Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Yndisleg bók handa stelpum
Emma og Alice fæddust á sama
deginum og hafa verið vinkonur alla
tíð síðan. Þær hittast á hverjum
degi og eru harðákveðnar í að vera
vinkonur að eilífu. En dag nokkurn
uppgötvar Emma að Alice býr yfir
mögnuðu leyndarmáli …
á aldrinum 9–13 ára
www.jpv.is
„Dásamleg barna-
og unglingabók … full af húmor
… afar áhrifamikil, bæði
fyrir börn og fullorðna.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Mannlíf
Eftir metsöluhöfund bókanna
Stelpur í stressi, Stelpur í stuði,
Stelpur í strákaleit,
Stelpur í sárum og Lóla Rós.
Á FUNDI utanríkisráðherra Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, í gær var
samþykkt áætlun um að útvíkka
starfsemi friðargæslunnar í Afganist-
an. Geir H. Haarde, utanríkisráð-
herra, sat fundinn fyrir hönd Íslands.
Að sögn AFP-fréttastofunnar gerir
áætlunin ráð fyrir því að sex þúsund
menn verði sendir til Afganistan í maí
til viðbótar við þá 9.500 sem starfa við
friðargæslu á vegum bandalagsins í
Alþjóðlega öryggisgæsluliðinu
(ISAF). Að auki eru mörg þúsund
bandarískir hermenn í sunnanverðu
landinu þar sem þeir aðstoða stjórn-
arherinn við að elta uppi talíbana.
ISAF-menn munu nú einnig verða
sendir til suðurhéraðanna. „Þessi út-
víkkun mun að sjálfsögðu valda því að
NATO-liðið mun halda inn á hættu-
legri svæði en enginn þarf að velkjast
í vafa um að liðsafli okkar mun hafa
þann búnað og fá þá hjálp sem þarf til
að gegna hlutverkinu,“ sagði Jaap de
Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri
NATO. Hann sagði að reglurnar um
friðargæslustarfið, þar sem m.a. er
tilgreint hversu langt skuli ganga og
hvenær beita megi vopnum í sjálfs-
vörn, myndu gera gæslumönnum
kleift að tryggja fleiri Afgönum frið.
Um sjö manna hópur íslenskra frið-
argæsluliða er nú í vesturhluta Afg-
anistan en búið er að kalla íslenska
friðargæsluliða frá norðurhlutanum
vegna aukinnar spennu og átaka á
svæðinu.
Condoleezza Rice, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði að liðs-
menn ISAF myndu hafa náið sam-
starf við stjórnvöld í Afganistan og
gefa sérstakan gaum baráttunni gegn
fíkniefnasmygli sem á sinn þátt í að
grafa undan friði í sumum héruðum.
Rice ítrekaði fyrri yfirlýsingar sín-
ar um að Bandaríkjamenn noti ekki
pyntingar í stríðinu gegn hryðjuverk-
um. En hún tók fram að aldrei yrði
hægt að tryggja að einhvers staðar
brytu menn einhvern tíma gegn
stefnu stjórnvalda í þessum efnum.
„Það er vegna þess að enda þótt menn
búi við lýðræði merkir það ekki að
þeir séu fullkomnir,“ sagði hún. Að
sögn AFP virðist Rice hafa tekist að
hreinsa nokkuð andrúmsloftið vegna
frétta um leynileg fangelsi og fanga-
flug. Lagði hún áherslu á að hvorki
stæði til að brjóta bandarísk né al-
þjóðleg lög gegn pyntingum.
Fundur utanríkisráðherra NATO
Samþykkt að
efla friðargæsl-
una í Afganistan
HAMRAGARÐAR, nýbygging sem
hýsa mun rannsóknasetur og nem-
endagarða Viðskiptaháskólans á Bif-
röst, voru vígðir í gær af Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra. Í ávarpi Runólfs
Ágústssonar, rektors Viðskiptahá-
skólans, kom fram að nýbyggingin
væri stór áfangi í uppbyggingu há-
skólasamfélagsins á Bifröst. Á sama
tíma var undirritaður samningur
milli Bifrastar og menntamálaráð-
herra um rekstur og starfsemi skól-
ans næstu fimm árin. Sagði Run-
ólfur þann samning ekki síður,
heldur líklega miklu frekar, stóran
áfanga í 87 ára sögu skólans. Með
honum væri skapaður starfs-
grundvöllur til næstu ára með um-
talsverðri aukningu á fjárframlögum
til kennslu og rannsókna. Þakkaði
Runólfur menntamálaráðherra fyrir
öflugan stuðning við Bifröst. Samn-
ingurinn tryggi að Bifrastaræv-
intýrið haldi áfram því það ævintýri
sem hófst í hrauninu við Hreðavatn
árið 1955 sé ótrúlegt.
105 milljónir til
rannsókna á þessu ári
Í rannsóknahúsinu verða Rann-
sóknasetur húsnæðismála, Rann-
sóknasetur vinnuréttar og jafnrétt-
ismála, Evrópufræðasetur,
Rannsóknasetur verslunarinnar og
Rannsóknamiðstöð Viðskiptaháskól-
ans á Bifröst. Þá er unnið að stofnun
Rannsóknaseturs í skattarétti og
Rannsóknaseturs í Asíufræðum sem
taka mun til starfa á árinu 2006.
Sagði Runólfur öll rannsóknasetrin
fjármögnuð í samstarfi við atvinnulíf
og einkaaðila. Þau væru liður í stór-
eflingu rannsókna við háskólann en í
ár myndi skólinn verja um 105 millj-
ónum króna til rannsókna og rann-
sóknatengdrar starfsemi. Á næsta
ári yrði gert enn betur með stofnun
tveggja nýrra rannsóknasetra.
Sagðist Runólfur vonast til að í
húsinu yrði blómleg starfsemi, að
þar yrði fengist við ögrandi vís-
indaleg verkefni og að þar komi til
með að þróast gott samfélag fræði-
manna með skýr tengsl við nem-
endur, atvinnulíf og samfélag.
Rannsóknasetrin og starfsfólk
þeirra mun hafa aðstöðu á jarðhæð
hússins auk þess sem þar verður að-
staða fyrir meistaranema og lessalur
með um 60 lesbásum fyrir nemendur
skólans. Að auki eru í húsinu 51 íbúð
fyrir nemendur á 2.–4. hæð og
kennslurými í kjallara.
Þarf að huga að enn frekari
stækkun skólans
Nú búa tæplega 800 manns í há-
skólaþorpinu á Bifröst og skapar
skólinn um 200 ársverk í Borg-
arfirði. Í samtali við Morgunblaðið
sagði Runólfur að hvergi annars
staðar hefði svona þéttbýli myndast
utan um háskólastarfsemi og þekk-
ingu. Aðrir þéttbýliskjarnar á Ís-
landi hafa yfirleitt byggst upp í
kringum frumframleiðslu við iðnað
en hér er að byggjast upp nýtt þorp
sem byggir alla sína tilveru á þekk-
ingarstarfsemi.
Nýbyggingin er um 3.300 fer-
metrar og er hún hönnuð af Steve
Christer hjá Studio Granda og
byggð af Loftorku í Borgarnesi.
Eignarhald byggingarinnar er tví-
skipt, Bifur ehf. er eigandi rann-
sóknahússins en hluthafar í Bifur
eru Vesturland hf. og sveitarfélög á
svæðinu og nemendagarðarnir eru í
eigu Vikrafells, eignarhaldsfélagsins
Loftorku og Viðskiptaháskólans.
Eftir áramótin hefst bygging 42
íbúða á Bifröst og sagði Runólfur að
nemendafjöldi skólans sé að verða
slíkur að huga þurfi að enn frekari
stækkun skólans næstu árin.
Rannsóknahús og nemendagarðar vígðir á Bifröst
Ný aðstaða liður í eflingu
rannsókna við skólann
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Nýbygging Viðskiptaháskólans á Bifröst, Hamragarðar.
Morgunblaðið/RAX
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vígði Hamragarða,
nýja byggingu Viðskiptaháskólans á Bifröst, formlega í gær. Henni til að-
stoðar var Runólfur Ágústsson, rektor viðskiptaháskólans.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær íslenska ríkið af 5
milljóna króna skaðabótakröfu sem
hjón á Suðurlandi lögðu fram
vegna tjóns sem hlaust af því að ali-
gæsum og öndum á bæ þeirra var
fargað eftir að salmonella greindist
í afurðum.
Í dómi héraðsdóms segir m.a. að
málsaðila greini á um hvort héraðs-
dýralæknirinn á Suðurlandi hafi
fyrirskipað stefnendum að farga og
eyða alifuglum þeirra. Það hvað
sannað teljist í því efni hafi ekki
þýðingu fyrir úrlausn málsins þar
sem óumdeilt er í málinu, sbr. m.a.
viðurkenningu annars bóndans á
því við aðalmeðferð málsins, að
þessar aðgerðir hafi verið eðlilegar
og í raun óhjákvæmilegar svo og að
hlé yrði á aligæsaeldi á jörðinni.
Ríkið sýknað
af kröfu
alifuglabænda
MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Þor-
gerður K. Gunnarsdóttir, mun ekki
mæla fyrir frumvarpi um Rík-
isútvarpið hf. á Alþingi fyrir jól.
Samkomulag náðist um það milli
stjórnar og stjórnarandstöðu í gær.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
því að Ríkisútvarpið verði gert að
hlutafélagi. Ráðherra sagði þegar
frumvarpið var kynnt að hún stefndi
að því að mæla fyrir því á Alþingi
fyrir jól, svo það kæmist til nefndar.
Gert er ráð fyrir því að frumvarpið
verði afgreitt á vorþingi.
Ekki mælt fyrir
RÚV fyrir jól
REYKJAVÍK verður meðal vist-
vænstu borga Evrópu ef markmið
nýrrar skýrslu, um niðurstöður sam-
ráðsfunda hagsmunahópa í Reykja-
vík, gengur eftir. Þar segir að með
íbúalýðræði verði borgarbúar virkir
þátttakendur í umhverfismálum og
tækifæri muni skapast fyrir Reykja-
víkurborg og fyrirtæki í borginni til
að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í
baráttunni gegn mengun. Skýrslan
er liður í endurskoðun á Staðardag-
skrá 21, sem er áætlun sem öllum
sveitarstjórnum heimsins.er ætlað
að gera í samræmi við ályktun SÞ.
Reykjavík verði
fyrirmynd