Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁN DÓMS OG LAGA Mál þýska bílasalans Khaleds al-Masris er lyginni líkast. Al-Masri var handtekinn á gaml- ársdag 2003 á landamærum Serbíu og Makedóníu þar sem hann var í rútu á leið til Skopje. Vegabréf hans var gert upptækt og hann var hnepptur í varð- hald vegna gruns um að hann tengdist hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda. Fyrst var hann yfirheyrður svo dögum skipti í Skopje án þess að fá að tala við lögmann, túlk eða þýska sendiráðið. 23. janúar var hann fluttur út á flugvöll með bundið fyrir augu, berháttaður, gefin stólpípa og klæddur í bleiu og fangabún- ing. Síðan var hann færður um borð í flugvél þar sem honum var gefið svefn- lyf. Næst rankaði hann við sér í Kabúl í Afganistan þar sem hann mátti dúsa í leynilegu fangelsi, sem sagt er að CIA reki þar í borg. Hann var yfirheyrður og meðal annars spurður hvort hann hafi farið til Jalalabad í Pakistan, sótt þjálf- unarbúðir palestínskra öfgamanna og hvort hann hafi þekkt Mohammed atta, forsprakka hryðjuverkamannanna, sem gerðu árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. 28. maí 2004 var al-Masri loks látinn laus. Illa til reika með vanhirt hár og sítt skegg og ferðatösku í hendinni gekk hann fram á þrjá menn vopnaða rifflum á fjallastíg. Hann sýnir þeim vegabréf sitt og gefur til kynna að hann sé þýskur ríkisborgari. Hann hafi ekki hugmynd um hvar hann sé niðurkominn. Þeir sögðu honum að hann væri í Albaníu, skammt frá landamærum Serbíu og Makedóníu, og hann sé ólöglega í land- inu þar sem engan stimpil sé að finna í vegabréfi hans. Al-Masri hugðist að eigin sögn verja áramótum í Skopje eftir að honum sinn- aðist við konu sína til að hugsa ráð sitt og ná áttum. Þegar hann sneri aftur til Ulm í Þýskalandi þar sem hann bjó með fjölskyldu sinni var hún á bak og burt, en hún hefur nú verið sameinuð á ný. Al- Masri er fæddur í Kúveit, ættaður frá Líbanon og hefur búið í Þýskalandi í tuttugu ár, þar af verið þýskur ríkis- borgari í tíu ár. Virðist honum hafa verið ruglað saman við annan mann, sem grunaður er um tengsl við Al-Qaeda og gengur undir sama nafni. Þegar al-Masri sneri aftur til Þýska- lands var hann einn til frásagnar um það sem gerst hafði frá því að hann var tek- inn úr rútunni á gamlársdag þar til hann skaut upp kollinum í fjöllum Albaníu. Hófu þýsk yfirvöld rannsókn á því, sem gerst hefði. Meðal annars leiddi grein- ing á hári hans í ljós að hann hefði verið í landi í Suður-Asíu og verið án matar um nokkurt skeið. Fyrstu fréttirnar um al- Masri komu fram í upphafi þessa árs þegar langt viðtal við hann birtist í dag- blaðinu The Guardian. Þá var enn margt óljóst, en al-Masri lýsti því hvernig hann hefði verið pyntaður, en meðferð ann- arra fanga hefði verið harkalegri. Hann hefði farið í hungurverkfall, sem stóð í 37 daga. Sér hefði verið ljóst að CIA stæði á bak við rekstur fangelsisins. Síðan hefur komið í ljós að Frank- Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, hafði verið sagt frá málinu í fyrra. Sömuleiðis upplýstu Bandaríkja- menn Otto Schily, innanríkisráðherra í stjórn Gerhards Schröders, um málið þremur dögum eftir að al-Masri var sleppt. Hét Schily að halda trúnað um það. Mál Khaleds al-Masris er eitt af mörgum þar sem Bandaríkjamenn hafa flutt fólk án dóms og laga úr einu landi í annað. Ógerningur er að segja hversu margir eru í fangelsum Bandaríkja- manna um allan heim og hvaða meðferð þeir sæta. Bandaríkjamenn segjast ekki beita pyntingum, en samkvæmt hvaða skilgreiningu? Bandarísku borgararétt- indasamtökin ACLU hafa stefnt George Tenet, yfirmanni CIA, fyrir hönd al- Masris, meðal annars fyrir að hafa haft hann í haldi í tvo mánuði eftir að ljóst var að hann væri saklaus. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar aðferðir. Bandaríkjamenn myndu hins vegar aldrei sætta sig við að yfirvöld annarra ríkja færu svona með bandarískan rík- isborgara, sem ljóst væri að hefði ekkert til saka unnið. En þeir láta það viðgang- ast hjá sjálfum sér. „ALSYSTUR AF SAMA BERGI BROTNAR“ Orðabækur rata ekki inn á metsölu-lista – til að mynda í jólabókaflóði – þrátt fyrir að þrotlaus vinna liggi að baki útgáfu þeirra og mjög margir njóti afrakstursins um langan tíma. Vinnu sína við þær vinna höfundar yf- irleitt án þess að eftir sé tekið, enda hrein og klár hugsjónamennska oft það sem að baki útgáfu orðabókar liggur; löngun til að skapa skilning á málheimi annarrar tungu meðal sinnar þjóðar, vilji til að brúa bil samskipta sem ella væru mun torveldari. Í gær var sagt frá útgáfu Hins ís- lenska bókmenntafélags á Íslensk- færeyskri orðabók í Morgunblaðinu, sem Jón Hilmar Magnússon er höf- undur að. Jón Hilmar þakkar skilningi Halldórs Blöndals, formanns Íslands- deildar vestnorræna þingmannaráðs- ins, og fjárlaganefndar Alþingis það að bókin kom út, en hann naut fjárstyrks nefndarinnar til að ljúka bókinni. Upphaf þessa mikla verks sem í eru nær fimmtíu og eitt þúsund orð og fjöldi orðasambanda má rekja til þess að færeyskur tengdasonur Jóns Hilm- ars bað hann að láta færeyska þýðingu á erfiðustu orðum fylgja íslenskum fréttabréfum sem hann sendi dóttur sinni. „Það var ekki nema sjálfsagt,“ segir Jón Hilmar í Morgunblaðinu í gær, „og þennan sama dag urðu þrjú orð upphafið að þessari bók.“ Er Halldóri Blöndal var afhent fyrsta eintak bókarinnar í fyrradag sagði hann að Íslendingar og Fær- eyingar hafi „verið að vinna betur saman á mörgum sviðum og við meg- um ekki gleyma því að Færeyingar eru okkar bestu vinir eins og þeir hafa oft sýnt þegar á hefur þurft að halda“. Færeysk menning stendur íslenskri menningu nærri, ekki bara hvað frændskap varðar eins og Halldór bendir á heldur einnig hvað menn- inguna sem heild varðar, og þá ekki síst tunguna. „Færeyskan og íslensk- an eru alsystur af sama bergi brotn- ar,“ segir Jón Hilmar, en að hans sögn leita Færeyingar til að mynda gjarnan fyrirmynda í íslenskunni við nýyrða- smíði. En þótt líkindin með þessum tungumálum séu óneitanlega mikil, ekki síst í ritmáli, hefur framburður þróast í ólíkar áttir. Þróunarsögu þessara tveggja tungumála er þó að sjálfsögðu langt frá því lokið og ljóst að Íslensk-færeysk orðabók er afar mikilvægt tæki fyrir alla þá sem vinna við og rannsaka þessi tvö tungumál, þróun þeirra og arfleifð. TRYGGINGASTOFNUN rík- isins og sjálfstætt starfandi sér- fræðilæknar hafa gert með sér samning um læknisþjónustu fyrir einstaklinga með tilliti til réttinda þeirra í samræmi við almanna- tryggingalöggjöf. Í samningnum er samið um ákveðinn heildarein- ingafjölda allra sérgreina sem eiga aðild að samningnum og síð- an um hlut hverrar sérgreinar. Samningurinn fyrir árið 2005 hljóðar upp á kaup á rúmlega 11 milljóna einingum, þ.e. tæplega 40 einingar fyrir hvern tryggðan Íslending að verðmæti 800 kr. á mann á ári. Af þessum heild- arfjölda fyrir árið 2005 er gert ráð fyrir 162.980 einingum til barna- og unglingageðlækninga. Mismunandi læknisverk eru met- in til mismargra eininga eftir eðli og umfangi þeirra. Ákvæði samn- ingsins gera ráð fyrir að læknar reyni að stýra notkun eininga þannig að dreifingin verði sem jöfnust á alla mánuði ársins. Einnig eru ákvæði í samningnum um eftirlit með notkun eininga til að hafa hemil á að ekki verði far- ið umfram umsaminn heildarein- ingafjölda. Ýmsir gallar í samn- ingnum gera þetta eftirlit þungt í vöfum, seinvirkt og ómarkvisst. Samskipti lækna og skjólstæð- inga þeirra eiga yfirleitt upphaf sitt hjá þeim síðarnefndu. Fram- haldið ákvarðast síðan af eðli þess ástands sem er til athugunar og meðferðar eftir samkomulagi læknis og skjólstæðings. Læknar hafa því tiltölulega litla mögu- leika á að stýra nýtingu eininga nema með því að takmarka að- gang að þjónustu sem þeir veita. Undanfarin ár hefur ásókn í þjónustu sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlækna auk- ist mikið. Þegar leið á árið 2003 var ljóst að það stefndi fram úr áformuðum fjölda eininga. Heil- brigðisráðuneytið brást þá við með því að setja inn viðbótarein- ingar til barna- og unglingageð- lækninga og árið endaði í samtals 202.000 einingum. Þá var ekki annað að skilja en að þetta væri varanleg aðgerð enda ekki fyr- irsjáanlegt að draga myndi úr þessari þörf. Árið 2004 var um ýmislegt sérstakt: Í byrjun ársins voru engir samningar í gildi milli sérfræðilækna og TR. Þá afboð- uðu margir áður áformaðar kom- ur til lækna eða frestuðu þeim til Vegna fyrirspurnar Kol Halldórsdóttur alþingisma Alþingi í byrjun nóvembe Jón Kristjánsson heilbrig isráðherra: „Við höfum lý yfir að við viljum að þjónu þeirra (þ.e barnageðlækna ar innskot) haldi áfram en kominn sá tími að þeir ha einingakvóta sinn. Þeir m hins vegar gera það og vi lýst því yfir að við viljum ast við því. Það er alveg lj okkar hálfu, bæði landlæk heilbrigðisráðherra. Okka staða liggur fyrir í þessum um.“ Þennan sama dag höfðu stætt starfandi barna- og lingageðlæknar sent frá s irlýsingu til fjölmiðla þess að þeir væru nauðbeygðir draga úr starfsemi sinni þ eftir lifði árs og gætu þes m.a. ekki sinnt nýjum erin neyddust síðan til að legg störf í desember. Um þes irlýsingu var fjallað í kvöl fréttum ríkisútvarpsins. U lok frétta eftir að yfirlýsin arinnar var getið í ágripi frétta var því bætt við að á fréttalestri stóð hafi Jón jánsson heilbrigðisráðherr hringt á fréttastofu og sag heilbrigðisyfirvöld hafi nú í samband við geðlækna o tryggt að þjónusta við bör unglinga sem þurfa á geð ishjálp haldi áfram“. Í Morgunblaðinu hinn 1 ember eftir umfjöllun blað deginum áður, var haft ef herranum: „Starfsemi sjá starfandi barna- og unglin lækna verður tryggð.“ Síð sagði: „Samninganefndin er að fara yfir þetta til að þjónustu … Það liggur alv að við viljum leita leiða til halda þessari þjónustu út Rétt er að halda sannle til haga og geta þess að n um 4 vikum eftir að heilbr isráðherra sagðist hafa se samband við geðlækna, ha in slík samskipti átt sér s hvorki frá honum sjálfum nokkrum öðrum opinberu starfsmanni á hans vegum engin formleg staðfesting að komast hjá að greiða fullt gjald fyrir þar sem ekki var tryggt og reyndar talið ólíklegt að TR mundi greiða mismuninn þegar samningar næðust. Það má segja að með þessu hafi ráðu- neytið tekið almannatrygging- arlöggjöfina úr sambandi. Seinni hluta september árið 2004 fóru grunnskólakennarar í tveggja mánaða verkfall. Þetta verkfall ásamt samningsleysi í upphafi árs og öðrum ytri aðstæðum vógu þungt og það dró tímabundið úr aðsókn eftir þjónustu. Heild- arnotkun barna- og unglingageð- lækna endaði því í 160.000 ein- ingum árið 2004. Þegar samningar tókust í byrj- un árs 2005 ákváðu heilbrigðisyf- irvöld, þrátt fyrir ofangreint, að taka mið af einingarfjölda ársins 2004 og var heildareiningafjöldi til barna- og unglingageðlækn- inga ákveðinn rúmar 160.000 ein- ingar. Með þessu hafði heilbrigð- isráðuneytið tekið þátt í og lagt blessun sína yfir aðgerð sem fól í sér um 20% skerðingu á þjónustu til barna- og unglinga með geð- ræn vandamál. Það var strax vit- að að þessi einingafjöldi mundi ekki duga og þegar leið á árið varð það augljóst. Barna- og ung- lingageðlæknar reyndu að vekja heilbrigðisyfirvöld til vitundar um vandann og hvöttu þau til að- gerða: Stjórn Barnageðlækna- félags Íslands gerði grein fyrir ástandinu í yfirlýsingu sem hún lét frá sér fara og birtist í Morg- unblaðinu 9. september. Heil- brigðisráðherra svaraði þessari yfirlýsingu í sama blaði strax daginn eftir, þ.e. laugardaginn 10. september, undir fyrirsögninni „Höfum verið að auka þjónustu í geðlækningum“. Þar er fullyrt að barna- og unglingageðlæknar hafi ekki nýtt þann einingafjölda sem ætlaður var síðustu þrjú árin en þar fór ráðherra ekki með rétt mál. Sagði heilbrigðisráðherra jafnframt: „Staðan er önnur á þessu ári og útlit fyrir að ein- ingafjöldinn verði fullnýttur og kannski rúmlega það. Við munum fylgjast með þeirri þróun, enda útlit fyrir aukningu í ár“. Síðan þá, þ.e. í þrjá mánuði, hafa barna- og unglingageðlæknar, eins og áður sagði, reynt ýmsar leiðir til að vekja heilbrigðisyf- irvöld til vitundar um að þeir þurfi eins og aðrir læknar að draga úr þjónustu. Viðbrögðin hafa verið í véfréttastíl um að góður vilji sé til að leysa málið en án loforða, staðfestinga eða að- gerða. Opið bréf til Jóns Kristjá heilbrigðis- og trygging Eftir Bertrand Lauth, Gísla Baldursson, Helgu Hann- esdóttur, Pál Ásgeirsson og Pál Tryggvason ’Það vekur undruáhyggjur með hva hætti ráðuneytið u gengst sannleikan HEILSUGÆSLAN í Kópavogi, sem verið hef- ur í Fannborg um aldarfjórðungsskeið, flutti sig um set í gær þegar Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra tók í notkun nýtt húsnæði fyr- ir heilsugæsluna á efri hæð að Hamraborg 8, en þar er um að ræða nýtt húsnæði sem byggt var yfir gjána sem Hafnarfjarðarvegurinn ligg- ur um. „Það er verið að flytja úr þröngu húsnæði sem var sprungið utan af starfseminni og ófull- komið,“ sagði Jón Kristjánsson, í samtali við Morgunblaðið. „Nýja húsnæðið er frábærlega vel staðsett í miðjum bænum og stærra og ætti að auðvelda aðgengi fólks að heilsugæsl- unni í þessum bæjarhluta,“ sagði Jón enn fremur. Hann sagði að þetta væri einn áfanginn í nokkuð mikilli uppbyggingu á aðstöðu heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Unnið væri að því að byggja nýja stöð í Voga- og Heima- hverfi, sem væri langþráð og síðan væri einnig á lokastigi önnur heilsugæslustöð í Hafnarfirði. Það sem næst lægi síðan fyrir væri að bæta aðstöðu heilsugæslunnar í Árbæ. Nýja húsnæðið er um eitt þúsund fermetrar að stærð, en þar verður móttaka fimm heilsu- gæslulækna og augnlæknis, auk þess sem þarna verður miðstöð heimahjúkrunar í Kópa- vogi. Alls starfa við heilsugæslustöðina um F t r s fjörutíu manns. Yfirlæknir er Kristjana Kjart- ansdóttir og Sigríður A. Pálmadóttir er hjúkr- unarforstjóri. Heilsugæslan hefur verið í fyrra húsnæði að Heilsugæslan flyst í Ham Frá afhendingu nýs húsnæðis Heilsugæslu Kópavog jana Kjartansdóttir yfirlæknir, Guðmundur Einarss jánsson heilbrigðisráðherra og Sigríður A. Pálmadó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.