Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gautaborg. Morgunblaðið. | Kirkjuþing í Svíþjóð samþykkti í lok október að stofnað yrði til formlegrar athafnar innan sænsku kirkjunnar sem veitir samkynhneigðum pörum kirkjulega blessun í opinberum guðsþjónustum. Áður gátu samkynhneigð pör í Sví- þjóð fengið kirkjulega blessun í formi fyrirbæna prests, líkt og samkyn- hneigð pör í staðfestri samvist hafa átt kost á innan íslensku þjóðkirkj- unnar frá árinu 1998, en þá er ekki um formlega athöfn að ræða eins og nú er byrjað að móta í Svíþjóð. Búist er við að á íslensku kirkju- þingi árið 2007 verði tekin ákvörðun um hjónavígslur samkynhneigðra á Íslandi á grundvelli tillagna frá ný- skipaðri ráðgjafarnefnd um kenning- arleg málefni sem munu liggja fyrir Kirkjuþingi á næsta ári. Formleg kirkjuleg athöfn en ekki hjónavígsla Ekki er þó um hjónavígslu sam- kynhneigðra að ræða í Svíþjóð. Kirkj- an mun ekki taka afstöðu til hennar fyrr en árið 2007 þegar liggja munu fyrir niðurstöður úttektar hins opin- bera á hjónabandi og sambúð, að því er m.a. kemur fram í Svenska Dagbladet. Hins vegar þykir það gefa blessunarathöfninni aukið vægi að lýsing á henni verður í reglum kirkj- unnar og um formlega kirkjulega at- höfn verður að ræða. Það þykir stórt skref að sænska kirkjuþingið hafi tekið þessa ákvörð- un enda hefur hún vakið miklar um- ræður og sitt sýnst hverjum. Presturinn Yngve Kalin í Hyssna- sókn í nágrenni Gautaborgar átti frumkvæðið að því að setja af stað undirskriftalista með mótmælum við ákvörðun kirkjuþingsins en alls hafa yfir 800 af um 5.500 prestum innan sænsku kirkjunnar skrifað undir. Í byrjun nóvember skrifaði hann langa grein þar sem hann hvatti menn til að mótmæla ákvörðun kirkjuþings- ins. Skoraði hann á presta innan sænsku kirkjunnar að skrifa undir yf- irlýsingu þar sem fram kemur að kirkjuleg blessun sambúðar samkyn- hneigðra gangi gegn því sem segir í Biblíunni. Yngve Kalin skrifar m.a. að Guðs orð leyfi aðeins blessun parsam- bands karls og konu en ekki samkyn- hneigðra. Fyrstu þrjá dagana sem yfirlýsing- in var opin til undirskriftar skrifuðu 340 prestar undir hana. Kalin var ánægður með þann árangur og sagði að viðtökurnar sönnuðu að risagjá væri á milli presta og hins pólitísks kjörna kirkjuþings. Fulltrúar á kirkjuþinginu skiptust í fylkingar þar sem önnur vildi ganga lengra og leyfa hjónavígslu samkyn- hneigðra, en hin vildi ekki leyfa bless- unarathöfnina. Formaður kirkju- þingsins, Gunnar Siggmark, sagði í samtali við Svenska Dagbladet að mikill munur væri á vígslu og blessun. Hann hefur sjálfur verið á móti bless- unarathöfninni en hefur skipt um skoðun. Lars Gårdfeldt, samkynhneigður prestur sænsku kirkjunnar og tals- maður hjónabands samkynhneigðra, var ánægður með niðurstöðu þings- ins. „Það er frábært að eftir fjóra ára- tugi skuli kirkjan loksins hafa tekið ákvörðun sem hefur hagkvæmar af- leiðingar fyrir samkynhneigða,“ sagði hann. Staffan Holmgren er talsmaður kirkjuþingsfulltrúa sem greiddu at- kvæði gegn blessunarathöfninni. Hann sagði að málið hefði ekki verið nægilega rætt og að bíða hefði átt með ákvörðun. Sænski erkibiskupinn KG Hamm- ar er ekki undrandi á mótmælunum en segir að samkynhneigð pör eigi rétt á að fá blessun í sinni kirkju, þrátt fyrir að sóknarpresturinn vilji ekki veita blessunina. Hann segir að fyrirfram hafi verið vitað að hluti presta myndi mótmæla. Nokkrir skólastjórar slíta samstarfi við kirkjuna Mótmæli prestanna hafa t.d. haft þær afleiðingar að nokkrir skólastjór- ar hafa ákveðið að eiga ekki samstarf við kirkjur þar sem þjóna prestar sem skrifað hafa undir. Skólastjórarnir eru þá þeirrar skoðunar að prestarnir sýni ekki þá víðsýni og virðingu sem reynt er að innræta börnum í grunn- skólum og hafa af þeim sökum fellt niður aðventustundir eða skólaslit sem oft fara fram í kirkjum. Samræmd útfærsla Nú er hafin vinna við að koma ákvörðuninni um að kirkjan veiti sam- kynhneigðum blessun sína á formleg- an hátt í framkvæmd. Frá og með áramótum eiga samkynhneigð pör hins vegar rétt á að fá blessun í sinni kirkju samkvæmt samþykkt kirkju- þingsins og hver söfnuður fyrir sig mun því útfæra athöfnina fyrst um sinn. Búist er við að lýsing á formlegri athöfn liggi fyrir af hálfu kirkjunnar haustið 2006, að því er m.a. kemur fram í Svenska Dagbladet. Margir samkynhneigðir hafa áhyggjur af að athöfnin verði of stöðl- uð og tækifæri til að hafa hana eftir eigin höfði takmörkuð. Í Svenska Dagbladet er rætt við samkynhneigt par sem fékk blessun í messu í Jó- hannesarkirkjunni í Stokkhólmi fyrir nokkrum vikum. Tommy Zakrisson og Nicke Johansson bera nú hvor sinn silfurkrossinn um hálsinn sem merki um „hjónabandið“ og athöfnin var eftir þeirra höfði, innblásin af grískri rétttrúnaðarkirkjuhefð. „Við vildum ekki að athöfnin líktist hjóna- vígslu gagnkynhneigðra. Við verðum að fá að þróa okkar eigin athafnir. Þær eiga að vera jafnréttháar en ekki eins,“ segir Nicke Johansson í Svenska Dagbladet. Reuters Samkynhneigðir í Bretlandi fengu nýlega rétt til að láta skrá sambúð sína. Hér er skreyting á brúðkaups- tertu tveggja karla. Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Samkynhneigðir Svíar fá kirkjulega blessun Tugþúsundir manna í Teheran, höfuðborg Írans, fylgdu í gær til grafar 55 fórnarlömbum flugslyss á þriðjudag, hér syrgir kona son sinn. Alls fórust 106 manns er gömul Hercules-flutningavél á vegum hersins hrapaði á íbúðar- hverfi. Margir aðstandendur létu í ljós reiði og sögðu embættismenn hafa vitað að vélin væri hættuleg vegna lélegs viðhalds. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona slys verða hjá okkur og yfirvöld verða að útskýra af hverju þau halda áfram að nota þessar útslitnu vélar,“ sagði verslunareigandi á staðnum, Mahmoud Katanchi. Reuters Sorg og reiði Belgrad. AFP. | Carla Del Ponte, að- alsaksóknari við stríðsglæpadóm- stólinn í Haag, greindi í gær frá því að tekist hefði að handsama Ante Gotovina, fyrrverandi hershöfðingja í her Króatíu, en hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökun- um á Balkanskaga 1991–95. Goto- vina er einn þriggja manna sem Del Ponte hefur lagt mesta áherslu á að færa til Haag, en hinir tveir eru þeir Ratko Mladic og Radovan Karadzic sem fóru fyrir Bosníu-Serbum. Del Ponte tilkynnti um handtök- una á Gotovina á fréttamannafundi í Belgrad í Serbíu. Mun Gotovina hafa verið að snæða kvöldverð á lúxus- hóteli á Kanaríeyjum þegar hann var handtekinn í fyrrakvöld en spænskir fjölmiðlar sögðu að lögregla hefði fylgst með honum í nokkra daga, áð- ur en látið var til skarar skríða. Mál Gotovina komst í hámæli fyrr á árinu en þá ákvað Evrópusam- bandið að aflýsa aðildarviðræðum við króatísk stjórnvöld vegna þess hversu treg þau höfðu reynst til sam- vinnu um það, að hafa hendur í hári Gotovina. Viðræður um inngöngu Króatíu í ESB hófust þó um síðir, eftir að Del Ponte hafði lýst því yfir að ekkert skorti lengur upp á sam- starfsvilja Króata. Þjóðernishreinsanir í Krajina Ante Gotovina fór í felur 2001 eftir að gefin var út ákæra á hendur hon- um fyrir stríðsglæpi. Gotovina stendur á fimmtugu og gekk ungur í frönsku Útlendinga- hersveitina, hefur af þeim sökum franskan ríkisborgararétt. Gotovina hefur hins vegar komið víða við, hann starfaði m.a. um tíma fyrir al- þjóðlegt öryggisfyrirtæki og þjálfaði þá vopnaðar sveitir manna í Argentínu og Gvatemala. En fréttir herma einnig að Gotovina hafi á níunda áratugn- um tekið þátt í ránum og fjár- kúgunum og hann var dæmdur í fimm ára fang- elsi í Frakklandi árið 1986 fyrir að hafa stolið tveimur milljónum franka frá viðskiptajöfrinum Henri Salom- on. Gotovina sneri aftur til Króatíu að afplánun lokinni og gekk síðan í króatíska herinn þegar átök brutust út milli Króata og Serba vegna þeirr- ar ákvörðunar Króata að lýsa yfir sjálfstæði sínu og segja skilið við Júgóslavíu. Gotovina stjórnaði árið 1995 at- lögu sem Króatar gerðu gegn Serb- um er varð til þess að héraðið Kraj- ina komst á ný undir yfirráð Króatíu. Um 200.000 Serbar flýðu undan her- mönnum hans til Bosníu og Serbíu og er Gotovina sakaður um þjóðern- ishreinsanir og morð á 150 Serbum. Þessi umdeilda aðgerð króatíska hersins batt í raun enda á stríðið í Króatíu, tryggði full yfirráð stjórn- valda í Zagreb yfir króatísku land- svæði og þannig fullt sjálfstæði Kró- atíu, sem lýst hafði verið yfir 1991. Hefur Gotovina notið mikilla vin- sælda meðal almennings í Króatíu fyrir þátt sinn í þessum aðgerðum og öðrum í sjálfstæðisbaráttu Króata, margir álíta hann stríðshetju. Í augum margra annarra, þ.á m. saksóknara í Haag, gerðist hann hins vegar sekur um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Gotovina hand- tekinn á hóteli á Kanaríeyjum Ante Gotovina Verður fluttur til Haag en Gotovina er sakaður um stríðsglæpi gegn Serbum í Krajina 1995 Stokkhólmi. AFP. | Á gátlista yfir hugsanlega hryðjuverkamenn, sem Bandaríkjastjórn dreifir til flug- félaga um allan heim, eru nú um áttatíu þúsund nöfn að sögn Svenska Dagbladet. Fyrir 11. september 2001 voru aðeins sextán nöfn á list- anum. Flugfélögunum er skylt að bera farþegalista sína saman við gát- listann og tilkynna bandaríska heimavarnaráðuneytinu ef væntan- legur farþegi er á listanum og á leið til Bandaríkjanna. Fyrir 11. september 2001 voru að- eins 16 nöfn á gátlistanum. Sumir á listanum eru í ströngu flugbanni og komi einhver þeirra fram ber starfs- fólki flugfélaganna að tilkynna það lögreglu tafarlaust. Aðrir á gátlist- anum þurfa að sæta nákvæmri rann- sókn bandarískra yfirvalda áður en þeir fá að fljúga til Bandaríkjanna. Um 80.000 á gátlista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.