Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 35
kennarar starfa við skólann auk
skólastjóra, sérkennara og starfs-
liðs í mötuneyti og annarri stoð-
þjónustu.
Einstaklingsnám
„Við erum ekki hverfisskóli
heldur lítill einkaskóli og hingað
koma börn af öllu höfuðborg-
arsvæðinu,“ segir Margrét Pála.
„Hér eru engin próf. Þess í stað
meta kennarar reglulega árang-
urinn og fylgjast vel með hverjum
og einum enda er hver hópur ekki
stór. Við leyfum okkur að fullyrða
að samanburður við aðra skóla er
okkur góður. Við notum hóptíma í
umbúðalausa og skarpa kennslu í
aðalnámsgreinum og sem dæmi
get ég nefnt að um miðjan nóv-
ember voru 22 af 26 fimm ára
stúlkum læsar frá því þær hófu
nám í september. Átta ára börn,
sem hafa verið í ensku frá byrjun,
geta haldið uppi einföldum sam-
ræðum á ensku og sex ára piltar
glímdu í nóvember hiklaust við
hugarreikning og reiknilíkön með
tveggja stafa talnagildum.
Skólastarfið byggist annars veg-
ar á miklu einstaklingsnámi í fá-
mennum hópum og hins vegar á
sköpun félagslegs skólasamfélags
þar sem vellíðan, lífsgleði og sátt
allra skipta mestu eða eins og seg-
ir í skólasöngnum okkar, „Hér
eiga allir að njóta og upplifa ham-
ingju og sátt“. Leikur, sköpun og
verkgreinar fá gríðalega mikið
rými en þrátt fyrir það er náms-
árangur hér mjög góður því að
það er kennt umbúðalaust, hratt
og örugglega þegar verið er að
kenna og gerðar miklar kröfur.“
Skólagjaldið er 14.600 krónur
fyrir hvert barn á mánuði fyrir
utan mat og keypta aukatíma í
frístundastarfi fyrir og eftir
skóla. Foreldrar barna í Garðabæ
greiða eingöngu fyrir mat og frí-
stundastarf, þar sem Garðabær
eitt sveitarfélaga velur að greiða
sömu upphæð fyrir sín börn,
hvort sem þau eru í einkaskóla
eða hverfisskóla.
Skólagjöld snúast
um sveitarfélög
„Málið er að skólagjöld segja
ekkert um grunnskólann sem
innheimtir gjöldin eða foreldrana,
sem borga þau. Skólagjöld snúast
um sveitarfélögin – hvort þau
velja að greiða með hverju barni
þann þekkta kostnað sem fylgir
skólagöngunni, hvort sem barnið
er í einkaskóla eða hverfisskóla.
Garðabær er eina sveitarfélagið
sem býður börnum sínum upp á
jafnræði hvað þetta varðar,“ seg-
ir Margrét Pála. „Önnur sveit-
arfélög borga minna til einka-
skólanna sem verða að rukka
skólagjöld til að mæta þessu
skerta framlagi til nemandans.
Skólagjöldin valda síðan því að
foreldrar hafa síður val og leita í
hverfisskólana sem reknir eru af
hinu opinbera – eru áskrifendur
að nemendum ef svo mætti
segja.“
er lokað
Það getur verið vandasamt en gaman að þræða nál og sauma. Marteinn Guðmundsson,
Hákon Hákonarson og Kristinn Ingi Gunnarsson spreyta sig á saumaskapnum. Á bak-
við þá er Guðbjörn Atli Kristinsson sem fylgist spenntur með tilburðunum.
krgu@mbl.is
’Hvað er betra engönguferð upp að Vífils-
staðavatni og dengja
sér um leið í nokkur
orðadæmi, telja fuglana
á vatninu eða bílana
sem eiga leið hjá.‘
’Þannig fá þau tækifæritil að skipuleggja
starf sitt og líf á
hverjum einasta degi.‘
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 35
Laugavegur 24, Reykjavík
Skipagata 7, Akureyri
Lagarás 8, Egilsstaðir
„Afbragðskrimmi frá Frakklandi
... stendur skör hærra en norðlenski krimminn,
bæði sá sænski og íslenski.“
Páll Baldvin Baldvinsson, DV
Franskur
verðlaunakrimmi
LOKSINS Á ÍSLANDI!
FRANSKI VERÐLAUNA- OG
METSÖLUHÖFUNDURINN
FRED VARGAS
Glænýr Saab
Við kynnum SAAB í sínu
náttúrulega umhverfi.
Komdu og skoðaðu nýjan og endurhannaðan Saab 95. Þessi kraftmikli og öruggi
bíll er fullkominn í skíðaferðina eða í bústaðinn, enda þrífst hann best við erfiðar
íslenskar aðstæður. Fágaðar línurnar og einstakt útlitið vekja athygli allra sem
á hann líta. Rétti bíllinn fyrir veturinn í norðri.
Verð frá 2.980.000,-
Reynsluaktu nýjum SAAB 95. Hann er margverðlaunaður fyrir öryggi og hannaður fyrir akstur á norðurslóðum.
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
DAGLEGT LÍF