Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 37
Sú ákvörðun að stytta námtil stúdentsprófs um eittár hefur mætt töluverðriandstöðu og hafa hags- munaaðilar meðal annars talað um að nú eigi að skera niður til að spara peninga og stúdents- prófið verði eftir breytingarnar mun minna virði en nú er. Þessi viðbrögð þurfa í sjálfu sér ekki að koma mikið á óvart, enda er jafn veigamiklum breytingum sjaldan tekið þegjandi í lýðræðisþjóð- félagi þar sem umræðan er alla- jafna opin og frjáls. Hitt vekur aftur á móti athygli að atriðum sem vega afar þungt í ákvörðun sem þessari er lítt haldið á lofti og hugmyndin um að breytingin sé eingöngu fyrirhuguð í sparnað- arskyni virðist fljóta ofan á. Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem ábatinn, bæði hagrænn og félagslegur, fellur að mestu til hjá nemendum framtíðarinnar. Þessi greinarstúfur er til þess fallinn að varpa nokkru ljósi hér á og er það gert með stuðningi skýrslu sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur fyrir nokkrum miss- erum. Rétt að hefja leikinn á því að lýsa stuttlega þeim breyt- ingum sem styttingin mun hafa í för með sér á námi í grunn- og framhaldsskóla. Fjöldi kennslustunda Á undanförnum áratug hefur kennslustundum í grunnskóla samtals fjölgað um ríflega 2.300 stundir og í framhaldskóla um 400 stundir. Stúdentar sem úskrifast nú hafa því setið ríflega 2.700 kennslustundum lengur á skólabekk en félagar þerra sem settu upp hvíta kollinn fyrir tíu árum. Þessar breytingar sam- svara því í raun að nám í grunn- skóla hafi verið lengt um tvö ár og nám í framhaldsskóla um 13 vikur. Þessi breyting hefur að mestu átt sér stað án þess að samsvarandi breyting hafi átt sér stað á námsefni og inntaki náms. Breytingarnar hafa með öðrum orðum leitt til þess að veruleg innistæða er fyrir styttingu, jafn- vel meiri styttingu en nú er fyr- irhuguð. Íslenskir stúdentar útskrifast nú úr framhaldsskóla á tutt- ugasta aldursári, ári seinna en stúdentar á hinum Norðurlönd- unum sem útskrifast nítján ára. Eftir breytinguna munu allir Norðurlandabúar útskrifast á sama aldursári. Vegna þess hve kennslustundum hefur fjölgað á undanförnum árum mun þessi breyting ekki leiða til þess að ís- lenskir stúdentar standi höllum fæti gagnvart norrænum félögum sínum. Síður en svo. Eftir stytt- ingu lætur nærri að nám á bók- námsbraut í íslenskum fram- haldsskóla svari til 2.300 kennslustunda, sem er áþekkur kennslustundafjöldi og þekkist í Noregi en heldur meira en í Sví- þjóð og Finnlandi. Danskir ung- lingar njóta aftur á móti meiri kennslu en hinar þjóðirnar. Vegna þess hve kennslustundir eru margar í íslenskum grunn- skólum munu íslenskir stúdentar útskrifast með verulega fleiri kennslustundir að baki en stúd- entar í hinum Norðurlöndunum þrátt fyrir að framhaldskólinn verði styttur um eitt ár, sem er þvert á það sem haldið hefur ver- ið fram í opinberri umræðu um málið, sjá töflu 1. Í áætlunum menntamálaráðu- neytisins er gert ráð fyrir að hluti af bóknámskennslu í fram- haldsskólum færist til grunnskóla og að kennsludögum í framhalds- skólum fjölgi um fimm á hverri önn og að starfsdögum í fram- haldsskólum fjölgi um fimm á ári. Þessar breytingar leiða til þess að fækkun kennslustunda á bók- námsbrautum framhaldsskóla muni svara til átta eininga. Þar af verða tvær kjarnaeiningar í leik- fimi en hinar einingarnar eru klipptar af kjörsviði og vali nem- enda. Vísast mun styttingin hafa í för með sér einhverja tímabundna röskun á skólastarfi, en ástæðu- laust er að ætla annað en að ís- lenskir grunnskólar og fram- haldsskólar verði færir um að sinna starfi sínu jafnvel og skólar annars staðar á Norðurlöndum og skila stúdentum með sambæri- lega menntun að baki og þar þekkist. Hér má einnig minna á að Ís- lendingar eru aðilar að svonefnda Bologna ferli sem miðar að því að samhæfa háskólanám í Evrópu. Samkvæmt þessu ferli skal grunnnám á háskólastigi vera þrjú ár, meistaranám tvö ár og doktorsnám þrjú ár. Sem stendur eru Íslendingar eina þjóð Evrópu þar sem nemendur hafa 14 ára skólagöngu að baki er þeir setja á háskólabekk. Hærri ævitekjur Hagrænn ábati af styttingu náms til stúdentsprófs felst eink- um í hærri ævitekjum nemenda, en styttri námstími leiðir til þess að nemendur ljúka fyrr námi og geta því haldið út á vinnumarkað ári fyrr en ella. Ævitekjur þeirra verða því hærri og einnig eft- irlaun. Á móti kemur að lengra skóla- ár styttir þann tíma sem nem- endur geta unnið á sumrin og rýrir það tekjur þeirra. Svo sem nefnt var hér að framan er gert ráð fyrir að lengja skólaár nem- enda um fimm daga á ári sem skerðir þá möguleika þerra til sumarvinnu sem því nemur. Í áðurnefndi skýrslu Hag- fræðistofnunar var metið hvaða áhrif það gæti haft í bráð og lengd á ævitekjur nemenda að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Útreikningarnir sýna að sam- anlagðar ævitekjur nemenda myndu aukast um tæpa sex milljarða króna á ári og ef litið er til allrar framtíðar þá gæti núvirtur tekjuauki samtals numið um 88 milljörðum. Hér hefur verið tekið tillit til þeirrar tekjurýrnunar sem leiðir af styttra sumarfríi, en í skýrslunni var gert ráð fyrir að skólaárið í fram- haldsskóla myndi lengjast meira en nú er áætlað og því gæti hér verið um eitthvert vanmat á ábata að ræða. Stærstan hluta af þessum tekjuauka má rekja til þess fólks sem hefur störf á vinnumarkaði að loknu fram- haldsskólanámi, en í skýrslunni er gert ráð fyrir að hluti nem- enda haldi áfram og ljúki há- skólaprófi. En eins og áður sagði er ábatinn ekki eingöngu hag- rænn. Félagsleg áhrif Stytting námstíma til stúdents- prófs ætti einnig að minnka brottfall nemenda sem virðist vera eitt stærsta vandamálið sem íslenskir framhalds- og háskólar eiga við að etja í dag – með stytt- ingu er námið gert fýsilegra. Í könnun, sem Jón Torfi Jónasson og Kristjana Blöndal gerðu á skólaferli fólks sem fætt var 1975, kom í ljós að í árslok 1999 höfðu rúm 46% lokið stúdentsprófi, 11% prófi úr verknámsgreinum, en tæp 43% höfðu ekki lokið prófi úr framhaldsskóla. Um 36% nem- enda höfðu hætt námi í fram- haldsskóla eða ekki haldið áfram eftir grunnskólapróf. Ríflega helmingur þeirra, sem skráðu sig í framhaldsskóla og hættu, lauk minna en árs námi og 80% þeirra minna en tveggja ári námi. Skort- ur á áhuga og peningaleysi voru algengustu ástæðurnar fyrir því að nemendur hættu námi. Vissulega má gera ráð fyrir að styttra sumarfrí dragi úr mögu- leikum nemenda til að sjá fyrir sér og geti þar með annað hvort ýtt undir vinnu nemenda með námi – sem getur hamlað náms- framvindu þeirra – eða flæmt tekjulága einstalinga frá frekari skólagöngu. Þessi áhrif eru þó vart líkleg til að vega þyngra en þau jákvæðu áhrif sem styttra bóknám í framhaldsskóla hefur á líkur þess að nemandi ljúki prófi. Hér verður einnig að hafa í huga að nemendur sem ljúka stúdentsprófi 19 ára eru hugs- anlega einnig líklegri til að halda áfram og leggja stund á há- skólanám. Um og upp úr tvítugu fjölgar þeim með hverju ári sem líður sem hafa hafið sambúð eða gengið í hjónaband og hugsanlega stofnað fjölskyldu. Slíkar skuld- bindingar geta komið í veg fyrir frekari skólagöngu og hvert ár skiptir sköpum um það hvort ein- staklingar sæki sér menntun á háskólastigi og hvort að hann nái að ljúka háskólanámi áður en ábyrgð af heimili torveldar nám. Þjóðhagsleg áhrif Greina má tvíþætt þjóðhagsleg áhrif af því að stytta nám til stúdentsprófs. Annars vegar lækkar þjóðarframleiðsla vegna þess að sumarfrí skólanna stytt- ist. Hins vegar eykst hún af því að nemendur koma ári fyrr út á vinnumarkaðinn og vegna þess að starfsævi þeirra verður ári lengri. Hagvöxtur tekur því kipp þegar fyrstu hópar nemenda koma út á vinnumarkaðinn, þar sem þá út- skrifast bæði nemendur úr nýja og gamla kerfinu – vinnuframboð eykst. Hagvöxtur mun svo aftur aukast af sömu ástæðu þegar há- skólanemendur ljúka námi. Til lengri tíma ætti hagvöxtur þó að vera svipaður og áður, en þjóð- arframleiðslan verður hærri. Ef stytting framhaldsskólans verður aftur á móti til þess að fjölga þeim nemendum sem útskrifast úr framhaldsskólum og skólum á háskólastigi, þannig að mennt- unarstig þjóðarinnar hækki, má hins vegar gera ráð fyrir auknum hagvexti í framtíðinni. Bætt menntun myndi að auki bæta stöðu Íslands í alþjóðasamkeppni en íslenskt vinnuafl hefur nú styttri skólagöngu að baki en vinnuafl flestra þjóða Norður- Evrópu. Í framangreindri skýrslu er ekki gert ráð fyrir að stytting framhaldsskóla muni hafa veruleg áhrif á afkomu ríkissjóðs. Fækk- un skólaáranna er talin geta haft í för með sér minni launakostnað, en á móti var talið að annar kostnaður við rekstur skólanna gæti aukist með lengra skólaári. Gengið var út frá því að laun kennara myndu hækka og að breytingarnar myndu hafa í för með sér ýmsan tímabundinn kostnaðarauka. Ekki var tekið til- lit til þess að skatttekjur ríkisins myndu aukast með auknum tekjum vegna lengri starfsævi og vegna þess að menntunarstig þjóðarinnar gæti hugsanlega auk- ist. Niðurlag Þróun þjóðfélaga hefur iðulega leitt til og kallað á breytingar af ýmsu tagi. Hér áður fyrr hófust skólar ekki fyrr en seint á haust- in og þeim lauk snemma vors, þannig gátu nemendur hjálpað til við ýmis störf til sjávar og sveita. Þeir tímar eru liðnir. Sú stytting framhaldsskóla sem stjórnvöld hafa nú lagt upp með ætti vart að rýra menntun stúdenta að ráði. Þeir munu áfram hafa meiri kennslustundafjölda að baki stúd- entsprófi sínu en félagar þeirra á hinum Norðurlöndunum. Stytt- ingin mun hinsvegar hafa í för með sér verulegan ávinning fyrir nemendur og þjóðarbúið í heild. Sé ennfremur haft í huga að styttingin gæti fjölgað þeim nem- endum sem ljúka framhaldsskóla og háskólanámi má ætla að áhrif á hagvöxt og samkeppnisstöðu landsins verði mikil og viðvar- andi. Er vit í styttingu framhaldsskóla? Eftir Svein Agnarsson og Tryggva Þór Herbertsson ’Eftir styttingu læturnærri að nám á bók- námsbraut í íslenskum framhaldsskóla svari til 2.300 kennslustunda, sem er áþekkur kennslustundafjöldi og þekkist í Noregi, en heldur meira en í Svíþjóð og Finnlandi.‘ Sveinn Agnarsson Sveinn er fræðimaður við HÍ. Tryggvi Þór er prófessor við HÍ. Tryggvi Þór Herbertsson MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 37 enn fengist á að læknarnir geti haldið áfram störfum sínum eins og ráðherra hefur fullyrt. Í besta falli er mögulegt að segja að framburður ráðherrans á Alþingi hafi verið ónákvæmur en upplýs- ingar hans til fréttastofu voru beinlínis rangar og annað villandi. Það er staðreynd að ennþá hefur ráðuneytið ekki tryggt fjár- mögnun geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga út árið. Endurtekið hefur ráðherra og embættismenn lofað að þessi vandi verði leystur og leiddur til lykta og fullyrt að áframhald starfseminnar sé tryggt. Formað- ur heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis hefur gefið í skyn að ástandið sé betra en það er og jafnvel fullyrt að til staðar sé þjónusta sem í ljós kemur að engir aðrir þekkja til eins og t.d. tilvist sérstaks teymis við heilsu- gæslustöðina á Akureyri. Landsmönnum er tryggð ákveðin samfélagsleg hjálp með ýmsum lögum. Framkvæmd heil- brigðisþjónustu er á ábyrgð heil- brigðisráðuneytisins sem nú virð- ist segja sig frá þessari ábyrgð með því að skerða fjármagn til þessa málaflokks um 20% og ætl- ast síðan til að sjálfstætt starf- andi læknar beri hana með því að gefa þjónustu sína og jafnvel borga með henni. Barna- og unglingageðlæknar meta að verðleikum heiðarlega, sanngjarna og nákvæma umfjöll- un um málefni. Þeir hafa lengi leitað leiða til að eiga góð sam- skipti við heilbrigðisráðuneytið sem hefur vikið sér undan bein- um samskiptum með röngum, villandi og ófullnægjandi svörum. Það vekur undrun og áhyggjur með hvaða hætti ráðuneytið um- gengst sannleikann. Það er nú orðin staðreynd að margir sem hafa leitað eftir þjón- ustu hafa ekki fengið hana og munu ekki fá á þessu ári. Þetta mun hafa áhrif langt inn á næsta ár. Vilji ráðuneytisins virðist aug- ljós: Sparnaður með samdrætti og takmörkun á þjónustu með löngum afgreiðslutíma og biðlist- um. Ef vilji ráðuneytisins er annar er tími til kominn að láta hendur standa fram úr ermum og verkin tala. Ráðherra er þar í bestu stöðu til að leggja sitt lóð á vog- arskálina og skapa umhverfi vinnufriðar og uppbyggingar í málaflokknum. lbrúnar anns á r sagði ð- ýst því usta a – okk- n ekki er afi klárað munu ð höfum bregð- jóst frá knis og ar af- m efn- u sjálf- ung- sér yf- s efnis r til að það sem ss vegna ndum og gja niður sa yf- ld- Undir ng- helstu meðan n Krist- ra gt „að ú sett sig og rn og lækn- 12. nóv- ðsins ftir ráð- lfstætt ngageð- ðan okkar ð tryggja veg fyrir l að árið.“ eikanum nú, næst- rigð- ett sig í afa eng- tað, né um m, og g hefur ánssonar, aráðherra un og aða um- nn.‘ Höfundar eru sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlæknar. Fannborg frá árinu 1980. Það húsnæði er á tveimur hæðum og var orðið óhentugt til reksturs heilsugæslu vegna þrengsla, auk þess sem lyfta er ekki í húsinu. mraborgina Morgunblaðið/Golli gs í Hamraborg í gær. Talin frá vinstri Krist- son, forstjóri Heilsugæslunnar, Jón Krist- óttir hjúkrunarforstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.