Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 25 MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Garðabær | Þúsundasti notandinn bættist í vikunni í hóp þeirra Garðbæinga sem hafa skráð sig inn á íbúavefinn „Minn Garðabæ.“ Það samsvarar því að Minn Garðabær sé notaður á þriðja hverju heimili í bænum. Allir Garðbæingar sem eru 18 ára og eldri geta fengið lykilorð að Mínum Garðabæ, nálgast þar ýmsa þjónustu frá bænum og tekið þátt í umræðum og könnunum. Garðbæ- ingar hafa nýtt sér þessa möguleika en frá opnun íbúavefsins í lok mars á þessu ári hafa 263 erindi, þ.e. bréf, fyrirspurnir eða umsóknir, verið send til bæjarins frá vefnum. 85 manns hafa tekið þátt í um- ræðum á vefnum og 208 svöruðu tveim könnunum sem gerðar hafa verið á vefnum. Í haust var bætt í Minn Garðabæ svokölluðum íþrótta- og tómstunda- banka þar sem foreldrar barna á aldrinum 6–16 ára geta nálgast svo- kallaða hvatapeninga til að lækka kostnað við íþrótta- og æskulýðs- starf barnanna. Þegar hefur verið ráðstafað hvatapeningum um 700barna í gegnum vefinn. Frá Mínum Garðabæ eiga foreldrar grunnskólabarna einnig beina leið inn á svonefndan „Mentor“-vef, þar sem þeir fá ýmsar upplýsingar frá skólum barnanna, svo sem um heimanám, ástundun og einkunnir. Markmiðið er að Garðbæingar geti nálgast alla þjónustu bæjarins á netinu. Eitt þúsund notendur að „Mínum Garðabæ“ Öflug upplýsinga- og þjón- ustuveita sveitarfélagsins Laugardalur | Grasagarðurinn er nú kominn í jólabúninginn og leik- skólabörnin eru farin að streyma að til að njóta þess sem garðurinn hefur upp á að bjóða á þessum árs- tíma. Að venju er búið að setja upp jólatré utandyra, sem börnin geta gengið kringum og sungið jólalög- in. Lystihúsið er skreytt og jólajatan komin á sinn stað, en garðskálinn er einnig skreyttur og þar er gott að hvíla lúin bein og taka fram nest- ið. Veitingar eru ekki seldar yfir vetrartímann en skálinn er opinn frá kl. 10–17 alla daga, einnig há- tíðisdagana. Grasagarð- urinn í jóla- búningi Hafnarfjörður | Bæjarstjórn Hafn- arfjarðar hvetur samgönguyfirvöld til að vinna nú þegar áhættugrein- ingu vegna olíuflutninga hér á landi. Að sögn bæjarstjórnar gefur áætluð tíðni olíuóhappa ærið tilefni til að gefa þessum flutningum gaum. Í til- kynningu frá Hafnarfjarðarbæ seg- ir m.a. að nauðsynlegt sé að fram fari ítarleg áhættugreining, þar sem þeirri aðferðafræði er beitt að greina og meta alla áhættu. Þá sé einnig nauðsynlegt að setja fram skilgreind viðmiðunarmörk um ásættanlega áhættu. Áhættugrein- inguna megi síðan nýta sem tæki til ákvörðunartöku. Í fréttatilkynningu Hafnarfjarð- arbæjar segir ennfremur: „Um samgöngukerfi ríkisins innan Hafn- arfjarðar eru flutt mörg þúsund tonn af olíu á viku hverri. Verði óhapp með hættulegan farm, sbr. ADR-reglur, geta afleiðingarnar orðið margvíslegar. Ekki er endi- lega víst við umferðaróhapp hjá ol- íuflutningabíl að eldur komi upp, heldur gæti olían einfaldlega lekið ofan í ræsi og hugsanlega valdið ol- íumengun á viðkvæmu lífríki m.a. Lækjarins í Hafnarfirði eða frið- landsins við Ástjörn. Tiltölulega auðvelt ætti hins vegar að vera að koma í veg fyrir alvarlegar um- hverfislegar afleiðingar af olíuleka með viðeigandi aðgerðum og mik- ilvægt að sem fyrst sé unnin víðtæk áhættugreining af hálfu samgöngu- yfirvalda.“ Vilja áhættugreiningu vegna olíuflutninga LÍTILL munur reyndist á útkomu reykvískra drengja og stúlkna í PISA rannsókninni sem gerð var árið 2003, og er munurinn milli kynja ekki töl- fræðilega marktækur. Þetta kemur fram í úttekt sem gerð var fyrir menntasvið Reykjavíkurborgar á þessari alþjóðlegu rannsókn á náms- árangri 15 ára grunnskólanema. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem lögð var fyrir nemendur árið 2003, voru kynntar árið 2004. Þá voru þær flokkaðar eftir löndum en ekki hægt að lesa úr þeim niðurstöður fyrir ein- staka landshluta. Þegar leyfi fékkst til þess að skoða niðurstöðurnar eftir landshlutum óskaði menntasvið eftir greiningu á stöðu reykvískra skóla. Hæfni nemenda til þess að leysa stærðfræðiverkefni var skilgreind í sjö hæfnisþrepum, þar sem 0-1 merkja að nemandi geti ekki nýtt stærðfræðilegar aðferðir og stærð- fræðilegan skilning sér til verulegs gagns í daglegu lífi. Nokkur munur kom í ljós á árangri eftir landshlutum, en 18,6% reykvískra pilta var á þrep- um 5 og 6 á móti 16,8% pilta í ná- grenni Reykjavíkur og 11,4% í dreif- býli. Hlutföllin hjá stúlkum reyndust vera 16,3% í Reykjavík, 15,2% í ná- grenni Reykjavíkur og 16,1 í dreif- býli. Niðurstöður í lestri voru einnig á þá leið að reykvískir nemendur stóðu sig betur en nemendur á landsbyggð- inni, en ekki var marktækur munur á milli landshluta hvað varðar árangur í raungreinum. Lítill munur á náms- árangri kynjanna XE IN N -S N 05 12 00 2 Þú sérð öll jólatilboð Smith & Norland á heimasíðu okkar, www.sminor.is. Smelltu þar á bæklinginn Fyrir jólin og skoðaðu 16 glæsilegar síður sem eru fullar af eigulegum hlutum á góðu verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.