Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn platar alla í kringum sig með
sínu hrífandi brosi, hið innra kraumar
reiðin yfir einhverju sem gerðist fyrir
mörgum mánuðum hins vegar með hon-
um. Gufubað hjálpar hrútnum við að
leysa upp og sleppa gamalli bræði.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Himintunglin magna kappsemi nautsins.
Fólk með látalæti er á hverju strái, en
allir vita að nautið er ekta. Það kemur
ekkert í staðinn fyrir það. Láttu ljós þitt
skína.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn telur að eitthvað sé á seyði, en
hið gagnstæða er líklega raunin. Ef hann
er til í að spá í hvort hann hafi hugsan-
lega rangt fyrir sér, er hugurinn nógu
opinn til þess að þekkja og meðtaka
sannleikann ef hann birtist.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn lætur sefast af ljóðum og söng,
þótt merkingin sé ekki endilega ljós.
Færri hugsanir og fleiri tilfinningar eru
það sem þarf.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hinn skipulagði, beinskeytti og skilvirki
máti sem ljónið notar í samskiptum við
aðra virkar hugsanlega sem stjórnsemi á
einhvern. Reyndu að gefa fyrirmæli á
mjúkan, nærgætinn hátt. Árangurinn
verður mun betri.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan þýtur um á hraðanum sem hún á
að venjast, á meðan aðrir (sem eru á
jafnháum launum) slæpast. Það órétt-
læti verður leiðrétt innan tíðar. Láttu
ráðvendnina lýsa veginn.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Finnst þér þú vera að drukkna? Nú
veistu hvaða tilgangi sundkennsla þjón-
ar. Ekki missa stjórn á þér. Andaðu að
þér, slakaðu á, láttu þig fljóta. Leyfðu
því sem hræðir þig að vagga þér til og
frá. Næsta skref verður ljóst innan tíðar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Trúverðugleiki í samskiptum er hæfi-
leiki. Þú kannt að heiðra aðra með at-
hygli þinni og virðingu og með því
kemstu inn í hóp álíka vinsamlegra
manneskja.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Rétt byrjun er besta leiðin til þess að
stilla sig saman við umhverfið. Göngu-
ferð í morgunsárið hreinsar blóðið og
slær ánægjulegan tón fyrir daginn í
heild.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Að treysta á stuðning og liðveislu ann-
arra er dulin blessun. Þú lækkar varnar-
vegginn og aðrir vilja annast þig fyrir
vikið. Ný tengsl við mannkynið verða til í
hjarta þínu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Máttur vatnsberans er falinn í getu hans
til þess að átta sig nákvæmlega á að-
stæðum. Honum finnst sem hann sé að
spila ákafan, sálfræðilegan póker. Góðu
fréttirnar eru þær að hann veit hvenær á
að spila og hvenær segja pass.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Hið óvænta liggur í loftinu. Bjöllur, suð
og plathringingar hræða úr fisknum líf-
tóruna, en allir vita hversu rólegur og
markviss hann getur verið á ögurstundu.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Mars (framkvæmdaorka)
hefur farið afturábak í sól-
kerfinu frá því 1. október,
en hreyfist áfram frá og með deginum í
dag. Þar með á leiðin fyrir metnaðarfullt
framtak, ákafa iðjusemi og knýjandi þrá
að vera greið. Þeir sem hafa verið ómark-
vissir á síðustu mánuðum finna loks eitt-
hvað eða einhvern sem þeim þykir
ástæða til þess að elta.
Tónlist
Grand rokk | Tónleikar með Reykjavík!
Hairdoctor og Ben Frost kl. 23 … og þér er
boðið!
Háteigskirkja | Jólatónleikar sönghópsins
Hljómeykis verða kl. 20. Á efnisskrá er
fjölbreytt jólatónlist frá ýmsum löndum.
Stjórnandi Hljómeykis er Marteinn H. Frið-
riksson.
Digraneskirkja | Kvennakór og Karlakór
Kópavogs efna til jólatónleika kl. 20.
Listaháskóli Íslands | Jólatónleikar í
Skemmtihúsinu kl. 20. Brahms píanó-
kvintett: Matthildur Anna Gísladóttir, Gróa
Margrét Valdimarsdóttir, Geirþrúður Ása
Guðjónsdóttir, Auður Agla Óladóttir og
Þorbjörg Daphne Hall. Beethoven
strengjakvarett: Eygló Dóra Davíðsdóttir,
Björk Óskardóttir, Bjarni Frímann Bjarna-
son og Þorgerður Hall.
Valhöll, Eskifirði | Hjálmarnir í kvöld kl.
23. Forsala í verslunum Skífunnar og BT út
um allt land, hjá Kalla litla á Eskifirði og á
midi.is.
Myndlist
101 gallery | Jólasýning til 6. jan.
Artótek Grófarhúsi | Sýning á verkum
Bjargar Þorsteinsdóttur til áramóta.
Aurum | Ásta Júlía Guðjónsdóttir, sýnir til
17. des. Opið mán-fös. 10–18 og lau. 11–16.
BV Rammastúdíó innrömmun | Guð-
munda H. Jóhannesdóttir með sýningu á
vatnslitamyndum til jóla. Opið kl. 10–18
virka daga, 11–14 laugardaga.
Café Babalu | Claudia Mrugowski – Even if
tomorrow is not granted, I plant my tree –
á Skólavörðustíg 22a. (www.Mobileart.de)
Café Karólína | Jón Laxdal Halldórsson. Á
sýningunni gefur að líta verk unnin að
mestu upp úr ljóðum sem birst hafa í Les-
bók Morgunblaðsins auk einnar eldhús-
skúffu. Til 6. janúar 2006.
Gallerí BOX | Jón Sæmundur Auðarson
sýnir verk sín til 18. des. Opið fim.–lau. frá
14–17.
Gallerí Húnoghún | Soffía Sæmundsdóttir
til 5. jan.
Gallerí I8 | Þór Vigfússon til 23. des.
Gallerí Sævars Karls | Sex myndlistar-
konur verða með samsýningu í desember.
Hrund Jóhannesdóttir, Hlaðgerður Íris
Björnsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín
Helga Káradóttir, Margrét M. Norðdahl og
Ólöf Björg Björnsdóttir.
Gerðuberg | Eggert Magnússon til 9. jan.
GUK+ | Hartmut Stockter til 16. jan.
Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. desember.
Hallgrímskirkja | Kristín Gunnlaugsdóttir
og Margrét Jónsdóttir til febrúarloka.
Handverk og hönnun | Allir fá þá eitthvað
fallegt … í Aðalstræti 12. Þetta er sölusýn-
ing þar sem 39 aðilar sýna íslenskt hand-
verk og listiðnað úr fjölbreyttu hráefni. Til
20. des. Aðgangur ókeypis.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýning-
una Týnda fiðrildið til loka apríl 2006.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýn-
ing.
Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið-
jónsson til 23. des.
Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist II –
Um rými og frásögn. Sýning á verkum 13
ísl. samtímalistamanna. Til 12. febrúar
2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Bernd Koberling til 22. janúar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð-
rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til
23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Gest-
um boðið til skyndikynna við listamann í
tengslum við sýninguna Aðföng Listasafns
Reykjavíkur 2002–2005. Að þessu sinni
er það Gabríela Friðriksdóttir sem kynnir
verk sitt gestum kl. 12.10. Kynning Gabríelu
tekur um 20 mínútur en að henni lokinni
býður kaffiterían upp á léttan hádegisverð.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Listasmiðjan Þórsmörk, Neskaupstað |
10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Eg-
ilsstaðaflugvelli. Til jan.
Listhús Ófeigs | Dýrfinna Torfadóttir, Rósa
Helgadóttir, Þorbjörg Valdimarsdóttir til
ársloka.
Norræna húsið | Ósýnileiki: Jonas Wilén,
Henrika Lax og Annukka Turakka til 18.
des.
Nýlistasafnið | Snorri Ásmundsson til 19.
desember.
Ráðhús Reykjavíkur | Helga Birgisdóttir –
Gegga. Málverkasýning sem stendur til
áramóta.
Ráin, Keflavík | Erla Magna er með sýn-
ingu undir heitinu RÝMI til 15. desember.
Safn | Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir, Krist-
inn E. Hrafnsson – Stöðug óvissa, Jón Lax-
dal – Tilraun um mann. Opið mið.–fös. 14–
18, lau.-sun. 14–17. Til 11. des.
Skaftfell | Rúna Þorkelsdóttir – Postcards
to Iceland. Opið mán.–föst. 13–16, sun. 15–
18.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Jólasýning Lóu og Hulla er mynd-
listarsýning með jólaþema. Hér eru tveir
myndasöguhöfundar af krúttkynslóðinni
að krota á veggi.
Suðsuðvestur | Þóra Sigurðardóttir og
Anne Thorseth til 11. des.
Sundlaugin í Laugardal | Ólafur Elíasson
sýnir olíulandslagsmyndir til jóla.
Yggdrasill | Tolli til 25. jan.
Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til
áramóta.
Þjóðminjasafn Íslands | Huldukonur í ís-
lenskri myndlist í Bogasal, til 28. maí. Ljós-
myndir Marco Paoluzzo í Myndasal og ljós-
myndir Péturs Thomsen í Myndasal. Til 20.
febrúar.
Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor-
grímsson til 15. des.
Söfn
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Borgar-
skjalasafn Reykjavíkur býður upp á ókeyp-
is gamaldags jólakort til að senda á vefn-
um. Skoðaðu slóðina http://www.rvk.is/
jolakort.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga nema mánudaga í
vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn,
margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Vel-
komin. www.gljufrasteinn.is
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn-
ing á samstarfsverkefnum hönnunarnema
í LHÍ og viðskiptafræðinema í HR. Verk-
efnin eru um nýjungar á sviði ferðaþjón-
ustu á Íslandi. Til 11. des.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið –
fyrstu Vestur-Íslendingarnir; mormónar
sem fluttust til Utah, Bókasalur – bók-
minjasafn, Píputau, pjötlugangur og
diggadaríum – aldarminning Lárusar Ing-
ólfssonar, og fleira. Veitingastofa, safnbúð.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands er boðið upp á fjölbreytta fræðslu
og þjónustu fyrir safngesti. Þar eru nýstár-
legar og vandaðar sýningar auk safnbúðar
og kaffihúss. Hlutverk safnsins er að auka
og miðla þekkingu á menningararfi Íslend-
inga frá landnámi til nútíma. Opið alla daga
nema mánudaga kl. 11–17.
Þjóðskjalasafn Íslands | Á lestrarsal Þjóð-
skjalasafns Íslands er sýning kl. 10–16 á
skjölum sem snerta alþingishátíðina 1930
og undirbúning hennar, á skjölum um
ágreining um uppsetningu styttunnar af
Leifi heppna, sem Bandaríkjamenn gáfu Ís-
lendingum í tilefni af afmælinu, auk gam-
alla landkynningarbæklinga.
Skemmtanir
Cafe Catalina | Garðar Garðarsson spilar
og syngur í kvöld.
Kringlukráin | Hljómsveitin Sixties spilar í
kvöld. Stuðið hefst kl. 23.
Lundinn | Hljómsveitin Smack um helgina.
SALT Lounge Bar and Restaurant |
Trúbadorin Justin Newman skapar nota-
lega stemningu fyrir gesti í Jólaveislu.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos/
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 kinnhestur,
8 hófdýrum, 9 káka,
10 gyðjuheiti, 11 mastur,
13 skyldmennið, 15 karl-
fugl, 18 moð, 21 stormur,
22 kyrra, 23 vondum,
24 afgjald af jörð.
Lóðrétt | 2 styrk, 3 lang-
loka, 4 minnast á, 5 fisk-
um, 6 eldstæðis, 7 for-
nafn, 12 háttur, 14 mó-
lendis, 15 vers, 16 reika,
17 mein, 18 skæld,
19 kút, 20 lykta.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skokk, 4 kennd, 7 riðan, 8 lúkan, 9 dæl,
11 korg, 13 enda, 14 ósinn, 15 hlóð, 17 nýta, 20 und,
22 ráman, 23 uxinn, 24 akrar, 25 lúnar.
Lóðrétt: 1 sprek, 2 orðar, 3 kind, 4 koll, 5 nakin, 6 dunda,
10 ærinn, 12 góð, 13 enn, 15 herfa, 16 ólmur, 18 ýtinn,
19 agnar, 20 unir, 21 dufl.
Innihaldið
skiptir máli