Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 24
„Náunginn í næstu gröf er af sjaldgæfri tegund skáldsagna: fyndin ástarsaga. Meira að segja drepfyndin á köflum ... Yndisleg saga.“ Silja Aðalsteinsdóttir á tmm.is Ástin í kýrhausnum „Dásamleg bók“ Västmanlands Nyheter „Bókin er perla“ Stocholms Tidningen „Brjálæðislega skemmtileg“ Aftonbladet HÁLF MILLJÓNEINTAKA SELDÍ SVÍÞJÓÐ Akureyri | Slökkvilið Akureyr- ar fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir en þann 6. des- ember sl. var öld liðin frá því að bæjarstjórn Akureyrar skipaði fyrsta slökkviliðsstjóra bæj- arins. Í tilefni þessara tímamóta stóðu starfsmenn slökkviliðsins fyrir uppákomum í bænum og í höfuðstöðvunum við Árstíg. Fjöldi fólks lagði leið sína á slökkvistöðina og þessi ungi drengur fékk meira að segja að máta slökkviliðsbúning og tók sig bara vel út. Ný vefsíða, slokkvilid.is var opnuð og slökkviliðinu bárust gjafir og kveðjur í tilefni tímamótanna. Morgunblaðið/Kristján Ungur slökkviliðsmaður Afmæli Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Mannaskipti | Upplýsinga- og kynning- arfulltrúi Austurbyggðar, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, lætur af störfum í febr- úarbyrjun á næsta ári og heldur í heimahaga sína í Húnaþingi til að taka þar við stöðu framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands. Þá er Jón Björn Hákonarson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Fjarðabyggðar, einnig að hætta, en hann tekur við starfi sölustjóra Landsbanka Íslands á Austurlandi um nk. áramót. Austurbyggð og Fjarðabyggð sam- einast ásamt Mjóafjarðarhreppi nk. vor í eitt sveitarfélag og segir Jón Björn að hugað verði að ráðningu upplýsinga- og kynning- arfulltrúa fyrir sveitarfélagið næsta vor, en starfið geti þó breyst eitthvað að innviðum.    Sveitarfélagið Vogar | Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur samþykkt að óska eftir því að nafni sveitarfélagisins verði breytt. Nafnið verði Sveitarfélagið Vogar enda hefur hreppsnefndin áður sam- þykkt að óska eftir því að hreppsfélaginu verði breytt í bæjarfélag. Sveitarstjóri mun undirbúa umsóknina og leita álits Örnefnastofnunar.    Talið er að slíkir borðar hafi lengri lífdaga en axl- arborðinn þar sem ekki þarf að taka hann af þeg- ar farið er úr útifatn- aðinum. Samhliða þessari sendingu til allra 6 ára barna í landinu er einnig árlega framleitt stórt veggspjald sem sent er í Skátahreyfingin hef-ur nú dreift tilallra 6 ára barna í landinu endurskinsborða ásamt sérstöku riti um öryggi barna í umferð- inni. Jafnframt fylgja hverju blaði tveir lím- miðar til að líma í rúður bifreiða sem áminning um að keyra á réttum hraða. Þetta er 15. árið sem skátarnir vinna þetta verkefni undir heitinu Látum ljós okkar skína og hefur því á þessum tíma verið dreift um 70 þúsund endurskins- borðum til barna í land- inu. Í áratug var dreift endurskinsborða sem lá yfir axlir barnanna en nú hafa verið útbúnir vand- aðir upphandleggs- endurskinsborðar með frönskum lás og fær hvert barn 2 borða senda. alla grunnskóla landsins og setja flestir það upp til að minna börnin og for- eldra þeirra á mikilvægi þess að bera endurskins- merki í svartasta skamm- deginu, en það er marg- sannað að það dregur verulega úr slysum á gangandi vegfarendum. Endurskinsborði til 6 ára barna Pétur Stefánssonyrkir um erfið-leika Samfylking- arinnar sem talsvert hafa verið í fréttum: Solla fer með röfl og rex í ræðustól að tala; Samfylkingar vandinn vex og vinsældirnar dala. Einar Kolbeinsson bætir við: Ingibjörg sem átti þrótt, undan hefur slegið, og syngur nú í svefninn rótt, samfylkingargreyið. Gylfi Þorkelsson and- mælir: Ingibjörg með eðlisþrótt eflir landsins dáðir. Íhald hrjáir alkunn sótt. Alltaf klíkum háðir. Pétur Stefánsson svarar: Afneitun er ekki góð, allt er í lögmál vafið. Samfylkingar sólin rjóð, sígur í gleymskuhafið. Kveðið um vinsældir pebl@mbl.is Hvammstangi | Ungmennafélagið Kor- mákur á Hvammstanga heldur upp á 50 ára afmæli sitt með fjölskyldusamveru nú um helgina. Dagskráin hefst á spark- velli við Grunnskólann kl. 14 á laug- ardag, 10. desember, en þar reyna með sér mismunandi ungir og reyndir, þreyttir og þungir íþróttamenn. Þá verð- ur dagskrá í Íþróttamiðstöðinni Hvammstanga kl. 15 og kl. 17 verður öll- um sem vilja boðið í sund með léttu ívafi. Fólk er hvatt til að dusta rykið af gömlu sundfötunum sínum. Um kvöldið, kl. 21, hefst hátíðardagskrá í félags- heimilinu. Horft verður yfir farin veg, stiklað á þeim steinum sem standa upp úr í sögu félagsins og fjöldi mynda sýnd- ur. Björgunarsveitin Káraborg fer svo síðar um kvöldið, kl. 23, um svæðið með braki, brestum og leifturljósum og sýnir hvað í vændum er um áramót. Hátíðinni lýkur með fjölskyldumessu á sunnudag kl. 11 og munu ungmennafélagar að- stoða við þjónustuna. Kormákur 50 ára Þingeyjarsveit | Mikill áhugi er meðal fasteigna- og lóðareigenda í Fnjóskadal fyrir hugmyndum um „Reykjaveitu“, þ.e. hitaveitu frá Reykjum í Fnjóskadal til Grenivíkur. Fjölmenni mætti á kynning- arfund um málið á Illugastöðum í fyrra- kvöld, en hátt í 100 manns voru á fund- inum. Framsögumenn voru Sigurður Hermannsson, frá Norðurorku, Árni S. Sigurðsson, frá Verkfræðistofu Norður- lands, Benedikt Guðmundsson frá Orku- stofnun og Þórunn Jónsdóttir frá Þing- eyjarsveit. Gerður var góður rómur að máli þeirra og þeir fundarmenn sem tóku til máls við umræður voru allir stuðnings- menn þessarar framkvæmdar. Ýmsar gagnlegar ábendingar og spurningar komu fram sem teknar verða til greina við næstu skref í málinu sem eru þau meðal annars að ákveða þarf legu stofn- lagnar og fleira. Þegar endanlegar ákvarðanir liggja fyrir verða eigendum fasteigna og lóða sendar niðurstöður og kallað eftir afstöðu þeirra varðandi þátttöku. En miðað við undirtektir fundarmanna í gærkvöldi má gera ráð fyrir að flestir muni taka hita- veitu á svæðinu enda er það meginfor- senda fyrir framkvæmdinni. Vonir standa til að endanleg ákvörðun geti legið fyrir á næstu mánuðum segir á vef sveitarfé- lagsins, thingeyjarsveit.is. Mikill áhugi á Reykjaveitu ♦♦♦ HÉÐAN OG ÞAÐAN Þúsundasti íbúinn | Samkvæmt íbúaskrá Vatnsleysustrandarhrepps eru íbúar nú orðnir þúsund. Íbúi númer 1.000 er samkvæmt bókun hreppsins Alexandra Líf Ingþórsdóttir sem fæddist 10. nóv- ember 2005. Hreppsnefnd hefur ákveðið að færa hin- um nýja íbúa glaðning í tilefni tímamót- anna.    Háskólinn mikilvægur | Á fundi bæjar- ráðs Akureyrar í gær var lögð fram nið- urstaða úr samanburði á íslenskum háskól- um 2003-2004. Í bókun bæjarráðs kemur m.a. fram að bæjarstjórn hafi margsinnis á undanförnum árum ályktað um mikilvægi Háskólans á Akureyri fyrir þróun og efl- ingu bæjarfélagsins. Tilvist og viðgangur skólans skiptir afar miklu fyrir þróun og viðgang alls samfélagsins við Eyjafjörð, Norðurland allt og fyrir menntunarmögu- leika fólks á landsbyggðinni almennt. Í ljósi niðurstaðna ofangreinds samanburðar Rík- isendurskoðunar ítrekar bæjarráð fyrri yf- irlýsingar og ábendingar um mikilvægi skólans. Skorað er á ríkisstjórn og Alþingi að tryggja að skólinn beri ekki skarðan hlut frá borði í fjárveitingum svo hann geti stað- ið undir því mikilvæga hlutverki sem hann gegnir nú þegar og þeim væntingum sem til hans eru gerðar í framtíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.