spænska, kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband, rósamálun o.m.fl. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Strætó S4 og 12 stansa við Gerðuberg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720 og www.gerdu- berg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna. Út- skurður. Baðþjónusta, Fótaaðgerð (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádegis- matur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 Kaffi. Jólabingó kl. 14. Ýmsir góðir vinning- ar.Veislukaffi. Barnabörnin velkomin. Hraunbær 105 | Óvissu- og jóla- ljósaferð 13. des. Farið frá Hraunbæ kl. 11. Jólagrautur og kaffi á Hafinu bláa. Síðan haldið í Hveragerðiskirkju og þaðan til Reykjavíkur og jólaljós og skreytingar borgarinnar skoðuð. Að lokum kaffi og aðventukringla á Aflagranda. Kr. 2000. Skráning í síma 587 2888 fyrir mán. 12. des. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13.30. Boccia kl. 13.30. Dansleikur kl. 20.30. Sighvatur Sveinsson „Hrókur alls fagnaðar“ leikur fyrir dansi. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu – postulínsmáln- ing kl. 9–12. Böðun fyrir hádegi, jóla- bingó kl. 14, vinningar, kaffi og með- læti. Fótaaðgerðir í s. 588 2320. Hársnyrting s. 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Jólahlaðborðið er í dag kl. 17. Skráningu lokið. Sími 568 3132. Vesturgata 7 | Vesturgata 7 | Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigurgeirs. Rjómaterta í kaffitímanum. Hand- verkssala verður kl. 13–16. Margt góðra muna. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, leirmótun kl. 9–13, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leirmót- un kl. 13, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Áskirkja | Jólahlaðborð kl. 19. Hug- vekja og jólasöngvar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Föndrum fyrir jólin. Fríkirkjan Kefas | Starf fyrir unglinga er á föstudagskvöldum kl. 20. Sam- komur og samverustundir sem allir unglingar eru velkomnir á. Hallgrímskirkja | Starf með öldruð- um kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Íslenski söfnuðurinn í Lundúnum | Íslensk aðventuguðsþjónusta laugar- daginn 10. des. í St. Mark’s Unitarian Church, Castel Terrace, Edinborg, EH1 2DP og hefst athöfnin klukkan 14.15. Sr. Sveinbjörn Björnsson, prest- ur í Skotlandi, mun þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Safn- aðarfólk er hvatt til að koma með eitthvert góðgæti á kaffiborðið. Keflavíkurkirkja | Heiðarskóli kemur til kirkju kl. 10.10. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Síðasta samvera kirkjuskólans fyrir jól verður í Víkurskóla laugard. 10. des. Syngjum jólalög, heyrum sögu og horfum á brúðuleikhúsið. Mætum öll og kæt- umst fyrir jólin. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbænir – og einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi á eftir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is KVENNAKÓR og Karlakór Kópa- vogs eru hér á æfingu fyrir jóla- tónleika kóranna sem verða haldnir í Digraneskirkju í kvöld kl. 20. Mörg falleg jólalög verða sungin og einnig munu kórarnir syngja saman. Kaffisala verður í hléinu á vægu verði. Miðasala við innganginn 1.500 kr. á mann en eldri borgarar fá afslátt. Frítt er inn fyrir yngstu börnin. Morgunblaðið/Golli Kórsöngur í Kópavogi Listasafnið á Akureyri Sunnudaginn 11. desember lýkur sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni, sem ber heitið Tregablandin fegurð, er ætlað að veita heilsteypt yfirlit yfir feril Helga á undanförnum árum og hefur að geyma mörg af hans áhrifamestu málverk- um, auk vatnslitamynda og skúlptúra. Sjá nánar á heimasíðu safns- ins: http://www.listasafn.akur- eyri.is. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Sýningum lýkur 33b er sýningarrými og vinnustofur myndlistamanna og tónlistarmanna að Skipholti 33b. Nafnið vísar í hús- númer, sjúkrahúsdeild, og starfs- mannaleigur og gangast meðlimir við öllum skilgreiningum. 33b er fyrir aftan Bingó í Vinabæ eða gamla Tónabíói. Hin árlega sýning vinnustofunnar verður nú um helgina. Sýnendur eru: Pétur Thomsen, Karen Ósk Sigurðar- dóttir, Arndís Gísladóttir, Sandra María Sigurðardóttir, Sigurður Breiðfjörð Jónsson, Steindór Ingi Snorrasons, Arnar Ingi Hreið- arsson, Margrét M. Norðdahl, Elísabet Stefánsdóttir og Hrund Jóhannesdóttir. Opnun er í kvöld frá kl. 20 - 23 og opið er um helgina frá 14 - 18. Í boði er tónlist og myndlist en í hópnum eru myndlistamenn af sitt- hverju sauðahúsinu innan geirans t.a.m. í ljósmyndun, tónlist, mynd- verkum og gerningum. Á sýning- unni gefur m.a. að líta hringstiga úr efnisströngum, umhverfishljóð frá Sri Lanka, aðflutt landslag á Kárahnjúkum, glitrandi blúndu- málverk, gígantísk portrett, krón- ískar teikningar og tónsmíðar á heimsmælikvarða. Og að sjálfsögðu eru veitingar í boði eftir stemmn- ingu hvert sinnið. Vinnustofusýning 33b Í TILEFNI af því að í ár eru 50 ár liðin frá ótíma- bæru andláti altó- saxófónleikarans og bebop-frum- kvöðulsins Charlie Parker efnir kvartett Sigurðar Flosa- sonar til minningar- tónleika um þennan meistara. Tónleikarnir verða á Café Rosenberg, Lækjargötu, á laugardag kl. 16–18 Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á altó-saxófón, þeir Ey- þór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Sérstakur gestur verður altó-saxófónleikarinn Benjamin Koppel, en hann er einn fremsti altósaxófónleikari Dana. „Norrænir vopnabræður munu sem sagt sameinast í dagskrá tileinkaðri fuglinum sem flaug fjaðralaus. Flest lögin sem flutt verða eru eftir Charl- ie Parker, en einnig kunna að fljóta með örfáir standardar sem honum var sérstaklega annt um. Þeir sem eru í þörf fyrir aukið jólastress eru sérstaklega hvattir til að mæta og eyða ófriðsælum eftir- miðdegi með kvartettinum, Benjam- in og bebop-tónlist eins af helstu snillingum djasssögunnar,“ segir Sigurður Flosason. Minnast Charlie Parker GLJÚFRASTEINN stendur fyrir sýningu í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk nób- elsverðlaunin í Stokkhólmi. Sýn- ingin verður opn- uð með fjöl- breyttri dagskrá á morgun. Dag- skráin hefst kl. 11 og stendur til kl. 22 þar sem úr- val listamanna kemur fram. Meðal þess sem sýnt verður á sýningunni í Þjóð- menningarhúsinu er kjóll Auðar Laxness sem hún klæddist við nób- elsverðlaunaafhendinguna 1955, borðbúnaður frá Nóbelssafninu í Svíþjóð, mynd Ósvaldar Knudsen og nóbelsverðlaunin sjálf. Þjóðmenningarhúsið verður opið upp á gátt allan laugardaginn og verður komið fyrir kaffihúsi í bóka- salnum þar sem hátíðardagskráin fer fram. Aðgangur er ókeypis. Laxnesssýning í Þjóðmenningarhúsinu Halldór Laxness gljufrasteinn.is GARÐBÆINGURINN Garðar Jök- ulsson verður með sýningu á verk- um sínum á Garðatorgi í desember. Sýningin verður haldin inni á ,,nýja torginu“, gengið inn við hliðina á turninum. Garðar opnaði sýn- inguna laugardaginn 3. desember sl. þegar ljósin voru tendruð á jóla- trénu á Garðatorgi. Garðar er ekki óvanur því að sýna verk sín á óhefðbundnum sýn- ingarstöðum þar sem almenningur á leið um enda segist hann alla tíð hafa málað fyrir fólkið og vilja færa listina til fólksins. Garðar mun sýna verk sín á Garðatorgi frá fimmtudegi til laug- ardags í desember. Öllum er vel- komið að líta inn. Sýningin er hald- in í samstarfi við Garðabæ. Garðar Jökulsson sýnir á Garðatorgi TVENNIR aðventutónleikar verða haldnir í Skálholtskirkju á morgun. Þar koma fram Skál- holtskórinn og Barna- og kamm- erkór Biskupstungna ásamt ein- söngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýssyni, hörpuleikaranum Monicu Abendroth og strengja- sveit undir stjórn Hjörleifs Vals- sonar. Organleikari er Kári Þor- mar og stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Tónleikarnir eru kl. 17 og kl. 20. Að vanda verður frumflutt nýtt jólalag Skálholts eftir tónskáld af heimaslóðum og er það í þetta sinn eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson úr Laugarási. Aðventutónleikar í Skálholti hafa unnið sér sess á undan- förnum árum í friðsælli umgjörð Skálholtsstaðar. Einsöngvarar með Skálholtskórnum hafa verið margir af virtustu tónlistar- mönnum landsins og hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verið fastagestur kóranna á aðventu- tónleikum og í kórferðalögum um árabil. Aðventutónleikar í Skálholtskirkju BERGUR Thorberg verður á ferð- inni á Akureyri um helgina og sýnir málverk máluð með kaffi á striga á Glerártorgi og á Kaffi Amor við Ráðhústorg. Eins og mörgum er kunnugt er vinnuferlið hjá Bergi all- sérstakt þar sem hann vinnur verkin sín öll á hvolfi og snertir ekki strig- ann og notar síðan kaffi sem lit þeg- ar hann vinnur þau. Hann verður alla helgina á báðum þessum stöðum og sýnir fólki hvernig hann vinnur verkin. Kaffi- málverk á Akureyri www.thorberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.