Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Netverð frá Su marsól Takmarkað sætaframboð á þessu verði! Flugáætlun Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. 7.,19. og 29. apríl, 17. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar. 16.900kr. Sumarhúsaeigendur og a›rir farflegar til Spánar! Alicante Beint leiguflug me› Icelandair í allt sumar! skýrslunnar Ungt fólk 2004. Skýrsl- an var unnin af Rannsóknum og greiningu fyrir menntamálaráðu- neytið og er sambærileg við rann- sókn sem gerð var árið 2000, en ráðuneytið hefur staðið fyrir rann- sóknum af þessu tagi frá árinu 1992. Aukið framboð háskólanáms „Ein skýring sem mætti nefna er aukið framboð á háskólanámi á Ís- landi. Á sama tíma og þetta er að gerast eru færri sem stefna að því að fara beint í háskólanám erlendis, það er eins og það sé meira traust á há- skólum hér á Íslandi. En auðvitað er líka meiri áhersla á menntun yf- irleitt og samkeppni atvinnulífsins sem tengist því þá hvað þú kannt og hvað þú getur,“ segir Álfgeir. Í rannsókninni var kannað viðhorf nemenda í framhaldsskólum til m.a. menntunar, menningar, tómstunda, íþrótta og framtíðarsýn þeirra könn- uð. Rannsókninni er ætlað að vera fræðilegur grunnur sem stefnumót- unarvinna í málefnum ungs fólks NEMAR í framhaldsskólum lands- ins telja mun líklegra að þeir fari í háskólanám hér á landi að loknu námi í framhaldsskóla nú en árið 2000, að því er fram kemur í rann- sókn á viðhorfum og væntingum framhaldsskólanema árið 2004, en viðamikil rannsóknaskýrsla með nið- urstöðunum var gerð opinber í gær. Árið 2000 taldi meirihluti fram- haldsskólanema það ólíklegt að þeir færu í háskólanám að loknum fram- haldsskóla, en árið 2004 er þessu öf- ugt farið, og nú segja 63,3% stelpna og 58,4% stráka mjög eða frekar lík- legt að þau fari í háskólanám. Árið 2000 sögðu 39,5% stelpna líklegt að þær færu í háskóla, en 34,1% stráka, og hefur því hlutfallið hækkað um u.þ.b. 24 prósentustig á fjórum ár- um. Á þessu er engin ein skýring, heldur er líklegt að margar sam- þættar ástæður liggi að baki, segir Álfgeir Logi Kristjánsson, fé- lagsfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og einn af höfundum getur byggst á, segir Álfgeir. Þrátt fyrir þessar sterku vænt- ingar framhaldsskólanema til há- skólanáms kemur fram að 48,5% framhaldsskólanema á höfuðborg- arsvæðinu telji mjög eða frekar lík- legt að þeir fari að vinna að loknu námi í framhaldsskóla. Hlutfallið var mun hærra, 61,9%, meðal fram- haldsskólanema á landsbyggðinni. Telja skýrsluhöfundar að líklegt sé að margir þátttakendur ætli sér annað hvort að vinna með skóla að loknum framhaldsskóla, eða taka sér frí frá námi áður en þeir snúi sér að háskólanámi. Fjórðungur fær aðallega peninga frá foreldrum Talsverður munur reyndist vera milli kynjana þegar kannað var hvar framhaldsskólanemar fá peninga, og reyndust strákar helst fá peninga til daglegra nota með sumarvinnu en stelpur með því að vinna með skóla. Tæplega 54% stelpna sögðust vinna með skóla, sem er svipað hlutfall og árið 2000, samanborið við 36% stráka. Strákar virðast heldur hafa dregið úr vinnu með skóla, en árið 2000 sögðust 43% vinna með skóla. Um fjórðungur stráka og stelpna sagðist aðallega fá peninga til dag- legra nota frá foreldrum. Álfgeir segir ekki ljóst hvernig standi á þessu. Ein kenning sé sú að strákar komist frekar í betur launuð störf yfir sumartímann og launin nýtist þeim því betur. Önnur kenn- ing sé svo að neysluvenjur stráka og stelpna séu mismunandi, stelpur telji sig einfaldlega þurfa meiri pen- inga til daglegra nota. Þegar vinna með skóla var skoðuð nánar má sjá að um 10% framhalds- skólanema á höfuðborgarsvæðinu vinna 20 stundir eða meira á viku með náminu, en hlutfallið er um tveimur prósentustigum hærra hjá stelpum á landsbyggðinni. Rúmlega 19% stráka og tæp 27% stelpna á höfuðborgarsvæðinu vinna 10-19 stundir á viku, en hlutfallið var ívið lægra á landsbyggðinni. Í niðurstöðum rannsóknarinnar má sjá tengsl á milli mikillar vinnu og lélegs námsárangurs, en vinna í 1-9 klukkustundir á viku virðist ekki hafa áhrif á námsárangur. Þeir sem vinna 10 klukkustundir á viku eða meira voru mun líklegri til að segja að nám þeirra gengi frekar eða mjög illa en þeir sem unnu minna. Athygli vekur að strákum finnst mun oftar að nám þeirra sé of létt en stelpum, þrátt fyrir að námsárangur þeirra sé mun lakari en hjá stelpum. Strákar segja námið létt en standa sig verr Um 33,4% stráka sögðu það stundum eiga við að þeim fyndist námið of létt, en 21,6% stelpna. Tæpur þriðjungur stelpna, 29,2%, sagði að sér þætti nær aldrei að námið væri of létt, og 14,5% stráka tóku í sama streng. Skýrsluhöfundar segja ekki ljóst hver skýringin á þessum mun er, en ekki ólíklegt að strákar og stelpur hafi almennt ólík viðhorf til námsins. Rannsóknin byggist á könnunum Rannsókna og greininga sem lagðar voru fyrir nemendur í 29 framhalds- skólum í október 2004, en sambæri- legar kannanir voru lagðar fyrir í október 2000. Könnun var lögð fyrir alla nemendur í framhaldsskólum landsins til þess að ná sem mestum fjölda þátttakenda. Svör fengust hjá rúmlega 11 þúsund nemendum, sem er um 81% svarhlutfall. Ný rannsókn á högum framhaldsskólanema leiðir í ljós aukinn áhuga á háskólanámi Meirihlutinn segir háskólanám á döfinni                  ! "   # $"      % !   &  &   &  &                                Morgunblaðið/Ásdís Aðeins 2% framhaldsskólanemenda sögðust í dag ekki eiga farsíma sam- kvæmt rannsókninni, samanborið við 11% árið 2000. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is JÓLAGLEÐI Kramhússins verður haldin á morgun, laugardaginn 10. desember kl. 20, í Borgarleikhúsinu. Þetta er í 23. sinn sem nemendur Kramhússins koma saman fyrir jól og sýna listir sínar. Jólagleðin er sýning með dansi og skemmtiatriðum um 160 þátttakenda, fjölbreytt og al- þjóðleg undir stjórn kennara frá Jamaica, Spáni, Danmörku, Gineu, Búlgaríu, Perú, Mexico, Bandaríkj- unum, Austurríki, Svíþjóð og Íslandi. Heiðursgestir í ár eru rússneskir harmonikkuleikarar ásamt félögum úr Hljómsveit harmonikkuunnenda undir stjórn Reynis Jónassonar. For- sala aðgöngumiða fer fram í Kram- húsinu, Skólavörðustíg 12 og Borg- arleikhúsinu, Kringlunni. Frekari uppl. á www.kramhusid.is. Jólagleði Kramhússins Fleiri tangóböll Missagt var í grein um nýja bók Kristínar Bjarnadóttur á þriðju- dag að síðasta tangóballið fyrir jól yrði haldið þriðjudagskvöldið 6. desember. Hið rétta er að þá var síðasta tangóballið í Iðnó fyrir jól. Tangóböll eru haldin á hverju miðvikudagskvöldi á Café Cultura í Alþjóðahúsinu. www.tango.is Íslensku tónlist- arverðlaunin Þau mistök voru gerð við vinnslu á lista yfir tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna að í flokknum Sígild og samtíma- tónlist, urðu tvær tilnefningar að fjórum. Rétt er að plata Sigrúnar Hjálmtýsdóttur Monologues - Dia- logues er tilnefnd til verðlauna sem hljómplata ársins og að Vík- ingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er tilnefndur til verðlauna sem flytjandi ársins fyrir glæsilega de- bút-tónleika á árinu og frábæran píanóleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Blásarakvintett Reykjavíkur. LEIÐRÉTT Gjaldþrotaúrskurðum hjá fólki á aldrinum 20 til 29 ára hefur hins vegar fækkað frá árinu 2000. Þá voru slíkir úrskurðir 82 en í ár hafa þeir verið þrettán. ÁRANGURSLAUSUM fjárnámum hjá fólki yngra en 30 ára hefur fjölgað um tæp 30% á árunum 2001 til 2005. Þetta kemur m.a. fram í skriflegu svari dóms- málaráðherra, Björns Bjarnason- ar, við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar um árangurslaus fjárnám hjá ungu fólki. Í svarinu kemur fram að gerð hafi verið alls 1.106 árangurslaus fjárnám hjá fólki á aldrinum fimmtán til 30 ára, það sem af er þessu ári. Til samanburðar voru gerð alls 864 árangurslaus fjár- nám hjá fólki í þessum aldurshópi á árinu 2001.        !""#$!""%                    !  Fjárnámum fjölgar um 30%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.