Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
H
vað gerir þú á að-
ventunni? Þetta
er spurning sem
vinsælt er að
spyrja í dæg-
urmáladálkum blaðanna og
spjallþáttum ljósvakamiðla um
þessar mundir. Enda er desem-
ber runninn upp með tilheyr-
andi smákökum, kertaljósi og
miðbæjarrölti svo vinsæl klisja
um jólarómantík sé höfð að leið-
arljósi. Og viðmælendur fjöl-
miðlafólks keppast yfirleitt við
að lýsa því hvað þeir slaki nú
vel á í desember og reyni að
forðast að taka þátt í hinu al-
ræmda jólastressi. Það er auð-
velt að sjá fyrir sér blaða-
ljósmyndir af brosandi
fjölskyldufólki baka smákökur í
eldhúsum bæjarins í fallegu
skini marglitra ljósasería í jóla-
mánuðinum. Kannski er þetta
myndin sem við viljum draga
upp af okkur sjálfum í desem-
ber, við viljum trúa því að ein-
hvern veginn svona sé þetta hjá
okkur.
En desember er ekki bara
mánuður huggulegheita að ís-
lenskum hætti. Fleiri karakter-
einkenni þjóðarinnar koma hvað
best í ljós á þessum árstíma.
Þannig er desember sennilega
mesti vinnumánuður ársins.
Margt fólk, ekki síst versl-
unarfólk, stritar myrkranna á
milli og dottar svo yfir jólasteik-
inni á aðfangadagskvöld. Þeir
sem ekki vinna í búðunum sjá
svo um að verslunarfólkið hafi
nú eitthvað að gera. Nú er góð-
æri og helstu verslunarmið-
stöðvar því troðfullar af kaup-
glöðum Íslendingum frá morgni
til kvölds. Og ef marka má aug-
lýsingar er rétti tíminn í ár til
að fara með gamla sjónvarpið á
haugana og fá sér glænýtt
plasmatæki sem vart kostar
undir hundrað þúsund krónum.
Kannski verður jólanna árið
2005 minnst sem plasmahátíð-
arinnar miklu. Fótanuddtæki
hvað! segjum við og mundum
greiðslukortin. Þeir sem eiga
heimangengt af Fróni bregða
sér til Ameríku og heimsækja
þarlendar verslunarmiðstöðvar.
Er afrakstur þessara ferða slík-
ur að á undanförnum vikum hef-
ur það ítrekað komið fyrir að
þotur Flugleiða hafi verið fylltar
svo rækilega að vélarnar hafa
ekki getað flutt allan farang-
urinn heim, líkt og Morg-
unblaðið skýrði frá nýlega.
Ef til vill mætti lýsa íslensku
jólunum sem allsherjar
uppskeruhátíð vinnudýrkandi
þjóðar. Það hefur oft komið
fram þegar Ísland er borið sam-
an við grannþjóðirnar, að við
vinnum mun lengri vinnudag en
fólk gerir þar. Langur vinnu-
dagur hefur löngum þótt dyggð
hér á landi, jafnt hjá ungum
sem öldnum. Ekki er að sjá að
breyting sé að verða á þessu og
hefur dýrkun á vinnu og neyslu-
hyggja meðal annars komið í
ljós í þeirri umræðu sem fram
hefur farið undanfarið um stytt-
ingu framhaldsskólans. Í viðtali
sem birtist við Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra hér í blaðinu fyrir
nokkrum vikum var hún spurð
hvort fyrirhuguð stytting fram-
haldsskólans myndi ekki leiða til
þess að nemendur hefðu minni
tíma til að stunda vinnu með
námi. Ráðherrann svaraði á þá
lund að hún þekkti sitt fólk. Ís-
lensk ungmenni myndu alltaf
vinna með skólanum sama
hversu mikið yrði að gera hjá
þeim. „Að því leyti skerum við
okkur úr frændþjóðum okkar.
Sumir segja að þetta sé nei-
kvætt, en mér finnst þetta frek-
ar vera jákvætt merki um al-
mennan dugnað í íslensku
samfélagi og almenna löngun til
þess að vinna,“ sagði hún. Hér
má benda á að í skýrslu sem
menntamálaráðuneytið lét gera
vegna framhaldsskólans kemur
fram að kennarar og stjórn-
endur í framhaldsskólum telja
vinnu nemenda spilla námi
þeirra. Eðlilegt er í framhaldinu
að spyrja hvernig það komi ís-
lensku samfélagi til góða að ís-
lenskir unglingar standi vaktina
í sjoppum landsins meðan
norskir, sænskir og danskir
jafnaldrar þeirra lesa náms-
bækur?
Annað dæmi um íslenska
vinnudýrkun í ljósi styttingar
framhaldsskólans sá ég í grein á
vefritinu Tíkinni á dögunum.
Fram kom hjá greinarhöfundi
að margar stúlkur í framhalds-
skólum ynnu með skólanum til
þess að eiga fyrir fötum. Nú
hefðu sumar þeirra lýst and-
stöðu við styttingu hans og þeim
þyrfti einfaldlega að kenna dá-
lítið í reikningi. Yrðu þær látnar
reikna út ímyndaðar tekjur af
því að ljúka stúdentsprófi og há-
skólaprófi ári fyrr en nú er yrði
niðurstaðan „töluvert meira af
fötum“.
Þá vakti athygli mína frétt í
Morgunblaðinu í síðustu viku
um ráðstefnu karla um jafnrétt-
ismál sem haldin var í Kópavogi.
Þar var Bjarni Ármannsson,
forstjóri Íslandsbanka, meðal
mælenda. Fram kom í máli hans
að í fjárfestingabankastarfsemi
væri gríðarlega hörð samkeppni
um vel launuð störf. „Fólk verð-
ur því að vera tilbúið að færa
gríðarlegar fórnir. Í þau störf
veljast því gjarnan ungir karl-
menn sem eru til í að fórna öllu
á altari Mammons. Það eina
sem spurt er um er árangur
sem felst í fjárhagslegum ávinn-
ingi.“
Ætti það að verða keppikefli
kvenna sem vilja jafnrétti að
færa meiri fórnir en þær gera
nú í þágu peninga?
Við þurfum að spyrja okkur
að því hvernig lífi við viljum lifa.
Viljum við eyða eins miklum
tíma og mögulegt er í vinnu til
að geta keypt fleiri föt og stærri
sjónvörp? Eða er mikilvægara
að gefa sér tíma til þess að
þroskast sem manneskja?
Plasmajól
í ár?
Yrðu þær látnar reikna út ímyndaðar
tekjur af því að ljúka stúdentsprófi og
háskólaprófi ári fyrr en nú er yrði nið-
urstaðan „töluvert meira af fötum“.
VIÐHORF
Elva Björk Sverrisdóttir
elva@mbl.is
H
afi orðið sjarmatröll
einhvern tíma haft
sanna merkingu, þá á
hún örugglega við um
stórsöngvarann Bryn
Terfel, sem söng á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í gærkvöldi.
Hann er hávaxinn og sterklegur;
röddin djúp og hljómmikil. Þegar
hann brosir, brosa augun mest, og
hann er sérdeilis alþýðlegur og vin-
gjarnlegur í fasi; – manneskja sem
maður finnur að gott er að vera ná-
lægt. Það er sennilega þetta sem kall-
ast útgeislun, og hana hefur Bryn
Terfel mikla.
„Ég var var alveg undrandi þegar
ég var lentur og sá að það var átta
stiga hiti og enginn snjór,“ segir
kappinn skellihlæjandi þegar hann
tekur á móti rok- og regnbitnum
blaðamanni baksviðs í Háskólabíói
eftir æfingu í gær.
Bryn Terfel er einn mesti bari-
tonsöngvari dagsins í dag, en um 15
ár eru frá því hann sló í gegn og tók
óperuheiminn með trompi í hlut-
verkum Guiglelmos í Cosi fan tutti og
Fígarós í Brúðkaupi Fígarós. Sjálfur
segir hann þó að þetta hafi ekki verið
alveg svona einfalt – hann hafi þurft
að hafa fyrir hlutunum.
Terfel tók á sínum tíma þátt í
söngvarakeppninni kunnu í Cardiff í
Wales og fékk þar verðlaun fyrir
ljóðasöng, en lenti í öðru sæti í heild-
areinkunn, þegar „hinn“ stóri bariton
dagsins í dag, Rússinn Dimitri
Hvorostovskíj, hirti gullið.
Eins og hver annar
„Ég er bóndasonur frá Wales, og
kom inn í fagið án þess að hafa
nokkra þekkingu á klassískri tónlist.
Ég þurfti að leggja mikið á mig til
þess að bæta mér það upp, – ekki síst
þegar ég var í söngnámi í Guildhall
skólanum. Fyrir þann tíma var ég
bara eins og hver annar gaur, – á kafi
í fótbolta og rokkmúsík. Þegar ég
kom í skólann, þurfti ég allt í einu að
spenna beltin og fara að vinna. Mér
var gefinn þessi hæfileiki; söng-
röddin; og þegar þannig er verður
maður að vera trúr sjálfum sér og
láta á hæfileikann reyna eins og hægt
er. Fimm ár í háskólanámi í tónlist,
fannst mér tækifæri sem gæti ráðið
úrslitum um það hvort ég ætti eitt-
hvað í þetta eða ekki. Þar hófst auð-
vitað mikil raddþjálfun, og maður var
kynntur fyrir öllum tegundum tón-
listar: djassi, blús, óratoríum, óp-
erum, ljóðasöng … Það gerðist strax,
að einn kvistur á þessum meiði hitti
mig í hjartastað, og það var óperan.
Ég verð að segja þér frá fyrsta
skiptinu sem ég sá óperu. Það var
þegar útvarpið í Wales bað mig að
fara sem gagnrýnandi í Konunglegu
óperuna í Covent Garden, á Otello
eftir Verdi. Ég hafði aldrei komið inn
í óperuhús áður hvað þá meir. En hví-
líkur eldur sem kviknaði innra með
mér. Á sviðinu voru Placido Domingo
og Katia Ricciarelli, Sir Colin Davis
stjórnaði og Franco Zeffirelli var
leikstjóri. Þetta var skömmu eftir að
myndin hans um Otello var frum-
sýnd. Ég var bara átján ára hvolpur,“
segir Terfel og hlær, og tekur fram
að þótt frumraun hans í tónlistinni
hafi í raun og veru verið í gagnrýni,
hafi þetta jafnframt verið síðasta
skiptið sem hann gaf sig út fyrir að
vera gagnrýnandi. Það þurfti ekki
meira til, til að kveikja í honum. „Það
var nóg fyrir mig að vera gagnrýn-
andi í einn dag, þegar ég komst í
svona magnaðan söng. Ég gaf þeim
auðvitað fínan dóm!“ segir hann og
hlær enn meira, því í dag er þetta fólk
bæði kollegar hans og kunningjar.
„Þetta var rosaleg upplifun fyrir
mig; þarna kviknaði ljósið á óp-
erukertinu mínu, og það skíðlogar
enn. Mig grunaði þó aldrei að ég ætti
eftir að njóta velgengni á heimsvísu,
og eftir námið í Guildhall settist ég að
í Suður-Wales og taldi feril minn sem
óperusöngvara verða þar í bráð og
síð. Innan tveggja ára var það fyrir bí
og ég var kominn á flug í orðsins
Bryn Terfel á Íslandi. „Ég er búinn að heyra allt um nýja tónlistarhúsið og
lofa að koma aftur þegar það er komið í gagnið.“
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Ég var eins og hver
Tónlist | Bryn Terfel komst á toppinn í óperuheiminum án
HEFÐIN er sterk – og jólahefðir
vekja sennilega sterkari og íhalds-
samari kenndir hjá mörgum en flest-
ar aðrar hefðir. Þegar öll bestu uppá-
haldsjólalögin manns eru tekin úr
sínu „hefðbundna“ samhengi og sett í
nýtt, leitar maður ósjálfrátt að rétt-
lætingu. Til hvers að taka lag eins og
gamla þjóðlagið Með gleðiraust og
helgum hljóm –og útsetja upp á nýtt
– með saxófóni? Eða Nóttin var sú
ágæt ein? Eru þau ekki prýðileg og
kannski best eins og maður hefur
vanist að hafa þau?
Auðvitað eru þau best þannig –
meðan maður þekkir ekki annað.
Á aðventutónleikum Mótettukórs
Hallgrímskirkju, var Sigurður Flosa-
son saxófónleikari í stóru hlutverki,
sem spunameistari og meðleikari, en
einnig Björn Steinar
Sólbergsson organisti
og einsöngvarinn, Ísak
Ríkharðsson.
Hafi einhver haldið
að jólahefðinni yrði
komið fyrir kattarnef
með nýmælunum á
þessum tónleikum – þá
var svo ekki. Tónleik-
arnir voru frábærir.
Þeir voru það fyrst og
fremst vegna þess að
allt sem þar kann að
hafa hljómað nýtt og
jafnvel skrýtið í eyrum
einhverra, var svo listi-
lega vel og smekklega
gert. Samspil saxó-
fónsins, kórsins og einsöngvarans var
vissulega „öðruvísi“ – stundum kyrr-
látt í anda laganna sjálfra og text-
anna, stundum ögrandi, en alltaf í
fullkomnum samhljómi við stemn-
ingu og andrúm tónlistarinnar. Það
réttlætti tilbrigðin við hefðina. Sumt
fengum við líka að heyra í sínum
„orginal“ útgáfum, og það var að
sjálfsögðu fínt.
Niðurstaðan er sú að við eigum
ótrúlega mörg falleg
jólalög, bæði gömul og
ný. Lagið hennar Jór-
unnar Viðar, Jól, lag
Jóns Ásgeirssonar, Á
jólanótt, og Betlehems-
stjarnan hans Áskels
Jónssonar hafa öll áunn-
ið sér sess meðal okkar
bestu jólalaga, og lag
stjórnandans, Harðar
Áskelssonar, Jólagjöfin,
mun líka gera það þegar
fram í sækir: skínandi
lag – hljótt og fullt
stemningar þegar sung-
ið er um vetrardaginn
dimman, en rýkur upp í
fjörugan 7/8 rytma og
austurlenskan blæ þegar sungið er
um undrin sem gerast allt í einu í
austurvegi.
Mótettukórinn er magnað hljóð-
færi, og Ísak Ríkharðsson söng eins
og engill. Hljóðfæraleikurinn var
firnagóður og allt lék þetta ljúflega í
höndum stjórnandans Harðar Ás-
kelssonar.
Tilbrigði við hefð
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Mótettukór Hallgrímskirkju söng íslensk
og erlend jólalög. Einsöngvari var Ísak
Ríkharðsson, meðleikari á saxófón var
Sigurður Flosason, organisti var Björn
Steinar Sólbergsson en Hörður Áskels-
son stjórnaði.
Kórtónleikar
Bergþóra Jónsdóttir
Sigurður Flosason
saxófónleikari