Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 64
HLJÓMSVEITINA Spark skipa knattspyrnuáhugamennirnir Hákon Guðni, Snæþór Ingi og Guðjón. Þeir félagar eru 11 og 12 ára gamlir og gáfu á dögunum út sína fyrstu plötu sem ber heitið Lífið er leikur. Leiðir þeirra lágu saman í gegn- um Söngskóla Maríu Bjarkar sem hóf starfsemi úti á landsbyggðinni í fyrsta sinn fyrr á árinu og starfaði í sumar í Neskaupstað, á Egils- stöðum, Akureyri og Húsavík. Þær María Björk og Regína Ósk völdu úr hópi hæfileikaríkra krakka þá Hákon frá Akureyri, Snæþór Eskifirði og Guðjón úr Reykjavík til að syngja þekkt lög inn á plötu. Lögin eru endurútsett og sung- in með íslenskum textum. Meðal laga eru þekkt lög frá hljóm- sveitum eins og Bon Jovi, Queen, U2, Europe, Sálinni hans Jóns míns og Bubba Morthens. Tónlist | Hljómsveitin Spark gefur út plötu Lífið er leikur 64 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞÉTTUR tónlistarpakki verður í boði á Grand rokki í kvöld þegar hljómsveitirnar Hairdoctor og Reykjavík og tónlistarmaðurinn Ben Frost boða til stóreflis hljóðveislu. Á milli laga munu félagar Nýhil- samsteypunnar kynna ljóðaflokk sinn, Norrænar bókmenntir, en sér- staklega er varað við því að um eitt- hvert ljóðakvöld sé að ræða, heldur muni rokk og rólegheit skipta með sér verkum í mesta bróðerni. Allar líkur eru þó á að hlutur rólegheit- anna minnki eftir því sem á líður kvöldið en veislan hefst kl. 23. Hairdoctor og Reykjavík eru flestum tónlistaráhugamönnum vel kunnar en sú fyrrnefnda sendi á dögunum frá sér plötuna Shampoo sem þykir hin ágætasta frumraun. Reykjavík sannaði það á síðastlið- inni Airwaves-hátíð að um frábæra tónleikasveit er að ræða en hljóm- sveitin vinnur um þessar mundir að fyrstu hljóðversplötu sinni ásamt upptökustjóranum Valgeiri Sigurðs- syni. Ben Frost er tónlistarmaður, fæddur og uppalinn í Ástralíu en starfar nú samhliða Valgeiri Sig- urðssyni í Gróðurhúsinu, milli þess sem hann vinnur að eigin tón- smíðum. Tónlist | Hljóðveisla á Grand rokki í kvöld Rokk og rólegheit Hljómsveitin Reykjavík er alræmd fyrir frábæra sviðsframkomu. Hairdoctor, Reykjavík, Ben Frost og Nýhil á Grand rokki kl. 23. Miðaverð: 500 krónur. HLJÓMSVETIN Hjálmar verður á faraldsfæti um helgina og heldur tónleika bæði á Akureyri og á Eski- firði. Í kvöld leika Hjálmar í Valhöll á Eskifirði og hefjast tónleikarnir um klukkan 23. Annað kvöld treð- ur sveitin svo upp í Sjallanum á Akureyri á sama tíma. Forsala aðgöngumiða er á midi.is, í verslunum Skíf- unnar og BT um allt land auk þess sem hægt er að nálgast miða á föstudagstónleikana hjá Kalla litla á Eskifirði. Miðaverð er 1500 kr. + 150 kr. miðagjald í forsölu og 2.000 kr. við innganginn. Átján ára aldurstakmark er á báða tónleikana. Nýjasti geisladiskur sveitarinnar kom út fyrir skemmstu og ber hann nafn sveitarinnar. Fyrri disk- ur Hjálma, Hljóðlega af stað, hefur nú þegar selst í yfir 8.000 eintökum. Þess má einnig geta að Hjálmar hlaut tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverð- launanna; hljómplötu ársins og flytjanda ársins í flokknum Fjölbreytt tónlist. Tónlist | Hjálmar á Akureyri og Eskifirði Hjálmar á faraldsfæti Hljómsveitin Hjálmar. Föstud. 9. des. Valhöll Eskifirði. Tónleikar hefjast kl. 23. Laugard. 10. des. Sjallinn Akureyri. Tónleikar hefjast kl. 23. Forsala aðgöngumiða er á midi.is, í verslunum Skífunnar og í BT um allt land. Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn þinn? Freddy Mercury Uppáhalds lagið? „Bohemian Rhapsody“. Helstu fyrirmyndir í lífinu? Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd. Hvað langar þig í í jólagjöf? Nýjan GSM síma. Guðjón Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn þinn? Jon Bon Jovi. Uppáhalds lagið? „Fjöllin hafa vakað“. Helstu fyrirmyndir í lífinu? Travis Pastrana, Jon Bon Jovi og Guðjón Arnar Einarsson. Hvað langar þig í í jólagjöf? Mótorhjól, rafmagnsgítar, vélsleða, PSP-tölvu og bensínbíladót. Snæþór Ingi Hver er uppáhalds tónlistarmað- urinn þinn? Söngvarinn Jónsi Í svörtum fötum og tónlistarmaður Angus Young í AC/DC Uppáhalds lagið? „Lets make it“ með AD/CD Helstu fyrirmyndir í lífinu? Mamma og pabbi er helstu fyrirmyndirnar, að sjálfsögðu. Hvað langar þig í í jólagjöf? PSP-tölvu Hákon Guðni ÍSLENSKU söngkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Emilíana Torrini eru í hópi tónlistarmanna sem tilnefndir hafa verið til hinna nýju alþjóðlegu Pantheon- tónlistarverðlauna. Tónlist- arvefsíðan Pitchfork tilkynnti um forval til verðlaunanna í gær en þeim er ætlað að vekja athygli á því besta sem er að gerast í jað- artónlistargeiranum. Stofnandi verðlaunanna, Tom Sarig, er einn þeirra sem stóðu að Shortlist- tónlistarverðlaununum, sem hljóm- sveitin Sigur Rós vann m.a. til. Hin nýju Pantheon-verðlaun verða veitt plötu sem komið hefur út á tímabilinu 1. júlí til 30. október 2005. Björk Guðmundsdóttir er til- nefnd til verðlaunanna fyrir hljóm- plötuna Medulla, en Emilíana Torrini er tilnefnd fyrir plötu sína, Fisherman’s Village. Á níunda tug listamanna eru tilnefndir í forvali en meðal annarra listamanna í þeim hópi eru Antony and the Johnsons fyrir I am a Bird Now, Blackalicious fyrir The Craft, Bloc Party fyrir Silent Alarm, Fiona Apple fyrir Extraordinary Mach- ine, Kaiser Chiefs fyrir Employ- ment og Sufjan Stevens fyrir Ill- inois. Tíu listamenn munu komast í úrslit þegar nær dregur verð- launaafhendingunni sem fram fer 6. febrúar í Los Angeles. Í verð- launanefndinni sitja 27 skemmti- kraftar, blaðamenn og fagmenn í tónlistariðnaðinum, m.a. Elton John, Elija Wood, Margaret Cho, Beck, Keith Urban og Shirley Manson í Garbage. Tónlist| Pantheon-tónlistarverðlaunin Björk og Emilíana tilnefndar Morgunblaðið/Árni Sæberg Björk er tilnefnd til Pantheon-verðlaunanna fyrir hljómplötuna Medulla. Önnur prentun myndasögubók-arinnar um Óla píku eftir Ómar Örn Hauksson, nema, rithöfund og fyrrverandi meðlim Quarashi er komin út. Fyrra upplag seldist upp á skömmum tíma en bókin þykir nokk- uð meinfyndin og grátbrosleg, allt í senn. Í stuttu máli fjalla myndasög- urnar um Óla sem er með píku í stað hefðbundins andlits og vill höfundur meina að með því sé sé hægt að skyggnast á bak við duldar og dóna- legar hugsanir hvers og eins. Með út- gáfunni sem nú kemur út er formáli eftir Höskuld Ólafsson, íslensku- fræðing, blaðamann og fyrrum Quar- ashi meðlim. Bókin er aðeins seld í versluninni Nexus við Hverfisgötu.    Miðasala á tónleika Katie Meluafer gríðarlega vel af stað en um hádegisbil í gær voru um 2.200 miðar seldir. Það þýðir að einungis eru tæplega 500 miðar eftir en að- eins er selt í sæti á tónleikana sem haldnir verða í Laugardalshöll föstudaginn 31. mars. Katie Mel- ua hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna undanfarin ár eða allt frá því að fyrsta plata hennar Call off the Search kom út árið 2003. Á þessu ári kom svo út platan Piece by Piece og lagið „Nine Million Bicycles“ af þeirri plötu hefur ómað nánast lát- laust á útvarpsstöðvum víða um Evr- ópu. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.