Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRJÁTÍU manns týndu lífi þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp um borð í rútu- bifreið í Bagdad-borg í Írak í gærmorgun. Hinir látnu voru einkum konur, börn og ung- menni af kvísl sjía-múslíma. Tilræðið þykir til marks um að uppreisnarmenn í Írak vilji setja strik í reikninginn varð- andi þingkosningar sem fara fram í landinu í næstu viku en hátt í hundrað manns hafa dáið í árásum í Írak í þessari viku. „Það var viðbúið að ódæðum fjölgaði í aðdrag- anda kosninganna,“ segir Börkur Gunnarsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Atlants- hafsbandalaginu, NATO, í Bagdad, í samtali við Morgunblaðið í gær. „En ég held samt að öllum hafi brugðið við sprengjutilræðið í lögregluskól- anum á þriðjudag,“ bætti hann við en grunur leikur á að þar hafi tvær lögreglukonur verið að verki. Ekki færri en 36 týndu lífi í árásinni. Börkur sagði á hinn bóginn að ástand hefði al- mennt verið skárra í landinu undanfarið, þrátt fyrir blóðbað þessarar viku. „Og það er nú frekar búist við því að dagarnir í kringum kosningarnar sjálfar verði friðsælir. Ekki af því að hryðju- verkamennirnir beri svo mikla virðingu fyrir kosningunum að þeir hætti að sprengja sprengj- ur sínar, heldur af því að öryggisráðstafanir verða miklar.“ Segir Börkur að kjördagur verði til að mynda frídagur, þannig að fólk geti almennt haldið sig heima. Engir bílar verði leyfðir nálægt kjör- stöðum, engin bílaumferð leyfð yfirhöfuð á kjör- daginn. „Dagarnir í kringum þjóðaratkvæða- greiðsluna í október voru þeir friðsælustu sem ég hef upplifað hérna einmitt vegna svona ráðstaf- ana,“ sagði Börkur en hann kom til starfa í Bagdad í febrúar. Rætt hefur verið um, að minni áhugi sé á þess- um kosningum meðal Íraka en hinum fyrri enda ganga þeir nú að kjörborðinu í þriðja skipti á ell- efu mánuðum. Börkur sagði Bandaríkjamenn sem hann umgengst inni á „græna svæðinu“ svo- kallaða og sem sinna störfum er tengjast stjórn- málum Íraks hins vegar ekki hafa fundið sér- staklega fyrir þessu. „Raunar finnst mönnum útlitið nú betra í hér- uðum súnní-múslíma. Þátttakan þar var léleg í þingkosningunum í janúar en jókst hins vegar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stjórnarskrána nú í október.“ Segir Börkur að menn líti svo á að aukin þátt- taka súnníta í stjórnmálunum gæti hjálpað til við að kæfa uppreisnina í landinu, en talið er að flestir uppreisnarmenn komi úr röðum súnníta. Margir um hituna Alls 327 flokkar eru í framboði en Börkur segir fyrst og fremst þrjá flokka berjast í kosning- unum. Sjítabandalagið sem nú sé við völd sé talið líklegt til að fá 100–120 þingmenn kjörna, Kúrda- bandalagið 50–60 og svo flokkur súnníta „sem vonandi nær breiðu fylgi, en það ríkir samt óvissa um það hvort hann fær 30 þingsæti eða hugsanlega allt að sextíu þingmenn kjörna“. Börkur segir að ef súnnítaflokkurinn nái góðu fylgi þá hafi sjítabandalagið kannski möguleika á að velja sér samstarfsaðila í ríkisstjórn að kosn- ingum loknum. „Þeir höfðu engan valkost sein- ast, þeir urðu að fara með Kúrdunum,“ segir hann. „En ríkisstjórn þessara aðila sem nú situr er nánast óstarfhæf, menn forsetans [Kúrdans Jalal Talabani] og forsætisráðherrans [sjítans Ibrahim al-Jaafari] eiga í daglegum illdeilum.“ Iyad Allawi, sem var forsætisráðherra í bráða- birgðastjórn Íraks þar til í janúar, eigi hins vegar enga möguleika. „En [Ahmed] Chalabi hefur komið á óvart,“ segir Börkur. Chalabi hefur nú stofnað eigin flokk, eftir að hafa verið hluti af sjítabandalaginu í síðustu kosningum. „Þessi fyrrverandi besti vinur Bandaríkjanna, síðan versti óvinur þeirra, virðist eiga níu líf í íröskum stjórnmálum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum reiðir af,“ sagði Börkur Gunnarsson. „Viðbúið að ódæðum fjölgaði“ Reuters Kosningabaráttan í Írak setur nú svip sinn á Bagdad en auglýsingar frá stjórnmálaflokk- unum sjást víða um borgina. Börkur Gunnarsson Þingkosningar í Írak verða haldnar í skugga ofbeldis, en 30 týndu lífi í árás í Bagdad í gær. Börkur Gunnarsson segir öryggisviðbúnað hins vegar verða mjög mikinn á kjördag. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is New York. AFP. | Þess var minnst víða um heim í gær, að þá voru liðin 25 ár síðan tónlistarmaðurinn John Lenn- on var myrtur. Mest var um að vera í New York þar sem morðið var fram- ið. Fyrir marga er það einn af eft- irminnilegustu atburðum aldarinnar. Fyrsta minningarathöfnin um Lennon var haldin í Liverpool, fæð- ingarborg hans, en búist var við, að þúsundir manna myndu sækja fund í Miðgarði eða Central Park í New York til minningar um höfund „Imag- ine“ og fjölda annarra Bítlasöngva. Borgaryfirvöld bönnuðu hins vegar fólki að hafast við næturlangt í Strawberry Fields, einum hluta garðsins. Aðfaranótt 8. desember 1980 beið Mark Chapman, banamaður Lenn- ons og sjúkur á geði, við anddyri blokkarinnar þar sem Lennon bjó. Þegar hann sneri heim úr hljóðveri, hrópaði Chapman upp: „Herra Lenn- on,“ og skaut hann síðan fimm skot- um. „Ég hef verið skotinn,“ var það síð- asta, sem Lennon sagði. Lennons var víða minnst. Í Havana á Kúbu voru tónleikar í minningu hans, í París og öðrum borgum sýn- ingar um ævi hans og starf og í Japan var hans minnst með útvarpsþætti og tónleikum í safni, sem Yoko Ono, ekkja Lennons, átti hlut að. Deilt um arfleifðina Enn stendur mikill styr um arfleifð Lennons og hver skuli vera málsvari og túlkandi hennar. Nú er það Yoko Ono en ættingjar, vinir og aðdáendur Lennons eru margir mjög óánægðir með það. Hefur sumt af því, sem hún hefur látið frá sér fara um Lennon, vakið gremju og jafnvel reiði og henni er oft um það kennt, að upp úr sam- starfi Bítlanna slitnaði. Yoko Ono er sökuð um að lýsa Lennon sem eins konar hálfguð en margir vilja minnast hans sem mannsins Johns Lennons með kost- um og göllum. Í minningum sínum, „John“, segir Cynthia, fyrri kona Lennons, frá „kvölinni og niðurlæg- ingunni“, sem hún mátti þola í hjóna- bandi þeirra en Lennon gat verið grimmur. Í tilefni af 25. ártíð Len- nons segir Julian, sonur þeirra, að hann hafi „mjög blendnar tilfinn- ingar“ í garð föður síns. „Ég elskaði föður minn en hann brást mér á margan hátt,“ segir hann. Chapman, banamaður Lennons, var dæmdur í fangelsi í 20 ár til lífs- tíðar og situr enn inni. Í viðtali fyrir 10 árum sagði hann leitina að sínum eigin persónuleika hafa leitt sig til að myrða Lennon. „Ég var eins og lest, sem hefur farið af sporinu. Það var ekki hægt að stöðva mig.“ Lennons minnst víða um heim 25 ár síðan bítillinn var myrtur Reuters Japönsk kona með börn sín við veggmynd af John Lennon á safni um tónlistarmanninn í Saitama, norðan við Tókýó, í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.