Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 55
sem segir í greinargerð ráðuneyt- anna, að samanburður lífeyris- greiðslna almennt við lágmarkslaun sé umdeilanlegur. Þess vegna byggi ég einmitt einkum á samanburði við meðaltekjur framteljenda eða full- vinnandi fólk, líkt og á mynd 1 hér að framan. Allur samanburður á kjörum öryrkja ætti alltaf að miðast við með- altekjur samfélagsborgaranna en ekki við lágmarkstekjur. Í ljósi þess- ara ummæla ráðuneytanna vekur það enn meiri furðu að svo mikið sé fundið að því að ofangreinda þætti lífeyrisins „vanti“ í línuritið þar sem lágmarks- launin koma við sögu. 5. Ráðuneytin fullyrða að í skýrsl- unni gæti misskilnings á aldurs- tengdu uppbótinni og því sé ranglega farið með hana í útreikningum. Þetta er ekki rétt, þó snúa megi út úr orða- lagi á einum stað í skýrslunni. Það sem ég segi er að minnihluti öryrkja fær aldurstengdu uppbótina að há- marki en meirihlutinn fær hana skerta. Það er vegna þess að mikill meirihluti hópsins hlýtur örorku eftir 19 ára aldurinn og fær því skerta ald- ursuppbót. Þetta má sjá á mynd 2 sem sýnir aldursskiptingu nýskráðra öryrkja (kvenna) á árunum 2000 til 2003. Hér kemur glögglega fram að mik- ill meirihluti nýskráðra öryrkja er 36 ára eða eldri. Þeir sem eru 40 ára þeg- ar þeir verða öryrkjar fá 10% af ald- urstengdu uppbótinni. Það er því aug- ljóst að meirihluti öryrkja fær skerta aldurstengda uppbót og því vægast sagt villandi að tala eins og allir ör- yrkjar fái hana að hámarki. Þetta kemur reyndar einnig fram í töflu í at- hugasemdum ráðuneytanna (tafla 1). Um hvað snýst þá ágreiningurinn hér? Hvar er misskilningurinn? 6. Ráðuneytin segjast kjósa frekar að bera tekjur öryrkja saman við at- vinnutekjur. Ég hef kosið að bera heildartekjur öryrkja saman við heildartekjur framteljenda. Atvinnu- tekjurnar eru lægri og ef til vill er það þess vegna sem ráðuneytin kjósa slík- an samanburð. Eðlilegast er að bera saman heildartekjur báðum megin. 7. Í greinargerð ráðuneytanna er birt mynd með meðalgreiðslum ör- orkulífeyris á mánuði (í evrum) á Norðurlöndunum, úr skýrslu NO- SOSKO fyrir 2003. Sagt er að Ísland sé þar í meðallagi miðað við norrænu þjóðirnar. Þetta er villandi saman- burður. Um er að ræða greiðslur vegna „förtidspension“, þ.e. ellilífeyri þeirra sem fara út af vinnumarkaði fyrir ellilífeyrisaldur. Þessi lífeyrir á hinum Norðurlöndunum er yfirleitt lægri en fullur ellilífeyrir og örorkulíf- eyrir. Enginn sambærilegur lífeyrir er hér á landi. Hann er hins vegar borinn saman við íslenska örorkulíf- eyrinn. Auk þess hefur villandi áhrif á þennan samanburð að örorkulífeyris- þegar eru taldir með mismunandi hætti í löndunum. Mun ábyggilegri vísbendingu má fá um þetta í tölum um útgjöld á íbúa (í evrum með kaup- máttarleiðréttingu) vegna örorku- bóta. Það er sýnt hér á mynd 3 fyrir árin 1997 og 2003. Á myndinni má sjá að Ísland var í lægsta sæti bæði árin. Saman hefur þó dregið á síðustu árum, meðal ann- ars vegna hagstæðra áhrifa af hækk- uðu gengi íslensku krónunnar. Út- gjöld vegna örorkubóta endurspegla í senn fjölda öryrkja og upphæð bót- anna, en kjör öryrkja geta hins vegar í heild ráðist af tekjuliðum sem koma úr fleiri kimum velferðarkerfisins en örorkulífeyriskerfinu, ekki síst í hin- um löndunum. Útgjöld Íslands vegna þjónustu við öryrkja eru hins vegar nær útgjöldum hinna landanna en út- gjöldin vegna bótanna. 8. Gagnrýni á alþjóðlegan saman- burð minn er annar af tveimur megin gagnrýniþáttum ráðuneytanna. Bent er á þá fyrirvara sem ég geri við þann samanburð en svo sagt að hann sé gerður engu að síður og ekki hikað við að telja Ísland í hópi þeirra OECD- ríkja sem hvað lakasta útkomu hafa. Það sem ég geri í þessu efni er að beita aðferð OECD og bera Ísland saman við mælikvarða þeirra. Það þykir varla djarft, enda ætti mér að vera óhætt að beita nálgun OECD á slíkum vettvangi, þó ég hefði kosið að gera þetta með enn ítarlegri hætti. 9. Að auki ber ég saman meðal- tekjur öryrkja á Íslandi og í öðrum OECD-ríkjum, sem hlutfall af heild- artekjum fólks á vinnualdri. Þar byggi ég á heildartekjum öryrkja þar sem allt er talið: tekjur frá almanna- tryggingum (þar með talið tekju- tryggingaraukinn, aldurstengda upp- bótin), tekjur frá lífeyrissjóðum, atvinnutekjur og fleira. Þar vantar því ekkert í samanburðinn af þeim tekjuliðum sem ráðherrar hafa haft á orði að vanti. Gögnin sem ég ber Ís- land saman við eru frá OECD sjálf- um. Niðurstöður sem þar koma fram ber að sjálfsögðu að túlka varlega, en yfirgnæfandi líkur virðast á því að af- koma öryrkja hér, í hlutfalli við fólk á vinnumarkaði, sé undir meðaltali OECD-ríkjanna. Þar ræður auðvitað meðal annars það, að kjör margra fullvinnandi á vinnumarkaði eru góð á Íslandi. 10. Loks er gerð athugasemd við umfjöllun mína um fjölgun ungra ör- yrkja. Heilbrigðisráðuneytið lét gera fyrir sig skýrslu um fjölgun öryrkja sem kom út fyrr á þessu ári (Tryggvi Þór Herbertsson 2005). Skýrslan var gefin út í viðhafnarútgáfu af ráðu- neytinu og því með velþóknun þess. Þar er umfjöllun um fjölgun bæði ýkt og losaraleg, auk þess sem sjónar- horn bandarískrar velferðartefnu er ríkjandi forsenda allrar umfjöllunar- innar, en þar er gengið út frá því að örorkulífeyrir megi ekki nálgast lág- markslaun um of því þá muni öryrkj- um fjölga um of. Það sjónarhorn er al- mennt ekki ríkjandi í velferðarstefnu Evrópuríkja, allra síst á hinum Norð- urlöndunum. Sem dæmi um umfjöllun skýrslu THÞ um fjölgun öryrkja segir í sam- andregnum niðurstöðum á bls. 4: „Sú uggvænlega þróun hefur átt sér stað að hlutfallslega mest fjölgar í hópi yngri öryrkja og er þróunin svo ör að furðu sætir.“ Á bls. 37 segir: „Sú ugg- vænlega þróun hefur átt sér stað að hlutfallslega mest fjölgar í hópi mið- aldra öryrkja og er þróunin svo ör að furðu sætir.“ Á bls. 73 er svo birt línu- rit er augljóslega sýnir mesta fjölgun öryrkja í hópi eldra fólks. Ráðuneytið virðist hafa sætt sig við þessa máls- meðferð. Gögn mín sýna að mest fjölgun ör- yrkja er í eldri aldurshópunum, rétt eins og er alls staðar á Vesturlöndum. Meira en 70% öryrkja eru 40 ára eða eldri. Það er hins vegar rétt í athuga- semd ráðuneytanna að hlutfallslega fleiri eru skráðir öryrkjar hér en á hinum Norðurlöndunum í yngri ald- urshópum, en það er ekki vegna þess að þeim fjölgi sérstaklega örar hér heldur er meira gert í hinum lönd- unum til að setja þá í starfsþjálfun, menntun og aðrar virkniaukandi að- gerðir. Þeir eru því í meiri mæli á endurhæfingarlífeyri, á atvinnuleys- isbótum og víðar í kerfinu, þ.e. annars staðar en á örorkulífeyri. Tryggvi og ég erum hins vegar alveg sammála um að þörf sé á miklu átaki til að auka atvinnuþátttöku öryrkja hér á landi, og í skýrslu minni eru sýnd margvís- leg gögn um að betur þarf að taka á þeim málum hér á landi, sem og hvaða úrræði eru notuð til þess í grannríkj- unum. Að lokum Íslendingar státa af því nú um mundir að vera ein af sex ríkustu þjóðum heims. Það er gott og stjórn- völd hafa á undanförnum árum gert ýmislegt sem horft hefur til bóta. Á sviði örorkumála og einnig í málefn- um eldri borgara hefur hins vegar ekki verið um þær framfarir að ræða sem efni voru til og sem fyrirheit hafa verið gefin um. Það er því ástæða til að taka til hendinni. Ég hef lagt til að stjórnvöld setji í gang umbótastarf, áætlun til 5 ára, sem miði að því að koma þessum málum í það horf að verði í betra samræmi við hagsæld þjóðarinnar almennt. Sjálfur er ég mjög fús að leggja hönd á plóginn með þeim upplýsingum sem ég hef um hvernig þessi mál hafa þróast í grannríkjunum. Ég er reiðubúinn til að vinna með stjórnvöldum að því. Mikilvægt er að skoða hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið mið- ur og læra af reynslu grannríkjanna. Er ekki tímabært að koma þessum málum á „hærra plan“? Er ekki mest- ur sómi að því fyrir stjórnvöld og þjóðina alla að leggja nú af úrelt vinnubrögð fortíðarinnar og hefjast handa við skapandi umbótastarf á þessu sviði. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 55 ALDARMINNING Í dag, föstudaginn 9. desember, eru liðin 100 ár frá fæðingu Guð- mundar L. Friðfinns- sonar, rithöfundar og bónda á Egilsá. Hann var fæddur á Egilsá 9. desember 1905; einka- barn foreldra sinna, Friðfinns Jóhannsson- ar og Kristínar Guð- mundsdóttur, sem bæði voru af eyfirsku bændafólki komin og fluttust að Egilsá hið sama ár og Guðmund- ur fæddist. Að loknu eins vetrar námi í Héraðsskólanum á Laugarvatni og Bændaskólanum á Hólum tók Guðmundur við búsfor- ráðum á Egilsá af foreldrum sínum og bjó þar allan sinn aldur og stund- aði ritstörf samhliða búskapnum. Kona hans var Anna Sigurbjörg Gunnarsdóttir frá Keflavík í Hegra- nesi, mikilhæf húsmóðir, en hún lést 20. maí 1982. Þau eignuðust þrjár dætur: Krist- ínu, er býr í Kópavogi, Sigurlaugu Rósinkranz, sem búsett er í Los Angeles, Bandaríkjunum, og Sigur- björgu Lilju, sem býr í Reykjavík. Um langt árabil ráku þau Anna og Guðmundur eitt stærsta barnaheim- ili landsins á Egilsá, samhliða bú- skapnum, byrjuðu smátt en stækk- uðu við sig jafnt og þétt, og byggðu stórhýsi, steinsteypt, árið 1966, áfast við íbúðarhús sitt til afnota fyrir barnaheimilið. Í því húsi var heimilið rekið í rúm- an áratug, uns rekstri þess var hætt, og flest urðu börnin í sum- ardvöl 85. Þau hjón voru einkar far- sæl í sínu uppeldisstarfi, mörg barnanna sem þar dvöldu, bundust þeim ævilangri tryggð. Í dag er starfrækt á Egilsá heim- ili fyrir þroskahefta í hinu stóra húsi. Ritstörf hóf Guðmundur á fimm- tugsaldri. Fyrstu bækur frá hans hendi komu út árið 1950, barna- og ung- lingabækurnar Bjössi á Tréstöðum og Jónsi karlinn í Koti og telpurnar tvær, sem báðar hlutu lofsamlega dóma. Líklega var það ekki tilviljun, að báðar þessar bækur fjalla um börn og unglinga, því svo ríkt var barnið í Guðmundi alla ævi, og sjálf- ur sagði hann, að það hefði aldrei yf- irgefið sig. Alls komu 16 bækur frá hendi Guðmundar á hálfrar aldar rithöf- undarferli og fjalla um hin fjöl- breytilegustu efni. Þar má finna, auk unglingabóka, skáldsögur fyrir fullorðna, ævisögur, smásagnasafn, ljóðabók og leikrit og bækur um þjóðlegt efni. Barnaleikrit eftir Guðmund voru flutt bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þá hafa birst eftir hann margar smá- sögur og ljóð í blöðum og tímaritum og nokkrar sögur las hann upp í út- varpi. Sjálfur sagðist hann hafa haft mest gaman af að skrifa leikrit. Eitt leikrita hans, leikverkið Berfætling- ar, var sviðsett hjá Leikfélagi Akur- eyrar veturinn 2001 í tilefni af 50 ára rithöfundarafmæli hans og hlaut jákvæða dóma. Síðasta ritverk Guðmundar var stórvirkið Þjóðlíf og þjóðhættir, sem kom út 1991, er Guðmundur var hátt á níræðisaldri, og fjallar um horfna þjóðlífshætti frá bernskudögum höf- undar. Fyrir bók þessa hlaut Guð- mundur Davíðspennann, verðlaun Félags ísl. rithöfunda, en einnig var bókin tilnefnd sem ein af fimm fræðibókum til ísl. bókmenntaverð- launanna. Guðmundur var því óvenju fjölhæfur og afkastamikill rithöfundur, sem jafnan stundaði ritstörf sín í hjáverkum með eril- sömum bústörfum. Veturinn notaði hann yfirleitt til skrifta, en á sumrin tóku bústörf og barnaheimili upp tíma hans. Efnivið skáldverka sinna sækir hann oftast til sveitarinnar, landsins, þar endurspeglast marg- slungin, mannleg örlög og víða þjóð- félagsumrót þess tíma, togstreitan milli þess að fara, yfirgefa sveitina, eða vera kyrr, en ósjaldan má greina heimspekilegt ívaf um lífið og tilveruna og hin sönnu gildi lífsins. Margar bóka hans hafa náð almennum vinsældum. Stíll hans er lipur og skemmti- legur, víða bregður fyrir léttum húmor, en undirtónn oftast alvar- legur. Með ritverkum sín- um tókst Guðmundi ekki aðeins að skipa sér í fremstu röð ísl. rithöfunda, heldur sýndi hann og sannaði, að hægt er að lifa auðugu menningarlífi, hvar sem menn eru búsettir á landinu, sé vilji og upplag til þess á annað borð. Því miður hlotnaðist Guðmundi ekki sú viðurkenning á opinberum vettvangi, sem hann vissulega verð- skuldaði sem rithöfundur. Ítrekaðar tilraunir til að fá hann settan í heið- urslaunaflokk listamanna báru ekki árangur sökum andstöðu í mennta- málanefnd Alþingis. Líklega galt hann þess að búa of langt frá Faxa- flóasvæðinu. Síðari árin stundaði Guðmundur skógrækt á jörð sinni og skipaði sér þar með í flokk þeirra hugsjóna- manna, sem vildu gera skógrækt að arðbærri atvinnugrein í landinu. Hann var ræktunarmaður í eðli sínu, ég held að sú árátta hafi verið honum í blóð borin. Um árabil með- höndlaði hann ungar barnssálir og kom ýmsum til þroska, en honum var ekki síður metnaðarmál að græða sár landsins og skila því betra og fegurra í hendur afkom- endum. Ræktun lands og lýðs var honum hvort tveggja mikið áhuga- mál. Fyrstu trjáplöntunum plantaði hann á 4. áratugnum í stóran skrúð- garð heima við bæinn á Egilsá, garð sem mjög lengi hefur vakið athygli vegfarenda sem um Norðurárdal fara, en þar munu nú vera að finna ein hávöxnustu tré í Skagafirði. Á Egilsá blasa nú við fagrir skóg- arreitir, og uppi í hlíðinni suður og upp frá bænum eru að vaxa úr grasi þúsundir trjáplantna, sem innan nokkurra ára munu klæða hlíðina skógi, fagur vitnisburður um fram- sýni og atorku hugsjónamannsins, Guðmundar á Egilsá. Yfir öllu blær lífs og friðar. Kynni okkar Guðmundar á Egilsá hófust fljótlega eftir komu mína í Skagafjörð fyrir rúmum tveim ára- tugum. Málin æxluðust þannig, að ég aðstoðaði hann lítils háttar við gróðursetningu nokkur vor. Minni- legar verða mér samverustundir frá þeim blíðsumarsdögum. Margt bar á góma og ævinlega fannst mér ég fara ríkari af hans fundi. Hinstu rök tilverunnar voru honum hugleikin, og fáum hefi ég kynnst, sem voru auðmjúkari gagnvart almættinu og handarverkum þess. Guðstrúin var honum sífelld endurnæring og styrkur til daglegra starfa, og vart mun hafa liðið sá dagur að kvöldi, að hann íhugaði ekki einhver orð hinn- ar helgu bókar. Sóknarkirkju sína á Silfrastöðum rækti hann af kost- gæfni og var safnaðarfulltrúi Silfra- staðasóknar um langt árabil. Guðmundur var í senn sveitamað- ur og heimsborgari. Hann var bund- inn dalnum sínum og sveitinni sterkum böndum, þar sem hann lifði og starfaði alla ævi. Þar var hann rótfastur og hnikaðist hvergi, var kyrr, þegar aðrir fluttu burt. „Hann notaði ekki veginn hinumegin í daln- um til að elta fólkið burt,“ eins og skáldbróðir hans, Indriði G. Þor- steinsson, komst að orði. Úr jarð- vegi sveitalífsins voru verk hans sprottin eins og höfundurinn sjálfur. Þar fann hann anda sínum ætíð næg viðfangsefni. Aldurinn bar hann svo vel, að undrum sætti. Sjálfur komst hann svo að orði í blaðaviðtali, að ellin færi kurteislega að sér. Það mun mörgum ekki hafa þótt ofmælt. Enginn sem til þekkti, hafði á til- finningunni, að þar færi háaldraður maður, svo ungur var hann í anda og frískur á fæti allt fram undir hið síð- asta. Þótt honum væru vissulega fornu minnin kær, festist hann aldr- ei alfarið í hinu liðna, en fylgdist jafnan vel með öllum hræringum samtímans, innanlands sem utan, hafði á þeim ákveðnar skoðanir, sem hann gat rætt við hvern þann sem að garði hans bar. Það fann enginn fyrir kynslóðabili, þar sem hann átti í hlut. Síðasta árið dvaldi Guðmundur að mestu á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og naut þar hinnar bestu aðhlynningar. Þar lést hann að morgni 4. des 2004 og skorti þá aðeins fimm daga upp á 99. afmæl- isdaginn. Útför hans fór fram frá Silfrastaðakirkju 17. des. að við- stöddu fjölmenni og í óvenju björtu og fögru vetrarveðri, sem vissulega minnti á lífshlaup hans allt. Er gengið var frá gröfinni í heimagraf- reitnum á Egilsá, þar sem hann var lagður til hinstu hvílu við hlið eig- inkonu sinnar undir greinum hinna volduga trjáa, hygg ég, að öllum hafi verið ofarlega í huga, að hér var genginn einn af merkustu sonum Skagafjarðar, spekingur með barns- hjarta, maður er átti margvíslega tóna á sinni hörpu, en sló aldrei falskan tón á þá hörpu, heldur að- eins fagurt lag. Guðmundur á Egilsá auðgaði líf okkar með lífi sínu og verkum. Guð blessi minningu hans. Ólafur Þór Hallgrímsson, Mælifelli. GUÐMUNDUR L. FRIÐFINNSSON Negld vetrardekk 4 stk. + vinna 155/70 R 13 kr. 22.500 175/70 R 13 kr. 24.900 175/65 R 14 kr. 25.900 195/65 R 15 kr. 28.900 205/55 R 16 kr. 37.000 Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Camac jeppadekk. 4 stk. 31x10.5 R 15 + vinna: 49.000 kr. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 544 4333. Þarftu aðstoð við tölvuna? Kem á staðinn og geri við. Viðurkennd- ur af Microsoft. 10 ára reynsla. Ríkharður, s. 898 0690, 8-23 alla daga. www.tolvudeildin.net. Ný lína af blaðastöndum og ljósaskiltum. Nýtt, tölvufræsað í plast og tréskilti, letur o.fl. Far- tölvustandar 3 gerðir kr. 3.200 án vsk. Plexiform.is, Dugguvogi 11, 104 R., s. 555 3344. Opið 9 til 17. Þjónusta Hjólbarðar Sóluð vörubíladekk N-21 E merkt. Fyrsta flokks belgir. 275/80 R 22.5 kr. 24.500. 295/80 R 22.5 kr. 25.500. 315/80 R 22.5 kr. 25.900. Kaldasel ehf., Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4333. Smáauglýsingar 5691100 GREINARGERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.