Morgunblaðið - 11.12.2005, Side 62

Morgunblaðið - 11.12.2005, Side 62
62 SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elfriede Kjart-ansson, sem flestir þekktu undir nafninu Elfí, fæddist í bænum Drossen í Þýskalandi 19. októ- ber 1919. Hún lést á heimili sínu 22. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Minna Emilie Rosalie (fædd Krüg- er) og Erich Voll- brecht. Bróðir henn- ar var Erich Wil- helm Vollbrecht. Fyrstu 8 ár ævinnar ólst Elfí upp í kyrrlátu umhverfi sveitar og smá- þorpa, þar sem faðir hennar rak mjólkurbú. Þegar hún er 8 ára flytja foreldrar hennar til Stettín þar sem hún gengur í barna- og unglingaskóla og lýkur verslunar- skólaprófi. Elfí bjó í Stettín til 21 árs aldurs, en þá er síðari heims- styrjöldin í fullum gangi og vinnur hún aðallega við hjúkrunarstörf á sjúkrahúsum á stríðsárunum. Á þeim árum missir hún móður sína úr sjúkdómi og faðir hennar og bróðir eru sendir á austurvíg- stöðvarnar og frétti hún aldrei neitt af afdrifum þeirra, þrátt fyr- ir mikla leit og fyrirspurnir. Í lok stríðs þegar Rússar hernema aust- urhéruð Þýskalands, flýr hún til vesturs og fær vinnu á ráðningarskrif- stofu í Kiel. Þar bauðst henni að koma til Íslands og kom hún hingað 1948 og vann sem þjónustustúlka. Árið 1950 giftist Elfí Svavari Jó- hannssyni, f. 21.6. 1914, d. 3.5. 1988. Eignuðust þau tvö börn, þau eru: a) Örn, f. 26.9. 1952. Börn hans eru María Ósk, f. 2.8. 1976, Örn Teit- ur, f. 15.12. 1977, Bjarki Dan, f. 11.11. 1980, Hjördís, f. 5.9. 1983, Snorri Örn, f. 2.3. 1995. Sambýlis- kona Arnar er Kristín Ólafsdóttir f. 3.7. 1957. b) Droplaug, f. 3.11. 1953. Dóttir hennar er Fríða Björg, f. 16.1. 1986. Svavar og Elfí slitu samvistum. Árið 1959 flytur Elfí að Flag- bjarnarholti í Landsveit og giftist Stefáni Kjartanssyni, f. 17.11. 1916, d. 8.4. 1972. Nokkrum árum eftir að Stefán féll frá flytur Elfí að Eyrarbakka og síðar til Reykjavíkur þar sem hún býr til æviloka. Útför Elfíar var gerð frá Rík- issal Votta Jehóva 3. desember og jarðsett að Skarði í Landsveit. Núna þegar þú kveður, amma, veit ég eiginlega ekki hvað ég á að segja, minningarnar leita á hugann og hugs- anirnar hringsnúast í höfðinu á mér. Ég sakna þín og mun aldrei gleyma þér. Minningar eins og hvernig þú sagðir með örlitlum hreim „góða nocht“ og „nochtkjóll“ eða þegar við vorum lítil og þú lékst við okkur „Es kommt eine Maus die Treppe rauf“. Góðu C-vítamín-töflurnar, Echina- force, Olbas, hvítlaukur, halva, mand- arínur, rúsínur og hafragrautur með hunangi og rjóma, þunnt kaffi. Allt sem var „sniðugt“, bíltúrar þegar bíl- arnir biluðu, appelsínurauði Volks- vagninn, stóra pendúlklukkan, tækni- leikföngin þín, bílaglösin, prjóna- flíkur. Hláturinn þinn hljómar í höfðinu á mér, gleði þín skín í minn- ingunni. Kærleikur þinn til okkar og hvernig þú sýndir okkur hann, mun varðveitast í hjarta mínu. Að þú varst farin að finna fyrir ellinni og að þér fannst að þú myndir bráðum kveðja var eitthvað sem var út af fyrir sig óhjákvæmilegt en einhvern veginn gat ég aldrei hugsað þá hugsun að þú yrðir lengur til staðar og það get ég eiginlega ekki enn. Elskuð af mörgum og saknað af mörgum, sterkasta kona sem ég hef haft þann heiður að kynnast, fullur trega sendi ég þér mína hinstu kveðju. Bjarki Dan Arnarson. Það er erfitt fyrir nútímamenn að gera sér grein fyrir þeim hörmungum sem því fylgja að sjá á bak ástvinum, öllum eigum og jafnvel sjálfri voninni um að halda eigin lífi í svæsnum loft- árásum. Þetta mátti Elfriede reyna ásamt milljónum landa sinna í þeim hildarleik sem síðari heimsstyrjöldin var. Að aflokinni styrjöldinni hélt hún til vesturs undan yfirráðum Sovét- hersins og fékk starf á ráðningar- skrifstofu í borginni Kiel. Þar bauðst henni að koma til Íslands, landsins í norðri, landsins sem hún hafði oft les- ið um í æsku. Hún hafði í bernsku les- ið bókina „Flug villigæsanna“ og hreifst svo af, að landið varð henni hugleikið upp frá því. Hún greip því tækifærið fegins hendi og kom til Íslands árið 1948, um svipað leyti og allstór hópur ungra þýskra kvenna settist hér að í leit að betri framtíð. Fyrstu árin vann hún sem þjónustustúlka á efnaheimili í Reykjavík og líkaði vel. Árið 1950 kynntist hún Svavari Jóhannssyni, giftist honum og eignuðust þau börn- in Örn og Droplaugu. Svavar og Elfi slitu samvistir og nokkru síðar fluttist hún sem ráðskona að Flagbjarnar- holti í Landsveit með börnin sín tvö. Þau Elfi og Stefán Kjartansson bóndi gengu í hjónaband og ráku saman bú í Flagbjarnarholti til andláts Stefáns árið 1972. Í Landsveitinni leið henni vel. Hún var afar vel látin af sveit- ungum sínum og þar nutu sín vel mannkostir hennar og verklagni. Hún var útsjónarsöm, nýtin, vinnu- söm, afbragðs kokkur, og eins og fleiri úr hópi þessara þýsku kvenna, bar hún með sér menningarbrag og arfleifð gömlu Evrópu sem bætti og efldi, og nýttist vel hvar sem tekið var til hendi. Árið 1960 urðu þau tímamót í lífi hennar að hún skírðist til trúar Votta Jehóva og var virk á þeim vettvangi til dauðadags. Þar fékk hún svör við áleitnum spurningum um tilgang lífs og tilveru, spurningum sem stöðugt leita á, en verður í reynd seint full- svarað. Þar naut sín vel hennar góða menntun af heimaslóðum og skarpur skilningur, jafnframt færni í fram- setningu og tjáningu. Hún talaði ís- lenskuna afar vel og rétt. Framburð- urinn skýr og harður eins og vera ber og fór vel við færni hennar og sann- færingarkraft. Það voru sérstakar stundir sem við hjónin áttum hjá Elfi og fjölskyldu hennar í Flagbjarnarholti. Burtséð frá skoðunum um trúmál og lífssann- færingu, var hún nánast til viðræðu um hvað sem var. Ég gat ekki annað en dáðst að stálminni hennar eitt sinn er hún sagði mér frá tónmennta- kennslu í heimaborg sinni Stettin. Ég var þá nýbyrjaður að kenna og vildi vita hvernig kennslan hefði gengið fyrir sig þarna í gamla Saxlandi. Jú, ekki stóð á því. Sumpart var kennslan ekki ólík því sem er hér heima, en fyr- irbæri í tónfræði sem nefnist „fimm- undarhringur“, og er nemendum yf- irleitt ekki tamur fyrr en komið er vel fram í tónlistarnám, var henni í fersku minni. Formerki hinna ýmsu tóntegunda höfðu verið kennd börn- um í barnaskóla í gamla Þýskalandi og fimmtíu árum síðar var Elfí að mestu með hann á hreinu. Hún var komin þar að þar sem „des dúr“ og „ b moll“ hafa 5 bé, en lengra þurfti hún ekki að fara. Ég varð orðlaus. Nokkru eftir andlát Stefáns brá Elfí búi, en hélt áfram heimili í Flag- bjarnarholti. Um skeið bjó hún á Eyr- arbakka í húsi sem hún festi kaup á, en frá 1982 bjó hún í Reykjavík. Hún naut dyggrar aðstoðar sonar síns Arnar við framkvæmd allra flutninga og margháttaða umsýslu. Hún var alla jafna heilsuhraust og hafði lítið haft af sjúkrastofnunum að segja í gegnum tíðina. Dóttir hennar Droplaug sem býr í Danmörku, hafði verið í símasam- bandi við móður sína daglega um hríð, hún hafði fundið að heilsa henn- ar var ekki upp á það besta, en vart áttum við von á því að kveðjustundina bæri svo brátt að. Hún andaðist á heimili sínu sátt við Guð og menn og lætur eftir sig minningu um elskulega og staðfasta konu, sem ávallt var heil og sönn í öllum góðum hlutum. Guð blessi minningu Elfriede Kjartans- son. Sigvaldi Snær, Lína Margrét. ELFRIEDE KJARTANSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LÁRA ÓSK ARNÓRSDÓTTIR, Eiríksgötu 6, lést mánudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 14. desember kl. 15.00. Rúnar Sigurðsson, Arna Rúnarsdóttir, Helgi Leifur Sigmarsson, Gauja Rúnarsdóttir, Emilía Rafnsdóttir, Hlynur Rúnarsson, Margrét Ásdís Haraldsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Vignir Rafn Valþórsson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGURGEIRSDÓTTIR, Vallholtsvegi 17, Húsavík, lést á Landspítala við Hringbraut fimmtudaginn 8. desember. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 17. desember kl. 14.00. Jón Árnason, Sigurgeir Jónsson, Guðrún S. Óskarsdóttir, Björg Jónsdóttir, Pálmi Pálmason, Guðmundur A. Jónsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Sigurgeir Á. Stefánsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og hlýhug við andlát og útför ást- kærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HÁLFDÁNS V. EINARSSONAR fv. tollvarðar, Árskógum 6, Reykjavík. Erlendur Hálfdánarson, Elínborg Karlsdóttir, Kjartan Hálfdánarson, Hrefna Friðgeirsdóttir, Elín Sverrisdóttir, Guðrún Vilborg Hálfdánardóttir, Sigurjón Pétur Johnsson, Einar S. Hálfdánarson, Regína Gréta Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMIS HINRIKSSONAR, Bláskógum 11, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Ási fyrir frábæra umönnun til hinstu stundar. Guð blessi ykkur öll. Erlendur Hilmisson, Hólmfríður K. Hilmisdóttir, Björg Hilmisdóttir, Hjörtur Már Benediktsson, Brynjólfur Hilmisson, Anna Viktoría Högnadóttir, Júlíana Hilmisdóttir, Viktor Sigurbjörnsson, Harpa Hilmisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæra móðir mín, tengdamóðir og amma, STEINUNN HAFSTAÐ hótelstýra, lést á Sólvangi að morgni fimmtudagsins 8. des- ember. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. desember kl. 14.00. Guðmundur Jónsson, Sigrid Foss, Laufey Guðmundsdóttir, Steinunn Ruth Guðmundsdóttir, Þór W. Petersen, Jón Foss Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN SVEINA PÉTURSDÓTTIR, frá Engidal lést miðvikudaginn 7. desember. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju fimmtuda- ginn 15. desember kl. 13.00. Helga Herlufsen, Guðmundur Sigurðsson, Sólveig Guðnadóttir, Gunnar Oddsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir, mágur og vinur, FINNUR INGI FINNSSON, frá Skerðingsstöðum í Reykhólasveit, lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. desember. Steindór Finnsson, Ása Guðrún Finnsdóttir, Halldór Finnsson, Bryndís Finnsdóttir, Sæbjörg Jónsdóttir, Finnur Kristjánsson, Jón Árni Sigurðsson, Steinun Ó. Rasmus Kristján Finnsson, Karlotta Jóna Finnsdóttir, Ásgeir Þór Árnason Agnes Finnsdóttir, Pálmi Jónsson Ásdís Árný Sigurdórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.