Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÞRJÁR systur eftir Anton Tsjekhov
er af mörgum talið eitt besta verk
hans ef ekki eitt af bestu leikverkum
sem skrifað hefur verið á rússneska
tungu. Þar leitar á hann viðfangsefni
sem víða annars staðar stingur upp
kollinum í smásögum hans og leik-
ritum: Hlutskipti menntaðra, tilfinn-
inganæmra samtímakvenna í dreif-
býli. Kvenna sem eiga ekkert val,
geta ekki lifað sjálfstæðu lífi og eru
komnar uppá misjafnlega vel af guði
gerða karlmenn, – feður, bræður og
eiginmenn. Þær eru dæmdar til að
lifa óhamingjusömu, innihaldslausu
lífi.
Þessi árgangur Leiklistardeild-
arinnar kann að velja sér verkefni.
Hlutverkaskipan í Þremur systrum
er honum þénanleg og að fara frá
teiknimyndapersónum Hugleiks yfir
í hefðbundnar dramatískar persónur
Tsjekhovs skynsamlegt spor í glím-
unni við leiksviðið.
Og þá að sýningunni.
Andstyggilegur appelsínugulur
litur á köldu járni, grófur kuldi leik-
myndarinnar og fjólublá lýsing
minna lítt á þann tón eða seiðandi
andrúmsloft sem Anton Tsjekhov
dregur lesanda sinn ætíð inní. Mó-
eiður Helgadóttir lokar systurnar
þrjár af í járnblómaskála, sem ætla
má að standi muni til eilífðar og nýt-
ir rýmið á litla sviði Borgarleikhúss-
ins á algjörlega nýjan hátt, þannig
að einfalt járnvirki, lækkun og
hækkun sviðsgólfsins, stigar, verða
að margra hæða húsi, fullu af rang-
hölum og dimmum kjöllurum. Hún
gefur leikstjóra og leikurum óend-
anleg tækifæri til að skapa nýjar að-
stæður, leika sér með rýmið úti og
inni, uppi og niðri og láta atburða-
rásina flæða án nokkurra tafa.
Harpa Arnardóttir leikstýrir og
það flæðir allt líka áfram undir
hennar stjórn og allt sprúðlar af
skemmtilegum hugmyndum í nýt-
ingu rýmisins og í natinni vinnu með
leikurunum. Hún snýr flíkinni hans
Tsjekhovs við, snýr henni út: Menn
hella niður, rífa og tæta, hrasa, detta
á rassinn, slást, fá útrás fyrir kyn-
hvötina, berstrípa sig.
Það er grófleiki, leiðindi, kuldi,
tómleiki sem ríkir í smábænum þar
sem systrunum hundleiðist og vilja
komast til Moskvu. Og þær eru
hlægilega fíknar í gleði og annað líf.
Að undanskilinni Olgu sem Dóra Jó-
hannsdóttir túlkar sem viðkvæma,
þrúgaða, ofurstillta konu. En Masha
hennar Halldóru Malínar Péturs-
dóttir er köld og ófullnægð og
steypir sér af græðgi útí ástarsam-
band við undirofursta. Og Írína
hennar Magneu Bjarkar Valdemars-
dóttur er leiðinda, fúllyndur kenja-
krakki. Mágkona þeirra Natalja,
Birgitta Birgisdóttir þróast úr glað-
lyndum telpugopa fyrir tilstilli systr-
anna í lítinn, sadískan harðstjóra.
Og gerir úr óábyrgum dekur-
drengnum þeirra systra, Andrei,
sem Sveinn Ólafur Gunnarsson leik-
ur, mjúkan, þýlyndan pabba. Aðrir
karlmenn í sýningunni eru einnig
ýmist harla veikgerðir einsog eig-
inmaður Möshu, hugmyndasnauði
kennarinn Fjodor Iljítsch, – Jör-
undur Ragnarsson – sem lifir að-
þrengdur í afneitun og litli blíðlyndi
baróninn hans Víðis Guðmunds-
sonar sem hlýtur að lúta fyrir hinum
harða heimi. Eða þeir eru galtómir
fautar sem láta kynfærin ein leiða
sig einog ástmaður Möshu undir-
ofurstinn Vershínin, leikin af Stefáni
Halli Stefánssyni. Ég gat ekki betur
séð en allt væri vandlega hugsað í
þessari sýningu hvað varðar samleik
og uppbyggingu persóna og leik-
ararnir ungu eru áhugaverðir og
eiga allir eftirminnilega spretti. Það
er hinsvegar erfitt að átta sig á hvað
menn vilja segja okkur. Eru allar
þessar sterku konur læstar inni ein-
hvers staðar? Og þá hvar? Varla
standa þessir vesölu karlmenn þeim
fyrir þrifum? Af þeim stafar engin
ógn. Eða eru þær læstar inní eigin
kulda og tómleika? Er líf okkar inni-
haldslaust, hlægilegt barbarí?
Mönnunum ekki viðbjargandi? Þeir
reknir áfram af greddunni einni
saman?
Auðvitað er hægt að snúa flíkinni
hans Tsjekhovs út, kýla á hann, gera
hann nútímalegan og hávaðasaman.
Það er allt hægt. En þá tapast eins-
og hér gerist hrynjandi verksins og
úps, um leið mannúð skáldsins, sam-
úð hans andspænis glötuðum tæki-
færum; vonin, stundum glettin, um
betra hlutskipti okkur öllum til
handa sem umvefur mann ætíð þeg-
ar stigið er inní verk hans.
Appelsínugulur og
fjólublár Tsjekhov
LEIKLIST
Nemendaleikhús
Listaháskólans
Eftir Anton Pavlovitsj Tsjekhov. Þýðing:
Ingibjörg Haraldsdóttir. Leikstjóri Harpa
Arnardóttir, leikmynd: Móðeiður Helga-
dóttir, búningar: Kristina Berman, tón-
list: Ólöf Helga Arnalds, lýsing: Egill Ingi-
bergsson, hljómsveit: Stratovsky Horo.
Leikarar: Sveinn Ólafur Gunnarsson,
Birgitta Birgisdóttir, Dóra Jóhannsdóttir,
Halldóra Malín Pétursdóttir, Magnea
Björk Valdimarsdóttir, Jörundur Ragn-
arsson, Stefán Hallur Stefánsson og Víðir
Guðmundsson. Gestaleikarar: Björn Ingi
Hilmarsson, Árni Pétur Guðjónsson og
Kristbjörg Kjeld. Litla svið Borgarleik-
hússins, þriðjudag 7. desember, 2005.
Þrjár systur
María Kristjánsdóttir
Morgunblaðið/ÞÖK
„Ég gat ekki betur séð en allt væri vandlega hugsað í þessari sýningu hvað
varðar samleik og uppbyggingu persóna og leikararnir ungu eru áhuga-
verðir og eiga allir eftirminnilega spretti. Það er hinsvegar erfitt að átta
sig á hvað menn vilja segja okkur,“ segir María Kristjánsdóttir m.a.
Hjá Máli og menn-
ingu er komin út
ljóðabókin Hættir
og mörk eftir Þór-
arin Eldjárn.
„Ný og afar fjöl-
breytileg ljóðabók
eftir eitt vinsæl-
asta skáld þjóð-
arinnar, Þórarin
Eldjárn,“ segir í kynningu útgefanda.
„Þórarinn Eldjárn á að baki langan
ferli sem rithöfundur og hefur haft
skýra sérstöðu meðal íslenskra
skálda. Þekktastur er hann fyrir glímu
sína við hið hefðbundna ljóðform en
einnig hvernig hann hefur unnið úr ís-
lenskum menningararfi með ísmeygi-
legri gamansemi sinni sem tíðum
reynist egghvöss þegar betur er að
gáð. Þórarinn hefur sent frá sér bæk-
ur í flestum greinum bókmennta:
ljóðabækur í hefðbundnu formi og
frjálsu, smásögur, skáldsögur, leikrit
og barnaljóð, auk þess sem hann hef-
ur verið afkastamikill þýðandi og höf-
undur söngtexta,“ segir ennfremur.
Ljóð úr bókinni:
Víst er það löngu ljóst og bert
að ljóðið ratar til sinna.
Samt finnst mér ekki einskisvert
að ýta því líka til hinna.
Bókin er 80 bls. Verð: 3.690 kr.
Hættir og mörk
RÉTTINDASTOFA Eddu útgáfu
hefur náð samningum við útgef-
endur Hallgríms Helgasonar í
Svíþjóð og Þýska-
landi um sölu á út-
gáfuréttinum á nýj-
ustu skáldsögu hans,
Roklandi, til þessara
tveggja landa.
„Útgefendur hans í
Evrópu hafa verið
spenntir yfir við-
brögðunum hér
heima við nýju bók-
inni og fylgst grannt
með viðbrögðunum
við Roklandi. Ljóst er
að þess verður ekki
langt að bíða að bók-
in verði seld til fleiri
landa,“ segir Rakel
Pálsdóttir, kynningarstjóri Eddu
útgáfu.
101 Reykjavík gerir víðreist
Einnig hefur útgáfuréttur ann-
arrar skáldsögu Hallgríms, 101
Reykjavík, verið seldur til Rúss-
lands, Lettlands og Suður-Kóreu.
Einnig keyptu Galisíumenn á
Spáni útgáfuréttinn og er því
hægt að fá 101
Reykjavík í 2 út-
gáfum á Pýrenea-
skaganum, spænsku
og galisísku.
Lesendur í áttatíu
þjóðlöndum
Bókin hefur nú
komið út víða í Evr-
ópu og í öllum lönd-
um hins spænsku- og
enskumælandi heims,
þannig að lesendur í
um áttatíu þjóð-
löndum, allt frá Arg-
entínu til Hawaii og
Indlands og Suður-
Afríku geta nálgast bókina auk
lesenda á öllum Norðurlöndunum,
í Póllandi, Frakklandi, Ítalíu,
Hollandi, Rúmeníu og Þýskalandi.
Og nú hafa s.s. Rússland, Lett-
land og Suður-Kórea bæst í hóp-
inn.
Rokland til Svíþjóð-
ar og Þýskalands
Hallgrímur Helgason
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
Setjið kerti aldrei
nálægt tækjum sem
gefa frá sér hita, s.s.
sjónvarpi. Hiti frá
tækinu veldur auk-
inni áhættu á óhappi
Munið að
slökkva á
kertunum
i