Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 39
fyllstu merkingu, út um allan heim.
Nú er ég búinn að vera í þessum
bransa í fimmtán ár, og það hefur
verið stanslaus gleði að fá að kynnast
söngvurum, hljómsveitarstjórum,
áheyrendum, löndum, óperuhúsum.
Fyrstu árin var ég eins og krakki á
nammidegi. En svo kom að því fyrir
nokkrum árum, að ég hægði aðeins á
ferðinni, til þess að geta litið yfir far-
inn veg, horft á framtíðina í rólegheit-
um og andað djúpt og til þess að
finna, að það er margt annað mik-
ilvægt í lífinu.“
„Dívu-isminn“ á undanhaldi
Bryn Terfel segir að það sé gott að
vera óperusöngvari í dag. Sú kynslóð
söngvara sem hann vinni mest með
sé bæði afslöppuð og þægileg. „Óp-
erusöngvarar í dag vinna vinnuna
sína og vinna saman. Stjörnudýrk-
unin eða „dívu-imsinn“ eins og ég
kalla það, er á undanhaldi.“
Það er hreint ekki sönglaust í Wal-
es, og Bryn Terfel segir að þótt hann
hafi vantað bakgrunn í klassískri tón-
list, hafi hann verið alinn upp við mik-
inn söng.
„Walesbúar eru að uppistöðu til
bændur og verkamenn, starfa við
landbúnað, kolanámur, flögubergs-
námur – þetta er okkar grunnur sem
þjóðar. Tónlistin varð mótvægið sem
fólkið þurfti, og kórastarf, – bæði
karlakóra og blandaðra kóra, hefur
þrifist vel í Wales. Aðrir stofnuðu
hljómsveitir eða sungu í kirkjum.
Þetta fólk hafði hvorki sjónvarp né
útvarp en naut samvista í tónlistinni.
Í þessu liggur styrkur þjóðar minnar,
en líka í tungumálinu, sem er mjög
fallegt. Enn í dag halda kirkjur það
sem heitir „eisteddfod“. Þá safnast
fólk saman í kirkjunni og keppir í ein-
söng, kórsöng, upplestri og þvíum-
líku. Ungt fólk gleðst, ef kemur í ljós
að það hefur söngrödd, en fer ekki al-
veg í baklás, eins og sums staðar ann-
ars staðar. Það er engin skömm að
því að geta sungið.“
Það kemur því varla á óvart að
söngvarakeppnin í Cardiff skuli ein-
mitt sprottin úr þvílíku umhverfi, en
nokkrir Íslendingar hafa tekið þátt í
henni, og um tíma sýndi sjónvarpið
jafnan frá keppninni. „Þessi keppni
gerði ungum söngvurum gott, vegna
þess að – jú, ungir söngvarar þurfa
auðvitað peninga til að koma sér af
stað, – en þeir þurfa ekki síður at-
hygli umheimsins, og BBC á lof skilið
fyrir að hafa gert keppnina að við-
burði sem fólk um allan heim langaði
að fylgjast með.“
Bryn Terfel gerir lítið úr því að
hann hafi fengið ljóðasöng-
sverðlaunin árið sem hann keppti í
Cardiff; – þau hafi bara verið sára-
bótarverðlaun fyrir annað sætið. „Di-
mitri Hvorostovskíj er auðvitað stór-
kostlegur söngvari, – hann komst í
sviðsljósið eftir keppnina þetta ár.
Hann var umsvifalaust kominn í stór
hlutverk út um allt. Samt er þetta
ekki svona einfalt. Það þurfa allir að
hafa fyrir þessu á sinn hátt. Ég, aftur
á móti varð ekki jafn hvell-frægur, og
fékk eftir þetta lítil, en mjög góð hlut-
verk. Ég líki þeim við jaðarinn í
púsluspilinu. Þegar maður er búinn
að púsla hann, er miklu auðveldara að
fylla inn í myndina og ljúka púslu-
spilinu, og þannig hef ég unnið minn
feril, þótt sumum kunni að þykja
hann hafa gengið hratt fyrir sig.“
Ég spyr Terfel nánar út í dívu-
ismann. Fyrir um tíu árum eða svo
var óperustjörnum eins og ungað út á
færibandi. Angela Georghiou, Ro-
berto Alagna, Vesselina Kasarova,
José Cura … eru bara nokkur þeirra
nafna sem skaut upp á stjörnuhim-
ininn þá. Nú heyrist sjaldnar af nýj-
um „sjóðheitum“ stjörnum, og Bryn
Terfel kann skýringu á því.
Vissi ekki að óperu-
tónlist væri svona flott
„Bransinn hefur lag á því að læsa
klónum fast í þá sem þeir telja sig
geta grætt á. Þannig er það nú bara.
Síðustu árin hafa það verið söngvarar
eins og Andrea Bocelli, Charlotte
Church, Russell Watson, sem hafa
stokkið um borð í hraðlest plötu-
bransans, og selt plötur í milljónavís.
Þetta eru söngvarar sem aldrei
myndu komast á óperusvið, en geta
þó sungið. Þau syngja óperutónlist,
en líka dægurmúsík, og hafa vissu-
lega laðað marga að óperunni. Það er
hreint ekki skrýtið að söngvarar á
borð við þau taki gylliboðum brans-
ans. Sjáðu til dæmis Il divo, – fjóra
myndarlega menn sem syngja lög
eftir Tony Braxton á ítölsku. Fólk
hlustar og segir: „Ó, ég vissi ekki að
óperutónlist væri svona flott!“ Þetta
getur verið ágætt í sjálfu sér, en hef-
ur ekkert með lífið á óperusviðinu að
gera. Sjálfur hef ég tekið þátt í þess-
um leik, og gert plötur með vinsælli
tónlist sem hafa selst gríðarlega vel.
En ég hef líka gert plötu með ekkert
síðri músík, sem hafa selst lítið á
sama mælikvarða. Það er ekki í tísku
í bransanum í dag að kynna lista-
menn og raddir, það sem er kynnt, er
það sem selst og höfðar til sem flestra
í einu, og ef þeir finna bónda sem get-
ur sungið eða löggu sem getur sung-
ið, þá er það bónus í auglýsinga-
mennskunni. Kannski á þetta eftir að
breytast, og gerir það örugglega ein-
hvern tíma.“
Bryn Terfel segist kunna ákaflega
vel við sig þegar hann syngur á tón-
leikum og umgjörðin er lágstemmd,
og návistin við áheyrendur mikil, eins
og á ljóðatónleikum. En saltið í graut-
inn kemur þó úr óperunni, segir
hann. „Það er orðið þannig að maður
verður eiginlega að vera orðinn vel
þekktur á alþjóðavettvangi sem óp-
erusöngvari, til að eiga möguleika á
frama sem ljóðasöngvari. En ég hef
verið heppinn og syng ljóðatónlist
jöfnum höndum. Nú er ég meir að
segja kominn með mína eigin tónlist-
arhátíð í Wales, og þangað get ég
boðið þeim sem ég hef unnið með eða
langar að vinna með, og gert hvað
sem er. Þangað hafa komið Alison
Moyet, Jools Holland, Van Morrison,
Jamie Cullum, og fleiri og fleiri.“
Fyrirtæki verða
að geta stutt listina
Bryn Terfel hefur skoðanir á
mörgu í músíklífinu, og eitt af því er
skattlagning. Honum sárnar það að
bresk fyrirtæki skuli ekki njóta
skattafrádráttar fyrir styrki til
menningarmála, eins og tíðkast í
Bandaríkjunum. Þetta geri listunum
erfiðara fyrir þegar opinberar styrk-
veitingar dragist saman. En samt eru
fyrirtæki að styðja listina, og hann
nefnir dæmi frá heimaslóðum.
„Þegar nýja óperan í Wales var
vígð í fyrra var Wozzeck fyrsta verk-
efnið, og margir höfðu áhyggjur af
því að það myndi ekki ganga að sýna
svo erfitt stykki í byrjun. En óperan
ákvað að selja miðann á aðeins fimm
pund (um 570 krónur), og aðsóknin
var auðvitað mjög góð. En þetta var
auðvitað ekki hægt nema vegna þess
að þessi framkvæmd var styrkt af
einkafyrirtæki.“
Ég spyr Terfel um samstarfið við
ítölsku mezzósópransöngkonuna
Ceciliu Bartoli, en það vakti heims-
athygli. Það þótti líka sérstakt að
baritón og mezzósópran skyldu skína
svo skært, því venjulega eru það ten-
orarnir og sópranarnir sem mest láta
að sér kveða á vinsældalistum óp-
eruunnenda. „Hún er frábær, alveg
ótrúlega kraftmikill orkubolti á sviði,
og mjög snjall tónvísindamaður fyrir
utan það að syngja svona rosalega
vel, og vera svona tæknilega full-
komin. En nú er hún hætt að syngja í
stóru húsunum, vill bara syngja þar
sem hún er í betra sambandi við
áheyrendur. Það hefur verið ótrúlega
gaman að vinna með henni.“
Það líður að því að ég verð að hætta
spjallinu við þennan geðþekka óp-
erusöngvara, en kemst ekki hjá því að
spyrja hann hvort hann komi ekki
fljótt aftur til að syngja fyrir þá sem
misstu af tónleikum hans í gærkvöldi,
en vildu svo gjarnan heyra í honum.
„Þegar ég kem á staði sem mér lík-
ar vel á, – ef hljómsveitin og salurinn
eru góð, eru að sjálfsögðu miklar lík-
ur á því að ég komi aftur. Það er bara
eins og með góð veitingahús; – maður
vill fara aftur á staði þar sem mat-
urinn er góður, og vínið gott. Ég er
búinn að heyra allt um nýja tónlistar-
húsið ykkar sem á að fara að reisa og
lofa að koma aftur þegar það er komið
í gagnið.“
annar gaur – í fótbolta og rokki
þess að hafa vitað nokkuð um klassíska tónlist áður en hann fór að syngja
Morgunblaðið/Þorkell
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 39
MENNING
Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is
Við leggjum þér lið
Farðu allra
þinna ferða á
auðveldan hátt
allan ársins hring!
Rafskutlur sem
nota má jafnt
innan- sem
utandyra.
Verð frá 118.500 kr.