Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.12.2005, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VONANDI er orðabelgur ekki alveg fullur enn um kvennadaginn mikla fyrir 30 árum og nýafstaðna ítrekun á honum. Það er til dæmis ekki úr vegi að láta nýútkomna bók sem Hildur Hákonardóttir tók saman vekja nokkrar hugleiðingar um það, hvað þær konur sem fyrir þrem áratugum sögðu hátt og skýrt „Já, ég þori, get og vil“ helst vildu og hvað um það varð. En bókin ber einmitt nafn ágæts söngs sem á orðum þessum hófst. Eitt af því sem hef- ur mjög breyst í umræðunni á 30 árum er mat á því hvað talið er pólitískt verkefni í samfélaginu og hvað er látið heita einskonar óbreytanlegt náttúrulögmál. Fyrir 30 árum töldu þeir sem höfðu áhyggjur af misrétti og mismunun í samfélagi að kjaramunur væri pólitísk staðreynd og að það væri raunhæft verkefni í stjórnmálum að vinna gegn honum með sam- stöðustefnu sem legði höfuðáherslu á að bæta kjör láglaunafólks. Aftur á móti var það ofarlega, ef ekki í hugum manna þá í raunverulegri breytni, að munur á körlum og konum í samfélagi væri einskonar náttúrulögmál sem seint yrði við ráðið (þótt svo allir skrifuðu undir „sömu laun fyrir sömu vinnu“ eða þættust gera það). Nú finnst þeim sem leggur eyra við umræðunni sem þetta dæmi hafi snúist við. Sá munur sem er á kjörum fólks, kaupi og tekjum, er talinn eins- konar náttúrulögmál. Ríkjandi tekjuskipting er því eitthvað sem telst sjálfsagt og eðli- legt – og munurinn ætti helst að vera enn meiri til að markaðs- öflin nytu sín betur. Aftur á móti er sá munur sem enn er á körlum og konum inn- an hvers tekju- og valdahóps í samfélag- inu talinn verkefni sem unnt sé að leysa með pólitísk- um aðgerðum og innrætingu. Þessi þróun á sér fleiri rætur en eina en hún er m.a. tengd því hverju sú hreyfing fékk áorkað, sem ruddist fram á kvennadaginn mikla – og hverju hún fékk ekki breytt. Eins og glöggt kemur fram í bók Hildar Hákonardóttur, sem byggist mest á textum þess tíma, réðust konur fyrir 30 árum af miklum krafti og hugviti gegn ríkjandi hugmyndum um „nátt- úrulega“ skiptingu hlutverka milli kynja. Og konum hefur síðan um margt tekist að breyta bæði við- horfum og praxís í samfélaginu, styrkja áræði og sjálfstraust kvenna og bæta stöðu þeirra í raun, þótt enn sé margt ógert eins og oft hefur veri tíundað á síðast- liðnum vikum. En konur sem gerðu garðinn frægan fyrir 30 ár- um, fóru um leið af stað með víð- tækari og viðfelldnari hugmyndir um jafnrétti en felast í áherslum okkar tíma á að sjá verði til þess að ríkar konur séu jafnmargir og ríkir karlar, jafnmargir stór- forstjórar af báðum kynjum – og svo áfram niður allan tekjustigann. Á þetta minnir bókin „Já, ég þori, get og vil“ ágætlega. Þar er m.a. vitnað til orða Vilborgar Harð- ardóttur, sem vel og mikið kom við sögu kvennadagsins, en hún sagði á afmælisfundi um kvennaárið 25 árum síðar: „Við vildum að konur kæmust í áhrifastöður í þjóðfélaginu til að færa með sér breytingu en ekki bara til að komast við hlið karla, breytingu sem þýddi ekki einungis að yfirstéttarkonur fengju sömu stöðu og karlar og verkakonur sömu laun og verkakarlar.“ „Ekki bara til að komast við hlið karla“ – þetta er afstaða sem flest- um virðist gleymd. Fyrir 30 árum fylgdu konur henni eftir með því að leggja höfuðáherslu á að ræða um og við láglaunafólk og hvetja konur af þeim vettvangi til orða og dáða. Nú eru breyttir tímar. Sú umræða sem heyrist tekur mestöll mið af því að það sé kauðalegt, hallærislegt og úrelt að fjasa mikið um þá og þær sem neðst standa í kjarastiganum. Gott ef það er ekki bara hugsað heldur sagt upphátt að „það er eitthvað að hjá þessu fólki“ – og þar með er fundin rétt- læting fyrir því að þau sem eru á sinni prívatuppleið, hvort heldur karlar eða konur, tefji ekki fyrir sér með því að tengja sig við óspennandi og nafnlausa lúsera. Síðan er haldið áfram þindarlausu fjölmiðlasmjaðri um ofurkonur og ofurstráka í rekstri og frægð – kannski með nokkrum harmatölum stundum um að því miður séu það enn bara strákar sem hafa aðstöðu til að taka sér nokkur hundruð miljónir í kaupréttarsvartagaldri í bönkum. Gáum að þessu. Hvers konar jafnrétti og réttlæti? Árni Bergmann fjallar um kvennabaráttu sl. 30 ára ’Nú eru breyttir tímar.Sú umræða sem heyrist tekur mestöll mið af því að það sé kauðalegt, hallærislegt og úrelt að fjasa mikið um þá og þær sem neðst standa í kjarastiganum. ‘ Árni Bergmann Höfundur er rithöfundur. AÐ UNDANFÖRNU hefur nokk- uð borið á því að ýmsir reyni mikið til að fella pólitískt gengi Ingibjargar Sólrúnar, formanns Samfylkingarinnar. Stækir íhaldsmenn verja tíma sínum í greinaskrif sem lýsa „áhyggjum“ þeirra af ástandi mála hjá Sam- fylkingunni, fylgistap og ósætti skv. lýs- ingum skríbentanna. Og allt Ingibjörgu Sól- rúnu að kenna sbr. fyr- irsagnir: „Sápukúlan Ingibjörg Sólrún“ og „Ingibjörg Sólrún – Ræðusnilld á röngum tíma“. Og í Stak- steinum Morgunblaðs- ins er nafnlaust gelt og tuð gegn Ingibjörgu sem passar lítt við hið virðulega yfirbragð sem blaðið að öllu jöfnu tileinkar sér. Sem áskrifandi í a.m.k. þrjá áratugi þykja mér skrif í Staksteinastíln- um vera blettur á ann- ars góðu blaði. Ungur maður að nafni Hjörtur J. Guðmundsson (einn af ritstjórum vefritsins íhald.is) gerir mikla atlögu sem eingöngu byggist á niðurstöðum skoðanakannana (Mbl. 6. des.). Allur málatilbúnaður hans hrynur ef næsta skoðanakönnun sýnir vaxandi gengi Samfylking- arinnar – Hjörtur er ekki mál- efnalegri en svo. Annað nýlegt dæmi um þessa iðju kemur frá Baldri Her- mannssyni (Mbl. 3. des.). Grein sem er ekkert nema fullyrðingar – engin tilraun gerð til að styðja mál sitt með rökum. Skrifkúnstir Baldurs eru sér- kennilegar þar sem hann skrifar í hring og fellir sína eigin spilaborg með glæsibrag í lok greinar sinnar. Í upphafi greinarinnar setur hann fram kenningu um að síhækkandi menntunarstig þjóðarinnar leiði til þess að almenningur sjái í gegnum „lýðskrum og blekkingar“ Ingi- bjargar Sólrúnar. Eftir útlistanir Baldurs á stöðu Ingibjargar („vitlaus kona á vit- lausum stað og vitlaus- um tíma“ sem „vekur góðlátlega fyrirlitn- ingu“) og Samfylking- arinnar lýkur hann grein sinni með því spá því að Vinstri grænir hirði fylgið af Ingi- björgu og verði næst- stærsti flokkur lands- ins eftir næstu kosningar – („eins geðslegir og þeir nú eru“, skrifar Baldur). En hvað varð þá um hækkandi þekking- arstig þjóðarinnar ef væntanlegur næst- stærsti flokkur lands- ins nýtur góðs af fylgi- shruni Samfylkingarinnar sem orsakaðist af auk- inni menntun og þekk- ingu kjósenda? Síaukin menntun þjóðarinnar hefði átt að leiða til útþurrkunar Vinstri grænna ef upphafleg kenn- ing Baldurs stæðist sínum eigin höf- undi snúning! Tíðni og innihald þessara stílæf- inga sem hér hefur verið lýst gæti bent til þess að um skipulagða her- ferð væri að ræða – en ef svo er þá þarf herforinginn, ef hann er þá til, að vanda um fyrir fótgönguliðunum og biðja þá um að vera málefnalegir. En verði þeir við því þá hætta þessi greinaskrif sennilega af sjálfu sér. Menn í hlekkjum hugarfarsins Hjálmtýr Heiðdal svarar skrif- um um fylgistap Samfylkingar Hjálmtýr Heiðdal ’Sem áskrifandií a.m.k. þrjá ára- tugi þykja mér skrif í Stak- steinastílnum vera blettur á annars góðu blaði. ‘ Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á laga- ákvæðum er varða réttarstöðu sam- kynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun). Það er svo sannarlega ástæða til að fagna þessu framtaki rík- isstjórnarinnar. Hún hefur nú gengið með skörungshætti í að leið- rétta þennan mismun sem verið hefur við lýði. Samkynhneigðum hefur allt fram til þessa verið meinað að sitja við sama borð og þeir sem skil- greina sig gagnkyn- hneigða. Eins og málum hefur verið háttað hing- að til hefur samfélagið flokkað samkynhneigða sem væru þeir annars flokks þjóð- félagsþegnar. Þegar frumvarpið var fyrst kynnt opinberlega var ekki annað hægt en að finna fyrir ánægju yfir að vera þegn þessa lands. Það sem gleður jafnframt er að þetta frumvarp lítur ekki út fyrir að vera neitt hálfkák. Heldur er geng- ið alla leið. Eftir stendur þó að þjóð- kirkjan og önnur trúfélög bregðist við og opni á þann möguleika að samkyn- hneigð pör geti gengið í heilagt hjóna- band. Með frumvarpinu er verið að rétta hlut samkynhneigðra hvað varðar al- menn sjálfsögð mannréttindi sem lúta m.a. að vali á sambúðarformi og að tveir einstaklingar sem eru í sam- vistum geti nú skráð sambúð sína í þjóðskrá á sameiginlegu lögheimili. Samkynhneigðum verður ef frumvarp þetta verður að lögum heimilað að stofna til sambúðar með sömu rétt- aráhrifum og gagnkyn- hneigð pör. Nú lítur svo út sem tími fordóma og úreltra hefða sé brátt að baki. Það eru ekki einungis samkynhneigðir sem fagna heldur einnig allir þeir sem búa yfir heil- brigðri réttlætiskennd. Við erum einstaklingar sem eigum samleið, bú- um á sömu plánetunni og höfum þar af leiðandi skyldur og ábyrgð gagn- vart hvert öðru. Við höfnum alls kyns mismunun og for- dómum á grundvelli séreinkenna ein- staklingsins hvort sem það er lit- arháttur hans eða trúarbrögð. Hvers vegna ættum við því að viðhalda mis- munun á grundvelli kynhneigðar ein- staklingsins? Frumvarpið felur einnig í sér að gerðar verði nauðsynlegar lagabreyt- ingar til að tryggja að samkynhneigð pör geti ættleitt börn og gengist undir tæknifrjóvgun. Ef þetta frumvarp verður að lögum verður samkyn- hneigðum á sama hátt og gagnkyn- hneigðum heimilaðar frumættleið- ingar á íslenskum og erlendum börnum. Í frumvarpinu er kveðið á um að lesbískum pörum verði heimiluð að- stoð með tæknifrjóvgun með sömu rökum og skilmálum er varða gagn- kynhneigð pör. Það sem eftir stendur er að sjá hvernig þjóðkirkjan og önnur trúfélög ætla að bregðast við og þá sér í lagi þeim þætti sem snýr að kirkjulegri hjónavígslu fólks af sama kyni. Ein- hvern veginn finnst manni að þeir sem hafa valið það að ævistarfi að breiða út boðskap kristinnar trúar hafi sjálfir slíkan kærleik að bera að þeir líti á alla menn sem jafna. Auðvitað þrífast inn- an prestastéttarinnar ólíkar skoðanir og viðhorf. Samt sem áður myndi mað- ur ætla að þessir einstaklingar hafi einmitt sóst eftir því að vera boðberar kristinnar trúar af þvi að þeir eru sér- staklega miklir mannvinir og hafi að bera sterka réttlætiskennd. Í huga hins sanna kærleiksríka manns þrífast fordómar illa og gamlar hefðir og úrelt viðhorf verða lítilvæg. Með kærleik- ann að leiðarljósi blasa svörin við. Ríkisstjórnin á hrós skilið Kolbrún Baldursdóttir fjallar um frumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra ’Í huga hins sanna kær-leiksríka manns þrífast fordómar illa og gamlar hefðir og úrelt viðhorf verða lítilvæg.‘ Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. ÞAÐ er deginum ljósara að tor- færumótorhjólaíþróttir eru ekki lengur jaðarsport. Mótorhjólaí- þróttir hafa vaxið svo mikið að gera má ráð fyrir tvöföldun iðkenda ár- lega síðastliðin fjögur ár. Ef ekki verður á næstunni bætt úr brýnni þörf á æf- ingasvæðum stefnir fljótlega í mikið óefni. Ástæða þess að ég sting niður penna um málefni vélhjólafólks nú, er umræðan sem fram fór á Alþingi á dögunum um að- stöðuleysi þessarar annars mjög skemmtilegu og fjölskylduvænu íþróttar. Nú í ár hafa verið flutt til landsins um 700 torfæruskráð mótorhjól sem hvergi má aka nema á þar til gerðum aksturs- íþróttasvæðum. Einnig um 200 torfæruhjól til viðbótar sem hægt er að götuskrá og aka má á göt- um, en af öllum þessum hjólum hefur verið greitt í ríkissjóð á milli 250 til 350 milljónir í op- inber gjöld sem renna í ríkissjóð í formi tolla og virðisaukaskatt- s.Eins og staðan er í dag fá eig- endur þessara hjóla nánast ekk- ert til baka frá ríkinu. Þennan mikla áhuga á torfær- umótorhjólum má eflaust þakka góðu og öflugu keppnishaldi vél- hjólaíþróttaklúbba víðsvegar um landið. Ber þar hæst keppni sem árlega er haldin á Kirkjubæj- arklaustri, en í síð- ustu keppni voru keppendur um 400 frá mörgum þjóðum, en alls á keppn- issvæðinu öllu um 2.500 manns. Miðað við þennan fjölda keppenda og áhorf- enda er þetta einn af stærri íþróttaviðburðum ársins á land- inu. Fyrir nokkru spurði Siv Frið- leifsdóttir, fyrrum umhverf- isráðherra, núverandi ráðherra hvort ekki væri þörf á að fjölga æfingarsvæðum fyrir torfær- umótorhjól. Ráðherra svaraði því til að mikil þörf væri á að fjölga æfing- arsvæðum, en vísaði á sveit- Æfingarsvæði fyrir torfæru- mótorhjól Ómar Jónsson fjallar um æfingaaðstöðu fyrir torfæruvélhjól Ómar Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.