Morgunblaðið - 09.12.2005, Síða 64
HLJÓMSVEITINA Spark skipa
knattspyrnuáhugamennirnir Hákon
Guðni, Snæþór Ingi og Guðjón. Þeir
félagar eru 11 og 12 ára gamlir og
gáfu á dögunum út sína fyrstu plötu
sem ber heitið Lífið er leikur.
Leiðir þeirra lágu saman í gegn-
um Söngskóla Maríu Bjarkar sem
hóf starfsemi úti á landsbyggðinni í
fyrsta sinn fyrr á árinu og starfaði í
sumar í Neskaupstað, á Egils-
stöðum, Akureyri og Húsavík.
Þær María Björk og Regína Ósk
völdu úr hópi hæfileikaríkra krakka
þá Hákon frá Akureyri, Snæþór
Eskifirði og Guðjón úr Reykjavík
til að syngja þekkt lög inn á plötu.
Lögin eru endurútsett og sung-
in með íslenskum textum. Meðal
laga eru þekkt lög frá hljóm-
sveitum eins og Bon Jovi,
Queen, U2, Europe, Sálinni
hans Jóns míns og Bubba Morthens.
Tónlist | Hljómsveitin Spark gefur út plötu
Lífið er leikur
64 FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÞÉTTUR tónlistarpakki verður í
boði á Grand rokki í kvöld þegar
hljómsveitirnar Hairdoctor og
Reykjavík og tónlistarmaðurinn Ben
Frost boða til stóreflis hljóðveislu. Á
milli laga munu félagar Nýhil-
samsteypunnar kynna ljóðaflokk
sinn, Norrænar bókmenntir, en sér-
staklega er varað við því að um eitt-
hvert ljóðakvöld sé að ræða, heldur
muni rokk og rólegheit skipta með
sér verkum í mesta bróðerni. Allar
líkur eru þó á að hlutur rólegheit-
anna minnki eftir því sem á líður
kvöldið en veislan hefst kl. 23.
Hairdoctor og Reykjavík eru
flestum tónlistaráhugamönnum vel
kunnar en sú fyrrnefnda sendi á
dögunum frá sér plötuna Shampoo
sem þykir hin ágætasta frumraun.
Reykjavík sannaði það á síðastlið-
inni Airwaves-hátíð að um frábæra
tónleikasveit er að ræða en hljóm-
sveitin vinnur um þessar mundir að
fyrstu hljóðversplötu sinni ásamt
upptökustjóranum Valgeiri Sigurðs-
syni.
Ben Frost er tónlistarmaður,
fæddur og uppalinn í Ástralíu en
starfar nú samhliða Valgeiri Sig-
urðssyni í Gróðurhúsinu, milli þess
sem hann vinnur að eigin tón-
smíðum.
Tónlist | Hljóðveisla á Grand rokki í kvöld
Rokk og
rólegheit
Hljómsveitin Reykjavík er alræmd fyrir frábæra sviðsframkomu.
Hairdoctor, Reykjavík, Ben Frost
og Nýhil á Grand rokki kl. 23.
Miðaverð: 500 krónur.
HLJÓMSVETIN Hjálmar verður á faraldsfæti um
helgina og heldur tónleika bæði á Akureyri og á Eski-
firði. Í kvöld leika Hjálmar í Valhöll á Eskifirði og
hefjast tónleikarnir um klukkan 23. Annað kvöld treð-
ur sveitin svo upp í Sjallanum á Akureyri á sama
tíma.
Forsala aðgöngumiða er á midi.is, í verslunum Skíf-
unnar og BT um allt land auk þess sem hægt er að
nálgast miða á föstudagstónleikana hjá Kalla litla á
Eskifirði. Miðaverð er 1500 kr. + 150 kr. miðagjald í
forsölu og 2.000 kr. við innganginn.
Átján ára aldurstakmark er á báða tónleikana.
Nýjasti geisladiskur sveitarinnar kom út fyrir
skemmstu og ber hann nafn sveitarinnar. Fyrri disk-
ur Hjálma, Hljóðlega af stað, hefur nú þegar selst í
yfir 8.000 eintökum. Þess má einnig geta að Hjálmar
hlaut tvær tilnefningar til Íslensku tónlistarverð-
launanna; hljómplötu ársins og flytjanda ársins í
flokknum Fjölbreytt tónlist.
Tónlist | Hjálmar á Akureyri og Eskifirði
Hjálmar á
faraldsfæti
Hljómsveitin Hjálmar.
Föstud. 9. des. Valhöll Eskifirði. Tónleikar hefjast kl. 23.
Laugard. 10. des. Sjallinn Akureyri. Tónleikar hefjast kl.
23.
Forsala aðgöngumiða er á midi.is, í verslunum Skífunnar
og í BT um allt land.
Hver er uppáhalds tónlistarmað-
urinn þinn?
Freddy Mercury
Uppáhalds lagið?
„Bohemian Rhapsody“.
Helstu fyrirmyndir í lífinu?
Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Nýjan GSM síma.
Guðjón
Hver er uppáhalds tónlistarmað-
urinn þinn?
Jon Bon Jovi.
Uppáhalds lagið?
„Fjöllin hafa vakað“.
Helstu fyrirmyndir í lífinu?
Travis Pastrana, Jon Bon Jovi og
Guðjón Arnar Einarsson.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Mótorhjól, rafmagnsgítar, vélsleða,
PSP-tölvu og bensínbíladót.
Snæþór Ingi
Hver er uppáhalds tónlistarmað-
urinn þinn?
Söngvarinn Jónsi Í svörtum fötum
og tónlistarmaður Angus Young í
AC/DC
Uppáhalds lagið?
„Lets make it“ með AD/CD
Helstu fyrirmyndir í lífinu? Mamma
og pabbi er helstu fyrirmyndirnar,
að sjálfsögðu.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
PSP-tölvu
Hákon Guðni
ÍSLENSKU söngkonurnar Björk
Guðmundsdóttir og Emilíana
Torrini eru í hópi tónlistarmanna
sem tilnefndir hafa verið til hinna
nýju alþjóðlegu Pantheon-
tónlistarverðlauna. Tónlist-
arvefsíðan Pitchfork tilkynnti um
forval til verðlaunanna í gær en
þeim er ætlað að vekja athygli á
því besta sem er að gerast í jað-
artónlistargeiranum. Stofnandi
verðlaunanna, Tom Sarig, er einn
þeirra sem stóðu að Shortlist-
tónlistarverðlaununum, sem hljóm-
sveitin Sigur Rós vann m.a. til.
Hin nýju Pantheon-verðlaun verða
veitt plötu sem komið hefur út á
tímabilinu 1. júlí til 30. október
2005. Björk Guðmundsdóttir er til-
nefnd til verðlaunanna fyrir hljóm-
plötuna Medulla, en Emilíana
Torrini er tilnefnd fyrir plötu sína,
Fisherman’s Village. Á níunda tug
listamanna eru tilnefndir í forvali
en meðal annarra listamanna í
þeim hópi eru Antony and the
Johnsons fyrir I am a Bird Now,
Blackalicious fyrir The Craft, Bloc
Party fyrir Silent Alarm, Fiona
Apple fyrir Extraordinary Mach-
ine, Kaiser Chiefs fyrir Employ-
ment og Sufjan Stevens fyrir Ill-
inois.
Tíu listamenn munu komast í
úrslit þegar nær dregur verð-
launaafhendingunni sem fram fer
6. febrúar í Los Angeles. Í verð-
launanefndinni sitja 27 skemmti-
kraftar, blaðamenn og fagmenn í
tónlistariðnaðinum, m.a. Elton
John, Elija Wood, Margaret Cho,
Beck, Keith Urban og Shirley
Manson í Garbage.
Tónlist| Pantheon-tónlistarverðlaunin
Björk og Emilíana tilnefndar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björk er tilnefnd til Pantheon-verðlaunanna fyrir hljómplötuna Medulla.
Önnur prentun myndasögubók-arinnar um Óla píku eftir Ómar
Örn Hauksson, nema, rithöfund og
fyrrverandi meðlim Quarashi er
komin út. Fyrra upplag seldist upp á
skömmum tíma en bókin þykir nokk-
uð meinfyndin og grátbrosleg, allt í
senn. Í stuttu máli fjalla myndasög-
urnar um Óla sem er með píku í stað
hefðbundins andlits og vill höfundur
meina að með því sé sé hægt að
skyggnast á bak við duldar og dóna-
legar hugsanir hvers og eins. Með út-
gáfunni sem nú kemur út er formáli
eftir Höskuld Ólafsson, íslensku-
fræðing, blaðamann og fyrrum Quar-
ashi meðlim. Bókin er aðeins seld í
versluninni Nexus við Hverfisgötu.
Miðasala á tónleika Katie Meluafer gríðarlega vel af stað en
um hádegisbil í gær voru um 2.200
miðar seldir. Það
þýðir að einungis
eru tæplega 500
miðar eftir en að-
eins er selt í sæti
á tónleikana sem
haldnir verða í
Laugardalshöll
föstudaginn 31.
mars. Katie Mel-
ua hefur átt gríðarlegum vinsældum
að fagna undanfarin ár eða allt frá
því að fyrsta plata hennar Call off the
Search kom út árið 2003. Á þessu ári
kom svo út platan Piece by Piece og
lagið „Nine Million Bicycles“ af
þeirri plötu hefur ómað nánast lát-
laust á útvarpsstöðvum víða um Evr-
ópu.
Fólk folk@mbl.is