Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 1
Gnarr, Guð og grín Jón Gnarr ræðir um nýju bókina sína og leitina að lífsfyllingu | 14 Tímarit og Atvinna í dag Tímarit | Jólasiðir hjá tónlistarmönnum  Hátíðarvín  Hermenn Drottins  Hátíðarstemmning í Borgarbókasafninu  Einfaldir farsímar Atvinna | Hvenær er rétt að hætta að vinna? 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 EVRÓPUBÚAR standa frammi fyr- ir mestu loftslagsbreytingum í 5.000 ár vegna hlýnunar af völdum gróð- urhúsalofttegunda, að mati vísinda- manna. Rannsóknir benda til þess að hlýni loftslag verulega hér á landi á næstu áratugum megi búast við að fremur hraðar gróðurbreytingar verði á svæðum þar sem lyngmóa er að finna en á svæðum þar sem mosa- þemba er ríkjandi verði breytingar á hinn bóginn hægfara. Vísindamenn vara við því að þó svo að markmið Evrópusambands- ins um einungis tveggja gráða hlýn- un næstu 100 árin náist verði and- rúmsloft öðru vísi en mannskepnan hafi nokkru sinni kynnst og því verði að draga hraðar úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda en áformað er. Karl Gunnarsson, botnþörunga- fræðingur hjá Hafrannsóknastofn- un, segir ekki vitað með vissu hvaða áhrif hlýnun sjávar hefði hér norður frá. „Hér eru alltaf sveiflur í hita- stigi. 1930–1960 var tiltölulega hlýtt tímabil og hitastigið í sjónum hér er ekki komið upp fyrir það sem var á þeim tíma, en samt hefur sjórinn við Ísland hlýnað á undanförnum árum frá síðustu áratugum.“ Karl segir erfitt að fullyrða um það hvort það sé hin hnattræna hlýnun sem veldur þessum breyt- ingum eða hvort um sé að ræða nátt- úrulegar sveiflur. „Það eru skiptar skoðanir á því hvaða áhrif hnattræn hlýnun muni hafa hér við land. Ef hér hlýnar bráðnar væntanlega ís fyrir norðan okkur, sem veldur því að meira bráðnunarvatn kemur að norðan en áður. Það er sjór sem er kaldari og ekki eins saltur og sá sem kemur sunnan úr Atlantshafi. Vegna þessa gæti dregið úr hlýnun og það jafnvel valdið kólnun.“ Ein afleiðing hlýnunar sjávar er að ákveðnar fisktegundir veiðast á svæðum þar sem þær sáust ekki áð- ur. „Á síðasta áratug erum við t.d. farin að sjá skötusel fyrir norðan land sem áður fannst bara við suður- ströndina, útbreiðsla ýsunnar hefur aukist og flundra hefur fundist við landið, sem ekki var áður.“ Karl telur illmögulegt að fullyrða nokkuð en mögulegt sé að samhliða hlýnun verði meiri sveiflur í veð- urfarinu sem gætu hugsanlega vegið upp á móti áhrifum af gróðurhúsa- áhrifum. Mestu loftslagsbreytingar í 5.000 ár gætu verið framundan í Evrópu Gróður á Íslandi breytist en erfitt að spá um áhrif á fiskveiðar Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is  Blikur á lofti | 10 ÞÆR eru fallegar, klukkurnar í búðarglugganum, en minna líka á að nú er farið að styttast í jólin og hver að verða síðastur að finna góða gjöf. Morgunblaðið/Kristinn Allir fá þá eitthvað fallegt … RÁÐAMENN ríkja Evr- ópusambandsins fögnuðu í gær málamiðlunarsam- komulagi um fjárhags- áætlun sambandsins fyrir árin 2007–2013. Samkomulagið náðist í fyrrinótt eftir tveggja daga samningaviðræður sem Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að hefðu verið „ótrúlega flóknar“. Samkvæmt samkomulaginu gefa Bretar eftir 10,5 milljarða evra, sem samsvarar nær 787 milljörðum króna, af árlegum afslætti sem þeir hafa notið af gjöldum til ESB frá árinu 1984. Á móti kemur að Evrópu- sambandið á að taka öll útgjöld sín til endurskoðunar á árunum 2008–2009, m.a. til sameiginlegu landbúnaðar- stefnunnar. Meginhluta fjárins verð- ur varið til uppbyggingar í nýju ESB-ríkjunum tíu. Blair verst gagnrýni Útgjöldin, sem samkomulag náð- ist um, svara til 1,045% af heildar- framleiðslu ESB-ríkjanna. Breska stjórnin hafði áður lagt til að hlut- fallið yrði 1,03% en framkvæmda- stjórn ESB vildi að það yrði hækkað í 1,24%. Nokkur bresk dagblöð gagnrýndu Blair harkalega fyrir að fallast á að gefa eftir svo stóran hluta afslátt- arins án þess að knýja Frakka til að fallast á umbætur á landbúnaðar- stefnunni til að minnka útgjöldin. Blair varði tilslökunina í gær og sagði að það hefði stórskaðað hags- muni Breta ef samkomulag hefði ekki náðst. „Við hefðum eyðilagt öll tengsl okkar við nýju ESB-löndin og nýju stjórnina í Þýskalandi.“ Blair og Jacques Chirac, forseti Frakklands, sögðu að án samkomu- lags um þetta mál hefði Evrópusam- bandið lent í „alvarlegri kreppu“. Kazimierz Marcinkiewicz, for- sætisráðherra Póllands, kvaðst vera ánægður með málamiðlunarsam- komulagið. „Þegar allir sigra bragð- ast sigurinn eins vel og franskt kampavín,“ sagði hann. Leiðtogar Evrópusambandsins ákváðu einnig að bjóða Makedóníu viðræður um aðild að sambandinu. Reuters Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jack Straw utanríkisráðherra (t.v.) á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins í Brussel í gær. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Samkomulagi um fjárhagsáætlun ESB fagnað Ashgabat. AP. | Saparmurat Niya- zov, forseti Túrkmenistans, hefur skipað nýjan olíumálaráðherra og fyrirskipað honum að læra ensku á hálfu ári, ella verði hann rekinn. Niyazov sagði nýja ráðherranum að enskukunnátta væri nauðsynleg í embættinu vegna margra er- lendra gesta sem hafa hug á að fjár- festa í olíu- og gasvinnslu í Túrk- menistan. Ekki kom fram hvort Niyazov kann sjálfur ensku. Hann kallar sig Túrkmenbasa, eða föður allra Túrkmena, og er einráður í land- inu. Á dögunum var skýrt frá því að Túrkmenbasi hygðist verja sem samsvarar hundruðum milljóna króna til að koma upp dýragarði í Karakorum-eyðimörkinni. Hann krefst þess að í nýja garðinum verði mörgæsir þar sem bjarga þurfi fuglunum frá hungri sem sverfi að þeim vegna loftslagsbreytinga. Læri ensku eða verði rekinn Hong Kong. AFP. | Í fyrstu drögum að samkomulagi á ráðherrafundi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) er ekki tímasett nákvæmlega hvenær afnema eigi útflutnings- styrki til bænda í auðugum ríkjum heims. Útflutningsstyrkirnir eru á meðal helstu deilumálanna á fundinum. Samkvæmt drögunum á annaðhvort að afnema styrkina fyrir árið 2010, eins og Bandaríkin og fleiri lönd vilja, eða fimm árum eftir að nýr samningur um aukið frelsi í heims- viðskiptum tekur gildi árið 2008. Búist er við að samið verði um breytingar á drögunum áður en fundinum lýkur í dag, sunnudag. Peter Mandelson, sem fer með viðskiptamál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði að í drögunum væri „ekki nægilegt jafn- vægi“ en samningaviðræðunum yrði haldið áfram. Kamal Nath, viðskiptaráðherra Indlands, sagði að „alvarlegir gall- ar“ væru á drögunum. Deilt um afnám styrkja ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 243. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.