Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GOTOVINA HANDTEKINN Forystumenn Evrópusambands- ins og Atlantshafsbandalagsins (NATO) fögnuðu í gær handtöku Ante Gotovina, fyrrverandi hers- höfðingja í Króatíu. Gotovina hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum á Balkanskaga 1991–95 og var handtekinn á hóteli á Kanarí- eyjum í fyrrakvöld. Hann er einn þriggja manna sem saksóknarar stríðsglæpadómstólsins í Haag hafa lagt mesta áherslu á að lögsækja. Johns Lennons minnst Þess var minnst víða um heim í gær að þá voru liðin 25 ár síðan tón- listarmaðurinn John Lennon var myrtur. Mest var um að vera í New York þar sem morðið var framið. Fyrir marga er það einn af eft- irminnilegustu atburðum ald- arinnar. Ríkið skaðabótaskylt Hæstiréttur dæmdi í gær íslenska ríkið til að greiða Valgerði H. Bjarnadóttur, fyrrum fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu, 6 milljónir króna í bætur vegna starfs- loka hennar. Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra segist ekki draga dul á að þessi niðurstaða Hæsta- réttar valdi honum vonbrigðum. Bifröst stækkar Viðskiptaháskólinn á Bifröst tók í notkun í gær nýbyggingu sem hýsa mun rannsóknasetur og nem- endagarða. Mun háskólinn verja um 105 milljónum króna til rannsókna og rannsóknatengdrar starfsemi á þessu ári. Lektor skólans segir að huga þurfi að stækkun vegna aukins fjölda nemenda í skólanum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 38 Viðskipti 18 Minningar 49/54 Erlent 20/22 Myndasögur 58 Minn staður 24 Brids 60 Höfuðborgin 25 Dagbók 58/61 Akureyri 26 Staður og stund 61 Suðurnes 26 Af listum 63 Landið 27 Leikhús 62 Menning 38/41 Bíó 66/69 Umræðan 42/48 Ljósvakamiðlar 70 Bréf 48 Veður 71 Forystugrein 36 Staksteinar 71 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %        &         '() * +,,,                       www.jpv.is BÓKIN SEM UNGA FÓLKIÐ ER AÐ TALA UM „Ekki á hverjum degi sem unglingar senda frá sér svo vel heppnaðar metsölubækur.“ Árni Matthíasson / MORGUNBLAÐIÐ „Algjörlega frábær bók.“ Hugi.is Metsölulisti Eymundsson Barnabækur 7. des. FJÓRIR menn voru í gær dæmdir til að greiða eina milljón krónur í sekt hver fyrir ólöglega dreifingu á sjónvarpsefni sem Norðurljós, nú 365-ljósvakamiðlar, hefur einkarétt á hér á landi. Mennirnir dreifðu efn- inu um kapalkerfi í Reykjanesbæ og voru áskrifendur ríflega 1.600 þegar lögregla stöðvaði útsendingar á efn- inu í janúar 2004. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem reynir á þetta efni fyrir dómstólum hér á landi. Málið komst upp eftir að þjónustu- stjóri Norðurljósa fór að grennslast fyrir um hvers vegna svo fáir áskrif- endur væru í Reykjanesbæ og hvers vegna Sýn seldist svo illa þar í bæ. Eftir rannsókn efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra voru mennirnir ákærðir fyrir brot á út- varpslögum með því að hafa frá nóv- ember 2002 til janúar 2004 tekið á móti læstum útsendingum 8 sjón- varpsstöðva, opnað þær með mynd- lyklum og veitt áskrifendum aðgang að þeim gegn greiðslu. Sjónvarps- stöðvarnar sem mennirnir voru ákærðir fyrir að dreifa án heimildar a.m.k. frá og með árinu 2001 voru eftirfarandi: TV-1000, Sky One, Sky Movies, Sky Sport 1 og 2, Cartoon Network. Þá hófust útsendingar á Comedy Channel og Fox Kids árið 2003. Athugun á bókhaldi leiddi í ljós að mánaðaráskrift kostaði 2.125 krónur árið 2003 og að áskriftartekjur frá 2000–2004 námu samtals um 78,6 milljónum króna. Mennirnir kröfð- ust sýknu, m.a. á þeirri forsendu að til að hægt væri að refsa þeim yrðu þeir að hafa brotið gegn höfundalög- un en þau giltu ekki um útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva. Á þetta féllst dómurinn ekki. Búnaður gerður upptækur Í niðurstöðum dómsins segir að mönnunum hafi hlotið að vera ljóst að til þess að mega opna stöðvarnar og senda útsendingarnar áfram til áskrifenda Kapalvæðingar, þurftu þeir að afla sérstakrar heimildar stöðvanna. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að mennirnir öfluðu fyrirtæk- inu tekna með ólögmætum hætti en einnig til þess að ekki væri nákvæm- lega ljóst hversu stór hluti teknanna var vegna ólöglegra útsendinga. Auk sektanna var gerður upptæk- ur búnaður sem notaður var við brotastarfsemina. Þá þurftu þeir að greiða samtals 1,3 milljónir í máls- varnarlaun. Bótakröfu Norðurljósa upp á 290 milljónir var vísað frá dómi en hún byggðist á því að allir áskrif- endur Kapalvæðingar hefðu ella gerst viðskiptavinir Norðurljósa. Finnbogi H. Alexandersson kvað upp dóminn. Björn Þorvaldsson, fulltrúi í efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, sótti málið. Verjend- ur mannanna voru Guðmundur Óli Björgvinsson hdl. og Friðjón Örn Friðjónsson hrl. Sektaðir um milljónir fyrir ólöglegar sjónvarpsútsendingar í Reykjanesbæ Dreifðu átta sjónvarpsstöðv- um ólöglega um kapalkerfi Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Segir athuga- semdir ráðuneyta útúrsnúninga STEFÁN Ólafs- son telur að til- raun fjár- málaráðuneytis og heilbrigð- isráðuneytis til að vefengja nið- urstöður rann- sóknar sinnar um örorku séu skilj- anlegar því nið- urstöðurnar séu stjórnvöldum óþægilegar. Segir hann stærstan hluta athugasemda ráðuneytanna útúrsnúninga, langlokur um auka- atriði og tilraunir til að fegra út- komu með vafasamri framsetningu gagna. Þá sleppi ráðuneytin með öllu að fjalla um hina gríðarlegu aukningu á skattbyrði hjá öryrkjum. Ein umkvörtun ráðuneytanna sé sú að höfundur sleppi algerlega að taka tillit til tekjutryggingaraukans og aldurstengdrar uppbótar á myndum 9.1 og 9.2 í skýrslunni. Segir Stefán þetta alveg rétt enda séu þessir þættir teknir með á næstu mynd á eftir, þ.e. mynd 9.3. Einungis hafi þurft að fletta við einni blaðsíðu í bókinni til að sjá þetta. Segir Stefán í svari sínu að ótrúlegt undrunarefni sé að bæði ráðherrar og stjórn- málamenn skuli hafa eytt miklu púðri í að kvarta yfir fjarveru þess- ara atriða sem voru einfaldlega á næstu blaðsíðu. | 54 Stefán Ólafsson SAS Braathens flýgur milli Íslands og Noregs NORSKA flugfélagið SAS Braath- ens ætlar að fljúga þrisvar í viku milli Ósló og Keflavíkur frá og með 26. mars á næsta ári, og verður lægsta fargjaldið um 6.500 krónur aðra leiðina með flugvallasköttum. SAS Brathens er dótturfélag flug- félagsins SAS, og hefur félagið bætt við 18 alþjóðlegum flugleiðum frá því í apríl 2004. Fram kemur á vef félagsins að flogið verði frá Ósló til Keflavíkur með Boeing 737-þotu, og að miðasala hefjist 13. desember. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, segir Icelandair starfa í samkeppnisumhverfi og vera tilbúið til að mæta samkeppni á þessari flugleið. Markaðurinn hafi vaxið á undanförnum árum, og því komi ekki á óvart þegar fleiri reyni að komast inn á markaðinn. SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra tók á miðvikudag við viðurkenningu fyrir Íslands hönd, sem var veitt fyrir árangur við að draga úr útstreymi gróðurhúsaloft- tegunda og fyrir leiðsögn í loftslags- málum. Ísland var eitt af þremur ríkj- um sem hlaut slíka viðurkenningu, Low Carbon Leader Award, sem gef- in eru af samtökunum The Climate Group í samvinnu við tímaritið Bus- iness Week. Viðurkenningin var veitt í Montréal í Kanada á hátíðarsam- komu sem haldin var í tengslum við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem þar stendur yfir. Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að þrjú atriði hafi verið tiltekin í rökstuðningi sérfræðinganefndar samtakanna vegna viðurkenningarinnar sem Ís- land hlaut. Í fyrsta lagi verkefni á sviði vetnis og sú stefna Íslendinga að notkun jarðefnaeldsneytis verði óveruleg árið 2030. Í öðru lagi sér- stakt fjögurra ára átak til að binda kolefni úr andrúmsloftinu með land- græðslu og skógrækt, en að sögn Huga stóð þetta verkefni frá 1997 til 2001. Þriðja atriðið sem nefnt var í rökstuðningi sérfræðinganefndarinn- ar var hið háa hlutfall endurnýjan- legra orkugjafa í orkubúskap þjóðar- innar, sem er mjög hátt eða um 70%. Þýskaland og Bretland fengu einnig viðurkenningu fyrir leiðsögn á sviði loftslagsmála. Þessi tvö ríki hafa náð að draga verulega úr útstreymi gróð- urhúsalofttegunda og hafa gripið til ýmissa aðgerða til að efla endurnýj- anlega orku og loftslagsvæna tækni, að því er segir í tilkynningu umhverf- isráðuneytisins. Einnig fengu samtök 43 smáeyjaríkja, AOSIS, viðurkenn- ingu fyrir baráttu sína á alþjóðlegum vettvangi gegn loftslagsbreytingum. Viðurkenning fyrir leið- sögn í loftslagsmálum BÖRN frá leikskólanum Seljaborg í Seljahverfi héldu í fylgd jólasveinanna Stúfs og Askasleikis í Heiðmörk í gær og völdu þar jólatré fyrir leiksólann. Nutu börnin samvistanna við jólasveinana, sem komu í fyrra fallinu til byggða og óku rútum. Aðstoðuðu nokkur þeirra Stúf við að draga tréð út úr skóginum. Morgunblaðið/Einar Falur Völdu jólatré með jólasveinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.