Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 53 MINNINGAR við þakka ykkur það. Guð styrki ykkur á þessum erfiðu stundum. Kæri mágur, hvíl í friði. Guðmundur A. Gunnarsson. „Hmm, krakkar mínir“ eru orð sem oft hljómuðu hjá frænda okkar sem við kveðjum núna. Hummið var það fyrsta sem við sögðum þegar við ákváðum að setj- ast niður og heiðra minningu þína með nokkrum orðum. Hummið þitt mun alltaf lifa innst með okkur og vekur alltaf bros á vörum okkar þeg- ar við minnumst þess. Nú ertu farinn frá okkur elsku Kalli, allt of snemma, en samt sem áður ertu mjög svo lifandi í huga okkar vegna sérstöðu þinnar og bæt- ir það til muna tilveru okkar þeirra sem á eftir þér sjáum. Við minnumst alltaf þess hvernig var að koma heim til þín, niður í Markland, hvort sem var í heimsókn eða til þess að læra. Matseðillinn var ávallt svipaður og líkaði okkur hann vel ásamt því að fá að fikta í stólnum þínum. Garðurinn þinn var nú aldrei vel hirtur en segja má með sanni að þú hafir frekar ræktað hugann held- ur en gróðurinn. Vindlalyktin sveip- aði vinalegum blæ yfir námsefnið, yfirleitt stærðfræði. Þú kenndir okk- ur ekki einungis fræði úr bókum heldur sýndir okkur einnig marga góða kosti í þínu fari, sem við mun- um ávallt hafa að leiðarljósi. Við munum alltaf eftir því hversu gaman var að koma í vinnuna hjá þér niðri við Austurvöll. Eftir töluverða göngu í gegnum völundarhús, fund- um við þig yfirleitt á skrifstofunni sem var þakin allskonar bókum og blöðum. Inn á milli sast þú upptek- inn við þína iðju. Oft var okkur svo boðið á Kökuhúsið við hliðina á, þar sem þú bauðst upp á veitingar. Kynni þín við Hrafnhildi og fjöl- skyldu hennar var mikið lán, en þar kom til sögunnar einstaklega hjartahlý kona og gott fólk. Við er- um mjög ánægð með hlutskipti þitt í þeim málum og erum við Hrafnhildi að eilífu þakklát fyrir þann stuðning, styrk og ástúð sem hún hefur veitt þér. Ómetanlegt, takk Habba. Orð sem lýstu þér sem best – hjartagóður, göfugur, yfirvegaður, þrautseigur, áræðinn og kíminn. Við munum ávallt minnast þín í huga okkar og hugsa til þeirra góðu stunda sem þú gafst okkur með nær- veru þinni. Vonum við að þú munir fylgjast með okkur öllum og halda áfram að veita styrk í gegnum líf okkar. Takk fyrir okkur, takk fyrir allt, við söknum þín, Friðrik Örn, Eva Dögg og Brynjar Freyr. Karl Markús Bender lauk prófi í rafmagnsverkfræði við Háskóla Ís- lands árið 1974 og framhaldsnámi við Tækniháskólann í Kaupmanna- höfn árið 1977. Að því loknu hóf hann störf hjá Pósti og síma, fyrst sem verkfræðingur á radíóleiðadeild. Framundan voru tímar mikilla breytinga og framfara á fjarskipta- sviðinu. Karl fylgdist afar vel með tækninýjungum og gerðist forystu- maður við uppbyggingu gagnaflutn- ingsþjónustu fyrirtækisins. Undir hans stjórn voru byggðar þrjár kyn- slóðir gagnaflutningsneta sem voru háhraðanetið á árunum upp úr 1990, ATM og ADSL netin þar sem upp- bygging hófst 1998. Öll hafa þessi net þjónað landsmönnum dyggilega og orðið ómissandi þáttur í lífi stórs hluta þjóðarinnar þó að fæstir geri sér grein fyrir því. Þannig háttaði einmitt um störf Karls, hann var hljóður maður og barst ekki á. Það var hins vegar einstaklega gott að leita til hans um úrlausn hvers kyns mála. Gilti þá einu hvort þau voru tæknilegs, stjórnunarlegs eða mann- legs eðlis. Karl hafði margvísleg áhugamál þar sem tækni og vísindi fóru fremst í flokki. Hann gat hrifist af mjög af snjöllum tæknilausnum og átti auðvelt með að miðla hrifn- ingu sinni. Hann fylgdist afar vel með, enda koma það í hans hlut að vera í forystu við innleiðingu margra tækninýjunga. Undir lokin starfaði Karl á Talsímsviði þar sem viðfangs- efnin voru á sviði næstu kynslóðar neta og nýrra aðferða við flutning símtala. Karl var dulur maður en góður og traustur vinur og samstarfsmaður. Öll umgengni við hann var auðveld og jákvæð og grunnt var á fáguðu skopskyni. Veikindi hans hófust að vori 2004. Hann mætti þeim af æðru- leysi, kvartaði aldrei, og breyttu þau engu um viðmót hans á vinnustað eða gagnvart samstarfsmönnum. Jafnframt komu þau lengst af ekki niður á störfum hans. Hann féll frá þann 30. nóvember sl. Við fráfall hans er stórt skarð höggvið í raðir fjarskiptasérfræðinga Símans sem vandfyllt er. Tæknileg yfirsýn og reynsla Karls var ómetanleg ásamt þekkingu hans á öllum innviðum fjarskiptakerfa Símans. Karl hafði einnig djúpa þekkingu á tölvutækni sem kom honum til góða við þann samruna tölvu- og fjarskiptatækni sem nú er efst á baugi. Á Símanum ríkir sár eftirsjá eftir Karli. Við sendum Hrafnhildi og fjöl- skyldunni innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar á sorgar- stund. Minningin lifir um góðan dreng. Samstarfsmenn á Símanum. Okkur langar í örfáum orðum að minnast vinar okkar Kalla, miðviku- daginn 30. nóv. sl. lauk 20 mánaða baráttu hans við þennan illvíga sjúk- dóm krabbamein. Hann barðist hetjulega og kvartaði ekki, með Höbbu sína sér við hlið. Kalli var yndislegur maður, hæglátur, vel gef- inn og vildi allt fyrir alla gera, frá- bær vinur sem við kynntumst kannski best í Heiðarseli í Grímsnes- inu þar sem Habba og Kalli tóku allt- af hlýlega á móti ættingjum og vin- um. Þar var gjarnan boðið til matar, Kalli var einstaklega góður á grill- inu, allt smakkaðist betur ef hann grillaði, hundarnir voru líka ánægðir með sína sérrétti. Heimili Höbbu og Kalla á Freyju- götunni var alltaf opið fyrir okkur eins og fjölmarga aðra vini þeirra. Við eigum eftir að sakna Kalla um ókomin ár og geymum allar minn- ingarnar, góðu stundirnar og þökk- um fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga fyrir vin. Elsku Habba, þú ert enn og aftur búin að sýna okkur hvað þú ert yndisleg manneskja. Megi Guð hjálpa þér í gegnum þessa miklu sorg. Elsku Habba, Agnes, Sigmundur, Sigurjón og Sara, Hrafnhildur Svala, Hekla Sif, fjölskylda Karls Markúsar Bender, og aðrir aðstand- endur. Guð geymi ykkur öll. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Jóna og Guðmundur. Karl Markús Bender var hluti af góðu samfélagi íbúa á Freyjugötu 34. Á sinn hljóðláta hátt var honum umhugað um að allt væri með góðu lagi og rétt staðið að hlutunum, reiðubúinn að leggja lið þegar á þurfti að halda. Þetta fundum við að var undirtónninn á heimili hans, enda bæði Hrafnhildur og Karl sam- hent um að gera það sem notalegast. Þegar váleg tíðindi bárust af heilsu- bresti hans héldu þau sínu striki, nutu dvalar í sumarbústað sínum í lengstu lög og nýttu hvern dag. Karl stundaði vinnu meðan stætt var og hann neytti síðustu krafta til að ganga frá sínum hlut í ákveðnum málefnum hússins sem tvísýnt var um að tækist að ljúka. Það er sökn- uður að slíkum nágranna og við von- um að við njótum nærveru Hrafn- hildar áfram og þess góða fólks sem jafnan var í kringum þau Karl. Hug- ur okkar er hjá henni í sorg og minn- ingum. Guðlaug og Þorsteinn, Alma og Óskar. Elsku kallinn hann Kalli. Mér er það mikill heiður að hafa þekkt þá góðu sál. Alltaf með þægilega nær- veru og tilbúinn að hjálpa ef þörf var á. Og „herre gud“ hvað hann reddaði mér oft út úr einhverri endalausri tölvubaráttunni. Þau voru ófá sím- tölin okkar á milli þegar frúin var að setja upp eitthvert prógrammið í nýju tölvunni. Í dag bý ég vel að þessu öllu saman og tölvan mín elskuleg vogar sér ekki einu sinni að frjósa lengur. Og ég er sannfærð um að himnafaðirinn verður orðinn tölvuvæddur innan tíðar og hver veit nema Kalli komi á beinu sambandi milli okkar jarðálfanna og englask- arans. Allt getur gerst í þessari ver- öld og þegar stórmenni eins og Kalli eru annars vegar, þá veit maður jú aldrei. Og svo var hann svo assskoti góð- ur við Höbbuna mína. Mikið hrika- lega áttu þau vel saman. Bæði jafn mátulega klikkuð og dásamleg í til- verunni. Kalli bókaði oft hótelin fyrir sína konu í gegnum netið og þau voru sko ekkert af verri endanum. Ekkert nema það flottasta fyrir frúna, og þar vorum við öll sammála. Habba mín elskuleg, þú stóðst eins og klettur með honum í þessari orrustu og fyrir það áttu heiður skil- inn. Nú votta ég þér mína dýpstu samúð, elsku kerlingin mín, og hve- nær sem að þig vantar Pollýönnu á svæðið, þá erum við báðar til þjón- ustu reiðubúnar. Og svo heimta ég Frokost í mínu boði innan tíðar. Ég sit hér í Kaupmannahöfn núna og pakka niður því helsta fyrir Ís- landsför. Auðvitað er jólabjórinn í glasi og mér er skapi næst að kveikja í vindlingi Kalla til heiðurs. En allavega, SKÁL, elsku Kalli. Habba mín og allur herskarinn, ykkur knúsa ég og votta virðingu mína þegar ég kem. Kær kveðja Hera Björk og fjölskylda í Köben. Elsku afi. Það hefur verið svo margt gaman hjá okkur. Ég vildi að þú værir ennþá hjá okkur. Þú varst alltaf svo góður, blíður og ljúfur við mig. Það var svo gaman að vera með þér uppí sumarbústað. Ég mun aldrei gleyma þér og ég skal passa ömmu Höbbu, Sölku og Grím fyrir þig. Ég elska þig. Þín Hrafnhildur Svala. Elsku afi. Takk fyrir hvað þú varst góður við mig, Hrafnhildi Svölu og Skellibjöllu. Ég mun sakna þín. Hekla Sif. HINSTA KVEÐJA Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR BERGMANN ÞORBERGSSON bifreiðastjóri, Fjarðargötu 19, Hafnarfirði, lést þriðjudaginn 29. nóvember sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hring- braut. Guð blessi ykkur öll. Unnur Bjarnadóttir, Anna Gunnarsdóttir, Jón Þór Hjaltason, Bjarni Gunnarsson, Kristín Björk Hjaltadóttir, Gunnar Bergmann Gunnarsson, Agla Hreiðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, PETRU MOGENSEN, Miðleiti 5. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunar- heimilinu Sóltúni fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ellen M. Thors, Jón Thors, Hulda G. Mogensen, Elsa Mogensen, Páll Guðmundsson, Edda Thors, Sigurður Guðjónsson, Hildur Thors, Helgi Sigurðsson, Mogens Gunnar Mogensen, Margrét Steinþórsdóttir, Guðrún Þóra Mogensen, Árni Sigurjónsson, Petra Björk Mogensen, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ELÍAS ÍVARSSON, Suðurengi 7, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 10. desember kl. 11:00. Guðrún Sveinsdóttir, Elín Jóhanna Elíasdóttir, Örn Jónsson, Ívar Hjálmar Elíasson, Ólafía Illugadóttir, Elsebeth Elena Elíasdóttir, Erwin Thomsen, Guðlaug Elíasdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Linda Elíasdóttir, Christofer R. Bowen, Eva Elíasdóttir, Ingibjörg Halla Elíasdóttir, Auðbjörg Lilja Lindberg, Karl H. Cooper, Sveinn Elíasson, Kolbrún Björnsdóttir, Elías Rúnar Elíasson, Bryndís Jónsdóttir, afa- og langafabörn. Minningarathöfn um manninn minn, föður minn, tengdaföður, fósturföður og afa, PÁL HALLGRÍMSSON fyrrv. sýslumann á Selfossi, verður haldin í Selfosskirkju laugardaginn 10. desember kl. 13.30. Jarðsett verður að Grund í Eyjafirði þriðjudaginn 13. desember kl. 13.30. Svava Steingrímsdóttir, Drífa Pálsdóttir, Gestur Steinþórsson, Kristinn Ingvarsson, Anna Hjartardóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, HELGI LOFTSSON, Krummahólum 57, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Ólöf Waage, Ingólfur Örn Helgason, Edda Bryndís Örlygsdóttir, Ævar Páll Helgason, Maribeth Ycot, Guðbjörg Helgadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, BJÖRNS KJARTANSSONAR, Fitjakoti, Kjalarnesi. Svala Árnadóttir og aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.