Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 334. TBL. 93. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Nú er vinsælt að sauma Óvenjulegir kennsluhættir í Barna- skóla Hjallastefnunnar | 34 Bílar, Íþróttir og Lifun Bílar | Fágun, afl og fjórhjóladrif  Nýr Toyota Yaris Íþróttir | Jakob Jóhann setti met  Madeira lagði Keflavík Lifun | Hand- lagnir húsráðendur  Aðventa fyrir sælkera  Jólaborðið skreytt Brussel. AFP. | Forystumenn Evrópu- sambandsins og Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) fögnuðu í gær hand- töku Ante Gotovina, fyrr- verandi hershöfð- ingja í Króatíu. Gotovina hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum á Balk- anskaga 1991–95 og var handtek- inn á Spáni í fyrrakvöld. Evrópusambandið hafði sakað ráðamenn í Króatíu um að hafa ekki gert nóg til að hafa hendur í hári Gotovina. Ivo Sanader, forsætisráð- herra Króatíu, lagði áherslu á að handtakan sýndi að þarlend stjórn- völd hefðu sagt satt þegar þau sögðu að Gotovina væri ekki í felum í Kró- atíu. Gotovina hefur notið mikillar lýð- hylli í Króatíu og margir samlanda hans líta á hann sem stríðshetju. „Það er sorglegt að stjórn Króatíu skuli hafa komið fram við Ante Goto- vina með svo huglausum hætti,“ sagði forystumaður samtaka Króata sem börðust fyrir sjálfstæði lands- ins. Handtöku Gotovina fagnað  Gotovina handtekinn | 22 Ante Gotovina Teheran. AFP. | Ráðamenn vestrænna ríkja fordæmdu í gær ummæli Mahmouds Ahmadinejads, forseta Írans, um að flytja bæri „æxlið“ Ísr- aelsríki til Evrópu. Forsetinn sagði að ef Þjóðverjar og Austurríkismenn teldu að nasist- ar hefðu myrt milljónir gyðinga í síð- ari heimsstyrjöldinni ætti að færa Ísraelsríki til Þýskalands eða Aust- urríkis. „Hvers vegna ættu Palestínu- menn að gjalda þess að þið trúið því að gyðingar hafi verið kúgaðir?“ spurði Ahmadinejad. „Þið kúguðuð þá og ættuð þess vegna að láta síon- istastjórninni í té landsvæði í Evr- ópu.“ Stjórnvöld í Þýskalandi, Austur- ríki og Ísrael fordæmdu ummælin og talsmaður Bandaríkjaforseta sagði þau staðfesta hversu mikilvægt það væri að koma í veg fyrir að Íranar gætu framleitt kjarnavopn. Ahmadinejad forseti hvatti nýlega til þess að Ísraelsríki yrði „þurrkað út“. Leggur til að Ísraelsríki verði fært til Evrópu SVO til allir framhaldsskólanemar, 98%, segjast eiga GSM farsíma. Hef- ur hlutfallið hækkað úr 89% í sam- bærilegri könnun árið 2000. Hlut- fallslega fleiri framhaldsskólanemar eiga algeng tæki eins og sjónvörp, myndbandstæki og tölvu í dag en ár- ið 2000. Þrátt fyrir þetta er bóklest- ur á uppleið. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar á högum framhalds- skólanema sem unnin var af Rann- Hins vegar hefur þróunin verið sú að heldur dregur úr lestri á dagblöð- um hjá strákum en stelpur bæta ör- lítið við dagblaðalesturinn. Strákar lesa þó eftir sem áður frekar dagblöð en stelpur. Um 40,4% stráka sögðust lesa dagblöð í tvær klukkustundir á viku eða meira árið 2004, samanbor- ið við 45,7% fjórum árum áður. Um 33,6% stelpna lásu hins vegar blöðin í tvær klukkustundir eða lengur á viku árið 2004, en 30,6% árið 2000. rannsóknin í ljós að bóklestur er að aukast. Árið 2000 sögðust 26,7% stráka nota meira en tvær klukku- stundir á viku til að lesa bækur aðrar en skólabækur, en hlutfallið hafði hækkað í 31,2% árið 2004. Sambæri- legt hlutfall hjá stelpum var 30,5% árið 2000 en 38,3% árið 2004. Stelpur auka dagblaðalestur Þessi mikla aukning á lestri bóka annarra en skólabóka er áhugaverð þegar litið er til þess að Netið og ým- is annar afþreyingarbúnaður hefur verið í mikilli sókn frá árinu 2004. sóknum og greiningu fyrir mennta- málaráðuneytið síðla árs 2004, en niðurstöðurnar voru kynntar í gær. Alls sögðust tæplega 78% fram- haldsskólanema eiga eigið sjónvarp, sem er aukning um 16 prósentustig frá árinu 2000. Um helmingur sagð- ist eiga eigið myndbandstæki, sam- anborið við 37% árið 2000, og 48% sína eigin leikjatölvu eða tölvuspil. Um 35% sögðust eiga fartölvu, en 40% heimilistölvu, og var þriðjungur með eigin nettengingu. Þrátt fyrir aukna sjónvarps- og tölvueign framhaldsskólanema leiðir Ný rannsókn á högum íslenskra framhaldsskólanema Aukin tækjaeign en bókalestur á uppleið                                    Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is  Meirihlutinn | 14 ÞÚSUNDIR aðdáenda Bítilsins Johns Lennons söfn- uðust saman í almenningsgarðinum Central Park í New York í gær til að minnast þess að 25 ár eru liðin frá því að hann var myrtur. Fólkið kom með blóm, skilaboð og kerti í Strawberry Fields, sem er hluti garðsins og skammt frá staðnum þar sem morðið var framið. Yoko Ono, ekkja Lennons, leggur hér blóm á mósaík- mynd til minningar um hann í Strawberry Fields. | 20 Reuters Ártíðar Lennons minnst í New York www.postur.is 13.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum til Evrópu! Moskvu. AFP. | Eitt af djásnum Sov- étríkjanna sálugu er á leið á sorp- hauga sögunnar því að ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á Volgu, bifreið sovéskra kerfiskarla og yf- irstéttarfólks, að sögn rússneskra fjölmiðla í gær. Þetta var ákveðið þótt lágt verð á bifreiðinni hefði orðið til þess að 50.000 Volgur voru seldar á síðasta ári einu, 9,4% fleiri en árið áður. Rússneski auðkýfingurinn Oleg Deri- paska, eigandi Volgu-verksmiðjanna, sagði að framleiðslunni yrði hætt smám saman á tveimur eða þremur árum til að fyrirtækið gæti einbeitt sér að framleiðslu arðvænlegri bíla. Vladímír Pútín er á meðal þeirra sem leggja mikið ástfóstur við bif- reiðina. Eftir að hann var kjörinn for- seti Rússlands komst hann við þegar hann lýsti því þegar hann eignaðist fyrstu Volguna. George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk að aka Volgu Pútíns þegar hann heimsótti Rússa í maí. Volgan að kveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.