Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 27
MINNSTAÐUR
Fluguhnýtingarsett
fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna
Jólatilboð kr. 7.990.-
Fluguveiðisett frá REDINGTON
allt í einum pakka
Jólatilboð
verð frá kr. 11.990.-
Meðlagsgreiðendur!
Meðlagsgreiðendur, vinsamlega
gerið skil hið fyrsta og forðist
vexti og kostnað.
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0111-26-504700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
AUSTURLAND
Egilsstaðir | Bæjarstjórinn á Fljóts-
dalshéraði, Eiríkur Bj. Björg-
vinsson, datt í lukkupottinn í liðinni
viku, þegar honum áskotnaðist árit-
uð keppnistreyja af Eiði Smára Guð-
johnsen. Á sveitarfélagaþingi á dög-
unum setti Eiríkur, sem er vel
liðtækur knattspyrnumaður og
menntaður í þýskum íþróttaháskóla,
eins og aðrir sveitarstjórnarmenn
nafnið sitt í verðlaunapott og var
dreginn út. Það er Íslandsbanki sem
gefur treyjuna.
„Þessi vika er búin að vera ótrú-
leg, því þetta er þriðji vinningurinn
minn, þrátt fyrir að þessi sé nú sá
stærsti,“ sagði Eiríkur við móttöku
treyjunnar. „Við í tippgrúppunni
fengum 13 rétta um síðustu helgi og
þar voru rétt rúmlega 100 þúsund
krónur. Svo erum við í rauðvíns-
klúbbi og unnum nokkrar vín-
flöskur. Svo nú er að sjá hvað kemur
næst.“
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Heppinn bæjarstjóri F.v. Helgi Kjærnested Sjóvá, Eydís Bjarnadóttir Íslandsbanka, Eiríkur Bj. Björgvinsson bæj-
arstjóri, Elísabet Benediktsdóttir útibússtjóri, Edda Egilsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir, báðar hjá Íslandsbanka.
Bæjarstjóri dettur í lukkupottinn
Reyðarfjörður | Heilsurækt-
arkeðjan Iceland Spa & Fitness hef-
ur opnað fimmtu líkamsræktarstöð
keðjunnar á Reyðarfirði.
Stöðin er í nýju 260 fermetra hús-
næði sem byggt hefur verið við
íþróttahúsið, en sameiginleg notkun
verður á búningsklefum og heitum
potti. Verkfræðistofan Hönnun sá
um hönnun og stjórnun byggingar
en byggingarverktaki var Aust-
urverk á Djúpavogi.
Í tækjasalnum er hátt til lofts og
vítt til veggja og er hann búinn nýj-
um og fjölbreyttum tækjum.
Áhersla verður lögð m.a. á spinning,
þolfimi og jóga og að sögn Sævars
Péturssonar hefur verið ráðinn
þjálfari til að koma af stað svoköll-
uðu Boot Camp í janúar en það pró-
gram er mjög strangt og agað.
Rekstrarstjóri heilsuræktarstöðv-
arinnar á Reyðarfirði verður Hrafn-
hildur M. Geirsdóttir og auk hennar
verða þrír starfsmenn og tveir til
þrír einkaþjálfarar. Til áramóta
verður stöðin opin virka daga kl 6.30
til 14.30 og 16.00 til 21.00. Lokað
verður á laugardögum en opið á
sunnudögum kl. 15.00 til 18.00.
Samkeppni um nafn á stöðinni
verður allan desember og getur fólk
komið tillögum sínum á framfæri á
þeim tíma sem opið er.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Kroppurinn ræktaður Iceland Spa & Fitness opnar nýja stöð á Reyðarfirði.
Ný líkamsræktar-
stöð á Reyðarfirði
Slökkviliðsæfing | Á vefnum
borgarfjordureystri.is segir frá æf-
ingu slökkviliðsins á staðnum:
Slökkvilið Borgarfjarðar er í mikilli
sókn og nú hefur Óli Hall tekið við
sem slökkviliðsstjóri. 112 hringdi til
æfingar kl. 20.00 og var mæting góð.
Byrjað var á því að fara í nýju fínu
gallana og glænýju extra fínu stíg-
vélin. Síðan var stigið upp í nýja
flotta slökkvibílinn okkar og brunað
á hraða ljóssins að brunahananum
hjá Melstað þar sem allt var tengt
og sprautað út í loftið. Þótti þetta
takast með eindæmum vel og er ekki
vitað um neinn eld í öllum Borg-
arfjarðarhreppi.
Reyndar kviknaði í vindlinum
hans Helga Hlyns en hann slökkti í
honum sjálfur.
Bankastræti 3 • S. 551 3635
www.stella.is
Ítalskar förðunarvörur
í heimsklassa