Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 28
daglegtlíf ídesember HJALLA- STEFNAN JÓLAKÚLUR Í ÖLLUM LITUM JÓLIN KOMA Kornflögurnar innihalda glúten NÝJAR rannsóknir sýna að Kelloggs-kornflögur innihalda glúten og henta því ekki þeim sem þjást af glútenóþoli. Í Göteborgs Posten er greint frá nýrri tegund mælinga, svokallaðri Mendezaðferð, til að mæla glútenmagn í matvörum sem leiðir í ljós of mikið glúten í morgunkorni frá Kelloggs, en áður var talið að það væri ekkert. Um er að ræða Cornflakes og Frosties morgunkornið sem sam- kvæmt sænskum stöðlum má að há- marki innihalda 200 mg glúten á hvert kg. Mælingarnar leiddu í ljós að glútenmagnið var hins vegar á bilinu 344 til 562 mg/kg. Glúten er prótein sem er í ýmsum korntegundum, t.d. hveiti. Talið er að einn af hverjum hundrað þjáist af glútenóþoli þar sem einkennin geta verið ýmiss konar, t.d. meltingartruflanir, uppköst eða niðurgangur, þyngd- araukning, þreyta og blóðleysi. Kellogs cornflakes er unnið úr maís sem t.d. inniheldur minna glúten en hveiti, en hækkað glúten- innihald morgunkornsins er talið til komið vegna vinnsluaðferðarinnar. Mendezaðferðin var þróuð til að finna glúten í unnum matvörum en eldri mælingar hafa ekki sýnt fram á þetta morgunkorn innihaldi glúten. Sænska matvælaeftirlitið, Livsmed- elsverket, hefur því ráðið þeim sem þjást af glútenóþoli frá því að neyta morgunkornsins. Ekki hefur hins vegar frést af neinum sem hefur skaddast af því að neyta morgun- kornsins, að því er fram kemur í Göteborgs Posten.  NEYTENDUR „VIÐ fengum kisuna úr Kattholti, starfsmaður hjá sorphirðu fann hana í gámi í Sorpu, einhver hafði ætlað að henda henni. Afturhlutinn á henni var allur brotinn svo hún þurfti að vera í gifsi til að byrja með,“ segir Guðrún Heimisdóttir um kisuna sína hana Sorpu. Guð- rúnu þekkja margir úr Stundinni okkar þar sem hún er með innslög um dýr undir nafninu Gæludýra- Guðrún. Sorpa er orðin um tólf ára en Guðrún og fjölskylda eru búnar að eiga hana í um tíu ár. „Ég og Sigga systir mín völdum hana og annan kött sem hét Posi en hann strauk síðan að heiman og kom aldrei aft- ur. Sorpa hefur átt einn kettling sem hét Jeldsín og bróðir minn fékk að eiga.“ Guðrún segir Sorpu orðna nokk- uð ellilega, með siginn maga og stirðan skrokk. „Hún er svo mikið yndi að maður getur ekki sagt nei við hana og því fær hún kannski of mikið að borða.“ Sorpa er þrílit; hvít, svört og brún, en Guðrún segir aðeins læður geta orðið þrílitar og ef það fæðist þrílitur fress er hann að öllum lík- indum ófrjór. Komst í smákökudeigið Guðrún hefur átt nokkuð af gælu- dýrum áður en Sorpa kom til sög- unnar. „Þegar ég fæddist, árið 1981, var íslenska tíkin Perla á heimilinu, þegar hún dó fékk ég tvo páfa- gauka, síðan átti ég fiska og svo kom Sorpa. Það hefur aldrei komið tími sem ég hef ekki átt gæludýr,“ segir Guðrún. Um jólin snattast Sorpa í kring- um fjölskylduna þangað til þau fara að opna pakkana, þá eru svo mikil læti að Sorpa lætur sig hverfa. Guðrún segist vera hætt að gefa Sorpu jólasokka fulla af nammi og leikföngum. „Hún á orðið nóg af dóti, svo vill hún alltaf leika sér með annað en hún á að leika sér með, til dæmis finnst henni skemmtilegast að komast í nælonsokkabuxur. Hún fær yfirleitt þurrfóður að éta en á jólunum fær hún rjóma til að lepja í tilefni hátíðanna.“ Guðrún segir Sorpu hrifna af ótrúlegasta mat. „Hún er ofboðslega hrifin af papr- iku og svo finnst henni voðalega gott að sleikja súkkulaðið utan af Nóakroppskúlum. Einu sinni komst hún í smákökudeig og fékk mjög illt í magann og hef ég passað síðan að hún stelist ekki í jólabaksturinn.“ Nú um jólin er Gæludýra-Guðrún að gefa út bók um gæludýr og var sagan um Sorpu hugmynd að einni sögunni. „Í bókinni eru ráð um með- höndlun gæludýra og svo er saga um hvert dýr, til dæmis er saga um kisuna Ruslu sem Þrándur rusla- karl finnur í ruslinu og er það eig- inlega sagan hennar Sorpu.“ Kynntist líka dýrunum í sveitinni Guðrún hefur alltaf haft áhuga á dýrum. Hún hefur ekki eingöngu verið í gæludýrunum því hún fór í sveit þegar hún var lítil og kynntist þar dýrunum í sveitinni. „Ég þrosk- aðist mikið sem manneskja á að fara í sveit og fannst gaman að vera þar. Það kenndi mér líka að umgangast dýrin. Mér finnst mikilvægt að börn læri að umgangast dýr og séu ekki hrædd við þau þó auðvitað sé alltaf gott að vera varkár. Svo fékk ég líka að fara á reið- námskeið og ég fer ekki til útlanda án þess að koma við í dýragarði.“ Aðspurð út í uppáhaldsdýrið þá finnst Guðrúnu hundarnir vera skemmtilegastir. „Mér finnst þeir hafa mesta persónuleikann þó öll dýrin séu frábær.“ Nú er annar veturinn sem Guð- rún er með gæludýrainnslög í Stundinni okkar og segir hún það skemmtilega vinnu, enda fái hún þar að kynnast mörgum dýrateg- undum. Guðrún vill beina því til gælu- dýraeigenda að breyta ekki mat- aræði dýranna of mikið um jólin og passa þau á gamlárskvöld þegar flugeldalætin eru. „Svo eiga allir að vera góðir við dýrin, eins og alltaf, og leyfa þeim að vera með í jóla- haldinu,“ segir Gæludýra-Guðrún að lokum og gefur lesendum upp- skrift að uppáhaldssmákökunum sínum.  DÝR | Gæludýra-Guðrún á kisuna Sorpu Kisan sem fannst í ruslinu fær rjóma um jólin Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Guðrún með kisuna Sorpu sem er hrifin af paprikum og súkkulaði. Múrsteinar 500 g hveiti 375 g smjör 250 g sykur 2 eggjarauður 1⁄2 tsk. salt Hnoða allt saman, fletja svo út og nota t.d. piparkökuform til að búa til kökurnar. Ofan á hverja köku, áður en hún er bökuð, er svo eftirfar- andi sett: 2 eggjarauður 250 g flórsykur 60 möndlur Stífþeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn og bætið svo möndlunum út í. Setjið ca eina teskeið á hverja köku. Bakið við 180°C í ca 8–10 mín eða þar til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar. Það er ekki gott að baka neitt of lengi. Hanna eigin jólakort Íslandspóstur hefur opnað jóla- kortavef á vefsvæði sínu, www.postur.is. Vefurinn gerir al- menningi kleift að hanna sín eigin jólakort á netinu sem Íslandspóstur sér síðan um að láta prenta og senda til viðtakenda. Notendum vefjarins er gert kleift að útbúa sinn eigin heimilisfangalista og vista á vefnum sínum. Þar safnar viðkomandi saman á einn stað heimilisföngum vina og vanda- manna sem hver og einn vill geyma. Listinn uppfærist sjálfkrafa og hafa notendur því alltaf aðgang að réttum upplýsingum um heim- ilisföngin. Íslandspóstur lætur prenta jóla- kortin í miklum gæðum, setja þau í umslög, árita þau samkvæmt nafna- og heimilislista viðkomandi á vefnum og bera út til viðtakenda innanlands og erlendis. Morgunblaðið/Sverrir  NÝTT Í PÚERTÓ Ríkó er haldin jóla- veisla sem fer þannig fram að fólk gengur á milli húsa og syngur til að kalla fram anda vináttu og gleði. Veislan hefst á því að fólk birtist fyrir framan hús vina sinna án þess að gera boð á undan sér og byrjar að syngja og dansa. Fólkinu er boðið inn í húsið til að syngja, dansa, drekka og borða þar til tími er kominn til að gestirnir taki gestgjafana með sér í næsta hús. Gleðin færist þannig milli húsa fram á morgun. Söngveisla í Púertó Ríkó  JÓL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.