Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Tómt, en lofar góðu. 0,0% ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði í gær um 0,9% og fór hún í fyrsta skipti yfir 5.200 stig. Lokagildi vísitölunnar er 5.205 stig. Heildarviðskipti í Kauphöllinni í gær námu um 5,9 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 3,4 milljarða króna. Mest viðskipti voru með hlutabréf Actavis Group, eða fyrir um 1,2 milljarða og hækkaði gengi þeirra um 2,4%. Bréf Bakkavarar hækkuðu mest í við- skiptum gærdagsins, eða um 2,6%. Þá hækkaði gengi bréfa Mosaic Fashions um 1,8%. Hlutabréf Sláturfélags Suðurlands lækkuðu mest í Kauphöllinni í gær, eða um 14,4%. Úrvalsvísitalan yfir 5.200 stig ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI                !  "# #   ()* '     () +' % ! & !""% '()      ! " # $ %  " # $ & " # $ ' " # $ (% " ) $ *!)!+ $ , -+  $ .# & % $ .& $ ')!+ *!)! $ / 0 $ 1* $ 1 2 3% - 4! 4 + $ 5!! $ * ( +,     " # $ ! 2 - *!)! $ (2# -  $  60)  " # $ /!  !$ ! $ 78$0 $ 9&!+ : $ ;<    ;0 02 = >&& &2 -! -  $ ? !! -  $ - ., , /0 ! 0) @>   - $ 14  A& 1- )! ! / 1 ,  6B@C 1D-!   -! 0 -      3   3    3 3        3 3 % 0> &  4 >   -! 0 -  3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 3 E FG E FG 3 E FG 3 E FG 3 E FG 3 E FG E FG 3 3 E  FG E  FG 3 3 E FG E FG 3 E FG E FG 3 3 3 3 3 (0 )  -! # )&! ! = +- D  )&!H .# 1           3   3           3 3          3  3                                      ? -! # D :!  =( I  $&  ! )  -! #   3 3      3 3      3  3 ● BREYTINGAR hafa orðið á stjórn BNbank, dótturfélagi Íslandsbanka í Noregi. Frank O. Reite, fram- kvæmdastjóri Íslandsbanka í Noregi, tekur sæti Jóns Diðriks Jónssonar, framkvæmdastjóra fjárfestinga- og alþjóðasviðs Íslandsbanka, í stjórn BNbank. Reite hefur jafnframt verið kjörinn formaður stjórnar BNbank en Borger A. Lenth verður varaformaður stjórnarinnar. Breytingar á stjórn BNbank ● FL Travel, sem er hluti af sam- stæðu FL Group, hefur selt Íslands- ferðir í Noregi og Svíþjóð; Islandia Travel AS og Islandsresor AB. Kaupandinn að báðum félögunum er sænska fyrirtækið Atlantöar AB og tekur það yfir rekstur þeirra um áramótin. Lars Ericsson, framkvæmdastjóri Atlantöar, segir að það séu veruleg samlegðaráhrif af sameiningu félag- anna. Atlantöar skipuleggur ferðir til margra eyja á Atlansthafi, eyja þar sem oft er háannatími í ferðaþjón- ustu þegar það er lágannatími í þeirri þjónustu á Íslandi. FL Travel Group hefur tekið ákvörð- un um að selja allar erlendar ferða- skrifstofur sem hafa verið partur af Íslandsferðum, dótturfélagi FL Travel Group. FL Travel selur Íslandsferðir í Skandinavíu GUNNAR S. Björnsson, stjórnar- formaður Íbúðalánasjóðs, hefur far- ið þess á leit við Fjármálaeftirlitið (FME) að það kanni hvort viðskipti Kaupþings banka með skuldabréf Íbúðalánasjóðs útgáfudaginn 22. nóvember sl. stangist á við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti eða sam- ræmist góðum viðskiptaháttum. „Þennan dag var Íbúðalánasjóður með útboð á íbúðabréfum og var markmiðið að afla um þriggja millj- arða króna með því móti,“ segir Gunnar. „Sama dag og útboðið stendur yfir setur KB banki í sölu íbúðabréf að andvirði um 3,5 millj- arða króna og þar af dældu þeir út á markaðinn bréfum að andvirði 1,6 milljarðar króna á síðustu 10 mín- útunum fyrir lokun markaðar.“ Gunnar segir að þessar aðgerðir KB banka geti hafa haft áhrif til hækkunar á vöxtum Íbúðalánasjóðs en sjóðurinn hafi ekki tök á því að sannreyna hvort það hafi gerst í þetta sinn. Hins vegar hafi FME verið beðið að kanna hvort þarna hafi verið brotnar reglur um verð- bréfaviðskipti og hvort þetta geti tal- ist eðlilegir viðskiptahættir. Þá segir Gunnar það athyglisvert að dagana fyrir útboð hefðu ekki verið jafnmikil viðskipti með íbúðabréf og það gefi því tilefni til að ætla að það hafi ekki verið tilviljun ein sem réð því að bankinn setti jafn mikið af íbúða- bréfum í sölu og raun varð á. Mikil viðskipti með þessi bréf hafi verið rétt fyrir lokun markaða. Telur Gunnar að með viðskiptunum hafi KB banki þvingað Íbúðalánasjóð til að hækka vexti á lánum sínum. Eðlileg viðskipti Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi, segir bankann vísa alfarið á bug „aðdróttunum“ Íbúða- lánasjóðs í tengslum við viðskipti bankans með skuldabréf sjóðsins þann 22. nóvember síðastliðinn. „Um var að ræða eðlileg viðskipti sem ekki voru á neinn hátt frábrugðin hefðbundnum viðskiptum með bréf sjóðsins,“ segir Ingólfur. „Verð í þeim viðskiptum sem Kaupþing var aðili að endurspeglaði að öllu leyti markaðsverð á þeim tíma sem þau fóru fram,“ segir Ingólfur og tekur fram að ekkert erindi hafi borist til Kaupþings banka frá Fjármálaeftir- litinu vegna þessa máls. FME beðið að kanna viðskipta- hætti KB banka Forstjóri KB banka segist vísa aðdrótt- unum Íbúðalánasjóðs alfarið á bug Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ACTAVIS hlaut viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins fyrir árið 2005 og tískuvörukeðjan Mosaic Fash- ions var valin frumkvöðull ársins. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra afhenti verðlaunin við sérstaka athöfn í gær. Í umsögn dómnefndar kemur fram að Actavis sé orðið fjórða stærsta fyrirtæki heims þegar kem- ur að sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum. Útrás fyrirtæk- isins hafi verið ævintýri líkust en félagið hafi keypt ríflega 20 félög á undanförnum fimm árum. Ríflega 10 þúsund starfsmenn starfa hjá Actavis í 32 löndum og var velta fé- lagsins á síðasta ári 1,3 milljarðar evra. Um Mosaic Fashions segir í um- sögn dómnefndar að félagið sé það fyrsta sem skráð sé í Kauphöll Ís- lands en eigi rætur sínar að rekja til útlanda. Skráning félagins gæti bætt kynningu og orðspor Kaup- hallarinnar erlendis og orðið til þess að fleiri erlend fyrirtæki sæki til Íslands í kjölfarið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Verðlaunin Stewart Binnie, stjórnarformaður Mosaic Fashions, og Róbert Wessman, forstjóri Actavis, með verðlaunin sem fyrirtækin hlutu í gær. Actavis hlýtur við- skiptaverðlaun ársins EINAR Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá FL Group, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþró- unar hjá IMG. Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að Einar muni vinna að þróun og vexti IMG samstæðunnar ásamt Skúla Gunnsteinssyni forstjóra og yfirstjórn félagsins. Þá muni hann einnig vinna að þróun nýrrar fyr- irtækjaráðgjafar fyrir stjórnir og stjórnendur stærri fyrirtækja í samvinnu við IMG ráðgjöf og Advi- sory í Danmörku. Einar verður jafnframt í eigendahópi IMG. Einar er með M.Sc. gráðu í stjórnmálafélagsfræði frá London School of Economics og BA gráðu í fjölmiðlafræði. Hann var fram- kvæmdastjóri stefnumótunar-, stjórnunarsviðs og viðskiptaþróun- ar hjá Flugleiðum og síðar FL GROUP frá árinu 1997. Einar er kvæntur Kristínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Íslands, og eiga þau tvær dætur. Einar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri hjá IMG Einar Sigurðsson 7!)J 1K;     !   F F =1@ 9L ! "# $ F F BB M/L  # % ! $  $ # F F M/L .$ 7 0 ! "!   F F 6B@L 9N ,0!    # $ %   F F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.