Morgunblaðið - 11.12.2005, Síða 60

Morgunblaðið - 11.12.2005, Síða 60
Gömul flutninga-flugvél af gerðinni Hercules hrapaði á þriðju-dag á hverfi í Teheran í Íran. 106 manns fórust. Vélin rakst á tíu hæða blokk og mikil sprenging og elds-voði varð þegar vélin lenti á götunni. Það var vegna þess að gas-geymsla sprakk og tankar vélar-innar voru fullir. Meðal far-þeganna voru 78 frétta-menn og ljós-myndarar. Þeir áttu að fylgjast með her-æfingu í sunnan-verðu landinu. En vélin bilaði í flug-takinu. Útför 55 af fórnar-lömbunum var gerð á fimmtu-dag. Margir sem misstu ást-vin í slysinu voru reiðir út í stjórn Írans. Þeir sögðu að embættis-menn hefðu vitað að vélin væri orðin léleg. Hún hefði ekki fengið nóg við-hald. Samt hefði flug-manninum verið skipað að fljúga af stað. Flugslys í Íran Margir minntust þess á fimmtu-dag að 25 ár voru liðin frá morðinu á John Lennon. Morð-inginn heitir Mark Chapman. Hann gekk að Lennon sem var á leið inn í blokkina þar sem hann bjó í New York. „Herra Lennon,“ sagði Chapman og skaut síðan 5 sinnum á hann. Chapman var dæmdur í 20 ára fangelsi. Hann segist hafa verið geð-veikur þegar hann framdi morðið. Yoko Ono, ekkja Lennons, býr í New York. Hún lagði á fimmtu-dag blóm-sveig við mósaík-mynd sem gerð var til minningar um tónlistar-manninn í Central Park-garðinum. Fólk safnaðist líka saman í Liver-pool í Eng-landi þar sem Lennon fæddist. John Lennon var einn af Bítlunum fjórum og samdi mörg af þekktustu lögum þeirra. Bítlarnir hættu að vinna saman árið 1969. Seinna samdi Lennon fræg lög eins og til dæmis Imagine. Fyrri kona hans heitir Cynthia og þau eignuðust soninn Julian. Cynthia segir að maðurinn hennar hafi oft verið grimmur við sig. Julian segist hafa elskað föður sinn en bætir við að Lennon hafi ekki alltaf verið góður pabbi. AP Aðdáendur Johns Lennons syngja eitt af lögunum hans, „Give Peace A Chance“, í Los Angeles á fimmtu-dag. Minntust Johns Lennons ARNAR Bergmann Gunnlaugsson hefur ákveðið að leika knattspyrnu með ÍA á Akranesi á næsta sumri og eru allar líkur á því að tvíburabróðir hans, Bjarki Bergmann, leiki einnig með liðinu. Arnar og Bjarki léku síðast saman með uppeldisfélagi sínu árið 1995, er þeir léku 7 leiki, en þeir fóru saman í atvinnumennsku til hollenska liðsins Feyenoord árið 1992. „Ég ætla að hafa það að markmiði að hafa gaman af því að spila fótbolta,“ sagði Arnar. Arnar og Bjarki, sem eru 32 ára gamlir, hófu að leika með meistaraflokki ÍA 16 ára árið 1989 og voru samferða í fótboltanum fyrstu sjö árin á ferlinum. Þeir léku í fjögur ár með ÍA og urðu meistarar með liðinu 1992. Arnar samdi við Akranes Tvíburabræðurnir Bjarki og Arnar Gunnlaugssynir. 60 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Starfsmanna-félag Reykjavíkur-borgar og stéttar-félagið Efling hafa skrifað undir nýjan kjara-samning. Laun hækka strax um 15% að meðal-tali. Samningur-inn gildir í þrjú ár, til 31. október 2008. Annars hækka laun álíka mikið og hjá öðrum félögum og sam-tökum. Leikskóla-kennarar og grunn-skólakennarar vilja ræða við launa-nefnd sveitar-félaga um sín laun. Þeir segja að þeirra samningar hafi miðast við laun hópa sem Reykjavíkur-borg hefur nú samið við. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar-stjóri segir eðli-legt að leikskóla-kennarar beri sín laun saman við launin í nýju samning-unum. Hún segir að bæta þurfi laun fólks sem vinnur við um-önnun. Morgunblaðið/Ómar Börn á leik-skólanum Mána-brekku. Nýir samningar hjá Reykjavíkur-borg JAKOB Jóhann Sveinsson bætti eigið met í 100 m bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Trieste á Ítalíu. Jakob Jóhann synti 100 m bringusund á 1.00,51 mínútu og varð í 23. sæti af 48 þátttakendum. Hann bætti eigið Íslandsmet í greininni um einn hundraðshluta úr sekúndu. Fyrra metið setti hann á Evrópumeistaramótinu í Antwerpen fyrir fjórum árum. Jakob var um fjórðungi úr sekúndu frá því að komast í undanúrslit sextán þeirra bestu, til þess þurfti að synda á 1.00,27. Anja Ríkey Jakobsdóttir var hársbeidd frá eigin meti í 100 m baksundi. Þriðji íslenski keppandinn, Ragnheiður Ragnarsdóttir, var skammt frá Íslandsmetinu í 100 m skriðsundi. Þess má geta að Jakob synti á 28,33 sekúndum í 50 m bringusundi í 100 m sundinu sem er 4/100 úr sekúndu undir Íslandsmetinu í 50 m bringusundi. Anja Ríkey hafnaði í 25. sæti af 38 keppendum í 100 m baksundi á 1.02,83 mínútum – var aðeins 2/100 úr sekúndu frá eigin meti. Ragnheiður kom í mark á 56,21 sekúndu í 100 m skriðsundi og varð í 30. sæti af 46 keppendum. Íslandsmetið í greininni er 55,96 og það á Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir af Akranesi. Jakob setti Íslandsmet Næstum allir nemendur í framhalds-skólum eiga farsíma. Fleiri eiga síma, sjónvörp, myndbands-tæki og tölvu nú en fyrir fimm árum. Samt hefur bóklestur þeirra aukist. Það vekur athygli því fram-boð af af-þreyingu hefur aukist, meðal annars með netinu. Strákar lesa minna í dag-blöðum en þeir gerðu en stelpur lesa meira í blöðunum. Flestir eiga far-síma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.