Morgunblaðið - 09.12.2005, Side 61

Morgunblaðið - 09.12.2005, Side 61
Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Úlf- arnir Halda skemmta . Húsið opnað kl. 22 frítt inn til miðnættis. Uppákomur Bókabúð Máls og menningar | Verk Hug- leiks Dagssonar úr hans nýjustu bók Bjarg- ið okkur verða til sýnis í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi. Sýningin hefst kl. 17 og mun Benni Hemm Hemm spila nokkur lög við það tækifæri. Heyrst hefur að Hug- leikur muni sjálfur koma fram með Benna Hemm Hemm. Allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fyrirlestrar og fundir Samtökin ’78 | Opinn fundur í félagsheim- ili Samtakanna á Laugavegi 3, 10. des. kl. 14. Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsæt- isráðuneyti, Þorvaldur Kristinsson, fulltrúi Samtakanna ’78 í nefnd um réttarstöðu samkynhneigðra, og Hrefna Friðriksdóttir, lögfræðingur hjá Barnaverndarstofu, kynna fram komið frumvarp ríkisstjórnar- innar um réttarstöðu samkynhneigðra og svara spurningum. Fréttir og tilkynningar Happdrætti bókatíðinda | Númer dagsins 9. desember er 52268. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2005 61 DAGBÓK Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, söng- stund við píanóið að því loknu. Ath. hádegismatur frá kl. 12–13, miðdegis- kaffi kl. 15. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–12. Smíði/útskurður kl. 9– 16.30. Jólabingó kl.13.30. Veglegir vinningar. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, frjálst að spila í sal, fótaaðgerð. Bústaðakirkja | Jólafundur kven- félags Bústaðasóknar verður 12. des. kl. 19.15, skemmtiatriði og matur. Skráning í símum: Lilja: 568 1568 / 898 1568 og Guðríður: 568 5834 / 848 9072. Skráning fyrir 6. des. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Jólaferð mánudags- kvenna 12. des. Jólaferð hverfisins 13. des. Nokkrir miðar til á Vínarhljóm- leikana. Uppl. í síma 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Að- ventustund verður laugardaginn 10. des. kl. 15–17 í Stangarhyl 4. Hug- vekju flytur séra Guðmundur Þor- steinsson, upplestur Björn G. Eiríks- son , barnakór syngur jólalög, Anna H. Norðfjörð flytur jólahugleiðingu, jólalög sungin við undirleik Sigurðar Jónssonar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Eldri borgarar og öryrkjar efna til göngu og útifundar föstudag 9. des. Gengið verður frá Hallgrímskirkju kl. 16.30 og útifundur á Austurvelli hefst kl. 17. Skólahljómsveit Kópavogs fer fyrir göngunni. Flutt verða ávörp og for- seta Alþingis afhent áskorun til stjórnvalda. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.15 boccia, kl. 10 spænska, kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 brids, kl. 20.30 félagsvist. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. bókband, rósamálun o.m.fl. Kl. 10.30 létt ganga um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í hádegi og kaffitíma í Kaffi Berg. Strætó S4 og 12 stansa við Gerðuberg. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720 og www.gerdu- berg.is. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin. Almenn handavinna. Út- skurður. Baðþjónusta, Fótaaðgerð (annan hvern föstudag). Hárgreiðsla. Kl. 11 spurt og spjallað. Kl. 12 hádegis- matur. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 Kaffi. Jólabingó kl. 14. Ýmsir góðir vinning- ar.Veislukaffi. Barnabörnin velkomin. Hraunbær 105 | Óvissu- og jóla- ljósaferð 13. des. Farið frá Hraunbæ kl. 11. Jólagrautur og kaffi á Hafinu bláa. Síðan haldið í Hveragerðiskirkju og þaðan til Reykjavíkur og jólaljós og skreytingar borgarinnar skoðuð. Að lokum kaffi og aðventukringla á Aflagranda. Kr. 2000. Skráning í síma 587 2888 fyrir mán. 12. des. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl. 11.30. Tréskurður kl. 13.30. Boccia kl. 13.30. Dansleikur kl. 20.30. Sighvatur Sveinsson „Hrókur alls fagnaðar“ leikur fyrir dansi. Allir vel- komnir. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu – postulínsmáln- ing kl. 9–12. Böðun fyrir hádegi, jóla- bingó kl. 14, vinningar, kaffi og með- læti. Fótaaðgerðir í s. 588 2320. Hársnyrting s. 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Jólahlaðborðið er í dag kl. 17. Skráningu lokið. Sími 568 3132. Vesturgata 7 | Vesturgata 7 | Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 hann- yrðir. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurgeirs. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigurgeirs. Rjómaterta í kaffitímanum. Hand- verkssala verður kl. 13–16. Margt góðra muna. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, leirmótun kl. 9–13, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, leirmót- un kl. 13, bingó kl. 13.30. Kirkjustarf Áskirkja | Jólahlaðborð kl. 19. Hug- vekja og jólasöngvar. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Föndrum fyrir jólin. Fríkirkjan Kefas | Starf fyrir unglinga er á föstudagskvöldum kl. 20. Sam- komur og samverustundir sem allir unglingar eru velkomnir á. Hallgrímskirkja | Starf með öldruð- um kl. 11–14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Íslenski söfnuðurinn í Lundúnum | Íslensk aðventuguðsþjónusta laugar- daginn 10. des. í St. Mark’s Unitarian Church, Castel Terrace, Edinborg, EH1 2DP og hefst athöfnin klukkan 14.15. Sr. Sveinbjörn Björnsson, prest- ur í Skotlandi, mun þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arnarsyni. Safn- aðarfólk er hvatt til að koma með eitthvert góðgæti á kaffiborðið. Keflavíkurkirkja | Heiðarskóli kemur til kirkju kl. 10.10. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Síðasta samvera kirkjuskólans fyrir jól verður í Víkurskóla laugard. 10. des. Syngjum jólalög, heyrum sögu og horfum á brúðuleikhúsið. Mætum öll og kæt- umst fyrir jólin. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Fyrirbænir – og einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi á eftir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is KVENNAKÓR og Karlakór Kópa- vogs eru hér á æfingu fyrir jóla- tónleika kóranna sem verða haldnir í Digraneskirkju í kvöld kl. 20. Mörg falleg jólalög verða sungin og einnig munu kórarnir syngja saman. Kaffisala verður í hléinu á vægu verði. Miðasala við innganginn 1.500 kr. á mann en eldri borgarar fá afslátt. Frítt er inn fyrir yngstu börnin. Morgunblaðið/Golli Kórsöngur í Kópavogi Listasafnið á Akureyri Sunnudaginn 11. desember lýkur sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar í Listasafninu á Akureyri. Sýningunni, sem ber heitið Tregablandin fegurð, er ætlað að veita heilsteypt yfirlit yfir feril Helga á undanförnum árum og hefur að geyma mörg af hans áhrifamestu málverk- um, auk vatnslitamynda og skúlptúra. Sjá nánar á heimasíðu safns- ins: http://www.listasafn.akur- eyri.is. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Sýningum lýkur 33b er sýningarrými og vinnustofur myndlistamanna og tónlistarmanna að Skipholti 33b. Nafnið vísar í hús- númer, sjúkrahúsdeild, og starfs- mannaleigur og gangast meðlimir við öllum skilgreiningum. 33b er fyrir aftan Bingó í Vinabæ eða gamla Tónabíói. Hin árlega sýning vinnustofunnar verður nú um helgina. Sýnendur eru: Pétur Thomsen, Karen Ósk Sigurðar- dóttir, Arndís Gísladóttir, Sandra María Sigurðardóttir, Sigurður Breiðfjörð Jónsson, Steindór Ingi Snorrasons, Arnar Ingi Hreið- arsson, Margrét M. Norðdahl, Elísabet Stefánsdóttir og Hrund Jóhannesdóttir. Opnun er í kvöld frá kl. 20 - 23 og opið er um helgina frá 14 - 18. Í boði er tónlist og myndlist en í hópnum eru myndlistamenn af sitt- hverju sauðahúsinu innan geirans t.a.m. í ljósmyndun, tónlist, mynd- verkum og gerningum. Á sýning- unni gefur m.a. að líta hringstiga úr efnisströngum, umhverfishljóð frá Sri Lanka, aðflutt landslag á Kárahnjúkum, glitrandi blúndu- málverk, gígantísk portrett, krón- ískar teikningar og tónsmíðar á heimsmælikvarða. Og að sjálfsögðu eru veitingar í boði eftir stemmn- ingu hvert sinnið. Vinnustofusýning 33b Í TILEFNI af því að í ár eru 50 ár liðin frá ótíma- bæru andláti altó- saxófónleikarans og bebop-frum- kvöðulsins Charlie Parker efnir kvartett Sigurðar Flosa- sonar til minningar- tónleika um þennan meistara. Tónleikarnir verða á Café Rosenberg, Lækjargötu, á laugardag kl. 16–18 Kvartettinn skipa, auk Sigurðar sem leikur á altó-saxófón, þeir Ey- þór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Erik Qvick á trommur. Sérstakur gestur verður altó-saxófónleikarinn Benjamin Koppel, en hann er einn fremsti altósaxófónleikari Dana. „Norrænir vopnabræður munu sem sagt sameinast í dagskrá tileinkaðri fuglinum sem flaug fjaðralaus. Flest lögin sem flutt verða eru eftir Charl- ie Parker, en einnig kunna að fljóta með örfáir standardar sem honum var sérstaklega annt um. Þeir sem eru í þörf fyrir aukið jólastress eru sérstaklega hvattir til að mæta og eyða ófriðsælum eftir- miðdegi með kvartettinum, Benjam- in og bebop-tónlist eins af helstu snillingum djasssögunnar,“ segir Sigurður Flosason. Minnast Charlie Parker GLJÚFRASTEINN stendur fyrir sýningu í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá því að Halldór Laxness fékk nób- elsverðlaunin í Stokkhólmi. Sýn- ingin verður opn- uð með fjöl- breyttri dagskrá á morgun. Dag- skráin hefst kl. 11 og stendur til kl. 22 þar sem úr- val listamanna kemur fram. Meðal þess sem sýnt verður á sýningunni í Þjóð- menningarhúsinu er kjóll Auðar Laxness sem hún klæddist við nób- elsverðlaunaafhendinguna 1955, borðbúnaður frá Nóbelssafninu í Svíþjóð, mynd Ósvaldar Knudsen og nóbelsverðlaunin sjálf. Þjóðmenningarhúsið verður opið upp á gátt allan laugardaginn og verður komið fyrir kaffihúsi í bóka- salnum þar sem hátíðardagskráin fer fram. Aðgangur er ókeypis. Laxnesssýning í Þjóðmenningarhúsinu Halldór Laxness gljufrasteinn.is GARÐBÆINGURINN Garðar Jök- ulsson verður með sýningu á verk- um sínum á Garðatorgi í desember. Sýningin verður haldin inni á ,,nýja torginu“, gengið inn við hliðina á turninum. Garðar opnaði sýn- inguna laugardaginn 3. desember sl. þegar ljósin voru tendruð á jóla- trénu á Garðatorgi. Garðar er ekki óvanur því að sýna verk sín á óhefðbundnum sýn- ingarstöðum þar sem almenningur á leið um enda segist hann alla tíð hafa málað fyrir fólkið og vilja færa listina til fólksins. Garðar mun sýna verk sín á Garðatorgi frá fimmtudegi til laug- ardags í desember. Öllum er vel- komið að líta inn. Sýningin er hald- in í samstarfi við Garðabæ. Garðar Jökulsson sýnir á Garðatorgi TVENNIR aðventutónleikar verða haldnir í Skálholtskirkju á morgun. Þar koma fram Skál- holtskórinn og Barna- og kamm- erkór Biskupstungna ásamt ein- söngvurunum Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Páli Óskari Hjálmtýssyni, hörpuleikaranum Monicu Abendroth og strengja- sveit undir stjórn Hjörleifs Vals- sonar. Organleikari er Kári Þor- mar og stjórnandi Hilmar Örn Agnarsson. Tónleikarnir eru kl. 17 og kl. 20. Að vanda verður frumflutt nýtt jólalag Skálholts eftir tónskáld af heimaslóðum og er það í þetta sinn eftir Hreiðar Inga Þor- steinsson úr Laugarási. Aðventutónleikar í Skálholti hafa unnið sér sess á undan- förnum árum í friðsælli umgjörð Skálholtsstaðar. Einsöngvarar með Skálholtskórnum hafa verið margir af virtustu tónlistar- mönnum landsins og hefur Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, verið fastagestur kóranna á aðventu- tónleikum og í kórferðalögum um árabil. Aðventutónleikar í Skálholtskirkju BERGUR Thorberg verður á ferð- inni á Akureyri um helgina og sýnir málverk máluð með kaffi á striga á Glerártorgi og á Kaffi Amor við Ráðhústorg. Eins og mörgum er kunnugt er vinnuferlið hjá Bergi all- sérstakt þar sem hann vinnur verkin sín öll á hvolfi og snertir ekki strig- ann og notar síðan kaffi sem lit þeg- ar hann vinnur þau. Hann verður alla helgina á báðum þessum stöðum og sýnir fólki hvernig hann vinnur verkin. Kaffi- málverk á Akureyri www.thorberg.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.