Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 49
MINNINGAR
✝ Elín Sigurðar-dóttir fæddist í
Lambhaga í Mos-
fellssveit 5. apríl
1930. Hún lést á
Droplaugarstöðum
4. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sig-
urður Guðnason
bóndi í Lambhaga,
f. 15.5. 1888, d.
28.8. 1974, og Krist-
ín Margrét Árna-
dóttir húsfreyja, f.
23.6. 1893, d. 31.7.
1972. Systkini Elínar eru: Mar-
grét, f. 1917, d. 1991; Engilbert, f.
1918; Sólveig, f. 1920, d. 2002;
Guðni, f. 1921, d. 1971; Helga, f.
1922; Eggert, f. 1924, d. 2004; og
Guðrún Erna, f. 1934, d. 1935.
Vorið 1936 flutti fjölskyldan til
Reykjavíkur og bjó lengst af á
Lilju og Sólveigu Júlíu. Áður
hafði Kristján eignast dótturina
Elínu með Sigrúnu Finnsdóttur.
2) Sigurð Karl Linnet, f. 14.1.
1959. Kona hans er Erla Einars-
dóttir og eiga þau tvær dætur,
Sigurlaugu og Stefaníu Elínu.
Stjúpsonur Sigurðar er Einar Að-
alsteinsson.
Áður en Elín giftist Stefáni,
hafði hún verið í sambúð með Júl-
íusi Gestsyni og eignaðist með
honum tvær dætur. Þær eru: 1)
Sigríður S. Júlíusdóttir, f. 9.5.
1951. Hún var gift Mark Cohagen,
en þau skildu. Eiga þau saman
tvær dætur, Lailu Sif og Nínu. 2)
Helga Júlíusdóttir, f. 5.6. 1952.
Hún er í sambúð með Arnfinni R.
Einarssyni. Áður hafði Helga
eignast dótturina Ölbu með José
Luis Solís.
Elín og Stefán áttu lengst af
heima í Skipasundi 43. Síðustu
æviárin átti Elín við veikindi að
stríða og dvaldi því á Droplaug-
arstöðum þar sem hún andaðist.
Útför Elínar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Bergþórugötunni.
Elín gekk í Aust-
urbæjarskólann og
síðan Ingimarsskól-
ann og lauk þaðan
gagnfræðaprófi
1947. Um framhald á
námi var ekki að
ræða.
Elín vann ýmis
störf á sínum yngri
árum, þar á meðal
nokkur sumur á
Varmalandi í Borg-
arfirði við garð-
yrkjustörf.
Hinn 2. ágúst 1957 giftist Elín
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Stefáni Karli Linnet, f. 19.11.
1922, og með honum eignaðist
hún tvo drengi: 1) Kristján Karl
Linnet, f. 1.11. 1957. Kona hans er
Sigríður Anna Guðbrandsdóttir
og eiga þau tvær dætur, Kristínu
Ég er svo heppinn að hafa alist
upp á þeim tíma þegar mæður
þessa lands voru almennt heima.
Unnu þar sína vinnu einar fjarri
skarkala heimsins. Þar á meðal var
mamma. Hún var heima er börnin
hennar komu heim úr skóla, þegar
þau komu aftur inn eftir að hafa
verið úti að leika eða sátu inni og
lásu á votviðrisdögum. Oft voru
margir vinirnir í heimsókn og var
vel hugsað um alla, franskbrauð
ristað handa þeim og kakómalt
með. Og gott var að koma inn þeg-
ar eitthvað bjátaði á og fá hlýleg
huggunarorð. Verk sín vann hún í
hljóði af heimspekilegri yfirvegun,
enginn asi eða hamagangur. Aldrei
sá maður hana taka til, en alltaf
var allt hreint og fágað, hvergi ryk
eða ló. Á milli verka var setið við
símann og spjallað í væna stund við
vini eða vandamenn. Og lesið, mik-
ið lesið. Þykkir doðrantar, oftast
spennusögur, spændust upp á
stuttum tíma. Mörg þúsund blað-
síður í hverjum mánuði. Lengi vel
var heitur matur tvisvar á dag, allt
þar til mamma tók eftir því að
kviðurinn á pabba var farinn að
stækka of mikið. Þá breytti hún til.
Maturinn var yndislegur, hvers-
dags sem á helgum. Nætursöltuð
ýsa, gellur, kálbögglar og lamba-
læri í heimsins bestu sósu svo fátt
eitt sé nefnt. Af mömmu lærði ég
að elda góðan mat og passa kvið-
inn.
Nú þegar ég hugsa til baka á
þessum tímamótum fyllist hjarta
mitt þakklæti fyrir þá gæfu að hafa
átt svona yndislega móður sem átti
svo mikla hlýju að gefa öðrum. Og
veit að börnin mín eru betri mann-
eskjur eftir að hafa verið í umsjá
hennar. Ég líka.
Kristján.
Látin er tengdamóðir mín Elín
Sigurðardóttir. Ég kynntist henni
fyrir fimmtán árum er leiðir mínar
og sonar hennar Kristjáns lágu
saman.
Ég hreifst strax af fjölskyldu-
bragnum í Skipasundinu. Þar bjó
Elín ásamt manni sínum Stefáni
Linnet, þremur uppkomnum börn-
um og tveimur barnabörnum. Þótt
húsrýmið væri ekki mikið á nú-
tímamælikvarða var alltaf nægt
pláss á heimilinu og allir bjuggu
þar saman í sátt og samlyndi. Ella
amma var kletturinn á heimilinu
sem allir löðuðust að og sóttu styrk
sinn til. Hún var glaðlynd kona,
bókhneigð og einstaklega barngóð.
Hún kom að uppeldi margra barna-
barna sinna og oft nægði eitt orð
frá henni til að börnin tileinkuðu
sér það sem foreldrarnir höfðu
predikað lengi án þess að á þá væri
hlustað.
Sem tengdamóðir var hún ein-
stök og mér fannst að ég hefði unn-
ið stóra vinninginn í tengda-
mömmuhappdrættinu. Hún var
alltaf til staðar þegar við þörfn-
uðumst hennar, tilbúin að hlusta,
ekki endilega að ráðleggja, en með
því að tala við hana komst maður
oft sjálfur að lausninni. Ekki var
afskiptaseminni fyrir að fara hjá
henni en enginn var betri en hún ef
á bjátaði.
Eftir að börnin fluttu að heiman
hélt Skipasundið áfram að vera
hjarta fjölskyldunnar. Þangað var
gott að stinga sér inn til að rabba
um daginn og veginn eða að fá að
geyma börnin þar á meðan við
sinntum erindagjörðum. Þar hitt-
umst við líka í afmælum og á
stórhátíðum og þótt fjölskyldan
væri stór, tók Ella á móti okkur
glöð og ánægð þótt vinna hennar
ykist með stækkandi fjölskyldu.
Ella var heilsuhraust, gekk
flestra sinna ferða og eyddi ófáum
stundum í garðinum sínum á sumr-
in. Það varð því mikið áfall fyrir
alla er hún fékk heilablóðfall fyrir
fimm árum, stuttu eftir sjötugsaf-
mæli sitt. Við það varð hún fangi í
eigin líkama og gat lítið tjáð sig.
Við þessi umskipti í lífi þeirra
hjóna sást enn betur hve sterk
bönd voru á milli þeirra Stefáns og
Elínar, hann fór á hverjum einasta
degi til hennar á Droplaugarstaði
og sat hjá henni stóran hluta dags-
ins. Hann hugsaði eins vel um hana
og hægt var og dást allir að þeirri
einstöku umhyggju sem hann sýndi
konu sinni.
Nú hefur Ella fengið hvíldina en
eftir lifir minningin um yndislega
konu.
Sigríður Anna
Guðbrandsdóttir.
Þegar mamma hringdi í farsím-
ann minn um tvöleytið aðfaranótt
sunnudags 4. desember vissi ég að
þessu var lokið. Amma var dáin.
Ég grét því sorgin fyllti hjarta
mitt. Eftir heilablóðfallið hafði
sorg og sársauki litað tilfinningar
mínar og hugsanir til ömmu en nú
er sársaukatilfinningin ekki til
staðar lengur. Ég veit að hún er
komin á betri stað.
Ég var rétt farin að kynnast
ömmu sem fullorðinn einstaklingur
þegar hún veiktist og hefði gefið
margt fyrir fleiri stundir við eld-
húsborðið í Skipasundi að spjalla
um allt milli himins og jarðar. Ég
gleðst samt, því ég á fulla kistu af
yndislegum minningum um ömmu
Ellu og um heimsóknir mínar til
hennar og afa í Skipasundið. Að
þeim mun ég búa alla mína ævi.
Ég kveð ömmu með þakklæti í
hjarta fyrir alla þá hlýju og ást
sem hún veitti mér.
Laila Sif Cohagen.
Hlýja, einlægni og umburðar-
lyndi eru orð sem koma strax upp í
hugann þegar rifjuð eru upp sam-
skipti við Elínu Sigurðardóttur
sem lést eftir langvinn veikindi síð-
astliðinn sunnudag. Við vorum tíðir
gestir á heimili Elínar og Stefáns,
eiginmanns hennar, á mennta-
skólaárunum um miðjan áttunda
áratuginn. Eins og títt er um skóla-
fólk á þessum aldri var oft glatt á
hjalla og gat gengið á ýmsu í litlu
risherbergi þar sem vinur vor
Kristján, sonur þeirra hjóna, var
gestgjafinn. Glymjandi tónlistin og
erillinn breyttu hins vegar ekki
þeirri vináttu og umburðarlyndi
sem ávallt mætti okkur í Skipa-
sundinu. Elín var hreinskiptin þeg-
ar henni þótti ástæða til að gera at-
hugasemdir við bröltið í okkur en
var fráleitt langrækin kona og
bauð ósjaldan til stofu þar sem hún
tók virkan þátt í umræðunni. Gilti
einu hvort dægurþras, nístandi
kaldastríð eða bókmenntir voru á
dagskránni. Ósjaldan rak hún okk-
ur á gat enda ágætlega lesin. Hún
hafði ákveðnar skoðanir og beitt
skopskyn sem féll í góðan jarðveg
meðal okkar vinanna. Þegar frá
leið urðu samskiptin stopulli, eins
og gengur, en í hvert sinn sem við
hittum Elínu var eins og við hefð-
um hitt hana í gær.
Nú, þegar komið er að kveðju-
stund, minnumst við Elínar með
hlýhug og virðingu og sendum
Stefáni og fjölskyldunni allri sam-
úðarkveðjur.
Haukur Lárus Hauksson,
Helgi Gunnlaugsson.
ELÍN
SIGURÐARDÓTTIR
✝ Guðrún BjörgMetúsalemsdótt-
ir fæddist í Tungu-
seli á Langanesi 16.
júlí 1916. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
30. nóvember síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Björg Ólafsdóttir og
Metúsalem Gríms-
son. Þau eignuðust
auk Guðrúnar;
Hólmfríði, f. 1917, d.
2003, og Ólöfu, f.
1923. Þegar Metúsalem lést árið
1924 flutti Björg með dæturnar í
heimasveit sína,Vopnafjörð. Þar
kynntist hún seinni manni sínum,
Ragnari Sigurðssyni, og ólu þau
upp fósturson, Guðjón Sigurðsson.
Guðrún fór 8 ára gömul í fóstur til
hjónanna í Fremri-Hlíð, þeirra
Guðrúnar Sigurjónsdóttur og Sig-
urðar Þorsteinssonar, og var hún
þar til 18 ára aldurs. Minntist hún
hjónanna og barna þeirra ætíð síð-
an með miklum hlýhug. Næstu ár-
in vann hún ýmis störf á Tangan-
um en fluttist þá norður í Eyjafjörð
og gerðist kaupakona hjá Valdi-
Stefánsdóttur, f. 21.4. 1947. Börn
þeirra eru: a) Stefán Viðar, f. 21.5.
1966, kvæntur Eydísi Einarsdótt-
ur, f. 22.4. 1970. Börn þeirra eru
Einar Rafn, f. 15.10. 1993, Viðar
Örn, f. 16.4. 1996, og Eva Rún, f.
16.5. 2003. b) Björgvin Viðar, f.
5.11. 1967, d. 26.5. 1990. c) Einar
Viðar, f. 11.7. 1972. Börn hans úr
fyrri sambúð með Sigríði Björk
Jónsdóttur eru Björgvin Viðar, f.
3.10. 1993 og Elísa Björk, f. 16.9.
1996. d) Anna Rós, f. 29.9. 1980,
sambýlismaður Arnar Már Sverr-
isson, f. 15.8. 1970, dóttir þeirra er
Guðrún Brynja, f. 10.7. 2005. 3) Jó-
hanna, f. 8.6. 1952, gift Arngrími
Brynjólfssyni, f. 29.5. 1952. Börn
þeirra eru: a) Arnar Már, f. 22.9.
1972, í sambúð með Hönnu Sigríði
Smáradóttur, þau eiga Unni Lilju,
f. 23.6. 2000 og Grím Má, f. 9.3.
2003. b) Örvar, f. 15.4. 1975, í sam-
búð með Natalie Rham, þau eru
búsett í Sviss. c) Guðrún, f. 2.11.
1982. d) Árni Freyr, f. 15.4. 1992.
Guðrún og Magnús bjuggu
lengst af í Norðurgötu 42, en
Magnús byggði það hús í samvinnu
við Jóhann Sigurðsson. Guðrún
var að hætti síns tíma heimavinn-
andi húsmóðir á stóru heimili og
gestrisnu. Þess nutu Vopnfirðing-
ar í ríkum mæli sem sóttu Akur-
eyri heim. Guðrún missti mann
sinn árið 2000 og eftir það bjó hún í
Vestur-Hlíð, en áður höfðu þau
hjón búið í þjónustuíbúð Hlíðar.
Útför Guðrúnar fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
mar Pálssyni á
Möðruvöllum fram.
Þar kynntist hún
mannsefni sínu,
Magnúsi Stefánssyni
frá Kambfelli í
Djúpadal. Guðrún og
Magnús gengu í
hjónaband 11. maí
1940.
Börn Magnúsar og
Guðrúnar eru: 1)
Ragna Björg, f. 18.3.
1941, gift Magnúsi
Aðalbjörnssyni, f.
15.5. 1941. Börn
þeirra eru: a) Magnús Már, f. 9.4.
1964. Sonur hans úr fyrri sambúð
með Kristínu Hafsteinsdóttur er
Bjarki Már, f. 31.1. 1996. Sambýlis-
kona Magnúsar er Guðbjörg Odds-
dóttir, f. 20.3. 1972. Börn hennar
eru Karlotta Sigurðardóttir, f.
19.3. 1997 og Oddur Vilberg Sig-
urðsson, f. 22.8. 1999. b) Hanna
Guðrún, f. 30.11. 1965, gift Pétri
Axel Valgeirssyni, f. 19.3. 1958.
Börn þeirra eru Íris, f. 12.8. 1988,
Magnús Valur, f. 9.8. 1991 og Heið-
björt Ragna, f. 7.9. 2000. c) Birkir
Már, f. 24.8. 1976. 2) Finnur Viðar,
f. 16.4. 1944, kvæntur Guðrúnu
Enn með sóma aldur ber
ungur hljómar bragur.
Alltaf ljómar yfir þér
æskublóminn fagur.
Þannig orti Magnús Stefánsson
til konu sinnar sjötugrar og segja
má að þessi hringhenda endur-
spegli þá ást, virðingu og kærleika
sem var ríkjandi í sambúð þeirra
hjóna til hinstu stundar. Guðrún
var einstök kona; hlý, nærgætin og
þeirrar gerðar að öllum þótti vænt
um hana. Öllum vildi hún vel og
ávallt lagði hún gott til málanna.
Það var mér mikil blessun að kynn-
ast Guðrúnu, og betri tengdamóður
hefði vart verið hægt að finna. Það
var engin tilviljun að barnabörnin
löðuðust að henni, enda var Guð-
rún alltaf boðin og búin að hjálpa
þegar þess var þörf. Hann leyndi
sér ekki ánægjusvipurinn á börn-
unum þegar heimsækja skyldi
„ömmu Guð“ – eins og börnin
sögðu gjarnan.
Tengdamóðir mín unni mjög átt-
högum sínum í Vopnafirði og talaði
einkar hlýlega um allt sem vopn-
firskt var. Frændgarður hennar
var þar stór og vinafjöldinn mikill.
Það var eins árvisst og koma far-
fuglanna að fjölskyldan færi austur
og ætti ánægjuríka daga hjá Ólöfu
systur Guðrúnar og Bertila manni
hennar, en þau voru höfðingjar
heim að sækja og var mikill sam-
gangur á milli heimilanna. Ein-
hverju sinni er Magnús og Guðrún
voru í heimsókn fyrir austan leit
Magnús yfir farinn veg og ánægju-
ríka daga, og laumaði hann þá
þessari vísu að konu sinni:
Ævin líður undrafljótt
óskin rættist fína.
Hingað austur hef ég sótt
heilladísi mína.
En Guðrún reyndist ekki ein-
göngu Magnúsi heilladís. Hún hef-
ur ennfremur reynst afkomendum
sínum sannkölluð heilladís, og
megi gæska og góðvild hennar
verða afkomendum hennar, born-
um sem óbornum, leiðarljós í
harðnandi heimi. Að leiðarlokum
þakka ég Guðrúnu samfylgdina og
bið henni Guðs blessunar.
Magnús Aðalbjörnsson.
Halldór Laxness sagði eitt sinn
um kunningja sinn: „Hann var
aldrei í góðu skapi. Hann var ávallt
í besta skapi.“ Þannig var amma.
Reyndar var aðeins til ein bók eftir
Laxness heima hjá afa og ömmu,
Brekkukotsannáll. Afa þótti, að ég
held, flest sem samið var síðar en á
14. öld heldur nútímalegt og hon-
um nægði fullkomlega að lesa Ís-
lendingasagnaútgáfu Guðna Jóns-
sonar aftur og aftur Almanak hins
íslenska þjóðvinafélags var samt
uppáhaldsbókin hans. Amma hafði
líka einfaldan smekk hvað bók-
menntir varðar. Davíð var hennar
maður. Okkar maður.
Amma var gjafmild, en kunni að
þiggja. Hún kunni þá list að velta
sér upp úr gjöf eða minningum.
Lét manni líða eins og höfðingja
þegar ég bauð henni einhvern tím-
ann í Eyjafjarðarhring sem endaði
með kaffi í Vín. Í annað skipti fór-
um við saman á ,,Svartar fjaðrir“,
leikgerð byggða á ljóðum Davíðs í
Samkomuhúsinu á Akureyri. Og
hún talaði lengi um það á eftir.
Hún kunni að gleðjast yfir litlu. Sú
list virðist óðum vera að hverfa.
,,Too much is not enough“ eins
og skáldið sagði.
Amma var félagslynd og lifði
fyrir gestagang. Á gullaldarárum
Norðurgötu 42 sem spönnuðu tæp
50 ár var stöðug traffík. Opið hús.
Kannski er verið að steikja kleinur
eða laufabrauð og amma er mið-
punktur alls. Ég minnist fólks í
kringum eldhúsborð og hugsanlega
er verið að reykja. Úti á hlaði eru
skódar og wartbúrgar. Og líklega
er verið að tala um verðbólgu-
drauginn. Örugglega ekki verðbréf
og eignamyndun. Það eru keðjur á
bílum. Og enn eru menn sem
ganga í skóhlífum. Sjálfur hef ég
líklega verið á kafi í uppbyggileg-
um barnabókum eða Sjóferðasögu
Hrafns Valdimarssonar. Líklegt er
að ,,Hildur“ hafi verið í sjónvarp-
inu, jafnvel spænskukennsla.
Amma kallaði mig oft Márus og
ég var mikið hjá henni þegar ég
var lítill. Ég minnist þess ekki að
hún hafi nokkurn tímann gefið mér
ráð, skammað mig eða kennt mér
nokkurn skapaðan hlut. En þannig
eru líklega áhrifamestu kennararn-
ir; heilir og hlýir og ósparir á góð-
vildina. Hún var líka óspör á sykur
og rjóma...
Arnar Már Arngrímsson.
GUÐRÚN BJÖRG
METÚSALEMS-
DÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Minningar-
greinar