Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 45 UMRÆÐAN NORÐURLÖNDIN standa fram- arlega í alþjóðlegum samanburði á stöðu og þróun þekkingargreina sam- kvæmt nýrri skýrslu sem unnin var að tilstuðlan Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Ytri efnahagsleg skil- yrði eru hagstæð á Norðurlöndum fyrir rannsóknir, þróun og nýsköpun sem fá æ meira vægi í hagkerfinu. Af þessu leiðir að Norðurlöndin hafa góðar forsendur til þess að verða leið- andi þátttakendur í framþróun þekk- ingarsamfélagsins. Í Barselóna-markmiði Evrópusam- bandsins er stefnt að því að 3% af vergri landsframleiðslu aðildarríkj- anna verði varið til rannsókna og þró- unar fyrir árið 2010. Af Norðurlönd- unum eru það Svíþjóð og Finnland sem hafa hæstu útgjöld til rannsókna og þróunarmála og mælast þau tals- vert yfir Barselóna-markmiðinu. Árið 2001 náði Ísland þessu markmiði en aftur á móti eiga bæði Noregur og Danmörk enn talsvert í land. Árið 2003 var Ísland í fjórða sæti af ríkjum OECD hvað varðar útgjöld til rann- sókna og þróunar. Í skýrslunni kemur fram að Ísland er í fremstu röð á mörgum sviðum en neðarlega á öðrum. Ísland stendur mjög framarlega þegar kemur að þátttöku starfsfóks í endurmenntun, fjölda fólks sem vinnur við há- tækniþjónustu og þátttöku almenn- ings í upplýsingatækninni. Aftur á móti er Ísland í hópi lægstu ríkja hvað varðar útflutning á hátæknivör- um, framleiðslu nýrra hátækniafurða og fjölda starfsfólks í hátækniiðnaði svo nokkur dæmi séu tekin. Helstu veikleikar í íslenska þekk- ingar- og nýsköpunarumhverfinu eru að fjölga þarf háskólamenntuðu fólki sem lokið hefur doktorsnámi; auka þarf vægi verk- og tæknimenntunar; efla aðgengi vísindamanna að rann- sóknarfé sem úthlutað er á sam- keppnisforsendum; auka þarf gæða- eftirlit háskólastigsins og loks er brýnt að styrkja nýsköpun með stofn- un öflugs frumkvöðlaseturs, sem æskilegt væri að tengja við myndun þyrpingar þekkingarfyrirtækja í sambúð við háskólaumhverfið. Um þessar mundir leggja flestar vestrænar þjóðir ríka áherslu á að að- laga hið nýja „þekkingarhagkerfi að uppsprettu nýrra verðmæta sem grundvallast á þekkingu og hagnýt- ingu hennar. Sprotafyrirtæki frá há- skólum og rannsóknastofnunum gegna þar veigamiklu hlutverki. Augu manna beinast að samvinnu at- vinnulífs, háskóla og rannsóknastofn- ana með það að leiðarljósi að auð- velda útbreiðslu þekkingar og nýrra hugmynda. Íslendingar voru lengi eftirbátar annarra þjóða á sviði nýsköpunar en á undanförnum tíu árum hefur orðið veruleg breyting þar á. Þar skiptir mestu stofnun íslenskra hátæknifyr- irtækja í rannsóknaþungum greinum. Mörg þessara fyrirtækja hafa náð verulega góðum árangri á erlendum mörkuðum. Hækkandi hlutfall út- gjalda til rannsókna og þróunar af vergri landsframleiðslu má að mörgu leyti rekja til aukinna umsvifa þessara fyr- irtækja. Veikleiki ís- lenska nýsköpunarkerf- isins er hversu fá fyrirtæki standa á bak við einkafjárfestingar til rannsókna og þróunar. Ávinningur þekking- aröflunar kemur ekki þjóðfélaginu til góða fyrr en hún birtist í nýjum af- urðum og/eða þjónustu. Þess vegna þurfa Norð- urlöndin að stuðla að frjóu umhverfi og útbreiðslu þekk- ingar. Samkvæmt skýrslunni er mik- ilvægt fyrir Norðurlöndin að tryggja þekkingaryfirfærslu milli mennta- stofnana, rannsóknastofnana og há- tæknifyrirtækja. Þau þurfa að finna rétta jafnvægið milli þeirra fjármuna sem varið er í sértæka og almenna rann- sóknasjóði og tryggja nægan fjölda fólks sem stundar rann- sóknir á ólíkum svið- um. Í skýrslunni kemur fram að þrátt fyrir að Norðurlöndin standi mjög vel í alþjóð- legum samanburði er talsvert svigrúm til þess að gera enn bet- ur. Að mati skýrslu- höfunda hafa löndin möguleika á að gera betur með réttri stefnumótun og tryggja aukna skilvirkni á þessu sviði. Rannsóknir, þróun og nýsköpun á Norðurlöndum Elvar Örn Arason fjallar um stöðu og þróun þekkingar- greina á Norðurlöndum ’Norðurlöndin hafagóðar forsendur til þess að verða leiðandi þátttakendur í fram- þróun þekkingar- samfélagsins.‘ Elvar Örn Arason Höfundur er sérfræðingur á greiningarsviði RANNÍS. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Birgir Ásgeirsson: Opið bréf til vígslubiskups Skálholtsstift- is, biskups Íslands, kirkjuráðs og kirkjuþings. Jakob Björnsson: Útmálun helvítis. „Álvinnsla á Íslandi dregur úr losun koltvísýrings í heiminum borið saman við að álið væri alls ekki framleitt og þyngri efni notuð í farartæki í þess stað, og enn meira borið saman við að álið væri ella framleitt með raforku úr elds- neyti.“ Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um rjúpnaveiðina og auglýsingu um hana, sem hann telur annmarka á. Eggert B. Ólafsson: Vega- gerðin hafnar hagstæðasta til- boði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2005. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar innanlands hefur aukist um 1,5% milli ára. Hlutfall prentunar á bókum 2005 Prentað á Íslandi 60% Prentað erlendis 40%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.